Morgunblaðið - 11.06.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.06.1991, Qupperneq 1
64 SIÐUR B orcjunXiínMíi STOFNAÐ 1913 129. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins I Bombay á Indlandi, þar sem þessi mynd er tekin, var um helg- ina mesta úrhelli sem mælst hefur þar í landi. Létu í það minnsta Urkomumet í Bombay Reuter. 44 manneskjur lífið í Bombay og nágrannaborginni Thane í kjöl- far rigninganna. Sjá nánar frétt á bls. 26. Bandaríkjaforseti: Friðarráðstefna hugsanleg' án samþykkis ísraelsmanna Jerúsalem, Washington. Reuter, The Daily Telegraph. HUGSANLEGT er að Bandaríkja- menn og Sovétmenn kalli saman friðarráðstefnu um málefni Mið- Austurlanda jafnvel þó að sam- þykki Israelsmanna og Arabaríkja fyrir slíku liggi ekki fyrir. Kemur þetta fram í bréfi frá George Bush Bandaríkjaforseta til Yitzh- aks Shamirs, forsætisráðherra ísraels, sem birt var í dagblaðinu Maariv í gær. í bréfi Bush segir að Bandaríkja- stjóm sé að undirbúa hveijum eigi að bjóða til ráðstefnunnar og gangi út frá stuðningi Sovétmanna við málið. Er Shamir varaður við því að ísraelsmenn geti ekki búist við mik- illi samúð neiti þeir að sækja ráð- stefnuna. Hvetur Bandaríkjaforseti ísraelsmenn til að samþykkja að full- trúi frá Sameinuðu þjóðunum fylgist með ráðstefnunni og að hún muni koma reglulega saman. Svar Shamirs við bréfinu er einnig birt þar sem hann hafnar tillögum Bandaríkjamanna. Shamir bætir auk Leiðtogafund- ur í júlílok ? Washinglon. Reuter. MARLIN Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, skýrði í gær frá því að fundur George Bush, Bandaríkjaforseta, og Míkhaíl Gorbatsjovs, forseta Sovétríkj- anna, verði líklega ekki haldinn fyrr en síðari hluta júlí. í síðustu viku var því lýst yfir að ætlunin væri að halda leiðtogafund- inn í lok júní eða byijun júlí. Ástæð- an fyrir því að honum seinkar er sú að erfiðlega gengur að reka enda- hnútinn á samkomulag um fækkun langdrægra eldflauga. Fyrir skömmu náðu risaveldin samkomulagi um samdrátt hefðbundins heraflá. þess við því skilyrði, að Israelar fái neitunarvald um hveijir verði fulltrú- ar Palestínuaraba. David Levy, utanríkisráðherra ísraels, fer í dag til Bandaríkjanna til að útskýra afstöðu ísraelskra stjómvalda. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í gær að enn hefðu engir fundir með Levy verið ákveðnir. Hins vegar mætti gera ráð fyrir að hann myndi hitta James Baker utanríkisráðherra. Ítalía: 95% vilja ný kosningalög Róm. Reuter. TILLAGA um umbætur á ítölsku kosningalöggjöfinni var sam- þykkt með miklum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór á Ítalíu í gær og á sunnudag. Samkvæmt lokatölum greiddu 95,5% atkvæði með tillögunni, sem miðar að því að einfalda til muna framkvæmd þingkosninga í land- inu. Samkvæmt tillögunni eiga kjósendur aðeins að merkja við einn frambjóðanda í stað fjögurra áður. Rita verður eftirnafn frambjóðand- ans en áður átti að merkja við þá með tölustöfum í forgangsröð. í suðurhluta landsins, þar sem maf- ían hefur mest ítök, höfðu verið brögð að því að kjörstjórnir breyttu tölustöfunum þeim frambjóðendum í hag, sem nutu stuðnings mafíunn- ar. Sósíalistaflokkurinn, næst stærsti stjórnarflokkurinn, lagðist gegn tillögunni, sagði hana gagns- lausa og bijóta gegn stjórnar- skránni. Fréttaskýrendur sögðu að úrslit atkvæðagreiðslunnar sýndu að ítalskir kjósendur væru óánægð- ir með að stjórnmálamönnum lands- ins skyldi ekki hafa tekist að stemma stigu við hinum ýmsu vandamálum landsins, svo sem vax- andi glæpatíðni og viðvarandi halla á rekstri ríkisins. Enginn flokkur hefur nægan þingstyrk til að stjórna einn og hver samsteypustjórnin á fætur annarri hefur fallið vegna innbyrðis deilna. Borís Jeltsín spáð sigri í forsetakosmngunum í Rússlandi: Einíng verður að vera leiðar liósið en ekki sundurlyndi - segirtalsmaðurMíkhaílsGorbatsjovs,Sovétforseta,ísamtaiíviðMorgunblaðið BORÍS Jeltsín er spáð sigri í fyrstu almennu forsetakosningunum í Rússlandi á morgun. Að sögn Karens Karagesjans, talsmanns Míkha- íls Gorbatsjovs Sovétforseta, sem Morgunblaðið ræddi við símleiðis í gær, hefur Gorbatsjov ákveðið að taka ekki afstöðu í kosningunum. Karagesjan sagði að af skoðana- könnunum mætti ráða að Jeltsín, sem nú gegnir embætti forseta Rúss- lands, færi með sigur af hólmi. Næstir kæmu Nikolaj Ryzhkov, fyrr- verandi forsætisráðherra, og Vadím Bakatín, fyrrum innanríkisráðherra Sovétríkjanna. Óvíst væri hinsvegar hvort Jeltsín fengi tilskilinn hreinan meirihluta strax í fyrstu umferð. Aðspurður um afstöðu Gorbat- sjovs Sovétforseta til kosninganna sagði Karagesjan: „Hann hefur lýst þeirri skoðun sinni að forseti Sovét- ríkjanna eigi ekki að skipta sér af kosningunum. Hann hefur því ekki lýst yfir stuðningi við neinn fram- bjóðanda." Karagesjan sagði að að- stæður í Sovétríkjunum hefðu knúið Jeltsín og Gorbatsjov til að snúa bökum saman þótt ekki væri hægt að tala um bandalag á milli þeirra. „Eins og ástandið er verður eining að vera leiðarljósið en ekki sundur- lyndi.“ Karagesjan sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það enn við gerð nýrrar stjórnarskrár Sovétríkjanna með hvaða hætti for- seti Sovétríkjanna yrði valinn. Pravda, málgagn sovéska komm- únistaflokksins, birti viðtal við Jelts- ín á forsíðu í gær. Þar segist hann geta boðið Rússum trygga og gæfu- ríka framtíð. Við hlið viðtalsins er birt fréttaskýring þar sem farið er hörðum orðum um Jeltsín. Hann er sagður vanhæfur, einráður og svik- ull. í viðtali við þýska dagblaðið Bild sem birtist í gær sagðist Jeltsín ætla að hreinsa til í kerfinu og reka ónytjunga í opinberum stöðum fengi hann kosningu. í Leníngrad verður einnig kosið um hvort taka eigi upp hið gamla nafn borgarinnar Sankti Pétursborg. Gorbatsjov hefur lagst gegn breyt- ingunni og skoðanakannanir benda til þess að meirihluti borgarbúa sjái ekki ástæðu til að kenna borgina við Pétur mikla fremur en Vladímír Lenín. Reuter. Tugþúsundir komu saman til fundar í Moskvu í gær til stuðnings Boris Jeltsín í forsetakosningunum í Rússlandi. Meðal þeirra sem héldu ræðu á fundinum var heimsmeistarinn í skák Garí Kasparov. „Það er ekki nóg fyrir Jeltsin að fá 51% atkvæða. Hann verður að fá tvo þriðju atkvæða,“ sagði Kasparov.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.