Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ MIMMIIMGAR 2. JÚNÍ 1991 t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BÆRING ELÍSSON, Borg, Stykkishólmi, andaðist 30. maí í St. Franciskussjúkrahúsinu Stykkishólmi. Börn, tengdabörn og barnabörn. . Eiginkona mín, t SVAVA VALFELLS, Úthlíð 3, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. júnf kl. 15.00. Stefán Jón Björnsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓEL B. JACOBSON, húsvörður, Hæðagarði 56, verður jarðsettur frá Bústaðakirkju mánudaginn 3. júní kl. 13.30. Málfríður B. Jónsdóttir, Richard B. Jacobson, Jóhann B. Jacobson, Ingunn Ericsdóttir, Ásgeir Jóel Richardsson, Richard Ingi Jóhannsson, Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, Frfða Tinna Jóhannsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, SIGURGEIR SIGURÐSSON bifreiðastjóri, Hjallalundi 15b, Akureyri, sem lést 26. maí sl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 3. júní nk. kl. 13.30. Margrét T rygg vadóttir, Anna María Sigurgeirsdóttir, Svavar B. Magnússon, Katrín Sigurgeirsdóttir, Sigurgeir Magnússon, Margrét Sigurgeirsdóttir, Sigurður Björnsson, Tryggvi Karlesson, Bergþóra Bergkvistsdóttir. t Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR, Skagfirðingabraut 33, Sauðárkróki, lést aðfaranótt 31. maí á sjúkrahúsi Sauðárkróks. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinn Guðmundsson, Guðmundur Sveinsson, Auður Steingrfmsdóttir, Óskar Páll Sveinsson, Þorbjörg Bjarnadóttir og barnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, GUÐFINNA ÁRNADÓTTIR, Haðarstig 14, lést í Landspítalanum 25. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Olga Halldórsdóttir, Hjálmar Jóhannsson, Hilmar Jóhannsson, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN ÓSKAR HALLDÓRSSON, Laugarásvegi 8, Reykjavík, lést 29. maí. Jarðsett verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. júní kl. 13.30. Hrefna Jónsdóttir frá Seljanesi, Halldór Jónsson, Stefán Jónsson, Svavar Jónsson, Nína Sólveig Jónsdóttir, Jón Hrafn Jónsson, Helga Björnsdóttir, Arnfríður Hansdóttir, Guðný Eiríksdóttir, Kristján Bergsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir og barnabörn. Minning Jóel B. Jacobson Fæddur 15. apríl 1924 Dáinn 26. maí 1991 Það er sunnudagur 26. maí 1991. Síminn hringir og á línunni er Fríða vinkona okkar. Ég hélt hún væri að hringja til að stappa í mig stál- inu vegna þess sem á undan er gengið í minni fjöjskyldu. Nei takk, ekki aldeilis. Hun segir: „Geiri, hann Joel minn dó í nótt.“ Mig setti hljóðan. Það er skammt stórra högga í milli. Rumri viku áður andaðist eig- inkona mín og bar Jóel kistu henn- ar síðasta spölinn ásamt sonum mínum og svila. Fjórum dögum síðar er hann allur og minningar þjóta í gegnum hugann. Margs er að minnast frá þeim 45 árum sem við áttum samleið. Ég kynntist Jóel fyrst haustið 1946. Unnustur okkar stunduðu báðar fimleika hjá Ármanni og voru að æfa undir leiðsögn Jons Þor- steinssonar fyrir Finnlandsferð sem farin var þá um sumarið. Upp frá þessum kynnum höfum við haldið hópinn, ég, Didda, Fríða og Joel og eru góðar minningar frá m.a. skíðaferðum í Jósefsdal, Hoseló og Læk. Þesi fjögurra manna hópur efld- ist og stækkaði er börnin komu til sögunnar og var mjög samrýndur og nánast óaðskiljanlegur. Sameig- inleg áhugamál voru ferðaiög, stangveiði og skíðaferðir og naut sín þá gjarnan þekking Joels á sögu lands og þjóðar enda var hann víðlesinn maður með ríka frásagn- argáfu. Hann var trygglyndur, hlýr og barngóður með afbrigðum. Humoristi var hann mikill og voru Hávamál honum ákaflega hugleik- in. Sumarferðir okkar urðu margar og eftirminnilegar. Fyrsta utan- landsferð okkar hjónanna var til London á HM í knattspyrnu árið 1966 sem tókst í alla staði vel. Síðar meir fórum við vetrarferðir til Kan- arí og eru þær okkur ógleymaleg- ar. Ekki má gleyma hinum fjöl- mörgu veiðiferðum í Vatnsdal og víðar. Var Joel laginn veiðimaður og þolinmóður. Seinasta ferð okkar ijögurra saman var farin í fyrrasumar. Þá var Didda mín orðin veik er af stað var haldið á Austfirðina. Þar með var síðasta landshornið kannað í yndislegri ferð. Það seinasta sem Joel sagði við Diddu rétt fyrir andlát hennar var: „Ætluðum við ekki saman í ferða- lag í sumar Didda mín?“ og Didda opnaði augun og jánkaði því. Þetta reyndist sannara en nokkum óraði fyrir. Þau eru farin í langa ferð saman, vinirnir Jóel og Didda. Jóel var fæddur í Vestmannaeyj- um, sonur hjónanna Kristínar Jó- hannesdóttur Jacobson og Victors Jacobson. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur er Joel var fjögurra ára gamall og bjó hann þar æ síðan. Hann átti tvo eldri bræður, Victor og Leander, en hann lést fyrir aldur fram fimmtugur að aldri. Æskuárin liðu við leik og störf. Ungur gekk hann í glímufélagið Ármann. Hnefaleikar voru honum hugleiknir og náði hann góðum tök- um á þeirri íþrótt. Varð hann oft íslandsmeistari í sínum þyngdar- flokki. Eftir að hann hætti keppni þjálfaði hann unga hnefaleikara. Einnig æfði hann fimleika við góðan orðstír og fór meðal annars í vel- heppnaða sýningarferð til Finn- lands, föðuriands síns, með Ár- manni sumarið 1947. Síðar meir var hann í stjórn félagsins og vann þar óeigingjarnt starf. Veturinn 1946-1947 var Joel á íþróttaháskólanum Lillsved í Svíþjóð og lauk þaðan prófi með ágætis vitnisburð. Hafði hann hug á að kenna fimleika hér heima en fékk ekki stöðu því hann hafði ekki próf frá Laugarvatni eins og krafist var. Eina starfið sem honum bauðst var svokölluð farkennsla á Vest- fjörðum og kenndi hann þar einn vetur. Þar með lauk hann afskiptum af fimleikakennslu. Að mínu mati missti íþróttahreyfingin þarna af miklum hæfileikamanni en kennsla var honum í blóð borin sem nýttist honum að vísu síðar á lífsleiðinni. Þann 25. desember 1951 kvænt- ist Joel Málfríði Bergljótu Jonsdótt- ur ættaðri úr N-Þingeyjarsýslu, mikilli mannkosta manneskju. Hjónaband þeirra var traust og ríkti i Ástkær systir okkar og mágkona, ■ GUÐLAUG UNA ÞORLÁKSDÓTTIR frá Veiðileysu, Köldukinn 30, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 4. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Krabbameinsfélagið. Annes Þorláksson, Gréta Böðvarsdóttir, Guðbrandur Þorláksson, Ásta Jónasdóttir, Halldóra G. Jónsdóttir, Borghildur Þorláksdóttir, Sveinbjörn Ólafsson, Þórir Þorláksson, Þórunn Þorgeirsdóttir, Þórdís Þorláksdóttir, Steindór Arason, Kristján Þorláksson, ' Guðrún Grímsdóttir, Bjarni Þorláksson, Hulda Halldórsdottir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöf ða 4 — sími 681960 þar gagnkvæmur skilningur. Fyrstu árin bjuggu þau í föðurhúsum hans á Laugavegi 67. Þau eignuðust tvo drengi, Richard, fæddur 5. ágúst 1951, flugvirki að mennt og á hann einn son og Jóhann, fæddur 2. sept- ember 1957, matreiðslumeistari, kvæntur Ingunni Ericsdóttur og eiga þau þrjú börn. Fyrstu árin eftir giftinguna starf- aði Jóel við trésmíðar enda bráðlag- inn og vandvirkur. Síðar gerðist Joel ökukennari og starfaði við þá grein í mörg ár og hefur hann út- skrifað margan góðan ökumanninn enda hafði Jóel mjög mikla hæfí- leika til að segja fólki til og naut þess virkilega að kenna eins og áður er getið. Fyrir nokkrum árum gerðist Jóel húsvörður við Réttar- holtsskóla hér í Reykjavík og innti hann það starf vel af hendi eins og allt það sem hann tók sér fyrir hendur. Ég vil að lokum þakka Jóel sam- fylgdina. Þetta voru dýrleg ár sem við áttum saman við leik og störf. Fríða mín, orð mega sín lítils á slíkri sorgarstund, en gott er að minnast góðs drengs. Guð blessi þig og fjölskyldu þína. Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, ok vill þú af hánum gótt geta, geði skaltu við þann blanda ok gjöfum skipta, fara at finna oft. (Úr hávamálum 1,44.) Ásgeir Sigurðsson Kær fjölskylduvinur er fallinn frá. Jóel B. Jacobson varð bráð- kvaddur á heimili sínu þann 26. maí sl. Okkur bræðuma langar til að kveðja þennan góðan vin okkar með nokkrum orðum. Jóel, Fríða og foreldrar okkar bundust vináttuböndum fyrir 45 árum síðan. Vinátta þessi var ein- stök og bar aldrei skugga á. Jóel og Fríða og synir þeirra tveir skipa því stóran sess í æskuminningum okkar bræðra. Nú er stórt skarð höggvið í þennan vinahóp, því rétt rúmri viku fyrir andlát Jóels lést móðir okkar af sjúkdómsvöldum. Fríða besta vinkona hennar, sem reyndist henni og okkur öllum alltaf svo vel, ekki síst í veikindum móður okkar, á nú um sárt að binda. Blömastofa Fnöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.