Morgunblaðið - 11.06.1991, Qupperneq 9
•MORGUNBLAÐíÐ ÞRIÐJUDA.GUR 11. J.ÚNÍ1991
9
" " 1 \
■JF m ®
IHICO REIKNIVÉLAR
ERU ÓDÝRARI OG BETRI j
ifoico 1232
0 12 stafa reiknivél
meö minni
0 Frábær vél á
einstöku verði
0 Strimill og skýrt
Ijósaborð
0 Svart og rautt letur
0 Stærð:
210x290x80 mm
Reykjavík:
Penninn, Hallarmúla, Kringlunni, Austurstræti.
E.TH.MATHIESEN H.F.
BÆJARHRAUN 10 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 651000
ORYCCI FYRIROLLU
r- .VVC'C
-
&$>
' " ...
Sbe
Stundar gáleysi er oft orsök
meiðsla við vinnu. Erfitt er að
koma í veg fyrir slíkt en
auðvelt er að minnka líkurnar á
skaða. Að því vinnur Dynjandi
ötullega.
Dynjandi selur allar gerðir
öryggisbúnaðar, m.a. hina
vönduðu öryggisskó frá Jallatte.
Þeir fást í mörgum gerðum og
þeim er ætlað að fyrirbyggja
meiðsli á fótum.
>X< JalEabii
Sáttin og sjóðurinn
Að dómi Ásmundar Stefánssonar forseta
ASÍ voru markmið samninga 1986 og
1990 hin sömu. „Það sem fór úrskeiðis
árið 1986,“ segir hann, „var m.a að þá
lögðum við of þungar byrðar á ríkissjóð.
Þá var samið um tollalækkanir og fleira
sem reyndist ríkissjóði um megn að
standa við ... í síðustu samningum voru
aftur á móti ekki lagðar klyfjar á ríkið ...“
Staksteinar staldra við þessi mál í dag
sem og forystugrein Þjóðviljans um
ástæður þess að lesendur kaupa sum
blöð en önnur ekki.
1986 og 1990
Forseti ASI segir í við-
tali, sem Staksteinar hafa
lítillega vitnað til áður,
að aðilar vinnumarkað-
arins hafi „reynt að læra
af reynslunni frá árinu
1986“ við gerð þjóðar-
sáttar 1990. Það sem fór
úrskeiðis 1986 „var m.a.
að þá lögðum við of
þungar byrðar á rikis-
sjóð“. Það var hins vegar
ekki gert 1990. „Heildar-
kostnaður ríkissjóðs
vegna sanminganna
[1990] var um 600 m.kr.
Ríkissjóður hafði beinan
hag af stöðugleikanum
og því að samningamir
héldu.“
Þessi staðreynd, að
viðbættri breiðri sam-
stöðu [þjóðarsátt], færði
verðbólguna niður í 7%.
Pólitískir ábyrgðaraðilar
og stjómendur ríkisfjár-
mála stóðu liins vegar
ekki á sínum bremsum.
„Það er gífurlegt út-
streymi fjái’ úr ríkissjóði,
samhliða þenslú hús-
bréfakerfisins, og það
sér ekki fyrir endann á
því. Hallarekstur ríkis-
sjóðs keyrir nú upp vext-
ina og veldur hættu-
ástandi í efnaliagskerf-
inu ...“
„Vimiumark-
aðurinn tók
forystuna“
Fijáls verzlun spyr
forseta ASÍ: „Segja má
að aðilar vinnumarkað-
arins hafi að vissu marki
tekið fram fyrir hend-
urnar á ríkisstjóminni
með þjóðarsáttarsamn-
ingum í ársbyrjun 1990.
Getur það ekki verið
hættulegt fyrir lýðræðið
...“?
Svar: „Það er einstakt
að vinnumarkaðurinn
skyldi taka forystuna
með þessum hætti. Þetta
þekkist ekki í nágranna-
löndunum. Það er ef til
vill vegna þess að þar em
ljós skil milli verkalýðs-
flokka og atvinnurek-
endaflokka þamúg að
pólitisk forysta, sem þarf
í aðgerð sem þessa, kem-
ur í gegnum þá. Hér em
þessi mörk mun óljósari.
Stjómmálamenn á ís-
landi hafa fæstir reynslu
af hinum almemia vinnu-
markaði. Þeirra reynslu-
heimur er yfirleitt á sviði
fjölmiðlunar, kennslu eða
í öðrum opinbemm störf-
um. Fæstir þeirra hafa
unnið í verkalýðshreyf-
ingunni eða við stjómmi
í atvinnufyrirtækjum.
Til að draga úr verð-
bólguimi þurfti að ná
breiðri samstöðu. Það
þurfti yfirsýn vinnu-
markaðarins til að skynja
hvernig hægt væri að
taka á vandanum, sem
öllum vai- ljóst að eyði-
lagði bæði fyrirtækin og
heimili fólks í landinu. I
öðmm þjóðfélögum hefði
þetta hugsanlega gerzt
skiptara. Stjómmála-
meim verða að draga þá
ályktun af þessum samn-
mgum og þeim árangri,
sem þeir skiluðu, að þeir
þurfi á sérþekkingu
vinnumarkaðarins að
halda. Við segjum þeim
ekki fyrir verkum og
þeir segja okkur ekki
fyrir verkum.“
Sérstætt
sjálfsmat
Þjóðviljans
Forystugrein Þjóðvilj-
ans á laugardagimi fjall-
ar um mismikið sölu-
gengi dagblaðaima. Hvað
veldur almennum áhuga
og eftirspurn eftir einum
fjölmiðli en áhugaleysi
fyrir öðmm?
Leiðarahöfundur velt-
ir því fyrir sér, hvers
vegna útbreiðsla Þjóðvilj-
ans er ekki meiri en raun
ber vitni. Og fimiur svar-
ið í „kvennabaráttublað-
inu Vem“. Orðrétt:
„Ein lesenda hafði
móðgast við Vem vegna
snyrtivömauglýsingar
sem hún taldi kvenfrels-
isblaði til skammar. Og
ákvað því að segja Vem
upp. Til útskýringar
sagði lesandinn að hún
keypti að vísu blöð, sem
hún væri ósammála, t.d.
Morgunblaðið, eins þótt
þar væri á hveijum degi
eitthvað sem hún væri
ósátt við. „En ég segi
blaðinu ekki upp af því
að það skiptir mig ekki
máli. Ég veit að Morgun-
blaðið selur sig fyrir pen-
inga og hefur engai' hug-
sjónir. Það geta ekki aðr-
ir sært mann en þeir sem
manni er ekki sama um.“
— Þessa afstöðu könn-
umst við Þjóðviljameiin
mæta vel við. Menn hafa
. fyrr og síðar sagt upp
Þjóðviljanum, vegna þess
að hann hefur misstigið
sig í einhveiju máli, van-
rækt amiað og svo fram-
vegis. Menn þola ekki að
„þeirra blað“ geri slíkt.
Og því kaupa þeir heldur
einlivern Mogga vegna
þess að þeim „er sama“
um hann.“
Svona er hinn svart-
hvíti veruleiki málgagns
sósíalismans á íslandi
einfaldur og auðskilimi.
Memi segja Þjóðviljanum
upp vegna þess að þeim
stendur ekki á sama um
„blaðið sitt“. Svo ljósrauð
og léttbær er skýringin
á sölutregðumii. „Og
kaupa heldur einhvern
Mogga vegna þess að
þeim „er sama“ um
hann“.
Það er súm sé ekki
frétta- og upplýsinga-
gildi sem ræður eftir-
spum og útbreiðslu blað-
amia, að mati Þjóðviljans.
Sussu-nei. Memi segja
einfaldlega hve vænt
■þeim þykir um Þjóðvilj-
ann með því að segja
honum upp.
HÆKKANDI VEXTIR Á SPARIFÉ
Með hækkandi vöxtum er raunávöxtun verðbréfa nú
orðin hærri en oftast áður. Dæmi um raunávöxtun
m.v. heilt ár:
Sjóðsbréf VÍB 6,0-11,0%
Skuldabréf Glitnis 9,5%
Húsbréf 8,7%
Spanskírteini ríkissjóðs 7,9-8,1 %
Ráðgjafar VIB veita viðskiptavinum persónulega
þjónustu við val á verðbréfum. Verið velkomin í VÍB.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.