Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 14
AUK / k-684-32 - - - -MORGUNBLAÐIÐ - MANIMLÍFSSTRAUMAR síMudagur 2. JÚNÍ-1991 A ▲ ▲ A ▲ ▲▲▲▲▲ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ Sunnudagur 2.júní - Opið til kl 18:00 KL 10:00 Verslanir, veitingastaðir og þjónustufyrirtœki opnuð. KL 10-12 *Frítt morgunkaffi og vínarbrauð. *Á blaðavagninum: Ókeypis innlend og erlend dagblöð. *Morguntrimm í Kringlusporti, sérfrœðingar frá Mœtti verða á staðnum og leiðbeina og þrekprófa. *Kynning á nýja heilsudrykknum "BREAK TROUGH"frá Sól og Hreysti. Kl. 12:00 Hádegisverður og lifandi tónlist á Kringlukránni. Léttir réttir og annað góðgceti á veitingastöðum. KL 13:00 Szymon Kuran og Reynir Jónasson leika Ijúfa tónlist á veitingastöðum, strcetum og torgum allan daginn. KL 13:30 Stóruppákoma SIMPSONS. Kl. 14:30 Stórsveit FÍH með létta stórsveiflu. Kl. 15:30 Tískusýning Módel 79 og hóp barna. KL 16:30 Stóruppákoma SIMPSONS. KL 18:00 Dagskrá lýkur. Verslunum lokað. Gestagetraun tfullum gangi. Amma Lú verður opin 13-17. Kaffi, gosdrykkir og meðlceti, verð aðeins kr.200.- Blöðrur og Simpson-kort fyrir börnin. Tilboð, kynningar og uppákomur á öllum vígstöðvum. UG m Brosandi verslunarhús ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► Y Y Y' Y lE-JEW ▼ ▼ XJ-yjr. Reiði, erfiðar og sársaukafullar hugsanir geta fengið útrás í líkamlegum átökum. SÁLARFRÆÐI/Vinnan besti lceknirinn? Margskomr tungumúl Allir þurfa að láta í ljós a —- < . eftir Sigurjón Björnsson Landlega vanlíðan sína með einhveiju móti þegar hún er til staðar. En mismunandi er með hverjum hætti það er gert, því að margar eru leiðirnar. Eðli- legast og bein- ast virðist vera að tala um það við einhvem sem maður treystir til að sýna skilning og samúð. Því fer þó fjarri að sá háttur sé alltaf hafður á. Aðstæður geta verið þannig að erfitt sé að koma því við. Og viðkomandi getur verið svo lokaður, svo hræddur við tilfinningar sínar að honum sé það um megn. Gamalt fólk sagði fyrrum — en það er víst orðið langt síðan — að vinnan væri besti læknir- inn. Þegar eitthvað bjátaði á í sálartetrinu sökkti fólk sér nið- ur í vinnu og gætti þess að eiga aldrei tómstund, aldrei auðan tíma. Erfiðar og sárs- aukafullar hugsanir fengu ekki tóm tihað komast að. Reiðin fékk útrás í líkamlegum átök- um. Líklega var þetta árang- ursrík aðferð og hagkvæm þeg- ar full þörf var á að vinna myrkranna á milli. Nútímafólk reynir sennilega fremur að deyfa harma sína og vanlíðan með öðrum ráðum. Það er t.a.m. hægt að hella sér út í skemmtanalíf af þessum sök- um. Reyna má að deyfa sjálfan sig með áfengi eða lyfjum. Vanlíðan sem lokuð er inni, biturleiki sem fólk kann ekki að glíma við getur birst í illu umtali, neikvæðni, fordómum og öðru slíku. Meira að segja geta draumar gegnt svipuðu hlutverki. Draumar tjá hugsan- ir manna á dulmáli. Þeir eru sagðir öðrum, sem skilja dul- málið einhveijum innri skiln- ingi án þess að hægt sé að ráða dulmálið. Þá er einnig hægt að nota líkamann. Ákaflega er það mis- munandi hversu mikið fólk tal- ar um líkamsheilsu sína. Sumir eru mjög svo uppteknir af slíku efni. Hvers konar kvillar, pest- ir, langar og ítarlegar sjúkra- sögur, spítalalegur o.s.frv. verða kjörumræðuefni. Fólk sem þennan hátt hefur á er stundum grunað um uppgerð. Það er varla réttmætt nema þá í undantekningartilfellum. Miklu oftar er vafalaust réttara að líta á þetta heilsutal sem eins konar táknmál. A.m.k. er það oft þannig að því meira sem fólk talar um líkamlega sjúk- dóma því minna talar það um sálræna vanlíðan. Hún er stundum nánast bannorð. Til eru fjölskyldur þar sem það er næstum því daglegt brauð að einhveijir kvarti um höfuðverk, bakverki eða aðra verki, svefn- truflanir, meltingartruflanir, hálssærindi, kvef og hvað eina annað í þeim dúr. Umræðuefni af þessu tagi og jafnvel eins konar samkeppni um samúð og áheyrn verða hluti af lífsmáta fjölskyldunnar, sem utanað- komandi getur fundist einkenn- ilegur. Litlum vafa er bundið að á bak við þessa líkamlegu kvilla- semi og sér í lagi umræðuna um hana er oft falin einhver sálræn vanlíðan, eitthvað amar þar að. Því er svo ekki að neita að viss léttir getur verið í því fólginn að tjá vanlíðan sína með þessu líkamlega táknmáli ef því er samfara samúð. En það leið- ir þó ekki til lausnar þess vanda sem fyrir er. Sama er og að segja um aðrar þær óbeinu aðferðir sem nefndar hafa verið hér að framan. Til þess að raun- veruleg lausn fáist þarf að þýða táknmálið á venjulegt manna- mál og tilfinningarnar þurfa að losna úr þeim læðingi sem þær eru bundnar í. Hinu er svo ekki að neita að stundum geta mál verið þannig vaxin að best er að láta kyrrt liggja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.