Morgunblaðið - 11.06.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.06.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGÚR 11. JÚNÍ 1991 Sakadómur: Dæmdur til greiðslu miskabóta vegna æru- meiðandi ummæla Ummælin dæmd dauð og ómerk DÓMUR féll í Sakadómi síðastliðinn föstudag í máli ákæruvalds- ins gegn Halli Magnússyni blaðamanni vegna ærumeiðandi ummæla hans í dagblaðsgrein um séra Þóri Stephensen staðar- haldara í Viðey. 011 ummæli sem ákært var fyrir voru dæmd dauð og ómerk og var Halli gert að greiða séra Þóri 150 þús- und kr. í miskabætur auk almennra vaxta frá 6. febrúar 1991 til greiðsludags. Hallur var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknaralaun til ríkissjóðs, 180 þúsund kr., og málsvamarlaun skipaðs verjenda síns, Ragnars Aðalsteinssonar, 180 þúsund kr. Séra Þórir Stephensen hafði kraf- ist þess að sér yrðu dæmdar 305 þúsund kr. í miskabætur vegna ummæla ákærða í grein sem birt- ist í Tímanum 14. júlí 1988. Málið var höfðað með ákæru- skjali ríkissaksóknara 12. október 1990 á hendur Halli Magnússyni „fyrir óviðeigandi og móðgandi ummæli og ærumeiðandi aðdrótt- anir um opinberan starfsmann, séra Þóri Stephensen, í grein er ákærði ritaði undir fullu nafni og birtist í dagblaðinu Tímanum." Hallur var þá starfandi blaðamað- ur á Tímanum og varaborgarfull- trúi. Davíð Oddsson, borgarstjóri, dró urriða á land en sneri heim án þess að fá lax þegar hann opnaði Elliðaárnar fyrir veiði í gærdag. Ekki voru veiðifélag- ar hans, Haukur Pálmason, aðstoðarrafmagnsveitu- stjóri, og Jón G. Tómasson, borgarritari, heppnari því hvorugur þeirra náði laxi. Morgunblaðið/Sverrir • Rennt fyrir lax í EUiðaánum VEÐURHORFUR í DAG, 11.JÚNÍ YFIRLIT: Minnkandi lægð yfir Norðursjó þokast norðaustur. Hæð yfir Norðaustur-Grænlandi. Víðáttumikil og vaxandi lægð um 600 km suðsuðaustur af Hvarfi hreyfist austur. SPÁ: Norðaustan kaldi eða stinningskaldi vestanlands en austan og norðaustan gola eða kaldi annars staðar. Skúrir verða á Suðaust- ur- og Austurlandi og með noröurströndinni en þurrt á Vestur- landi. Hiti 5-10 stig, svalara norðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðan- og norðaust- anátt, dálítill strekkingur vestanlands á miðvikudag en annars hægari. Fremur svalt í veðri og skúrir eða slydduél norðanlands og austan en 7 til 12 stiga hiti að deginum og víða léttskýjað suð- vestanlands. Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600. 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V E1 — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur |~<^ Þrumuveður TAKN: Ö Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað / Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * VEÐUR IfÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 7 skýjað Reykjavik 7 skúr Bergen 17 skýjað Helsinki 16 skýjað Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Narssarssuaq 12 léttskýjað Nuuk 6 þoka Ósló 11 rigning Stokkhólmur 15 skýjað Þórshöfn 10 skýjað Algarve 30 léttskýjað Amsterdam 15 úrkoma í grennd Barcelona 22 lóttskýjað Berlfn 20 léttskýjað Chicago 19 skúr Feneyjar 23 léttskýjað Frankfurt 18 urkoma ígrennd Glasgow 13 skýjað Hamborg 18 skúrir London 18 skúrlr Los Angeles 15 þokumóða Lúxemborg 15 skýjað Madríd 27 skýjað Malaga 21 léttskýjað Mallorca 26 hálfskýjað Montreal 19 alskýjað NewYork 23 skýjað Orlando vantar París „ vantar Madeira 21 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Vín 21 skýjað Washington vantar Winnipeg 13 léttskýjað Magnús ráðinn aðstoðar- maður umhverfisráðherra EIÐUR Guðnason, umhverfis- málaráðherra, hefur ráðið Magn- ús Jóhannesson, siglingamála- stjóra, aðstoðarmann sinn. Magn- ús mun taka sér leyfi frá starfi siglingamálastjóra og hefja störf í umhverfismálaráðuneytinu á næstunni. Magnús er fæddur 23. mars 1949 á ísafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969, prófi í efnaverkfræði frá há- skólanum í Manchester 1973 og M.Sc.-prófi í verkfræði frá sama skóla 1974. Magnús hefur verið siglingamálastjóri frá 1. janúar 1985. Eiginkona Magnúsar er Ragn- heiður Hermannsdóttir, kennari, og eiga þau tvö böm. Magnús Jóhannesson Björgunarþyrla Gæslunnar: Sovétmenn ætla að bjóða sendinefnd heim OPINBERIR aðilar hafa ekki tekið afstöðu til tilboðs sovéska fyrir- tækisins um sölu á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Von á er boði frá fyrirtækinu um að senda íslenska sendinefnd til Sovétríkjanna til að skoða þyrlurnar, sem eru af gerðinni KA-32T og MI-17. Umboðsmaður sovéska fyrir- tækisins, Hallgrímur Marinósson, sagði að viðhalds- og varahluta- þjónusta Aviaexport, fyrirtækisins sem framleiðir þyrlurnar, væri sambærileg við þá þjónustu sem aðrir þyrluframleiðendur byðu. „Þeir bjóða upp á viðhaldssamning og tilgreina í tilboðinu varahluta- pakka. Tilboðið felur einnig í sér þjálfun áhafna. Auk þess eru þeir Lést eftir umferðarslys KONAN sem lést eftir umferð- arslysið við Austurbrún síðast- iiðið fimmtudagskvöld hét Hansína Jónsdóttir til heimilis að Kambsvegi 33, Reykjavík. Hansína var fædd 1906 í Mið- dal í Laugardal. Hún starfaði lengst af við kennslu, þar á meðal við ísafjarðardjúp og á Barða- strönd. Eftirlifandi eiginmaður Hansínu er Hafsteinn Guðmundsson, fyrr- um jámsmiður. Hún lætur eftir sig fjögur uppkomin böm. opnir fyrir öllum öðrum möguleik- um,“ sagði Hallgrímur. Hann sagði að sovésku vélarnar stæðust vestrænum vélum fylli- lega á sporði hvað gæði snertir. „Miðað við það sem skrifað er um þær í bandarísk rit um þyrlur er ekki hægt að segja annað. Þar er farið mjög jákvæðum orðum um tæknina í þyrlusmíði Sovét- manna,“ sagði Hallgrímur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.