Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 2. JUNI 1991 Sattdmídíi auqltfáMtqar ' vnm/ía&ociitut 1990 Dagblöð Sjónvarp Auglýsingapóstur Gulu síðurnar Útvarp Tímarit Fréttabréf Annað Heildarveltan á auglýsingamarkaðnum var 128,7 milljarðar bandaríkjasdala eða 7.722 milljarðar íslenskra króna Dagblöð vinsælasti auglýsingamiðillinn í nýlegri könnun sem gerð var á auglýsingum í bandarískum fjöl- miðlum kom í ljós að dagblöð eru vinsælasti auglýsingamiðillinn og birta 25% allra auglýsinga. Sjónvarpsauglýsingar fylgja fast á eftir og eru 22% af heildar- fjölda auglýsinga í íjölmiðlum. Auglýsingamarkaðurinn í Banda- ríkjunum veltir stjamfræðilegum upphæðum og alls eru keyptar auglýsingar í fjölmiðlum fyrir 7.700 milljarða íslenskra króna á an. Æsifréttablöð hlutabréfamarkað ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ G.P. Group Inc. sem gefur út alræmd- ustu æsifréttablöð Bandaríkjanna, National Enquirer og Star, hefur lýst áformum um að opna fyrirtækið og hefja sölu hluta- bréfa á almenningum hlutabréfamarkaði. Er ætlunin að afla um B50 milljóna dollara á þann hátt. Blöðin tvö eru einkum seld við stórmarkaði og alræmd fyrir fréttaskot um heimsóknir furðu- vera utan úr geymnum og um leyndarmál Hollywood-stjarna og þotugengisins bandaríska. Nýlega greindi til dæmis eitt tímarita útg- áfunnar frá því að Bush Bandaríkj- aforseti hefði verið sóttur heim af veru utan úr geimnum og fylgdu með „einkaljósmyndir“ blaðsins. En þótt fréttaflutningur blaða útgáfufyrirtækisins þyki ekki hinn áreiðanlegasti í heimi, seljast blöð- in engu að síður í nærri 8 milljón- um eintaka að því er fram kemur í umskókn fyrirtækisins til stofn- unar þeirrar í Bandaríkjunum sem sér um hlutafjárútboð þar í landi. i ■ ■., •., r.in nrrn r rr n ■! -, - , ■ • ■, -, ,, _ Hefur sjónvarpið stolið myndlistinni? Marilyn Monroe eftir Andy Warhol. Popp-lista- verk sem sum- ir telja eitt besta dæmið um afsprengi fjölmiðlafræð- innar. ■ Hvaða áhrif hafa myndmiðlar nútímans haft á hefðbundna myndlist? Allt mannlegt er fjölmiðlum viðkomandi og það sem meira er um vert að fjölmiðlar hafa áhrif á flest það sem mennskt er. Ungviði fær ekki að vaxa í friði og pólitískar ákvarð- anir hinna uppkomnu virðast breytilegar eftir vindáttum á því veðurkorti stjómmála sem fjöl- miðlar kjósa að birta. Og að sjálf- sögðu hafa fjölmiðlar síðan áhrif á menninguna. Sumir fræðimenn hafa um árabil velt fyrir sér afleið- ingum þess að myndmiðlar sem þróast hafa gífurlega hratt á þeirri einni og hálfu öld frá því að ljósmyndin kom fram á sjónar- sviðið, eru í dag einn alsterkasti þátturinn í fjölmiðlamenningu samtímans. Sumir kalla þessa menningu gjarnan múgmenningu. Þessir fræðimenn spyija hvort myndmiðlarnir hafí ýtt myndlist- inni til hliðar þar sem í samfélagi nútímans skipa fjölmiðlar þann sess sem hinar æðri listir skipuðu á öldum áður. Hefur sjónvarpið stolið myndlistinni? Myndlist eða myndræn list var allt fram á síðustu öld nærri ein- vörðungu stunduð í tengslum við arkitektúr, listmálun og högg- myndalist. Ef marka má kenning- asmiðinn John A. Walker, sem er breskur listsagnafræðingur, hefur framþróun myndmiðla orðið til þess að myndræn list hefur kvísl- ast í ýmsar áttir. Hann nefnir sem dæmi iðnhönnun, auglýsingar, Ijósmyndun, kvikmyndagerð, sjónvarpsmyndagerð og tísku. Þessu til staðfestingar bendir hann á að lengst af hafi listmálar- ar haft svo til einokun á því að bregða upp svip- myndum í lit. Nú geta milljón- ir manna daglega séð og notið óteljandi hágæða-litmynda jafnt í sjónvarpi, kvikmyndahúsum, tímaritum, dagblöðum, og á veggjspjöldum, póstkortum, neysluvarningi og einkasafni. Það er einmitt popp-listin sem hagnýtir sér best þessa þróun að mati Walkers. Það eru popp-lista- mennirnir sem faðma að sér allar þessar ímyndir fjölmiðlamenning- arinnar og gera að sínum. Marilyn Monroe var kvikmyndaleikkona sem fjölmiðlar sáu til þess að all- ir þekktu en þekktu þó ekki. Það er m.a. þessi mótsögn sem Andy Warhol gamnar sér að í hinum þekktu endurprentunum sínum af portretinu af þessari leikkonu sem hefur verið hugðarefni marga list- manna og lífsspekinga. Eins og við mátti búast þá velt- ir Walker fyrir sér í þessu sam- hengi þeirri áleitnu en að líkindum tilgangslitlu spumingu, hvað sé list og hvort öll sú myndfram- leiðsla sem á sér stað í heiminum um þessar mundir hafí eitthvað með list að gera. Hann sér ekki ástæðu til þess að svara þessum spurningum, en bendir t.d. á dæmi um ljós- myndara sem beitir listrænum aðferðum og nálgunum við gerð á tímaritaauglýsingu. Þungamiðjan í hans vangavelt- um er þó hver áhrif aukinnar myndvæðingar samfélagsins séu á myndlistina og myndræna list. Hvað hlutverk myndrænnar listar varðar þá er hann ekki í vafa um að hlutverk hinna hefðbundnu greina, þ.e. arkitektúrs, listmál- unar og höggmyndalistar, hafí breyst og að nýrri greinar hafí á margan hátt rutt þeim úr vegi. Það hafa þau gert fyrst og fremst vegna þess að þau eru samofín neyslusamfélaginu og því margf- alt meira áberandi. Walker er hins vegar andsnúinn hugmyndum manns að nafni Ro- bert Hughes, sem segir að hin hefðbundnu form, sem hann kenn- ir við söfn, standi viðskiptalist- inni, sem hann svo kallar, ekki snúning. Hughes þessi telur að málverkið megi sín lítið gegn sjón- varpinu. Walker telur ekki að hefð- bundnu formin eigi í einhverri rimmu við hin nýrri. Hin hefð- bundna list hefur í hans auga m.a. öðlast það hlutverk að gagn- rýna fjölmiðlamenninguna og upplýsa um vélrænu hennar og hugmyndafræði. Hann segir að þetta hlutverk sé ekki áhrifamikið eða setji mik- inn svip á samfélagið en engu að síður sé það mikilvægt því að til- gangurinn sé að mennta sig og þroska. Orð hans er því ekki hægt að skilja á annan veg en þann að sjónvarpið og myndmiðlar nút- ímans hafí a.m.k. stolið einhveiju frá myndlistinni, þó ekki öllu og þaðan af síður henni sjálfri. Heimild: J.A. Walker, Art in the Age of Mass Media, 1983. BAKSVIÐ eftir Ásgeir Fridgeirsson Ég um migfrá mér til mín Bandarískir Ijósvaka- miðlar þurfa stjörnur til þess að lifa af sam- keppnina. Hver stöð hefur sína stjörnu sem skín í frétta- tímanum og stöðugt eru gerð- ar mælingar á vinsældum hennar. Svo taka blöðin við og gera sér mat úr góðu gengi stjamanna eða slæmu, að ekki sé minnst á einkalífið. Auðvitað á hver þjóð að hafa sinn hátt á og það er ekkert við það að athuga þó að Bandaríkjamenn vilji hafa þetta svona hjá sér. I þarlend- um fjölmiðlum er margt gott gert sem verða mætti til eftir- breytni hér. Ekki þó stjörnuf- ansinn. Ég held _að hann sé ekki sá stíll sem íslendingar kjósa. Ég hef á tilfínningunni að fólkið hér vilji fyrst og fremst geta treyst því að það fái sanna og rétta mynd af at- burðum og þar skipti meira máli vönduð vinnubrögð og liðsheildin heldur en einstakir súpermenn. Frá því byijaði að bræla á öldum ljósvakans hér á landi fyrir nokkrum árum hefur framsetning frétta og frétta- tengds efnis breyst talsvert og hluti af þeim breytingum er stjörnuáráttan. Sumu fólki í sjónvarpi og útvarpi þykir afar mikið til um sjálft sig og virðist stundum halda sig vera aðalatriði þess máls sem til umfjöllunar er, þó að hlut- verkið sé einvorðungu að miðla upplýsingum. Látum nú vera þó að breitt sé úr sér í formálum, milliköflum og lok- orðum, en þegar starfsmenn fara að troða persónulegum skoðunum sínum upp á mann er mælirinn fullur. Byijanda á fréttastofu út- varpsins fyrir tuttugu árum varð eitt sinn á að segja „ég“ í fréttaauka. Hann orðaði kynningu eitthvað á þennan veg: „Eg spyrði Guðmund um afstöðu hans til málsins." Byijandinn var tekinn á bein- ið inni hjá fréttastjóra: „í fréttatíma útvarpsins ert ÞU aukaatriði og mundu það. í fréttum útvarps má segja „Guðmundur var spurður", eða „Fréttastofan spurði Guð- mund“ — en ekki ÉG spurði Guðmund." Um daginn horfði ég á stjörnu nokkra í ekki óvirðu- legri miðli en Ríkisútvarp- inu/sjónvarpi. Hún hugðist taka landsmenn með trompi, gott ef ekki sigra allan heim- inn. Og sú lá nú aldeilis ekki á skoðunum sínum. Hún tjáði mér pent, án þess að blikna, að allur póstur sem dreift væri í landinu og hún kærði sig ekki um sjálf, væri rusl- póstur. Eitt augnablik fannst mér ég vera kominn austur fyrir járntjald, en mundi svo að þar hefur fjölmiðlun verið að færst til betri vegar á und- anfömum misserum. Þessi umrædda stjana tók sjálfa sig svo hátíðlega, að vísast hefur aldrei hvarflað að henni að fólki þætti viðkunnanlegra að fá að dæma sinn póst sjálft. í fréttatímum sjónvarps, einkum á Stöð tvö, hafa nokkrir fréttaþulir tamið sér þann ósið að segja skoðun sína á fréttum á milli innslaga með.látbragði og stuttum at- hugasemdum. Þetta á sjálf- sagt að vera tákn nýrra tíma ferskleika og óformlegheita. Það er hins vegar skoðun mín að fréttir séu grafalvarlegt mál þar sem íhaldssemi og hefðir skipti máli. Þar er hlut- verk fréttamanna og frétta- þula að koma upplýsingum á framfæri, en ekki að dæma eða meta þær út frá eigin smekk eða skoðunum. Mér kemur bara alls ekkert við hvað þeim fínnst og kæri mig alls ekkert um að vita það. Það getur verið skemmtilegt að sjá ósjálfráð viðbrögð manna við óvenjulegum tíð- indum eða uppákomum, en fyrirfram æft látbragð og at- hugasemdir koma fréttum ekkert við og auka ekki á trú- verðugleika fréttastofunnar. Svo eru það fréttamennirn- ir sem eru sífellt að minna_ á sjálfa sig í tíma og ótíma. Ég þetta og ég hitt, ég hitti þenn- an og ég spurði hinn. Mér finnst og mér þykir. Menn seilast jafnvel svo langt í því að ná athyglinni að þeir klæða sig kostulega fyrir skjáinn. Varla getur verið að inönnum þyki mikið til þess efnis koma sem þeir eru að flytja, fyrst þeir þurfa að búa til umbúðir utan um það úr sjálfum sér. Mér er sagt að ásókn í störf á fjölmiðlum sé gífurleg um þessar mundir. Fjölmiðlar eru í tísku, einkum ljósvakamiðl- amir. Hluti af þessum vin- sældum á rætur sínar að rekja til glansmyndarinnar sem fjöl- miðlarnir búa til af sjálfum sér, meðal annars með stjörnufárinu. Svo eiga fjöl- miðlamenn í tíma og ótíma viðtöl við aðra fjölmiðlamenn sem hafa frá nákvæmlega engpi að segja. Ekki furða þó að stór hluti þeiira sem koma á útvarpsstöðvarnar og sækja um vinnu hafi ekki aðrar hug- myndir um útvarpsvinnu en þá að nauðsynlegt sé að kunna að snúa grammifóni! I endurminningum sínum segir Sigurður Sigurðsson sá góðkunni útvarpsmaður um fjölmiðlastjörnur: „Um vin- sældirnar er það að segja, að þær eru oft á tíðum harla lít- ils virði, enda eru menn fljótir að gleymast þegar þeir hætta störfum, eins og dæmin sanna. Það verður til dæmis ekki uppreisn í landinu þó að einn þulur_hætti að heyrast. Það kemur ávailt maður í manns stað og það gamla gleymist." Það væri óskandi að ein- hveijir ljósvíkingar minntust þessara orða, enda eru þau töluð af reynslu og þekkingu. Menn þurfa nefnilega sitt lítið af hveiju til þess að höndla ódauðleikann og hætt er við að margir séu að vinna fyrir gíg- Og eitt í lokin: Um daginn var fréttamaður á Ríkisút- varpinu að fjalla um væntan- legan málflutning í máli þýzk- íslenska verslunarfélagsins fyrir Hæstarétti. Fréttin var sett þannig fram að dómur sem féll fyrir mörgum mánuð- um í undirrétti var gerður að aðalatriði fréttarinnar undir þeim upphafspunkti að mál- flutningurinn í Hæstarétti stæði fyrir dyrum. í raun var maðurinn að endurtaka í aðal- fréttatíma dagsins margra mánaða gamlar staðreyndir. Undirréttardómi yfir viðkom- andi fólki var gerð rækileg skil þegar hann féll og allt frá því málinu var áfrýjað til Hæstaréttar var ljóst að það yrði flutt fyrir dóminum. Það var engu líkara en fréttamað- urinn væri að snúa kuta í sári. — Fréttastofan verður að passa sig. Vilhelm G. Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.