Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 6
Sl
M'otóuNBL.-VDrD' SÍJNííUDAGtJR' 2V :JÚNÍ lððl
í hita leiksins. Hetja Tottenham, Paul Gascoigne, þrífur til Forest-mannsins Gary Crosby, skömmu áður
en hann sjálfur féll slasaður í valinn.
Meðal lcnaff-
spyrnuáhuga-
manna í London
eftir Ottar Guðmundsson
Keppnir og alls kyns leikar
hafa ávallt notið mikilla vin-
sælda meðal mannkyns. Forn-
Grikkir héldu íþróttakeppnir
þar sem ungir naktir sveinar
köstuðu kringlu, hlupu eða
stukku. Rómverjum hinum
fornu var
skemmt *
fórnum
og leikum; ljón og önnur óarga-
dýr voru flutt til Rómar yfir
langan veg til að drepa fólk á
hringleikjasviðinu í alls konar
grimmdarlegum leikjum.
Skylmingaþrælar drápu hveijir
aðra í bardagaleikjum að við-
stöddu fagnandi fjölmenni.
Keisararnir settu á svið miklar
fólkorrustur inni í Róm þar sem
þúsundir voru Iátnar beijast til
síðasta blóðdropa. Hirðmenn
keisarans gengu um valinn í
gervi Karons og stungu þá til
bana, sem voru særðir eða þótt-
ust vera dánir.
Allir Charlton Heston- og Kirk
Douglas-aðdáendur muna eftir
hestvagnakeppninni úr Ben Húr og
raunum og ástum Spartakusar en
þessar myndir eru hvað minnis-
stæðastar úr kvikmyndasjóði
æskuáranna. Þessar kvikmyndir
fjalla báðar um rómverska leika,
spennu og æsing keppninnar. í ís-
lendingasögum má lesa um spenn-
andi hestaöt og knattleika sem
hetjur sögualdar stunduðu sér og
öðrum til skemmtunar. Sumar
þessar keppnir drógu dilk á eftir
sér eins og sjá má í Grettissögu
og Gísla sögu Súrssonar.
Á þessari öld hefur áhugi fyrir
íþróttum aukist til mikilla muna.
Með tilkomu nútímalegrar fjölmiðl-
unar er unnt að flytja keppnina
með svita, blóði, fögnuði og kvöl
og ópum lýðsins inni í stofur til
fólks um víða veröld. Keppnis-
íþróttir hafa því orðið vinsæl
skemmtun og íþróttamennirnir
flutt sig af keppnisvöllunum inn í
stofur til fólks. Þessi íþróttafjöl-
miðlun hefur haft í för að margir
íþróttamenn hafa haft gífurlegar
tekjur. Peningastreymið hefur enn
aukið spennuna og áhugann fyrir
leikunum og einkalíf keppendanna
er almenningseign.
Björn Borg var eitt sinn mesti
tennisleikari heims. Hann var sonur
nýlenduvörukaupmanns í Söder-
talje í Svíþjóð og ólst þar upp við
kröpp kjör. Birni gekk ekkert í
skólanum en hann var öllum mönn-
um snjallari við að sveifla tennis-
spaða. Hann gerðist atvinnumaður
í íþrótt sinni og allir vissu að hann
hafði af því dágóðartekjur. Sænsk-
um almenningi sárnaði þetta mjög
og urðu margir til að skrifa bæði
langar og lærðar greinar um það
hversu óréttlátt það væri að Björn
hefði meiri laun en rótgrónir skóla-
stjórar eða verkalýðsleiðtogar hjá
Volvo. Svíar gátu aldrei á heilum
sér tekið vegna þess að Björn var
af almenningi álitinn sekur skógar-
maður sakir tekna sinna. Á síðustu
árum hafa þó skipast veður í lofti.
Bjöm er nú orðinn blankur og hálf-
gjaldþrota vegna vitlausra fjárfest-
inga og öfundarmenn hans geta
því kæst. Aðrir íþróttamenn hafa
rakað saman fé enda er áhugi al-
mennings og fjölmiðla fyrir gleði
og sorg íþróttanna gífurlegur.
Mikil spennulosun
En íþróttir hafa ekki einungis
skemmtanagildi. Allar keppnir eru
spennulosandi og yfirleitt líður fólki
mun betur á sálinni eftir að hafa
fylgst með, æpt, öskrað og hvatt
sinn mann eða sitt Iið til dáða.
Spennulosun er ávallt jákvæð og
einstaklingurinn fær þá útrás fyrir
eigin árásargirnd og ofbeldishneigð
með því að æpa og hvetja annan
keppandann en hóta hinum öllu illu.
Áhorfandi sem fylgist með kappleik
af lífí og sál hvort heldur heima
hjá sér eða á íþróttavelli ber enga
ábyrgð á orðum sínum og getur
því látið öllum illum látum refsing-
arlaust.
í íþróttakeppnum nútímans fylg-
ir áhorfandinn yfirleitt öðru hvoru
liðinu að málinu. Þetta gerir það
að verkum að einstaklingurinn er
ekki einn heldur hluti af stórri heild
sem á sér það sameiginlegt mark-
mið að hjálpa sínum manni eða sínu
liði til sigurs. Einmanakennd og
einangrun einstaklingsins minnkar
og hann upplifir eigið manngildi á
annan hátt en áður. Hann er hluti
af stórum hópi og þátttakandi í
keppni eða þróun kappleiksins og
öðlast þannig gildi í tilverunni.
Sjálfsvirðing og mat á eigin verð-
leikum og getu eykst að sama skapi
vegna þessarar samkenndar. Liðið
mitt er hluti af sjálfum mér, gangi
því vel líður mér betur en áður.
Samstaða með liðinu mínu á sorg-
arstundum blæs mér í bijóst
þrjósku og baráttuvilja.
Allir saman nú!
í styijöldum fjölgar yfirleitt
barneignum og sjálfsmorðum
fækkar. Þetta hefur verið skýrt
þannig að þrátt fyrir allt það böl
sem styijaldarrekstur hefur í för
með sér þá leiðir slíkt hættuástand
til þess að einangrun einstaklings-
ins minnkar. Hann fínnur fyrirgildi
sjálfs sín á annan hátt en áður og
samkennd og bræðralag þjóðarinn-
ar eykst. Þá skiptir mestu að öll
þjóðin er að fást við sameiginlegan
ijandmann og ekkert er eins vel til
þess fallið að sameina þjóðir.
í þorskastríðinu við Breta ríkti
mikill einhugur meðal íslendinga
enda gátu allir séð í Bretanum
óvin sem ógnaði afkomu og lífs-
hagsmunum þjóðarinnar. Nýaf-
staðið Persaflóastríðið þjappaði
bæði Bretum og Bandaríkjamönn-
um í eina órofa heild sem söng og
gladdist yfír unnum sigrum undir
blaktandi fánum. Þjóðirnar sáu í
Saddam Hussein djöful í manns-
mynd sem einn og óstuddur virtist
fær um að stefna heimsfriðnum í
voða. Snjallir stjórnmálamenn nýta
sér þennan samhug þjóðar sinnar
til hins ýtrasta og kynda undir sam-
eiginlega reiði útí einhvern fjand-
mann sér til framdráttar. Sigur
Bandamanna yfír Saddam hefur
fært sigursælum leiðtogum gífur-
legar vinsældir og ýtt undir nýja
bylgju þjóðernisvakningar og þjóð-
arstolts meðal þeirra sem þátt tóku
í styijöldinni. Aðrir sem sátu heima
eins og Þjóðveijar hafa sætt ámæli
fyrir bleyðiskap og hugleysi.
Þjóðarstolt og íþróttir
íþróttir gegna svipuðu hlutverki
fyrir þjóðarsálina. Þær sameina og
færa fólk nær hvert öðru og þær
þjappa ólíkum einstaklingum um
sameiginlegt markmið sem er að
viðkomandi þjóð eða liði gangi sem
best í íþróttagrein sinni. Islending-
ar hafa aldrei notið mikils frama á
íþróttasviðinu. Þó komu þeir Clau-
sens-bræður og Gunnar Huseby vel
út úr íþróttamótum á árunum eftir
seinni heimsstyijöldina og þjóðin
var ákaflega stolt yfir framgangi
þeirra. Síðan hefur verið fátt um
fína drætti. Vilhjálmur Einarsson
tók silfrið í Melbourne og hand-
knattleiksmenn hafa náð ágætum
árangri í höllinni í Laugardalnum
og sigrað margar sterkar þjóðir.
Friðrik Ólafsson stóð sig vel á skák-
mótum en einhvem veginn hefur
alltaf vantað einhvern afburða
íþróttamann sem þjóðin gat öll fylkt
sér um.
Svíar hafa átt marga mikla af-
reksmenn í íþróttum sem hafa öðl-
ast sess í hjörtum landa sinna og
komið þeim til að slá ögn hraðar í
takt við velgengni þessara manna.
Þegar Ingemar Stenmark skíða-
maður var að vinna sína fræknustu
sigra var eins og hver einasti Svíi
teldi hann vera hluta af sjálfum sér
enda voru þeir með montnasta
móti þegar hann var upp á sitt
besta.
Færeyingar gerðu jafntefli í
knattspyrnu við Norður-íra um
daginn. Flestir Þórshafnarbúar
dvöldu næturlangt á götum úti og
fögnuðu þessu afreki, Sungu og
dönsuðu eins og Ólafsvaka væri
komin í byijun maí. Islendingar
hafa reynt að fylkja sér á þennan
hátt um ákveðna afreksmenn okkar
en einhvern veginn höfum við ekki
átt miklum frama að fagna. Þjóðin
safnaði nokkrum sinnum aur til að
hjálpa Eyjólfí Jonssyni að komast
syndandi yfir Ermarsundið en allt
kom fyrir ekki. Eyjólfur komst ekki
frekar yfir Ermarsundið en Einar
yilhjálmsson upp á verðlaunapall á
Ólympíuleikum.
Knattspyrna og stemmning
Óvíða er önnur eins stemmning
gagnvart íþröttum og á Bretlandi.
Þar er knattspyrna eins og trúar-
brögð. Visst lið skiptir öllu máli
fyrir einstaklinginn og hann er til-
búinn að leggja allt á sig fyrir það,
slást og beijast og rífast fyrir það
og fylgja því á heimsenda ef með
þarf. Höfundur þessarar greinar
var á Englandi fyrir nokkrum dög-
um og fór á bikarúrslitaleik milli
Tottenham Hotspur og Nottingham
Forest laugardaginn 18. maí. Leik-
urinn vakti gífurlega athygli. Fjöl-
miðlar fóru hamförum og spáðu í
úrslitin og gengi og hæfni ein-
stakra leikmanna. Aðalumræðu-
efnið virtist vera leikurinn og í
fréttum var meira sagt frá honum
en umræðum í þinginu um heil-
brigðismál. Framkvæmdastjórar
liðanna nutu meiri athygli fjölmiðla'
en sjálf kóngafjölskyldan og gömul
afrek þeirra voru tíunduð í sífellu.
Mér fannst þetta minna á viður-
eign tveggja skylmingaþraæla sem
voru áþekkir að líkamsburðum en
til að skapa sem mesta spennu
meðal áhorfenda var skýrt frá upp-
handleggsmáli og snerpu og styrk
svo að hver og einn gæti spáð í
úrslitin með samanburði á köppun-
um. Leikmenn sögðu frá draumum
sínum og vonum og fyrri vonbrigð-
um í svipuðum leikjum svo að eng-
inn velktist í vafa um mikilvægi
þessarar viðureignar. „Að tapa er
eins og að deyja,“ sagði einn. „Þið