Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JUNI 1991 C 19 við menntaskólann, þar á meðal Sveinn Pálsson. Hann kom aftur á móti ekki aftur til starfa að Laugar- vatni fyrr en að loknu prófí í fræð- um sínum við háskólann í Nijmegen í Hollandi í árslok 1953. í ársbyijun 1954 hófust kynni mín af Sveini Pálssyni, sem þá tók aftur við fullu starfí sem tungu- málakennari við ML (latína, franska og enska), en undirritaður var um árabil stundakennari við sama skóla. Við Sveinn hittumst daglega í næstum 6 ár eða eins lengi og hann dvaldist á Laugar- vatni og áttum við mikil fagleg samskipti allan þann tíma. Það þurfti ekki löng kynni af Sveini Pálssyni til að skynja, að þar var enginn miðlungs mennta- og gáfu- maður á ferðinni. Hann var undan- tekningarlaust dáður af nemendum sínum fyrir einstaklega skýra og yfirvegaða framsetningu, algerlega sannfærandi vald á efni því sem hann kenndi og hárfínan næmleik og lagni við að koma aðalatriðum til skila — allt áreynslulaust, að því er virtist. Málfar Sveins Pálssonar var snjallt og hnitmiðað. Hann var fundvís á skemmtileg — stundum óvenjuleg — orð og orðatiltæki og átti til að „impróvísera“ ný, ef þurfa þótti. Með okkur Sveini tókst hin besta vinátta. Hann var samvinnuþýður, ljúfur og viðmótsgóður og mjög skemmtilegur. Umtalsfrómur var hann og góðviljaður, en um leið glöggur á skemmtileg sérkenni í fari manna. Sveinn var víðlesinn og fróður og sýnu meiri málfræð- ingur en bókmenntafræðingur. Sérdeilis var hann í essinu sínu, þegar talið barst að málvísindaleg- um eða málssögulegum atriðum. Hann var afrenndur tungumála- maður og allra manna sem ég hef kynnst næmastur á blæbrigði máls. Minningarnar um spjallfundi okkar, sem bæði voru margir og langir, eru mér kærar og ógley- manlegar. Sveinn Pálsson átti að sumu leyti erfiða daga, a.m.k. meðan hann dvaldist á Laugarvatni. Hann sagði mér fijótlega, að heilsa sín væri ekki traust — héngi nánast á blá- þræði, sagði hann. Sjálfur var hann eina fyrirvinna heimilisins, og þeg- ar börnunum íjölgaði, máttí ekkert missa að endar næðu saman fjár- hagslega. Svo fór því miður, að heilsu Sveins hrakaði allmjög er leið á árið 1959, og fékk hann veikindaor- lof frá starfi haustið 1959, en að Laugarvatni kom hann ekki til starfa eftir það. Hann átti eigi að síður eftir að kenna á ýmsum stöð- um: Núpi í Dýrafirði (5 ár), Vest- mannaeyjum, Reykjum í Hrútafirði og Zúrich í Sviss (9 ár). Undirrituðum er um það kunn- ugt, að Sveinn Pálsson vann, með- an hann dvaldist á Nupi í Dýrafirði (1961-1966), að þýðingu úr latínu á íslandslýsingu Odds Einarssonar biskups. Sveinn Pálsson 'var jarðsettur í Lágafellskirkjugarði í Mosfellsbæ mánudaginn 29. apríl síðastliðinn og hvílir þar við hlið móður sinnar og hálfsystur, Sunnu Stefánsdótt- ur, sem einnig lést síðastliðinn vet- ur. Tveir synir Sveins og Helenu, Páll og Franz Jósef, sem voru komnir vel á legg, er fjölskyldan fluttist frá Laugarvatni, eru mér sérstaklega minnisstæðir sem óvenjulega góðir og hugljúfir drengir. Þeim og bræðrum þeirra, sr. Páli vini mínum og bekkjarbróð- ur sem og eftirlifandi eiginkonu Sveins Pálssonar votta ég einlæga samúð við fráfall góðs og mikil- hæfs manns. Benedikt Sigvaldason Verðum með Arma£lex Á góðu verði pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá Þ. ÞORGRÍMSSON &C0 Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 ^ EIGUM ALLAR HELSTU TEGUNMR FYRIR * STÓRfl SEM SMÁA Vanti þig íþróttaskó er óþarfi að hlaupa um aHan bæ í leit að þeim. Við eigum allar helstu tegundimar í skókjallaranum okkar, þar getur þú sest niður og valið fþróttaskóna sem henta þér. ÍÞRÓTTAFRÆÐiNGUR VEIT1R RÁÐGIÖF $ aMsmSSlím ÐUR OFAR OÐRUM HflUNÚ AUCLÝSINGASTOrA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.