Morgunblaðið - 02.06.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLADIÐ SUNNUDAGCK 2. JÚNÍ 1991
£
l
Þjódfélagslegt
gildi íþrótta fyrir
sólarheill óhuga-
mannanna er
meira en margir
gera sér grein fyrir
verðið að setja mig í spennitreyju,
ef við vinnum,“ sagði annar.
Litir og söngur
Ég tók mér góðan tíma til að
komast útá völl. í neðanjarðarlest-
inni var gífurlegur hugur í mönn-
um. Það var sungið og dansað og
kpllast á með slagorðum. Hvar-
vetna mátti sjá trefla og fána
stuðningsmanna, Tottenham-menn
hvítir og bláir en þeir Forest-menn
eldrauðir. Allt fór þó fram í góðu.
Við Wembley var múgur og marg-
menni og mikill hugur í stuðnings-
mönnum liðanna sem helltu í sig
síðustu bjórdropunum áður en þeir
héldu inn á sjálfan leikvanginn.
Alls konar kaupahéðnar voru
mættir til leiks og seldu trefla og
merki og fána og annan varning
sem tilheyrir samkomum sem þess-
um. Skuggalegir bisnessmenn
seldu miða svart og fóru laumulega
með. Ég keypti mér Tottenham-
trefíl enda mikill aðdáandi þess liðs.
Inni á vellinum var stemmningin
ótrúleg, mikið litaskrúð aðdáenda
liðanna, köll og læti, sönglist og
kórar sem kölluðust á-
Þegar nær leið leiknum varð
hávaðinn enn meiri og fæstir
heyrðu í stórri lúðrasveit sem
klædd var í einkennisbúninga frá
heimsveldistímabilinu með hitabelt-
ishatta á höfði. Karl prins og Díana
kona hans komu og heilsuðu upp
á liðin. Hann var fálkalegur að
vanda í gráum jakkafötum en hún
glæsileikinn holdi klæddur. Þjóð-
söngurinn var sunginn og svo fór
allt af stað. Leikurinn hófst með
látum og fljótlega var aðalhetja
minna manna, Páll Gascoigne bor-
inn, út af börum. Mennirnir frá
heimabyggð Hróa hattar skoruðu
mark, mínir menn misnotuðu víti
og virtust öllum heillum horfnir.
Eftir hálfleik snerist dæmið við og
Tottemhamarar gerðu mark og í
framlengingu unnu þeir leikinn.
Meðal á leiknum stóð skiptust
áhangendur liðanna á að fagna og
leika á als oddi eftir því sem staðan
breyttist. Þegar þeir rauðklæddu
voru með böggum Hildar af sorg
sungu hinir hvítklæddu og veifuðu
fánum sínum í tryllingi.
Lestarferðin heim
Þegar Tottenham stóð uppi sem
sigurvegari í leikslok sungu stuðn-
ingsmenn þeirra hástöfum og voru
hinir kátustu en rauðklæddir For-
est-aðdáendur flýttu sér heim. Ég
stóð upp á sætinu mínu og æpti
af hrifningu þegar liðið mitt hljóp
einn hring á vellinum með bikarinn
og fór síðan að tygja mig til heim-
farar.
Á leiðinni útá neðanjarðarstöð-
ina var stemmningin gjörbreytt.
Þrátt fyrir sigur okkar manna virt-
ust aðdáendur liðsins svo örmagna
eftir alla spennuna og æsinginn að
enginn nennti að æpa eða öskra
lengur. Menn gengu þöglir, Totten-
hamarar brosandi, Forestarar með
skeifu. I lestinni reyndu menn að
ber'a sig mannalega en frændur
Hróa hattar og Marion frá Skíris-
skógi sátu þöglir og horfðu í gaupn-
ir sér og virtu fyrir sér treflana
sína eins og þeir væru helgitákn
sem hefðu verið vanvirt af heiðingj-
um. Feitur og drukkinn, tannlaus
undirmálsmaður með Tottenham-
trefíl um hálsinn reyndi að ná upp
einhveijum söng og allt loft virtist
farið úr fólki á heimleiðinni.
í leik sem þessum sveiflast
Að vera áhorfandi á íþróttakeppni er að vera hluti af heild.
áhorfandinn eins og pendúll milli
ofsakæti og mikillar sorgar, aðra
stundina er leikið á als oddi en hina
er heimurinn hruninn. Það er því
engin furða að menn örmagnist
eftir nokkurra klukkustunda
spennu og læti. En skelfíng leið
mér vel á heimleiðinni eftir að hafa
öskrað og æpt allan þennan tíma
og reynt að syngja með stuðnings-
mönnum Iiðsins míns.
Þjóðarhystería á laugardegi
Ég hef áður farið á Wembley til
að fylgjast með bikarúrslitum. Það
var árið 1987 en þá sá ég Totten-
ham lúta í lægra haldi fyrir Cov-
entry. Báðir þessir leikir eru mér
þó jafn minnisverðir. Það er stór-
kostlegt að taka þátt í svona hóp-
hysteríu sem það er vera hluti af
80.000 manna blönduðum kór sem
æpir og öskrar og syngur og hvet-
ur sína menn til dáða. Það var
gaman þegar vel gekk og ég tok
þátt í algleymi sigurvegarans þegar
Tottenham vann. Það var líka ljúf-
sárt að vera með í ósigri minna
manna vegna þess að ég var ekki
einn um harminn minn heldur tók
ég þátt í sameiginlegum harmi
nokkurra tugþúsunda sem fylgdu
þeim að málum. Sorgin vegna taps-
ins varð léttbærari en ella þar sem
hópurinn bar hana saman á þús-
undum herða. Gleðin yfir sigrinum
varð enn meiri- en ella þegar ég var
þátttakandi í stórum fagnandi hóp
sem magnaði upp ánægjuna og
æðið.
Blóðþyrstir aðdáendur?
En hvað gerir knattspyrnuna
svona sérstaka. Af hverju fara allar
þessar þúsundir útá knattspyrnu-
vellina til að hvetja liðið sitt til
dáða? Af hveiju sitja milljónir
manna fyrir framan tækin sín og
horfa á leiki? Um þetta hafa verið
skrifaðar margar og langar bækur
og skýringarnar eru eins margar
og mennirnir margir.
Eftir slysið mikla í Brussel 1985
þegar nokkur hundruð ítalir biðu
bana í slysi sem varð eftir áflog
milli Liverpool-aðdáenda og Juv-
entus-manna, skrifaði ítalski rit-
höfundurinn Umberto Eco merki-
lega grein. Hann taldi að áhorfend-
ur fylgdust með íþróttakappleikjum
af sömu ástæðu og Rómverjar hin-
ir fornu horfðu á gladíatorana slást.
Þeir vildu sjá blóð, spennu og bar-
daga. Slysið í Brussel og leikurinn
sem eftir fór voru því að áliti rithöf-
undarins hin fullkomna skemmtun
þar sem áhorfendur fengu bæði
blóðið og dauðann og auk þess
knattspyrnuleik. Hann var þó
óþarfur að mati Ecos þar sem
Morgunblaðið/Andrés Magnússon
Hér kætast
áhangendur
Tottenham-
liðsins enda
þeirra menn
komnir yfir.
Fremst má sjá
Berg Guðnason
lögfræðing, en
sonur hans,
Guðni, hefur
sem kunnugt er
verið í herbúð-
um Tottenham-
manna á und-
anförnum
tilgangi hans var náð áður en hann
hófst.
Hlutverkaskipti á velli
Frá sjónarhóli knattspyrnu-
áhugamannsins hljóma svona hug-
leiðingar eins og hálfgert nöldur
en kannski hefur Umberto nokkuð
til síns máls. Þjáningar og tár Gas-
coigne þegar hann var borinn slas-
aður af vellinum voru fjölmiðlum
kærkomið mynd- og fréttaefni og
juku mjög kynngimagnaða
dramatík leiksins.
Á knattspyrnuvellinum er líka
hægt að fá útrás fyrir árásargirnd
og reiði útí allt sem hrellir mann.
Dómarinn verður að persónugerv-
ingi valdsins sem alls staðar blasir
við, hann verður fulltrúi lögregl-
unnar, Gjaldheimtunnar, stöðu-
mælavarðanna og margra annarra-.'
Þegar ég æpi: „Drepum dómar-
ann!“ er ég að hrópa niður allt
vald sem misboðið hefur fólki á
öllum tímum. Andstæðingaliðið er
fulltrúi alls þess sem ég er andvíg-
ur og liðið mitt er fulltrúi minn.
Þegar ég æpti og öskraði þegar
Tottenham skoraði var ég að fagna
sjálfum mér og mér leið vel þegar
þeir voru yfir í leiknum.
Forest- og Coventry-menn voru
fulltrúar alls hjns sem mér leiddist
í lífínu. Þegar ég baulaði á þá var
ég að baula á ýmsa einstaklinga
úr eigin Iífi og þegar þeir skor-
uðu var eins og einhver hefði
gert mér persónulegan óleik.
Þegar Coventry hafði sigrað í
fyrri úrslitaleiknum og ég gekk
hnípinn heim á leið undir fagn-
aðaröskrum aðdáenda þeirra
leið mér eins og ég hefði staðist
þungt próf, gefíð út bók eða lok-
ið maraþonhlaupi. Lífíð virtist
bjartara og skemmtilegra en
fyrr.
Boltinn rúllar áfram
Knattspyrnuáhugamenn eru
fljótir að jafna sig og lífið heldur
áfram og það er kostur knattspyrn-
unnar að ný tækifæri gefast. Bolt-
inn fer aftur að rúlla í næstu um-
ferð og þá er vonandi hægt að ná
fram hefndum.
Það er nauðsynlegt að hafa leika
og brauð fyrir lýðinn, sagði róm-
verskur keisari einhvern tímann.
Og ég vil hafa leika og brauð fyrir
mig um ókomna framtíð. íþrótta-
menn eiga að vera vel launaðir og
fólk á að hætta að fjargviðrast út
af íþróttum í sjónvarpinu. Þjóðfé-
lagslegt gildi þeirra fyrir sálarheill
áhugamannanna er meira en marg-
ir gera sér grein fyrir. Lífíð fær
annan tilgang og gildismatið
breytist þegar vel gengur í
íþróttum og allir geta fundið
eitthvað við sitt hæfi. Að vera
áhorfandi á íþróttakeppni er að
vera hluti af heild. Ég var ekki
lengur einn, ég var þátttakandi
í því sem var að gerast. Ég var
ekki einangraður heldur lifandi
manneskja í hópi annarra manna
og mér leið vel.
Höfundur er læknir í Reykja vík.
FISKVINNSLUDEILDIN
Sjávarútvegsdeildin Dalvík
Við Sjávarútvegsdeildina á Dalvík er kennt til 1. og 2. stigs stýrimanna-
prófs og til prófs fiskiðnaðarmanna.
Umsóknarfrestur um skólavist er til 15. júní nk. Inntökuskilyrði til náms
í stýrimannadeild eru skv. nýútgefinni og eldri reglugerðum um stýri-
mannaskóla. Inntökuskilyrði til náms í fiskvinnsludeild eru skv. reglu-
gerð um fiskiðnaðarnám. Ódýr heimavist og mötuneyti á staðnum.
Upplýsingar í símum 96-61383, 96-61085, 96-61380 og 96-61162.
Skólastjóri.