Morgunblaðið - 11.06.1991, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI 1991
Mikið vatn
í Gígjukvísl
ÓVENJU mikið vatn mældist í
gær í Gígjukvísl, sem er vestar-
lega á Skeiðarársandi, en vatn í
Skeiðará var hins vegar ennþá
með minnsta móti, samkvæmt
upplýsingum rannsóknarmanna
þar.
Mælingar gáfu til kynna þrisvar
til fjórum sinnum meira vatn í
Gígjukvísl en í Skeiðará sem er
afar óvenjulegt. Talið er að einhver
tengsl séu á milli þessa og fram-
hlaups Skeiðaráijökuls undanfarið.
Hins vegar er ekki talið víst að
nein tengsl séu á milli framskriðu
jökulsins og væntanlegs
Grímsvatnahlaups. Mikill aur er í
Gígjukvísl um þessar mundir en
mælingar hafa ekki gefið til kynna
neinar breytingar á efnasamsetn-
ingu Skéiðarár.
Miljo 91:
Um þúsund
manns sitja
ráðstefnuna
Morgunblaðið/Sverrir
Fimm bílar í árekstri
Árekstur fimm bíla varð á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar laust fyrir hádegi í gær. Oku-
menn tveggja bíla voru fluttir slasaðir á sjúkrahús og mikið eignatjón varð. Við gatnamótin eru beygjuljós
frá Kringlumýrarbraut austur og vestur Miklubraut og myndast oft löng röð bíla við þau, sem skapar
hættu þegar grænt ljós kviknar fyrir aðra umferð, að sögn lögreglu. Nokkuð var um harða árekstra í
umferðinni í gær og í einu tilviki hvarf ökumaður af vettvangi eftir að hafa ekið á stúlku í Þverholti.
Stúlkan var flutt á slysadeild.
Vestmannaeyjar:
Illskeyttur
selur tók land
íhofnmm
Vestmannaeyjum.
STÓR og mikill selur tók land
í höfninni í Eyjum fyrir
skömmu. Var selurinn í miklum
vígahug, lét all ófriðlega er
nærstaddir reyndu að nálgast
hann og vildi alls ekki í sjóinn
á ný.
Selurinn var hinn grimmasti og
reyndi að bíta allt sem fyrir honum
varð.
Ákveðið var að koma selnum
til hjálpar en þar sem erfitt var
að eiga við hann sökum þess hve
illskeyttur hann var, var gripið til
þess ráðs að lokka hann ofan í
stóran mjölpoka.
Þegar selurinn var kominn í
pokann var hann hífður á bílpall
og honum ekið suður í Klauf þar
sem honum var sleppt í fjöruna.
Selurinn staldraði stutt við í
flæðarmálinu en hélt síðan á haf
út, þokkalega sáttur við tilveruna
að sjá og hafa Eyjamenn ekkert
orðið hans varir síðan.
Grímur
Verkalýðsfélög á Suðurnesjum gera áfangasamning við Atlantsál:
Á MORGUN hefst í Reykjavík
norræn ráðstefna um umhverfis-
mennt sem ríkisstjóm íslands
heldur að tilstuðlan norrænu ráð-
herranefndarinnar og nefnist hún
Miljo 91. Ráðstefnan er haldin
fyrir fóstmr og kennara á öllum
skólastigum, í öllum námsgrein-
um og aðra sem vinna að um-
hverfisfræðslu sem starfsmenn,
stjómendur eða áhugamenn.
Þátttakendur verða um 1000 tals-
ins. Ráðstefnunni lýkur á föstu-
dag.
Aðalmarkmiðið með Miljo 91 er
að efla umhverfismenntun á Norður-
löndum, einkum á íslandi. Sam-
starfsnefnd fjögurra ráðuneyta hef-
ur yfírumsjón með undirbúningi
Miljo 91. Í nefndinni sitja Þorvaldur
Öm Ámason fyrir menntamálaráðu-
neyti, sem jafnframt er formaður,
Elín Pálmadóttir fyrir félagsmála-
ráðuneyti (tilnefnd af Samtökum
sveitarfélaga), Gestur Ólafsson fyrir
umhverfisráðuneyti og Hrafn V.
Friðriksson fyrir heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneyti. Sigurlín
Sveinbjarnardóttir er verkefnisstjóri
Miljo 91.
Ráðstefnur af þessu tagi hafa
verið haldnar til skiptis á Norður-
löndum: í Stokkhómi 1983, Osló
1985, Helsinki 1987 og í Kaup-
mannahöfn 1989. Um það bil 1000
manns hafa sótt hveija ráðstefnu
og er svo einnig í þetta sinn.
Samið verði til 5 ára og trygg-
ing gegn verðbólguhækkunum
Sett sem skilyrði að Atlantsál verði ekki í Vinnuveitendasambandi íslands
VERKALÝÐSFÉLÖG á Suðurnesjum hafa gert áfangasamkomulag
við Atlantsálhópinn, sem felur í sér að ef væntanlegt álbræðslufyr-
irtæki fari sjálft með samningamál gagnvart starfsmönnum, þá
verði kjarasamningar í upphafi gerðir til 5 ára og starfsmönnum
veittar tryggingar gegn verðbólguhækkunum. Að sögn Karls Stein-
ars Guðnasonar, formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavík-
ur, var það krafa verkalýðsfélaganna að Atlantsál fari sjálft með
samningamál ef af byggingu álversins verður. j
Vinnuveitendasamband íslands greindum toga hafí verið gerður
hefur sent Verkamannasambandi
íslands bréf, þar sem meðal ann-
ars segir að ef það reynist rétt
að einstök verkalýðsfélög eða sam-
bönd hafi samið um sérstök for-
réttindi til nanda hinu erlenda fyr-
irtæki gegn því að fyrirtækið verði
ekki aðili að VSÍ eða aðildarsam-
tökum þess, þá hafi verið brotið
blað í samskiptum aðila vinnu-
markaðarins. Þess vegna sé brýnt
að fá þegar fram upplýsingar um
hvort rétt sé að samningur af ofan-
og hveijir standi fyrir honum, og
enn fremur hvort VMSÍ telji það
samræmast samskiptahefð sam-
taka á vinnumarkaði að í samning-
um sé gerður áskilnaður um að
gagnaðili gangi ekki í hlutaðeig-
andi félög viðsemjenda á vinnu-
markaði, þ.e. fyrirtæki ekki í at-
vinnurekendafélög og þá launþeg-
ar ekki í stéttarfélög.
Einar Oddur Kristjánsson, for-
maður VSÍ, sagði í samtali við
Morgunblaðið að ef samkomulagið
hefði verið gert með vitund og
vilja samtaka Iaunþega, þá mættu
þau sannarlega eiga von á hörðum
viðbrögðum frá VSÍ. „Við teljum
að það eigi að vera ljóst í nútíma-
þjóðfélagi að ábyrgð og skyldur
eru gagnkvæmar. Við erum mjög
eindregið þeirrar skoðunar að það
eigi enginn að vera þátttakandi í
VSÍ nema sá sem sjálfur vill það,
og þannig höfum við ekkert upp
á Atlantsálhópinn að klaga. En
verkalýðshreyfingin hefur síðustu
áratugina verið mjög hörð á því
sjónarmiði að allir launþegar skuli
vera í verkalýðsfélögum og aðeins
skuli samið -við verkalýðsfélög. Ég
held að þeir hljóti að gera sér grein
fyrir því að þeir verða aðvera sjálf-
um sér samkvæmir, en ef þarna
er um stefnubreytingu að ræða
þá munum við ekki hlíta þessu
Mismunandi mat á áhrifum hækkunar framfærsluvísitölu:
Verðbólgan talin verða allt
frá 8 til 18 af hundraði á ári
VÍSITALA framfærslukostnaðar í júní er 1,4% hærri en í maí
og jafngildir sú hækkun 12,8% verðbólgu á heilu ári. Mest munar
þar um hækkun á fjármagnskostnaði íbúðaverðs. Þessar upplýs-
ingar koma fram i fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands. í álykt-
un frá formönnum aðildarfélaga BSRB segir að hækkun fram-
færsluvísitölu um 1,4% frá maí til júní samsvari 18% verðbólgu
á ársgrundvelli. Þórarinn V. Þorarinsson framkvæmdastjóri VSÍ
segir að þessi mismunur stafi af ólíkum reikniaðferðum sem
notaðar séu, þar sem annars vegar sé reiknað út frá þremur
mánuðum, hins vegar einum. Þórarinn segir að verðbólgan á
ársgrundvelli sé í raun 8-10%.
Samkvæmt upplýsingum hag-
stofunnar er vísitalan 154,9 stig
miðað við verðlag í júníbyijun ef
reiknað er með að hún hafí verið
100 stig í maí 1988. Ef miðað er
við eldri grunn (að vísitalan hafi
verið 100 í febrúar 1984) er vísi-
tala framfærslukostnaðar 379,9
stig.
Hagstofan segir að af 1,4%
hækkun vísitölunnar frá 1. maí
stafí rúmlega 0,6% af hækkun á
fjármagnskostnaði íbúðaverðs.
Verð á bensíni hækkaði um 5,4%
1. júní og olli það um 0,2% hækk-
un á vísitölunni. Verð á áfengi
hækkaði um 2,6% og tóbaki um
2,2% 28. maí og hafði það í för
með sér tæplega 0,1% vísitölu-
hækkun. Verðhækkun ýmissa
annarra vöru- og þjónustuliða olli
alls um 0,5% hækkun á vísitölu
framfærslukostnaðar.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala framfærslukostnaðar
hækkað um 6,5%. Undanfarna
þrjá mánuði hefur vísitalan hækk-
að um 3,1% og jafngildir sú hækk-
un 12,8% verðbólgu á heilu ári.
í ályktun frá formönnum aðild-
arfélaga BSRB segir að hækkun
framfærsluvísitölu um 1,4% frá
maí til júní samsvari 18% verð-
bólgu á ársgrundvelli og helming
þessara hækkana megi rekja beint
til vaxtahækkana.
Að sögn Þórarins V. Þórarins:
sonar framkvæmdastjóra VSÍ
stafa mismunandi niðurstöður
Hagstofunnar og formanna aðild-
arfélaga BSRB af ólíkum reikn-
iaðferðum, þar sem annars vegar
séu gefnir upp þrír mánuðir en
hins vegar margfaldað upp eitt
mánaðargildi.
„Vextir hafa áhrif á húsnæðis-
lið framfærsluvísitölu, þannig að
0,6% af þessum 1,4% eru ein
hækkun sem kemur inn núna en
við eigum ekki von á að endur-
taki sig. Þetta er því í raun ekki
mælikvarði á hraða verðbólgunn-
ar eins og hún er núna. Þar standa
þessi 0,8% hins vegar eftir þannig
að verðbólgan er, sé miðað við
heilt ár, milli 8 og 10%. Þessi
breyting vegna vaxtanna mun
ekki rekja sig áfram í næsta mán-
uði,“ sagði Þórarinn V. Þórarins-
son framkvæmdastjóri VSÍ í sam-
tali við Morgunblaðið.
þegjandi og hljóðalaust." sagði
hann.
Karl Steinar Guðnason sagðist
ekki að svo stöddu vilja tjá sig
opinberlega um innihald áfanga-
samkomulagsins í smáatriðum, en
þessa dagana væri verið að kynna
það fyrir stjórnum viðkomandi
verkalýðsfélaga. Helsta atriðið í
samkomulaginu væri að stefnt
væri að því að gera kjarasamninga
sem gilda ættu í fímm ár, og þá
með þeim tryggingum gegn verð-
bólgu sem verkalýðsfélögin væru
sátt við. Þá væri það nýmæli að
öll verkalýðsfélögin á Suðurnesj-
um kæmu til með að standa að
kjarasamningi við Atlantsál sem
ein heild.
„Þetta áfangasamkomulag er
fyrst og fremst samkomulag um
vinnubrögð. Það er alveg jafngilt
og orkusamningurinn þegar tekin
verður afstaða til byggingu álvers-
ins, og er því einn af þeim horn-
steinum sem byggja ber á ákvörð-
unina um hvort hér rísi álver eða
ekki,“ sagði hann.
Grindavík:
Strandaði í
innsiglingunni
Grindavík.
EVA ÍS 111, 7 tonna bátur,
strandaði í innsiglingunni í
Grindavíkurhöfn í gærkvöldi um
tíuleytið. Hann var dreginn af
strandstað rúmlega hálftima
seinna og sigldi fyrir eigin vélar-
afli inn í höfnina.
Skipstjórinn tilkynnti óhappið til
lögreglunnar sem kallaði út björg-
unarsveitina Þorbjörn til aðstoðar.
Björgunarsveitarmenn fóru út á
nýjum slöngubát, Hjalta Frey, og
drógu Evu af strandstað og henni
var síðan siglt inn í höfnina. Ekki
er talið að neinar skemmdir hafi
orðið á Evu við óhappið. Skipstjór-
inn kvaðst hafa beygt of snemma
við hafnarmynnið og tekið niðri.
FÓ