Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1991
- #
'/riumfih
VORLINAN
i
HÚSAVÍK
AKRYL-MÚRKLÆÐNING
Falleg - sterk - endingargóð - alltaf sem ný
Engar alkalf eða frostskemmdir framar.
- Á gömul alkalí- eða frostskemmd hús.
- Ágömulhúsmeðeðaáneinangrunar.
- Ánýhúsmeðeðaáneinangrunar.
- Áveggiogloftútiseminni.
- Enginn viðhaldskostnaðurframar.
- Gerirgömul hús sem ný.
- Fæstí175varanlegumlitum.
- Ódýrog varanleg lausn.
Á. ÓSKARSSON HF. FAGVIRKI.
Sími 666600/667200. Sími34721.
Þessir hlóðu vörðuna: Ragnar Jónsson, Dal, Steingrímur Skúlason, Mörtungu, Þorbergur Jónsson,
Prestbakkakoti, Elías Pálsson, Sléttu, Einar Elíasson, Sléttu, og Vilhjálmur Eyjólfsson, Hnausum.
A myndina vantar Einar Elíasson.
Utför 207 árum eftir andlát
-
i
Hnausum í Meðallandi.
SKAFTÁRELDARNIR voru eitt af mestu eldgosum á jörðinni og
íeiddu ólýsanlegar hörmungar yfir þjóðina. Héraðið milli Mýr-
dals og Skeiðarársands sem varð fyrir hraunstraumnum hefur
aldrei borið sitt barr síðan. Fyrir skömmu var hlaðin upp varða
þar sem eitt fórnarlamba eldanna var grafið, en varða sú, sem
markaði legstaðinn á sínum tíma, var löngu hrunin.
Þegar eldgosið hófst var í
Skála-, Kirkjubæjar- og Kálfa-
fellssóknum 601 íbúi og þar af
dóu 225. Margir voru grafnir í
útsuðursparti kirkjugarðsins á
Klaustri. Vegna burðaleysis til að
höggva gaddinn var kistunum
hrúgað hverri ofan á aðra og það
var grafið innundir gaddaða jörð-
ina eins og hægt var og líkkistun-
um komið þar fyrir.
Og sr. Jón Steingrímsson segir
í Eldriti sínu: „Af hesta og mann-
leysi voru 14 grafnir í afmörkuð-
um bæjarhússgarði á Hörgslands
hospítali."
Heyrst hefur að kálgarðurinn
hjá Lofti pósti hafi verið grafreit-
ur. Var prestur að reyna að kom-
ast hjá að segja að hann jarðaði
í kálgarðinum? Gaman væri að fá
meiri vitneskju um þetta sé hana
einhvers staðar að fá.
Menn sem voru máttvana af
illu viðurværi áttu ekki gott með
að höggva þykkan klaka. Snjór
gat sest í kálgarðinn og hlíft við
frosti sem gat gert ómögulegt að
jarða í gamla grafreitnum þarna
við þær aðstæður sem þá voru.
Svo var nú eldpresturinn alltaf
úrræðagóður.
Og í Eldriti sr. Jóns segir enn-
fremur að þeir sem dóu í Fljóts-
hverfi væru grafnir þar í kirkju-
görðum. „Svo það eru ósannindi
að nokkur hafi hér grafinn verið
í bæjum eða víðavangi eins og
hingað hefur borist annars staðar
hafí sagt verið, fyrir utan einn
mann sem hét Vigfús Valdason,
hann var illur í skapi, blótaði ná-
lega öllu, þá réð svo við að horfa
(Guð lætur ei að sér hæða). Hann
var úti á sandi fyrir austan Eld-
vatnið, er hann þar dysjaður uppi
í hrauninu að vestanverðu og
hlaðin varða yfir.“
Eldvatnstanginn á Brunasandi
var síðasta hraunið sem rann í
byggð úr Lakagígum. Þetta er
hraunið milli Hverfisfljóts og Eld-
vatns. Hraunið kom þunnfljótandi
og iýsti af því eins og tunglsljósi
austur í Öræfí.
Þetta eldhlaup „sem var það
síðasta sem hér fram kom var það
ógnlegasta og höstugasta“, segir
sr. Jón. Komið er á annað ár frá
því að við Elías Pálsson, bóndi á
Sléttu, fundum legstað Vigfúsar
Valdasonar syðst í brún Eldvatns-
tangans. Varðan sem eldprestur-
inn segir frá var hrunin, en Jakob
Þorðvarson frá Dal vissi um stað-
inn.
2. maí 1991 hlóðum við nokkr-
ir vörðu við legstaðinn og felldum
þar í stuðlabergstein, sem þeir
bræður Sigurður og Steingrímur
í Mörtungu létu grafa í nafn hins
látna. Er þar einnig fæðingar- og
dánarár, ásamt krossmarki.
Þær voru margar útfarirnar
sem tengdust Skaftáreldum og
það jaðrar við að þarna hafi sú
síðasta farið fram, 207 árum eftir
að andlátið. Að vísu kom þarna
enginn prestur nærri enda virtist
kirkjan útskúfa Vigfúsi Valda-
syni. Og enga bæn fluttum við
nema einhver hafi gert það í hug-
anum. En krossmarkið er þarna
og í fuilu gildi.
- Vilhjálmur, Hnausum.
2 VJJíiJJk A JðUW
7i» 7ííA J-J
• •
Orfá sœti laus
MJLíhOikiA <C)J-Æ UL
8. - 22 júní. 6. - 20. júní og 13. - 27. júní
2 í stúdíói á Sa Coma: 56.390 kr. 2 ístúdíói á Magaluf: 58.345 kr. 2 ístúdíói á BenalBeach: 57.625 kr.
4 4
URVAL UTSYN
í Mjódd: sími 60 30 60; við Austurvöll; sími 2 69 00;
í Hafnarftrði: sími 652366; við Ráðhústorg á Akureyri: sími 2 50 00
- og hjá umboðsmónnum um allt land.
VISA
*Verð á mann rniðað við hjón tneð 2 böm,
2ja -11 ára, í 2ja herbergja íbúð á Sa Coma
á Mallorca. Flugvallarskattur ogforfallagjald
eru ekki innifalin í verðdœmum: