Morgunblaðið - 11.06.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.06.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI 1991 11 INNSETNING Myndlist Eiríkur Þorláksson Það er algengasti vinnumáti list- amanna, að skapa sín verk ein- göngu út frá eigin innri þörf og tilfinningum. Þá skiptir minna máli fyrir sköpunargleðina hvernig þau koma öðrum fyrir sjónir, eða hvort þau fara vel í einhveiju því sýningarrými, sem þau kunna síðar að lenda í. Stöku sinnum vinna list- amen'n þó á hinn veginn, þ.e. miða verk sín við það rými, sem þeir hafa til afnota, og setja þau sam- viskusamlega upp með samspil rýmis og áhorfenda í huga. Ef til vill er nær að kalla slíka vinnu inn- setningu en uppsetningu einstakra verka, þar sem það er heildin sem skiptir máli; hver hluti sýningarinn- ar fyrir sig kann að vera fullgild- ur, en öðlast aukið gildi í samhengi við allt annað sem fyrir augu ber. Erlingur Páll Ingvarsson hefur unnið sýningu sína í Galleríi Sæv- ars Karls á þennan máta. Hann skapar ákveðið umhverfi, sem gest- urinn gengur inn í og innan um, þar sem smágerðir hlutir á veggj- um og gólfi tengjast náið í heildar- myndinni. Erlingur Páll stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1974-78, en hélt svo til Amsterdam og þaðan til Þýskalands, þar sem hann var í Myndlistarháskólanum í Dusseld- orf 1979-81. Þetta er ijórða einka- sýning hans, en auk þess hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Það er oft varhugavert að reyna að skilgreina sýningar af þessu tagi of mikið; til þess er sjónreynsl- an sem þær bjóða upp á of einstakl- ingsbundin, og því kunna of miklar skýringar að rýra gildi reynslunnar fyrir einstaka gesti. I sýningarskrá segir listamaðurinn: „Þessi sýning er stefnumót, — skyndikynni ólíkra hluta og mynda i afmörkuðu rými. Erlingur Páll Ingvarsson í Galleríi Sævars Karls. í einni og sömu andrá mætast myndverk og áhorfandi í framandi veröld. Tvær línur skarast og önnur þeirra veit út í vorið. Þessi orð gætu í raun talist við- bót og útvíkkun á því sem fyrir augu ber, fremur en tilraun til skýr- ingar. í blaðaviðtali í tilefni sýning- arinnar segir Eriingur Páll m.a.: „Myndirnar eru sprottnar út úr vorinu og bjartsýni. Ég fann í mér löngun til að miðla því. Að sumu leyti langaði mig til að láta litla hluti ná saman og mynda sprengi- kraft. Það er síðan áhorfenda að meta hvernig þeim finnst hafa tekist til. Þungamiðjan felst í skemmtiiega samsettu verki á miðju gófi, sem er allt í senn, hrörlegt og líflegt. Það er síðan endurspeglað á vegg, og hjólið, sem kemur fyrir í því, er loks tengiliður heildarinnar, þar sem það kemur fyrir víða um sal- inn, heilt eða í brotum, þannig að úr verður bogamynd. Andlit í próf- íl fylgist svo brosandi með öllu saman. Hin sjónræna heild sýningarinn- ar er opin og létt; litir eru bjartir, og engin mörk teikninga og bak- grunns, þannig að heilu veggimir taka þátt í mynduninni. Það er lík- legt að hinir smærri þættir heild- arinnar misstu marks án tengsl- anna, en hér virðist flest skipast vel niður, og nýting staðarins þann- iggóð. Þessi sýning Erlings Páls Ingv- arssonar er létt og skemmtileg, og hentar árstímanum vel. Þó þarna sé ekki efnt til mikilla átaka ber innsetningin vott um gott skyn- bragð á samspil rýmis og verka, og því er full ástæða til að vænta þess að listamaðurinn hafi alla burði til að láta nokkuð að sér kveða, ef hann ákveður að snúa sér að myndlistinni af meiri þrótti en hingað til. Sýningin í Galleríi Sævars Karls er opin á verslunartíma út júnímánuð. Selfoss: Yinabæjasamstarf um tengsl við Evrópubandalagið Selfossi. FYRIRTÆKJUM og félögum á Selfossi, og í vinabæjum Selfoss á Norð- urlöndunum, gefst kostur á því að nýta sér upplýsinga- og ráðgjafa- skrifstofu Efnahagsbandalags Evrópu sem staðsett er í vinabæ Sel- foss, Silkiborg á Jótlandi. Þetta kom meðal annars fram á ráðstefnu sem fram fór í Silkiborg 1. júní í tengslum við mót bæjarstjórna vina- bæjanna Silkiborgar, Selfoss, Arendal í Noregi, Kalmar í Svíþjóð og Savonlinna í Finnlandi. Suomi borðbúnaður Upplýsinga- og ráðgjafaskrifstof-' an í Silkiborg hefur verið starfrækt í fjögur ár og var sú fyrsta sem opnuð var í Evrópubandalaginu. Alls eru starfandi 200 slíkar skrifstofur innan bandalagsins. Skrifstofurnar eru tengdar með tölvuneti og geta haft samskipti um það. Á bak við hveija skrifstofu eru margir aðilar sem mynda samtök um skrifstofuna. Skrifstofurnar einbeita sér að því að veita upplýsingar um að hveiju fyrirtæki og félög þurfa að einbeita sér þegar og áður en innri markaður EB verður að veruleika. Með slíkum upplýsingum er fyrirtækjum gert auðveldara að laga sig að aðstæðum. Skrifstofurnar gefa upplýsingar um lána- og styrktarmöguleika innan bandalagsins, þróunar- og rannsókn- arverkefni sem EB styður fjárhags- lega og fyrirtæki og stofnanir geta tekið þátt í. Einnig upplýsingar um viðskipta- og samstarfssambönd gegnum tölvunet (Business Coop- eration Network) og upplýsingar varðandi útboð á vegum opinberra aðila víða í Evrópu. Vinabæir Silkiborgar fá með þessu aðgang að upplýsingum varðandi EB og innri markaðinn, eiga þess kost að ná viðskipta- og menningarsam- böndum og finna samvinnuaðila inn- an EB til þess að laga sig að þróun- inni sem er í gangi innan bandalags- ins; I lok ráðstefnunnar var gerð sam- þykkt milli forystumanna vinabæj- anna um að vinna að því að koma á sambandi milli atvinnumálanefnda vinabæjanna og ráðgjafaskrifstof- unnar í Siikiborg. Einnig að opna möguleika á því að vinabæirnir hafi aðgang að fuiltrúa á ráðgjafaskrif- stofunni og að bæjarstjórnir og at- vinnumálanefndir vinabæjanna hæfu skráningu á beinum óskum atvinn- ulífsins varðandi samvinnu um tengsl við EB. Samþykkt var að niðurstöður þessa lægju fyrir fyrir 1. september. Þetta tilboð Silkiborgar til vina- bæjanna um aðgang að upplýsinga- og ráðgjafaskrifstofunni gefur vina- bæjasamstarfinu nýja vídd og mögu- leika á því að efla þessi samskipti og skapa ný tækifæri fyrir fyrirtæki og félög að koma á nýjum sambönd- um um alla Evrópu. Sig. Jóns. „Lífslistin í postulíni frá Ros- enthal. Fagurborð- búnaðurá yðareigið borð- «,,Ju Nýborg C§D Ármúla 23, s. 813636 , SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR PLÖTURÍLESTAR I 1 I I SERVANT PLÖTUR I I I I SALERNISHÓLF 1 1 BADÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR 1 A LAGER -NORSK HÁ GÆÐA VARA Þ.Þ0B6BÍMSS0M fcCO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 ^SKIPAPLOTl fljJD Kjarrhólmi - íb. með húsnláni Vorum að fá í sölu sérlega glæsilega 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Öll í toppstandi m.a. nýflísalagt bað, nýlegt parket á öllu, hurðir og skápar nýsprautaðir. Þvotta- herb. í íb. Suðursvalir. Sameign og hús nýendurnýjuð. Áhvílandi húsnlán 2,8 millj. Verð 6,4 millj. Upplýsingar gefur, HUGINN, fasteignamiðlun, Borgartúni 24, sími 625722. Austurlenskur veitingastaður Vegna brottflutnings af landinu er til sölu veitingastað- ur sem er sérhæfður í austurlenskri matargerðarlist. Fyrirtækið hefur getið sér gott orð, er vel staðsett á höfuðborgarsvæðinu og rekstur þess skilar hagnaði. Velta er ört vaxandi. Sanngjarnt verð og góð greiðslu- kjör í boði. Frekari upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. SMfSNÚKM #/i Nóatúni 17 105 Reykjavík Sími: 621315 Atvinnumiölun # Firmasala # Rekstrarróögjöt Verslunarhúsnæði Til sölu fullinnréttað verslunarhúsnæði í Skipholti 50b, 226 fm í SA-hluta jarðhæðar (Sportmarkaðurinn). Góðar innkeyrsludyr fyrir lager. Áhvílandi hagstæð lán. Verð kr. 17.800 þús. Nánari upplýsingar í síma 812300. Frjálst framtak hf. ★ Fyrirtæki til sölu ★ • Matvælaiðja og dreifing. Fiöfum fengið til sölumeð- ferðar þekkt fyrirtæki, sérþekkt á ákveðnu sviði matvöru. Ársvelta 60-70 millj. • Þjónustufyrirtæki. Af sérstökum ástæðum er til sölu fyrirtæki, sérhæft í þjónustu við bifreiðaeigendur. Fyrirtækið er í rúmgóðu húsnæði og nýtur góðs orðs. • Sportvörufyrirtæki. Smásala og heildsala. • Sérversiun. Til sölu eða leigu er vel staðsett sér- verslun. Eiginn útflutningur, trygg innflutnings- sambönd og rúm álagning. Hagkvæmur rekstur. Heildsöludreifing vel möguleg. • Söluturnar í Reykjavfk og Hafnarfirði. Velta um og yfir 3,0 millj. • Bónstöð á besta stað. • Verslunarhúsnæði til leigu við Hlemmtorg, ca 200 fm. Innréttingar fyrir hendi að nokkru leyti. Upplýsingar eingöngu veittar á skrifstofunni. Fjöldi annarra fyrirtækja á skrá. FYRIRTÆKJASTOFAN Varslah/f. Ráðgjöf, bókhald, skattaöstoö og sala fyrirtækja Skipholti 5, Reykjavík, simi 622212 i pa ■ w®ia®®® ■ uiaasií ke’} íbúðar- og sumarhús byggó af traustum aðilum. r» ^ 7-1 • .1 , ir Leitaóu upplysmga og faðu sendan bækling.Se!fossLsmú9M2277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.