Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNIIMGARSTR (SUNNUUAGUR 2, JÚNÍ ,;991 UBesta leikkonan á nýaf- staðinni Cannes-hátíð var valin Irene Jacob fyrir leik sinn í mynd pólska leik- stjórans Krzysztof Kieslowski, Tvöfalt líf Veroniku, en leikkonunni hefur verið lýst sem nýrri Ingrid Bergman. MÞað munaði ' litlu að Spike Lee hreppti Gull- pálmann árið 1989 en varð að sjá á eftir honum til Steve Soderbergh. Mynd Lees, „Jungle Fever“, þótti koma mjög til álita í þetta sinnið en aftur sá Lee pálmann renna frá sér. Segir í fréttaskeyti að hann hafí verið hálf niðurlútur þegar hann tók á móti einu verðlaununum sem myndin hans hlaut, en þau fékk leikarinn Samuel Jackson fýrir leik í aukahlutverki. MÞað var leikstjóranum Maurice Pialat einnig nokkur hnekkir að dóm- nefndin leit framhjá mynd hans, „Van Gogh“. Hún hlaut blendna dóma gagn- rýnenda en Pialat hreppti einmitt Gullpálmann árið 1987 fyrir myndina Undir sólu satans og var púað á hann þegar hann tók við verðlaununum. WLokamyndin á kvik- myndahátíðinni í Cannes var mynd breska leikstjór- ans Ridley Scotts, „Thelma and Louise", með Susan Sarandon og Geena Davis. Þær leika útlaga á þjóðvegum Bandaríkjanna en myndin tók ekki þátt í keppninni um Gullpálmann. Arnoid í „The Terminator 2"; sýnd í júlí eða ágúst. 15.000 MANNS Á„DOORS“ Ails hafa nú um 15.000 manns séð myndin- a„The Doors“ að sögn Karls Ottós Schiöth bíó- stjóra í Stjömubíói, en hún er eftir Oliver Stone og fjallar um líf eins helsta rokkgoðs hippaáranna, Jim Morrison. Þá hafa rúmlega 10.000 manns séð mynd- ina Uppvakninga með Robert De Niro og Robin Williams en hún íjallar um sjúklinga sem vakna upp af áratugalöngum dá- svefni. Alls hafa tæplega 10.000 manns séð gaman- myndina Á barmiörvænt- ingar með Meryl Streep og Shirley MacLaine en hún segir frá stirðlegu sambandi móður og dóttur í Hollywood. Og loks má nefna að gamanmyndin Pottormar er komin í 18.000 manns í aðsókn. Tvær helstu sumar- myndir Stjörnubíós verða „The Terminator 2“ eftir James Cameron með Arn- old Schwarzenegger í að- alhlutverki en hún verður að likindum sýnd í endað- an júlí eða byijun ágúst. Segir þar af enn frekari eltingaleik Útrýmenda úr framtíðinni (þeir eru nú orðnir a.m.k. tveir) við móðurina (Linda Hamil- ton) úr fyn-i myndinni og son hennar, sem ógnar valdhöfum framtíðarinn- ar. Hin stóra sumarmynd bíósins er „Hudson Hawk“ með Bruce Willis en hún mun vera á dagskrá í sept- ember. Aðrar myndir í sumar eru m.a. „Avalon" eftir Bany Levinson, „L.A. Story“ með Steve Martin og „Return To the Blue Lagoon“. RAKETTUMAÐURiNN Ein af sumarmyndunum vestra í ár er ævintýr- amyndin „Rocketeer" eða Rakettumaðurinn en leik- stjóri hennar er Joe Johnston sá hinn sami og gerði metsölumyndina Elsk- an, ég minnkaði börnin. Rakettumaðurinn er í anda Indiana Jones mynd- anna, Stjörnustríðs, Leður- blökumannsins og allra hinna af hasarblaðaættinni, sem gerðar eru til að skemmta krökkum frá sjö ára til sjötugs. Það er Disney félagið sem stendur að baki hennar en hér segir af flughetj- unni Cliff Secord sem finnur nýja uppfinningu, flugbúnað fyrir einn, undir sæti flugvélar sinnar og kemur í veg fyrir að tækinu sé rænt áf nasistum en sög- usviðið er seinni hluti fjórða áratugarins. Johnston er fyrrum sam- starfsmaður bæði George Lucas og Steven Spielbergs og hefur reyndar hreppt Óskarinn fyrir gerð tækni- brellna í myndum þeirra. „Ég sæki margt í Lucas og Spielberg. Þeir hafa haft mest áhrif á mig,“ segir hann. Bæði Kurt Russell og Dennis Quaid sýndu áhuga á að leika í myndinni en aðalhlutverkið hreppti ung- ur leikari að nafni Bill Campbell. Jennifer Connelly leikur ástina stóru í lífí hans og með smærri hlutverk fara Alan Arkin og Paul Sorvino en það er Timothy Dalton, öðru nafni James Bond, sem fer með hlutverk illingjans í myndinni. Ein forvitnilegasta brell- an í Rakettumanninum er búnaðurinn sem hann festir á bakið á sér og notar til að fljúga en honum fylgir sérstakur hjálmur er lýst hefur verið sem samsetningi af vélmenninu í „Metro- polis“ Fritz Lang og höfuð- búnaði Svarthöfða í Stjörn- ustríði. VARÐANDI HENRY Inýjustu mynd sinni, „Regarding Henry“, leikur Harrison Ford sjálf- umglaðan uppa í New York sem fær skof í höfuðið og gengur í barndóm. Sagt er að hér sé komið tækifæri fyrir Ford að afla sér Óskars en eftir lýsing- unni að dæma leikur hann bæði persónu Dustin Hoff- mans og Tom Cruise úr Regnmanninum. Handritið er eftir byijanda í grein- inni, Jeffrey Abrams, en mótleikari stjörnunnar er Annette Bening. Þegar sá sem Ford leikur er skotinn missir hann minnið en svo hann geti haldið áfram að lifa telur hann sig verða að leita uppruna síns. Hann kemst að því að hann hefur verið hálfgerður bjáni allt sitt líf og lítið hirt um tilfinningar annarra í metorðabrölti sínu. Ford er með öflugustu leikurum vestanhafs og mynd með honum vekur Harrison Ford og vinkona í myndinni „Regarding Henry“. alltaf athygli og er „Reg- arding Henry“ spáð góðu gengi í slagnum um metsöl- umyndir sumarsins. Hvad klikkaöi? Tvídmngar FÁIR sjónvarpsþættir í seinni tíð hafa hlotið eins mikla athygli og umfjöllun fjöl- miðia í Bandarikjunum og sakamálaþættirnir Tvídrangar eða „Twin Peaks“, sem sýndir eru á Stöð 2. Þegar sýningar á þeim hófust vestra var talað um sjónvarps- byltingu. Þegar göngu þeirra næstum örugglega lýkur að eilífu vestra 10. júní nk. með fimm prósent áhorf, spyija menn: Hvað klikkaði? eftir Arnold Indriðoson -j^'affið hefur kólnað í bolla Dale Coopers og kléinuhringirnir og kirsu- beijabökurnar hafa misst ferskleikann. Um 35 milljón áhorfend- ur sáu sjónvarps- myndina sem var undanfari þáttanna, lh af sjón- varpsá- horfendum í Bandaríkjunum). News- week sagði að Tvídranga- æði þyti yfir landið, hvar- vetna voru þættirnir í um- ræðu fólks og það safnaðist saman til að horfá á þá og braut þá til mergjar. Þeir voru kallaðir kraftaverk í bandarísku sjónvarpi því þeir sniðgengu hefðir þess og venjur; David Lynch, annar af höfundum þátt- anna sem myndað hafði fá- menna aðdáendahreyfingu með verkum eins og „Eras- erhead", Blátt flauel og Tryllt ást, tókst að skapa nk. fjöldahreyfingu aðdá- enda utan um Tvídranga. En það var aðeins í byrj- un. Áhuginn fór fljótlega að minnka og brátt skiptust áhorfendur í tvo hópa, áhangendur Lynch og alla aðra. I grein í The New York Times, sem hér er að nokkru byggt á, segir að hinn venjulegi áhorfandi hafí tekið að líta á þættina sem hveija aðra sápu. Hon- um líkaði Donna og Dale Cooper og vildi fyrir alla muni vita hver myrti Láru Palmer. Það var nokkuð sem Lynch vildi engum segja. Hörðustu aðdáendum var sama, þeir skemmtu sér yfir öllum hliðarsögunum og nýju persónunum og hirtu lítt um orsakir og afleiðing- ar, en almenningur þreyttist fljótt og skipti um rás. Þeg- ar kom loks í ljós að morð- ingi Láru var illur andi, Bob, í líkama föður hennar, þótti mörgum sem þeir hefðu verið sviknir. Gagn- lýnendur snérust gegn þátt- unum og fyrirsagnirnar urðu: Hvern varðar um hver myrti Láru Palmer? og jafn- vel hörðustu aðdáendur komust á þá skoðun að þættirnir væru orðnir of flóknir og undarlegir. Mark Frost, annar af höfundum þáttanna, viðurkennir að eftir að gefið hafði verið upp hver morðinginn væri hefðu þeir lent „í vandræðum með söguna.“ En ruddu Tvídrangar brautina fyrir frumlegra og djarfara sjónvarpsefni vestra? Margir vilja halda því fram en Mark Frost seg- ir svartsýnn: „Ég held að þættirnir hafi ekki breytt nokkrum hlut.“ Þeir sýndu þó að verulega marga áhorf- endur þyrstir í öðruvísi sjón- varpsefni vestra. Þættirnir höfðuðu ekki aðeins til há- skólastúdenta sem tekið hafa nokkrar einingar í bók- menntum og æsa sig þegar þeir sjá eitthvað sem líkist Lára Palmer; Dróst að upp lýsa hver morðinginn var. tákni, eins og einhver sagði, heldur náðu á tímabili til alls almenn- ings sem þreyttur var orð- inn á Fyrirmyndarföður og Staupasteini og fann eitt- hvað nýtt og öðruvísi í Tvídröngum. Dale Coop' er; Kaffið hefur kóln- að IBIO Sagt hefur verið að fyrri partur sumars sé með daufari bíómánuðum árs- ins. Vfst er að þegar þetta er skrifað hefur aðeins ein mynd verið frumsýnd i bíóunum sl. hálfan mánuð. En það er von á nokkrum myndum í júní sem lofa góðu. Til dæmis áætlar Laugarásbíó að frumsýna gamanmyndina „King Ralph“ með John Good- man í mánuðinum og Bíó- hölIin/Bíóborgin hyggst frumsýna innan skamms, ef þær eru ekki þegar byrjaðar, „Edward Sciss- orhands" eftir Tim Burton og hina glænýju mynd Hróa hött með Patrick Bergin. Þá er von á lögguþrill- emum „Blue Steel" 1 Regnboganum og „Aval- on“, fjölskyldusögu Barry Levinsons, f Stjömubíó. Einnig er von á mynd Ethans og Joels Coen, „Miller’s Crossing", en þeir hrepptu Gullpálmann í Cannes fyrir stuttu. Og loks má nefna að mynd Bemardo Bertoluccis, „The Sheltering Sky“, er einníg á dagskrá í Bíóhötl- inni/Blóborginni í júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.