Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 23
Barðir biskupar Breið- skífa í Skandinavíu. Skandinavíu útgerð Bootlegs Kaupmanna- hafnarrokk. STEINAR hf. og P.S.: Músík vinna nú að því að ná fótfestu ytra og hafa tekið stefnuna á Skandinavíu- markað í samvinnu við útgáfufyrirtækið Sonet, sem er eitt það stærsta á Norðurlöndum. Fyrirtækin hafa gert safndisk með lögum nokurra sveita á ensku, sem gefinn verður út hér á landi og nýttur til kynningar ytra. Diskurinn hefur hlotið nafn- ið Icebreakers og á honum verða Mezzoforte, Stefan & Eyfi (Stefan Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson), Todmobile, Beaten Bishops (Sálin hans Jóns míns), Eric Hawk (Eiríkur Hauksson), Bubbi Morthens, Point Blank (Friðrik Karlsson & co.), Angels and Devils (Rikshaw) og Artic Orange (Nýdönsk). Icebreakers verður gefinn út á kassettu einnig. Steinar hf. hefur og gert samning við Sonet um útgáfu á breiðskífum með nokkrum sveitum í haust og er ætlun- in að gefnar verði út plötur með Sálinni, Todmobile og Point Blank (Friðrik Karls- syni). Stefnt er á að þessar sveitir verði á tónlistarráð- stefnunni í Kaupmannahöfn í haust, þar sem hittast allir helstu frammámenn í popp- tónlist á Norðurlöndum, en þeim til viðbótar er fyrirhug- að að Bootlegs haldi utan. A Úr sambandi POPPSTÖÐIN MTV tók upp á því fyrir nokkru að fá í hljóðver tónlistarmenn og láta þá leika án raf- magns nokkur lög. Uppátækið, sem kallast „Unpl- ugged“, eða úr sambandi, þykir hafa heppnast afar vel. Slíkar uppákomur eru hvalreki fyrir þá sem hagnast á að selja ólöglegar upptökur, sem er ört vaxandi iðngrein, en Paul McCartney sá við slíkum þrjótum þegar hann gaf út geisladisk með upptök- um sínum úr þættinum i takmörkuðu upplagi þó. Hluti af skemmtaninni er að listamennimir hafa margir valið lög úr ýmsum áttum í stað þeirra sem þeir leika vanalega og Paul McCartney er þar ekki eftirbátur annarra. Hann tínir til 17 lög, þ. á m. Be-Bop-A-Lula, Blue Moon of Kentucky, Hi- Heel Sneakers, Good Rockin’ Tonight og Sing- ing the Blues, í bland við lög eftir hann sjálfan og Bítlana, t.a.m. She’s a Woman, We Can Work it Out, Here, There and Everywhere og Blackbird. Þessu til viðbótar er fyrsta Iagið sem Paul samdi, I Lost My Little Girl, frá 1956/57, þegar hann var 14 ára; nokkmm mánuð- um áður en John Lennon fékk hann með sér í The Quarrymen. Kassarokk Paul McCartney með sveit sinni. ■ TÓNLEIKAHALD er líflegt að venju og í kvöld leikur El puerco og hljóm- sveitin Ennisrakaðir á Tveimur vinum. Sveitin hyggst taka upp breiðskífu innan skamms og mun leika tónlist af henni. Heiðurs- gestur tónleikanna verður Sverrir Stormsker. A fimmtudag leikur svo hljóm- sveitin Fríða sársauki í Púlsinum, en sveitin, sem er nýstofnuð, hefur vakið athygli fyrir tónleika sína. UHRÓARSKELDUHÁ- TÍÐIN nálgast óðfluga, en fyrir stuttu varð loks ljóst hvaða sveitir troða þar upp. AIls verða þær 85, þær helstu: Iron Maiden, BiIIy Idol, Paul Simon, Iggy Pop, EIvis Costello, Mari- anne FaithfuII, Dee-Lite, Kreator, Charlatans, Jesus Jones, EMF, AHman Broth- ers Band, 808 Stafe, Simp- Ie Minds, Thomas Mapf- umo, Soup Dragons, Lush og Danzig, auk fjölda fyrir- taks norænna sveita. Ljósm. Björg Sveinsdóttir. ■ RISAEÐLAN hefur ekki verið áberandi síðustu vikur, en sveitin hefur verið að vinna lög á væntanlega breiðskífu. í gærkvöldi lék Eðlan á Púlsinum og leikur þar aftur í kvöld. Á dagskrá verða nokkur ný^ lög í bland við eldri. síðustu plötu hvað varðaði lagaval, vinnslu eftir Árna °S Wjpm, Matthíasson en Grétar segir að ekki verði komist lengra í hljómgæðum hér á landi með núverandi tækjakosti. Lögin á plötunni eru úr ýmsum áttum líkt og síð- ast. Þijú laganna eru er- lend, en þau bárust sveit- inni fyrir milligöngu laga- útgáfufyrirtækis ytra, sem sendi sveitinni fjórar kass- ettur með lögum. Því til viðbótar eiga Stjórnar- meðlimir tvö lög, en önnur eru eftir ýmsa íslenska lagasmiði. Grétar segir að það hafi verið nóg af lög- um til að hlusta á, „en úrvalið var ekki eftir því. Það voru ekki nema þijú lög sem pössuðu fyrir okk- ur af þessum erlendu. Næsta plata verður líklega öll samin af Stjóminni, enda er þetta meiri hljóm- sveitarplata en síðast." „Það voru allir meira með,“ segir Sigga, „en fólk sem vinnur eins mikið og við höfum gert hefur ekki tíma til að semja lög. Við reynum að hvíla okkur á tónlistinni í frístundum, sem eru ekki rnargar." Framundan er mikil ballvertíð hjá Stjórninni, sem leikur iðulega í þrem- ur mismunandi landshlut- um á jafnmörgum dögum, en Sigga og Grétar segja að ekki sé til þreyta í sveit- inni. „Það kemur í okkur kraftur þegar farið er út á land að spila fyrir fólk- ið,“ segir Grétar og Sigga bætir við: „Það gefur kraft að spila nýju lögin.“ Ann- ars segja þau að gömlu lögin verði áfram fyrir- ferðarmikil á dagskránni, þó þau nýju verði öll tekin í sumar. „Við komumst ekki upp með að spila ekki þau gömlu,“ segir Sigga, og Grétar bætir við „en það er allt í lagi, því við breytum þeim til að halda þeim lifandi. Við lærðum það af Stuðmönnum," seg- ir hann og hlær. DÆGURTÓNLIST Hvaó lœrói Stjómin afStuómönnum? STJÓRNIN varð ein vin- sælasta hljómsveit lands- ins þegar sveitin náði i fjórða sæti söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva á siðasta ári. Breiðskífan sem fylgdi í kjölfarið seldist vel, er komin á tíunda þúsundið, og selst enn. Síðasta föstudag kom út önnur breiðskifa sveitarinnar, Tvö líf. Andlit Stjórnarinnar útávið eru þau Grét- ar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir. Þau sögðu Tvö líf vera skref uppávið mbbhi miðað við Stjórnin Skref uppávið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.