Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1991 SUNDAKAFFI - SUNDAHÖFN auglýsir Opið alla daga til kl. 23.30. Heimilismatur í hádegi og á kvöldin á hóflegu verði. Minning: Sveinn Pálsson menntaskólakennarí SUNDA-BAR Opinn föstudaga - laugardaga frákl. 18.00-01.00. SUNDAKAFFI, sími 36320. Síðari hluta aprílmánaðar síðast- liðins fréttist til íslands, að Sveinn Pálsson fyrrverandi menntaskóla- kennari hefði látist í Þýskalandi 18. apríl 68 ára að aldri. Sveinn Pálsson var fæddur í Reykjavík 30. september 1922. Foreldrar hans voru Þuríður Kára- dóttir frá Lambhaga í Mosfellssveit og Páll Sveinsson yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík. Páll var sonur sr. Sveins Eiríkssonar lí ÍDÖNi KR. 14.70 fl HEATHROW U FLUGVÖLLUR Alla midvikudaga kl. 16:00 Verð frá kr. 14.700 til 18.800, eftir brottfarardögum og iengd ferða. KR. 15.800 Alla miðvikudaga kl. 8:00 Verð frákr. 15.800 til 18.900, eftir brottfarardögum og lengd ferða. Vegna gífurlegrar aðsðknar í flugferðir okkartil Kaupmannahafnar og London er fullbókað í margar ferðir og lítið eftir af lausum sætum í flestum hinna. 5 Farþegar okkar njóta ótrúlega hagstæðra samningsverða okkar við hótel í öllum veröflokkum, bílaleigur og | framhaldsferðir frá London og Kaupmannahöfn. I — fii inFEROIR =SQLRRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 öll verð miðast við staðgreiðslu og gengi 1. febrúar. Flugvallagjöld og forfallatrygging ekki innifalið I verðum. prests í Ásum í Skaftártungu Jóns- sonar hreppstjóra í Hlíð í Skaftárt- ungu og konu hans, Sigríðar Sveinsdóttur í Vík. Langalangafi Sveins Pálssonar var Sveinn Páls- son, hinn gagnmerki læknir og náttúrufræðingur. Bróðir Sveins er sr. Páll Pálsson sóknarprestur á Bergþórshvoli. Eftirlifandi eigin- kona Sveins Pálssonar er Helena Johanna Anna, fædd Kaiser, frá Zurich í Sviss. Þau hjón eignuðust fimm syni, sem allir eru á lífi og búsettir í fjórum þjóðlöndum. Aðdragandinn að kynnum undir- ritaðs af Sveini Pálssyni var með þeim hætti, að síðla sumars 1952 hringdi til mín vestur í Borgarfjörð Bjarni heitinn Bjarnason skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni og tjáði mér vandkvæði sín. Hann vantaði tungumálakennara strax þá um haustið. Við skóla hans hafði tvo vetur þar á undan kennt ungur og hámenntaður tungumálakenn- ari, Sveinn Pálsson að nafni. Á honum kunni ég raunar lítils háttar deili, þar eð hann hóf kennslu sem stundakennari við Menntaskólann í Reykjavík síðasta veturinn sem ég var nemandi þar. Nemendur í MR um það leyti, einkum bornir og barnfæddir Reykvíkingar, vissu mætavel hver var þarna kominn til starfa, þ.e. sonur Páls Sveinssonar yfírkennara, sem þekktur var af mörgum skólakynslóðum í MR sem afburða latínu- og frönskukennari. Einnig vissu reykvískir skólabræð- ur mínir, að þessi ungi stundakenn- ari hafði verið frábær námsmaður í skóla og verðlaunahafí m.a. í latínu, og var í minnum haft, að hann hafði við brautskráningu stúdenta vorið 1943 þakkað fyrir sig með snjallri ræðu á latínu — blaðalaust. Sveinn Pálsson var þarna nýkominn frá 5 ára námi við erlenda háskóla, fyrst í Edinborg í Skotlandi og síðar í Ziirich í Sviss. Aðalnámsgreinar hans voru latína og þýska, og þá síðarnefndu hóf hann að kenna við MR. Þegar hér var komið sögu, þ.e. 1952, hafði Sveinn Pálsson kennt í tvo vetur við Héraðsskólann á Laugarvatni. Þar voru á þessum árum stórir hlutir að gerast, því að þar var hvorki meira né minna en nýr menntaskóli í burðarliðnum. Skólinn var mannaður afbragðs kennurum, vel menntuðum og kappsfullum, sem störfuðu sam- hentir undir styrkri stjórn hins ógleymanlega skólastjóra og eld- huga Bjarna Bjarnasonar. Allar götur frá árinu 1947 hafði farið fram menntaskólakennsla í skólan- um, og stefnt var að því að braut- skrá stúdenta, um það er lyki. Ekki varð um sinn af stofnun menntaskóla á Laugarvatni, en fyrsti hópurinn — 6 nemendur — sem numið,hafði allt sitt mennta- skólanám á Laugarvatni lauk stúd- entsprófi sem utanskólanemendur við MR vorið 1952 með lofsverðum árangri. Það var sér í lagi vegna menntaskólakennslunnar sem Sveinn Pálsson var ráðinn að Hér- aðsskólanum á Laugarvatni haus- tið 1950. Hlutur hans í árangursr- íkri kennslu fyrstu Laugarvatns- stúdentanna var ekki smár, því að hann kenndi þeim latínu, frönsku og ensku upp til stúdentsprófs. Sveinn Pálsson hélt utan til Hol- lands vorið 1952 til framhaldsm- áms í germönskum málvísindum, en óvíst var með öllu, hversu lang- an tíma það tæki. Bjarna Bjarnason vantaði kennara um sinn í hans stað, og niðurstaðan úr símtali okkar varð sú, að undirritaður hóf haustið 1952 kennslu á Laugar- vatni sem tímabundinn staðgengill Sveins Pálssonar. Það hefur aldrei farið á milli mála að góður árangur fyrstu Laugarvatnsstúdentanna í Reykjavík vorið 1952 greiddi götu menntaskólamálsins á Laugar- vatni. Síðla vetrar 1953 hafði Al- þingi samþykkt stofnun Mennta- skólans að Laugarvatni, og Björn Ólafsson þáverandi menntamála- ráðherra lýsti skólann stofnaðan 12. apríl sama ár. Um sama leyti var dr. Sveinn Þórðarson mennta- skólakennari á Akureyri settur skólameistari hins nýstofnaða Menntaskóla að Laugarvatni, en fjórir af kennurum Héraðsskólans á Laugarvatni voru settir kennarar -lofargóðu! Kvöldverður í Grillinu er engum líkur! Spennandi og listilega framreidd máltíð, þjónusta í sérflokki og stórkostlegt undirspil útsýnisins gerir kvöldið ógleymanlegt. Opið öll kvöld. 0 GRILUÐ Hagatorg • Sími 25033. Mímisbar veitir gott upphaf og endi á góðu kvöldi. Opinn fimmtud.-sunnud. frá kl. 19:00. 1. ■ . 7Í ÍI*!«jií iii - §n ij SSÍf ttt ?.ÍJg@iEii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.