Morgunblaðið - 11.06.1991, Side 20

Morgunblaðið - 11.06.1991, Side 20
20 MORGÚNBLAÐIÐ ÞRlÐJÚDAGUR li. JÚNÍ l'991 Þegar ósköp venjulegt nafnskír- teini varð að kennivottorði - örfá orð um EB-þýðingar eftir Kenevu Kunz „Á þessum vinnustað þýðir ekk- ert að vinna nema þú sért óendan- lega forvitinn um tungumál og kæki þeirra," var nýliða sagt þegar hann hóf starf sem þýðandi hjá EB-deild Orðabókar Háskólans ekki alls fyrir löngu. „Auk þess hjálpar það mikið til ef þú þolir nær ótak- markaða gagnrýni." Þótt íslendingar, eins og aðrar smáþjóðir, hafi verið um aldaraðir og verði í fyrirsjáanlegri framtíð mjög háðir þýðingum á þjóðtungu sína úr öðrum tungumálum, hafa umræður um þýðingar í þessu landi verið frekar takmarkaðar. Bók- menntaþýðingar hafa yfírleitt feng- ið hrós dagblaðagagnrýnenda (sem oftar en ekki voru tæplega læsir á frumtextann eða höfðu ekki haft fyrir því að lesa hann) og þýðingar útvarps- og sjónvarpsstöðva á fréttaefni erlendis frá hafa lengi þjónað sem uppspretta fyrir kaffi- stofuumræður á vinnustöðum og ráðjeggingar málvöndunarmanna. Ég held að óhætt sé að fullyrða að kröfur sem íslendingar gera til þeirra er skrifa og tala fyrir augu og eyru almennings séu frekar strangar, ef miðað er við aðrar þjóð- ir. Hér er almennt reynt að forðast að nota óþýdd útlensk orð, slangur- yrði sjást mjög sjaldan á prenti og prófarkalesarar vanda vel til verka þegar þeirra nýtur við. Venjuleg þjálfun í rituðu eða töluðu máli í íslenskum skólum (sem menn geta svo deilt um hvort betur mætti fara) beinist hins vegar næstum aldrei að þeim sérstökum vandamáium sem þýðendur verða að glíma við. En við höfum enga formlega þýð- endaskóla eða skipulagða leiðsögn af þessu tagi til að bjóða þeim sem fást við þýðingar eða hafa áhuga á að leggja þær fyrir sig. (I Dan- mörku gefst fólki kostur á námi í þýðingum við Handelshojskolen í Kaupmannahöfn og í Svíþjóð við Kommerskollegium í Stokkhólmi. í Finnlandi eru þýðingar og þýðing- arfræði námsgreinar við háskólann í Helsingfors og í sérstökum þýð- ingaskóla.) Flestir þýðendur verða því að fara eigin leiðir eins og lengi hefur tíðkast hér á landi á allflestum svið- um. Og þannig hefur þetta bjarg- ast, hingað til, hugsa eflaust flest- ir, sem er að sjálfsögðu rétt, svo langt sem það nær. En þessi einf- araháttur getur valdið vandræðum þegar verkefnið sem fyrir liggur gerir einmitt kröfur um stórt og samræmt þýðingarátak. Slíkt verk- efni barst hingað óvænt fyrir tæp- um tveimur árum, þegar viðræður milli Evrópubandalagsins og EFTA- landanna um evrópskt efnahags- svæði (EES) fóru af stað fyrir al- vöru og ljóst varð að væntanlegir aðilar að þessu svæði yrðu að sam- þykkja með slíkum samningi kynstrin öll af lögum EB, og láta þýða þau á eigin tungumál. Orð eru til alls fyrst Þetta verkefni hefur hingað til alltaf fylgt inngöngu í bandalagið. Samningsaðilar ákveða hvaða lög eru ennþá í gildi og hafa þýðingu fyrir samkomulag þeirra á milli. Síðan fara þýðendur og lögfræðing- ar sem sérhæfa sig í lagaþýðingum af stað við að þýða þessi skjöl. Um leið eru þeir að heimfæra þetta fýr- irbæri, Evrópubandalagið, og sér- stæða menningu og málvenjur þess, á tungumál nýja aðildarríkisins. Svona gerðu Bretar og Danir, Grikkir, Portúgalar og Spánveijar á sínum tíma. í sambandi við EES-undirbún- inginn hafa fjórar Norðurlandaþjóð- ir, Norðmenn, Svíar, Finnar og ís- Iendingar, þurft að takast á við verkefnið, en Sviss og Austurríki sloppið þar sem lögin eru þegar til á hinum opinberu tungumálum þeirra: þýsku, frönsku og ítölsku. Með hveijum aðildarsamningi hefur vandinn vaxið; stofnanir Evr- ópubandalagsins eru lúsiðnar við að gefa út reglugerðir, tilskipanir, ákvarðanir og tilmæli af mismun- andi tagi. Að minnsta kosti eitt nýtt hefti í báðum deildum Stjórn- artíðinda Evrópubandalagsins sér dagsins ljós hvem einasta dag. EFTA-ríkjanna biðu í þetta skipti yfír 1100 einstök skjöl, sem til sam- ans fylla yfír 11.000 síður í Stjórn- artíðindum EB og er talsvert meira en Spánveijar og Portúgalar urðu að þýða við inngöngu í bandalagið 1985. Verði af EES-samningnum, krefst það áframhalds á verkefninu: öll ný lög bandalagsins á þeim svið- um er samningurinn nær til verða EES-ríkin að láta þýða á þjóðtung- ur sínar. Þar til viðbótar verðum við öll að láta þýða (á eitt þeirra tungumála sem eru í formlegri notkun hjá EB) lagaákvæði sem samþykkt verða í hveiju landi á sviðum sem rammalög bandalags- ins ná yfír, sem eru orðin ærið mörg. Það er meðal verkefna fram- kvæmdastjómar EB (og verður sennilega verkefni samsvarandi stofnunar fyrir EES) að fylgjast með því að landslög í einstökum ríkjum fari að lögum bandalagsins í heild. Evrópubandalagið hefur nefni- lega þróast frá því að vera hefð- bundin alþjóðleg stofnun með tak- markað verksvið og fremur lítils- megnandi framkvæmdavald (eins og Sameinuðu þjóðirnar t.d.) langa leið í áttina að verða Sambandsríki- Evrópu. Lög bandalagsins eins og lög kaþólskrar kirkju á síðmiðöld- um, ná yfir landamæri þjóðríkja, hafa forgang yfír landslög og mynda eins konar almenna viðmið- un við setningu nýrra laga. Bagi er ekki að bindast orða Að leita leiða til að gera stjórn bandalagsins virkari og til að láta þær ákvarðanir eftir landsstjómum og héraðs- eða sveitarstjórnum sem þær geta best sinnt er brýnt verk- efni handa bandalaginu nú og í framtíðinni. En til þess að fræðileg- ur möguleiki verði til þess að svo gæti farið, verður að semja lög bandalagsins þannig að þau steypi ekki öll ríki í sama mót, heldur setji rammalöggjöf sem rúmað gæti mörg býsna ólík kerfí. Skipulagið og málsmeðferðin sem lög Evrópubandalagsins kveða á um er þannig oft hvergi að fínna sem siíkt í neinu einstöku landi, heldur eiga ýmis ákvæði kannski við þær reglur sem notaðar eru í Frakklandi, önnur gilda um stofn- anir sem fínnast í Þýskalandi, og enn önnur um hefðir sem eingöngu eiga við Stóra-Bretland. Hugtökin og orðanotkun í lögunum endur- spegla þennan veruleika; þau eru valin af varfæmi til að villa ekki um fyrir lesendum og til að ná yfír mjög vítt svið. Þessi staðreynd, að verið er að fjalla á mjög almennan og víðtækan hátt um málefni þau sem um ræðir hveiju sinni, setur hugsanlegum þýðanda laganna ansi þröngar skorður. Hann er að þýða lýsingu á kerfí sem getur verið í mörgum grundvallaratriðum frábrugðið því sem hann þekkir sjálfur og því sem hann hefur á eigin máli nægilegan eða viðeigandi orðaforða til að lýsa. Umfram allt má hann ekki reyna að staðfæra og þar með láta lögin lýsa þeim raunveruleika sem til er í einstöku þjóðríki. í EB-lögum um sérlyf t.d. er víða kveðið á um leyfí til að markaðs- setja lyf í aðildarríkjum EB, „mark- eting authorization". Hins vegar, þegar íslenskur þýðandi undirbjó sókn sína með því að lesa íslensku lyfjalögin, fannst ekki stafkrókur um leyfí til markaðssetningar, því á Islandi eru lyf skráð eða tekin til skráningar. í EB-þýðingum hins vegar verða lögin og reglurnar að fjalla um kerfíð sem gildir innan bandalagsins, og því verður orða- notkun að endurspegla þennan raunveruleika, þótt hann sé ekki íslenskur. Fleiri sambærileg dæmi er að fínna í hveijum málaflokki. Meðal félagslegra réttinda sem aðildarríki Evrópubandalagsins veita þegnum sínum er rétturinn til að flytja milli staða og búa og vinna hvarvetna innan bandalagsins. Þetta gildir jafnt um launþega og þá sem starfa á eigin vegum eða veita forystu fyrirtæki sem rekur inaðar- eða viðskiptastarfsemi. Ríkisborgarar annarra aðild- arríkja fá sjálfkrafa leyfí til að dvelja í hvaða EB-ríki sem þeir kjósa, og veitt eru ýmiss konar skilríki til að sýna hvort um lengri eða skemmri dvöl er að ræða, segja til um skilyrði fyrir búsetu o.fl. Hér á landi heita leyfi sem útlendingum eru veitt til að dvelja hér lengur en þijá mánuði og í hámark eitt ár, hvort sem þeir hyggjast vinna, stunda nám eða setjast hér að, einu nafni dvalarleyfí. En í EB-lögunum er rætt um „right of residence“ (á frönsku, droit de séjour), „right of stay“ (carte de séjour) og „right of abode“ (titre de séjour). Að þýða þessi hugtök og halda þeim aðskild- um krefst því þriggja orða á ís- lensku. Þar að auki getur það verið villandi að nota „dvalarleyfí“ vegna þess að í augum flestra hefur það allt aðra merkingu en þá sem felst í hveiju þessara hugtaka fyrir sig. Á svipaðan hátt var ákveðið að nota ekki íslenskt „nafnskírteini“ til að vísa á fyrirbæri sem í EB-ríkj- um gegnir hlutverki að þó nokkru leyti frábrugðnu því sem okkar skil- ríki með þessu nafni gera. Þetta væri ekki ósvipað því að þýða „de- fence" með „landhelgisgæsla" af því að það er jú sú eina varnarstarf- semí sem viðgengst hjá okkur. En, allt óvitandi um slíkar staðreyndir, eiga lesendur þessara laga eftir að rekast á hugtakið „kennivottorð", sem notað var í staðinn og margir eflaust reka upp harmakvein: af hveiju í ósköpunum gátu blessaðir þýðendurnir ekki notað þeta góða íslenska orð „nafnskírteini“? Allt þetta hefur sem sagt sínar skýring- ar. Ekki velja allir orð að annars skapi Sama gildir um ytra útlit þýðing- anna. Þar verður að fara eftir for- dæmi Stjórnartíðinda EB, sem hafa hræðilega langar og flóknar setn- ingar. Auðvitað langar hvern heil- vita þýðanda að setja einfaldlega punkt einhvers staðar og byija á nýjum málslið, en þetta má einfald- lega ekki. Sífellt er verið að vísa í tilteknar málsgreinar eða málsliði sem t.d. „fyrstu málsgrein í 3. tölul- ið“ og væru punktanir færðir til færi þetta allt að riðlast. Yfirleitt leitast EB-þýðendur við eftir fremsta megni að nota íslensk- ar málvenjur eins og frekast er unnt og finna augljósar og skiljan- lega þýðingar á orðum og hugtök- um á íslensku. Þýðendurnir vita allt of vel að flest koma þessi skjöl til með að þjóna sem leiðbeiningar- rit fyrir þá sem semja munu íslensk lög til að fylgja EES-samningnum eftir. Þetta hefur oft kallað á ný- yrðasmíð og þar er erfítt að segja til um það fyrirfram hve vel hefur tekist. Mig langar samt að taka eitt dæmi fyrir sérstaklega, sem sýnir vel hve erfíður vandinn er og hve stórt skref þýðendur verða að voga sér að taka stundum. A ensku heitir fyrrnefndi réttur- inn til að flytja sig um set „right of establishment" (á frönsku droit Keneva Kunz „Engin Norðurlanda- þjóð hefur lagt eins mikið upp úr orðasöfn- un og Islendingar og mun sú vinna skila sér vel í betri orðabókum í framtíðinni, og sam- ræmdari íðorðanotkun landsmanna en ella hefði verið. Þannig að afrakstur þessa verk- efnis verður stórleg aukin þekking á sviði þýðinga og stórefld orðasöfnun hjá Orða- bókinni, auk u.þ.b. 11.000 síðna af nýjum lögum.“ d’établissement) og engin samsvar- andi hugtök hafa verið notuð hér á landi, enda fýrirbærið ekki fyrir hendi. Orðtakið kemur fyrir á næst- um öllum sviðum EB-laga og í Rómarsáttmálanum (stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu) er þetta grundvallarhugtak. Þegar kom að því að þurfti að þýða EB-lög og -reglur um félags- leg málefni á íslensku varð að ákveða hvað þessi réttur skyldi heita á íslensku; embættismenn fé- lagsmálaráðuneytisins játuðu að þeir hefðu ekki notað annað en „stofnsetningaréttur", þótt flestum ef ekki öllum fyndist þetta mjög klunnalegt og óeðlilegt. Er það vægast sagt erfitt í meðferð bæði í rituðu og töluðu máli, einstakling- ur getur t.d. tæpast „stofnsett sig“ og merking orðsins alls ekki aug- ljós. Því þótti mörgum rétt að reyna að hafa eitthvað annað við. I Egils sögu er að fínna eftirfar- andi málsgrein: Egill bjó að Borg langa ævi og varð maður gamall, en ekki er getið, að hann ætti mála- ferli við menn hér á landi. Ekki er og sagt frá hólmgöngum hans eða vígaferlum, síðan er hann staðfest- ist hér á íslandi. (Egils saga. Óskar Halldórsson annaðist útgáfuna. Reykjavík (1967) bls. 308.) Þetta fer óneitanlega betur en að segja að Egillkarlinn hafí „stofn- sett sig“ hér á íslandi. Þótt sögnin „að staðfestast" og nafnorðið „stað- festa“ hafi síðan verið notuð í ýms- um merkingum (íslensk-dönsk orðabók Sigfúsar Blöndal skilgrein- ir „staðfestast" sem „tage fast Ophold“ og Orðabók Menningar- sjóðs gefur „setjast að til langdval- ar, ílendast" sem fyrstu merkingu fyrir „staðfestast" og „dvöl að stað- aldri, langdvöl“ fyrir „staðfesta") fannst þýðendum þetta orð ekki fela í sér neinar villandi tilvísanir og að merking í þessu sambandi ætti að vera auðskilin. Því var ákveðið að nota „rétturinn til að staðfestast“ eða „staðfesturéttur- inn“ og ekki held ég að nokkur þýðandi vildi snúa aftur með það núorðið. Þegar þýðendur hjá EB-þýðinga- deild Orðabókar Háskólans taka fyrir ákveðinn málaflokk í lögum Evrópubandalagsins, eins og lög um hlutafélög, félagsleg réttindi eða tæknilegar viðskiptahindranir, er reynt að leita heimilda á íslensku um viðfangsefni. Þar er fyrst leitað í lagasafn Islands, bæði í tölvutæku og prentuðu formi, í Stjórnartíðindi og til hinna ýmsu ráðuneyta um efni sem tii er á íslensku. Orðum og hugtökum (á íslensku og ensku), sem geta komið að notum við þýð- ingar eða sem greinileg þörf er á til að þýða erlendu hugtökin, er safnað í sérstakan tölvuorðalista. Allir þýðendur hafa aðgang að þess- um orðalista í tölvunum sínum, og auk þess að skrá er hefur að geyma staðlaðar þýðingar á viðteknum klausum í inngangi og lokum skjala, að lagasafninu og að ritmálssafni Orðabókarinnar. Allt miðast þetta við að samræma orðanotkun í þýð- ingunum og veita þeim formfestu og vándað yfírbragð. Góð orð finna góðan samastað Orðasöfnun er mjög stór liður í starfsemi þýðingadeildarinnar; í gegnum u.þ.b. eins árs starf hafa yfír fimm þúsund sérstök uppfletti- orð og orðasambönd verið skráð, ásamt notkunardæmum og tilvísun- um í heimildir. Þessu verki verður ekki Iokið fyrr en þó nokkrum tíma eftir að síðustu lagatilskipanir fara úr húsinu. Undirbúningsvinna og hliðar- starfsemi, eins og orðasöfnun og skráning, taka óneitanlega mjög mikinn tíma, enda eru afköst ein- stakra þýðenda á þessari deild mun minni en tíðkast hjá ýmsum löggilt- um skjalaþýðendum. En skjalaþýð- endur vinna flestir sjálfstætt eða nokkrir saman og þurfa sjaldnast að hugsa um nema eitt takmarkað verkefni í einu, fá borgað eftir síðu- töxtum, bera sjálfír ábyrgð á orða- notkun sinni og þurfa ekki að lúta neinu eftirliti eða hafa áhyggjur af samræmdri orðanotkun í ólíkum málaflokkum. Hjá EB-þýðinga- deildinni eru þar að auki allar þýð- ingar yfirfarnar gaumgæfílega a.m.k. þrisvar sinnum: innanhúss yfirlestri fylgir yfírferð sérfræðinga í ráðuneytum eða á öðrum opinber- um stofnunum og síðan lokayfirferð með sérstöku tilliti til málfars hjá íslenskufræðingum á vegum Orða- bókarinnar. En ekkert veitir af vönduðum vinnubrögðum, því textarnir eru sjaldnast auðlesnir né auðskildir. Yfírlesarar í ráðuneytum eða sér- fræðingar úti í bæ geta stundum rétt mönnum hjálparhönd en jafn- oft reka þýðendur sig á það að sér- fróða menn greinir á um hvernig beri að skilja lögin, og að sjálfsögðu um hvernig beri að skrifa þetta eða hitt á íslensku. Þegar um íðorða- notkun er að ræða hafa margar orðanefndir unnið mikið og gott starf, aðrar nánast ekkert gert. Aðspurðir um þýðingar á orðum í sinni sérgrein svara margir sér- fræðingar að þeir noti einfaldlega útlensku orðin. Fleiri tilefni eru til að vanda verk- in sem mest: þegar og ef samning- urinn um Evrópskt efnahagssvæði er undirritaður, verða þýddu EB- reglugerðirnar að íslenskum lögum án frekari lögfestingar. Tilskipanir, sem mynda uppistöðuna í þýðingun- um, mæla síðan fyrir um þau efni sem íslensk löggjöf á tilteknu sviði á að hafa að geyma; að öðrum kosti verður að setja ný lög á þessu sviði innan tiltekins frests. Búast má við að margir verði til að gagnrýna þessar þýðingar, og efast ég ekki um að þrátt fyrir alla varkárni og viðleitni okkar til að vanda málfar og skila samt skýrum texta, verði hægt að fínna margt sem mætti færa á annan og betri veg. Ég vil samt biðja menn að- eins, áður en þeir hefja raustir sín- ar í umvöndunartóni, pð gera sér grein fyrir forsendum verkefnisins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.