Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991
Knarrarneseyjar - ævintýraheimur út af Mýrum:
Lifað í sátt við umhverfið
Borgarnesi.
MIKIÐ hafði fréttaritari gaman
af því að heimsækja Stellu í
Knarrarnesi og bræður hennar
sem þar búa og fá að fara um
eyjarnar og skoða fuglalífið og
hjálpa til við að tína rituegg.
Heitar vöfflur um miðja nótt
Knarrarnes er eyja út af Mýrum
og ysta býlið i Álftaneshreppi.
Fyrrum hefur Knarrarnes verið
landfast en síðan hefur nesið rofn-
að vegna sjávargangs. Útfiri er
mikið á þessum slóðum og einnig
mjög skeijótt. Verður því að sæta
sjávarföilum til að komast út í
eyjuna og siglingin frá landi er
varasöm.
Ég fór með bræðrunum Stein-
ari og Rúnari Ragnarssonum,
ásamt fleirum frá Borgarnesi.
Þeir bræður eru gjörkunnugir á
þessum slóðum og hafa ásamt
föður sínum og fjölskyldu verið
aðstoðarmenn og hjálparhellur
frændfólks síns í Knarrarnesi á
síðari árum. Farið var frá Borgar-
nesi um þrjúleytið um nóttina á
bílum, vestur að Vogalæk og það-
an á báti út í Knarrarnes, þangað
var komið um klukkan hálf fimm.
Á bæjarhlaðinu tók á móti okk-
ur húsfreyjan, Guðríður Árnadótt-
ir sem kölluð er Stella, hún var
uppáklædd og hressileg og dreif
okkur inn í bæ og bauð þar upp
á kaffi, heitar vöfflur með blá-
berjasultu og nýsoðin rituegg.
Selur með hundshaus
Eftir góðgjörðimar hjá Stellu
fórum við með Erlendi Árnasyni
bróður Stellu, sem kallaður er
Elli, á trillubát sem heitir Blíðfari,
frá Knarramesi út í Skáleyjar sem
eru sunnan við Knarrames. Það
voru mikil viðbrigði frá því að
hafa vaknað við mófuglasöng
heima í Borgarnesi og vera nú
kominn í allt annan heim, rétt út
af Mýrum. Þarna iðaði allt af
mjög fjölbreyttu fuglalífi.
í Knarrarnesi bar mest á æðar-
fugli, hettumáfi og kríum, einnig
sáum við þar töluvert af margæs-
um og rauðbrystingum sem hafa
þar stutta viðdvöl til að fita sig
en fljúga síðan til Grænlands.
Sagði Elli að oft væri meira af
rauðbrystingi en núna. Þeir færu
saman í stórum hópum og flygju
þá svo þétt að halda mætti að
dökkt ský liði um loftið. Á leið-
inni út í Skáleyjar sáum við
nokkra lunda og fáeinar teistur
en þær fínnst mér vera með allra
fallegustu fuglum sem maður sér.
Þá gægðist selur upp úr hafflet-
inum og fylgdist forvitinn með
okkur nokkra stund en lét sig
síðan hverfa. Þegar við, síðar um
daginn, sögðum Stellu frá selnum
spurði hún hvort að hann hafi
verið með hunds- eða kattarhaus.
Ég sagði að hann hefði verið með
hundshaus og þá sagði Stella að
þetta hafi verið útselur, þeir væru
með hundshaus. Sagði Stella að
sér þætti gott að nota þessa
samlíkingu til að greina á milli
útsela og landsela þegar ekkert
sæist af þeim nema hausinn.
En Blíðfari leið áfram á milli
skerja og boða og það var eins
og hann rataði leiðina sjálfur. Mér
fannst báturinn bera nefnið vel,
hann lék í höndunum á Ella og
Volvo Penta-vélin malaði mjúkt
og svæfandi. Þegar komið var á
leiðarenda var bátnum lagt á leg-
unni utan við Skáley og síðan var
mannskapur og búnaður selfluttur
í land á skektunni sem hafði verið
í togi frá Knarrarnesi.
Ritan tók á móti okkur í Skáley
með lágværum klið og einstaka
gargi.. Ritan er af máfaætt og
ólík frænda sínum svartbaknum
sem er bæði hávær og grimmur.
Ritan er hins vegar góðlegur og
Hvíta eyjan
Frá Skáleyjum var farið í Ell-
iðaey sem er nokkru vestar. Þar
er mesta rituvarpið í Knarrarnes-
eyjunum og talið að þar sé þétt-
asta ritubyggðin hérlendis. Alla
vega komast varla fleiri hreiður
fyrir í eyjunni. Ritan er þekkt
fyrir að verpa í þverhníptum klett-
um en í Elliðaey gerir hún sér
einnig hreiður á sléttum klettun-
um efst á eynni. Fyrst þegar ég
sá Elliðaey fannst mér eyjan vera
alhvít en þegar við komum í land
sást að eyjan var þakin fugli og
fugladriti og í loftinu í kring um
eyjuna var mökkur af fugli.
Nokkrir toppskarfar höfðu orp-
ið í eyjunni og í skeri við eyna
var töluverð dílaskarfabyggð og
þar voru komnir nokkrir ungar.
Mikið var af eggjum í Elliðaey
og eftir að þau höfðu verið tínd
með skipulögðum hætti var aftur
haldið til Knarrarness.
Margréttuð máltíð
Þangað komum við um hádeg-
isbiliði og Stella var þá tilbúin
með veglegan margréttaðan há-
degisverð og ferskjur í eftirrétt.
Menn tóku hraustlega til matar
síns eftir útiveruna og þegar
Stella var búin að koma kaffi ofan
í okkur á eftir og bjóða okkur til
stofu þá sofnaði mannskapurinn
eins og hann lagði sig.
Eftir stuttan kríublund var aft-
ur farið af stað og nú haldið fram
í Niðurnes og út í Knarrarnes-
höfða sem er syðst á Knarrarnes-
inu. Þar er töluverð ritubyggð og
sagði Stella að varpið væri að
gæfur fugl, nær drifhvít en auð-
kennd á svörtum fótum og svört-
um vængendum. Ritan var á ferð
og flugi og margar með sinustrá
í nefinu, sagði Elli að þær væru
enn að gera sér hreiður og verptu
því ekki allar á sama tíma.
Einfalt og gott
Búnaðurinn við eggjatökuna er
einfaldur, fötur og kassar undir
eggin og síðan mislangar bambus-
stangir með hálfum plast-netakúl-
um festum á endann til að ná til
hreiðranna sem ekki er hægt að
komast að öðruvísi. Er þá skálinni
smeygt ofan í hreiðrið og undir
eggin, fara verður gætilega til að
eggin brotni ekki. Vanir menn
taka þijú til fjögur egg í skálina,
áður en þeir draga bambusstöng-
ina að sér og tæma skálina en
ég lét mér nægja að taka eitt egg
í einu til að byija með. Með þess-
um búnaði náðist til nær allra
hreiðra í eyjunum, án þess að .
klifra þyrfti neitt að ráði í klettun- B»ðfan a legunni, skektan á leið í land á Elliðaey, Steinar og
um. Bylgja byrjuð að tína ritueggin.
Morgunblaðið/Theodór
Á bæjarhlaðinu í Knarrarnesi, „Stella“, Guðríður Árnadóttir,
ásamt frænda sínum, Steinari Ragnarssyni.
Skektan dregin á þurrt í Skáley, frá vinstri, Erlendur Árnason, Steinar Ragnarsson, Rúnar Ragn-
arsson og Guðni Haraldsson.
Frá varpstöðvunum í Elliðaey
þar sem hreiðrin eru jafnt efst
á eynni sem í klettunum.
aukast þar og því mætti ekki tína
í jöðrunum þar sem ritan væri að
nema land því það gæti heft út-
breiðsluna. Þegar við vorum að
klára að tína í höfðanum fór að
súlda og gerðist þá mjög sleipt í
fugladritinu. Komu þá bambus-
stangirnar að góðum notum til
að ná úr hreiðrunum fremst á
klettunum þar sem erfítt var að
fóta sig. Þegar búið var að tína
í höfðanum var hinni hefðbundnu
eggjatökuferð lokið. Afraksturinn
var um ijögur þúsund rituegg sem
var frekar lítið miðað við aðra
yfirferð, en farnar eru þijár til
fjórar ferðir alls.
Aðspurður sagði EUi að ritu-
byggðin hefði aukist ár frá ári.
Til dæmis hefði verið mjög lítið
rituvarp í Elliðaey og Höfðanum
í Knarrarnesi í kring um 1940,
en skarfabyggðin hefði þá verið
mun meiri og þá töluvert nytjuð
sem hún væri hins vegar ekki í
dag. Einnig hafí verið meira af
lundanum þá en honum væri að
fjölga aftur nú síðari árin.
Jafnvægi og sátt
Knarrarnesfólkið hefur tölu-
verðar nytjar af æðarvarpi. Ohætt
er að segja að systkinin í Knarrar-
nesi lifí í sátt við umhverfi sitt,
þau nytja hluta þeirra hlunninda
sem eyjarnar bjóða uppá en er
jafnframt umhugað um viðgang
hverrar tegundar fyrir sig og jafn-
vægið sem verður að ríkja milli
manns og dýra í náttúrunni.
Þetta er nægjusamt fólk og
allar breytingar gerast þarna
hægt. Til dæmis kom veituraf-
magnið ekki út í Knarrarnes fyrr
en um 1983 og rennandi vatn kom
þar í fyrrasumar þegar vatns-
leiðsla var plægð niður frá landi.
Áður var borið vatn úr brunni sem
er á eyjunni og einnig var rigning-
arvatni safnað af húsþökum.
Þrátt fyrir vissa einangrun
fylgist Knarrarnesfólkið mjög vel
með öllum þjóðmálum svo og er-
lendum fréttum. Steinar Ragnars-
son kvaðst eitt sinn hafa horft á
spurningaþátt í sjónvarpinu með
Eiríki Árnasyni bróður Stellu. Við
hveija spurningu hafi Eiríkur
sagt: „Þetta vita nú allir," og
síðan komið með rétta svarið.
Sagði Steinar að ef Eiríkur hefði
tekið þátt í keppninni hefði hann
svarað öllum spurningunum rétt.
Áður en við fórum drukkum
við kaffi hjá Stellu,- Þegar við
kveðjum þptta indæla fólk þá eru
bræðurnir Eiríkur og Guðmundur
byijaðir að moka mold upp úr
skurðum sem liggja að kartöflu-
garðinum í eynni og aka henni
síðan á hjólbörum inn í garðinn.
Það eru mörg handtökin sem
vinna þarf á svona stað og
kannski er það ástæðan fyrir þvi
hversu streitulaust þetta fólk er
og vel á sig komið. 1 ,
Myndir og texti:
Theodór Kr. Þprðárson