Morgunblaðið - 11.06.1991, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI 1991
!
MORGUNBLAÐIÐ ÞIiIÐJUDAGUR 11. J.UNl 1991
29
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Tekjutenging
ellilífeyris
Aundanförnum áratugum
hafa við og við komið upp
umræður um það, hvort taka
ætti upp tekjutengingu á elli-
lífeyri, þ.e. að þeir, sem hafa
tekjur yfir ákveðnum mörkum,
eftir að þeir eru komnir á eftir-
laun skuli ekki fá greiddan elli-
lífeyri úr sameiginlegum sjóði.
Að þessum hugmyndum var vik-
ið í Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins fyrir skömmu.
Tveir greinarhöfundar gerðu
athugasemdir við þessi sjónarmið
í Morgunblaðinu sl. laugardag.
Hrafn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Sambands al-
mennra lífeyrissjóða taldi, að
Morgunblaðið hefði hvatt til þess,
að þeir, sem fá greiddan lífeyri
úr lífeyrissjóði fái ekki greiddan
ellilífeyri frá hinu almenna
tryggingakerfi. Þetta er mis-
skilningur. Því var varpað fram
til umhugsunar og umræðu, að
ellilífeyrir yrði ekki greiddur til
þeirra, sem hafa verulegar tekjur
af öðrum tekjustofnum, eftir að
þeir eru komnir á eftirlaun. I
þessari umljöllun var einnig
vísað til fámenns hóps þjóðfé-
lagsþegna, sem nýtur lífeyris úr
mörgum lífeyrissjóðum og orð á
því haft, að það væri óeðlilegt.
Það er auðvitað ljóst, að fjöl-
margir lífeyrissjóðir greiða þeirri
kynslóð, sem nú fær lífeyri úr
þessum sjóðum, svo lágan lífeyri,
að þorri þeirra mundi augljóslega
ekki vera fyrir ofan þau tekju-
mörk, sem eðlilegt gæti talizt að
setja. Jafnljóst er, að fjölmargir
þeirra, sem nú eru komnir á eftir-
laun og ekki síður margir þeirra,
sem fara á eftirlaun á næstu
árum og áratugum, hafa búið svo
vel í haginn fyrir efri ár, að þeir
hinir sömu þurfa ekki á elli-
lífeyri úr sameiginlegum sjóði að
halda. Við þá þjóðfélagshópa var
átt en ekki hina almennu félags-
menn lífeyrissjóðanna.
Sigurgeir Jónsson, fyrrverandi
hæstaréttardómari, gagnrýnir
einnig þessi skrif Morgunblaðs-
ins. Höfuðröksemdir hans eru
tvær: annars vegar að meðan
allir fái jafnan ellilífeyri úr sam-
eiginlegum sjóði verði ekki litið
á þá greiðslu sem ölmusu, en
hins vegar, að sú kynslóð, sem
nú fær ellilífeyri greiddan, hafi
greitt fyrir þennan lífeyri með
sérstökum iðgjaldagreiðslum
fyrr á árum.
Fyrri röksemdin er sú sama
og jafnaðarmenn hafa yfirleitt
borið fram gegn tekjutengingu
ellilífeyris og er meginástæðan
fyrir því, að umræður um tekju-
tengingu hafa aldrei komizt á
skrið. Þess vegna þótti það
tíðindum sæta fyrir nokkrum
árum, þegar Alþýðuflokkurinn
léði í fyrsta sinn máls á því að
taka upp tekjutengingu ellilífeyr-
is.
Síðari röksemd Sigurgeirs
Jónssonar vegur auðvitað þungt
ekki sízt í hugum þeirra, sem
telja það fyrir neðan allar hellur,
að stjórnvöld breyti sífellt þeim
forsendum, sem legið hafa til
grundvallar fjárhagsráðstöfun-
um fólks. Sú var tíðin, að skatt-
greiðendur greiddu sérstakt ið-
gjald til tryggingakerfisins og
það er með tilvísun til þeirrar
greiðslu, sem um allmörg ár hef-
ur verið hluti af hinni almennu
skattheimtu ríkisins, sem Sigur-
geir Jónsson telur tekjutengingu
ellilífeyris fráleita.
Þetta er röksemd, sem sjálf-
sagt er að taka til alvarlegrar
umfjöllunar. Hins vegar verður
að telja ólíklegt, að þeir, sem á
sínum tíma inntu þessar sérstöku
iðgjaldagreiðslur af hendi, hafi
litið svo á, að með þeim væru
þeir að tryggja fjárhagslega af-
komu sína í ellinni. Lífeyrissjóðir
hafa verið starfræktir í allmarga
áratugi og áreiðanlega hafa
flestir litið til lífeyrisgreiðslna úr
þeim, sem grundvöll fjárhags-
legrar afkomu á efri árum. Þess
vegna er hæpið, að með tekju-
tengingu ellilífeyris nú væri for-
sendum fyrir fjárhagsráðstöfun-
um fólks fyrr á árum gjörbreytt.
Kjarni málsins er auðvitað sá,
að við íslendingar stöndum
frammi fyrir því, að við ráðum
ekki við kostnaðinn við óbreytt
velferðarkerfi. Aðstæður eru
breyttar. Fólk hefur fleiri mögu-
leika en áður til þess að tryggja
afkomu sína á efri árum. Nauð-
syn á sparnaði í opinberum
rekstri er brýn. Þess vegna hlýt-
ur tekjutenging elli- og að ein-
hveiju leyti örorkulífeyris að
koma til umræðu. Með þeim
hætti væri í senn hægt að bæta
kjör þeirra ellilífeyrisþega, sem
minnst hafa og spara nokkur
útgjöld fyrir hið opinbera. Þjóðfé-
lag nútímans og framtíðarinnar
býður upp á meiri fjölbreytni og
fleiri valkosti en áður var og
þess vegna er hæpið, að litið
yrði á þessar greiðslur til þeirra,
sem þurfa á þeim að halda, sem
ölmusu.
Hins vegar eru umræður og
skoðanaskipti um þessi málefni
af hinu góða. Núverandi ríkis-
stjórn nær engum raunveruleg-
um árangri í niðurskurði ríkisút-
gjalda nema hún taki trygginga-
kerfið, heilbrigðiskerfið og skóla-
kerfið til einhverrar endurnýjun-
ar. Það er meiri kjaraskerðing
fyrir unga og gamla fólgin í
óbreyttu ástandi en einhveijum
þeim breytingum á velferðar-
kerfinu, sem taka mið af því, að
við sníðum okkur stakk eftir
vexti.
REKSTUR HRAÐFRYSTIHUSS OLAFSVIKUR STOÐVAST
Nettóskuldir fyrirtækis-
ins um 400 milljómr króna
- segir framkvæmdastjóri HÓ
OLAFUR Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsvíkur,
segist búast við því að stjórn fyrirtækisins óski eftir því í dag, að
það verði tekið til gjaldþrotaskipta. Hann segir að nettóskuldir fyrir-
tækisins séu um 400 milljónir króna. Hraðfrystihúsið hafi átt við
erfiðleika að stríða síðustu árin, fastgengisstefnan hafi reynst því
þung í skauti, verulega hafi dregið úr þeim afla, sem komið hafi að
landi í bænum og ekki dugi lengur að taka lán til að halda rekstrin-
um gangandi.
Hraðfrystihús Ólafsvíkur var
stofnað árið 1939 og segir Ólafur
Gunnarsson, framkvæmdastjóri, að
oft á tíðum hafi það verið næst
stærsta fyrirtækið í greininni í
Vesturlandskjördæmi á eftir Har-
aldi Böðvarssyni á Akranesi. Hann
segir að aðaleigendur fyrirtækisins
séu sex, en nokkrir tugir manna til
viðbótar eigi smærri hluti frá fornu
fari. Að jafnaði hafi um 100 manns
starfað hjá Hraðfrystihúsinu og auk
þess hafi það haft mjög mikil við-
skipti við þjónustuaðila í bænum.
Nettóskuldir 400 milljónir
Ólafur segir, að nettóskuldir
Hraðfrystihússins séu nú um 400
milljónir króna og stærstu kröfu-
hafar séu Landsbanki íslands og
Byggðastofnun. Ekki sé auðvelt að
meta verðgildi eigna fyrirtækisins,
en það séu frystihúsið sjálft, salt-
fiskvinnsla, geymsluhús, auk nokk-
urra íbúðarhúsa í bænum.
Hann segir að fyrirtækið hafi átt
við rekstrarvanda að stríða síðustu
10 árin og hafi þar margt hjálpast
að. „Fastgengistíminn var mjög
erfiður fyrir fyrirtæki eins og þetta,
sem skuldar mikið. Það hefur verið
mikil samkeppni um kvóta á síðustu
árum og hún hefur reynst okkur
erfið. Sá afli, sem hefur verið lagð-
ur upp hér hefur á nokkrum árum
minnkað úr 8 til 9.000 tonnum á
ári í 4 til 5.000 tonn og það hefur
haft sitt að segja. Það þarf til dæm-
is að borga mikil gjöld af húseignum
fyrirtækisins og það er auðvitað
ekki eins auðvelt að standa undir
þeim núna eins og var þegar aflinn
var meiri.“
Lán leysa engan vanda
Ólafur segir, að menn hafi lengi
getað velt þessum vanda á undan
sér, veðsett húsin og alltaf fengið
lán. Nú sé það hins vegar farið að
renna upp fyrir mönnum, bæði þeim
Hraðfrystihús Ólafsvíkur, sem var stofnað árið 1939, hefur verið
meðal stærstu fyrirtækja í greininni á Vesturlandi. Nú blasir hins
vegar við gjaldþrot þess.
sem í rekstrinum standa, sem og
lánastofnunum, að þannig geti það
ekki gengið til eilífðar. Lántökur
leysi engan vanda. Hann segir að
stjórnendur fyrirtækisins hafi reynt
að komast fyrir erfiðleika í rekstrin-
um með því að vinna eftir áætlun
um fjárhagslega endurskipulagn-
ingu samkvæmt hugmyndum frá
Landsbankanum. Sú áætlun hafi
meðal annars gengið út á, að fyrir-
tækið tryggði sér nægilegan afla
og fengi á móti niðurfellingu
skulda. I síðustu viku hafi hins veg-
Morgunblaðið/Bjarni
Ólafur Gunnarsson, fram-
kvæmdasljóri Hraðfrystihúss Ól-
afsvíkur.
ar orðið ljóst, að Landsbankinn og
Byggðastofnun teldu, að samningar
um niðurfellingu skulda fyrirtækis-
ins gengju ekki. Við þær aðstæður
hefði ekki verið um annað að ræða,
en stöðva starfsemi þess og að öll-
um líkindum yrði samþykkt í stjórn
þess í dag, að óska eftir því að það
verði tekið til gjaldþrotaskipta.
Ólafur segir að vonir manna
standi til þess, að hægt verði að
halda uppi vinnslu í frystihúsinu á
meðan fyrirtækið sé til gjaldþrota-
skipta og í bígerð sé að stofna félag
um þann rekstur. Segist hann ekki
eiga von á öðru en allir aðilar fall-
ist á það, enda verði hagsmunum
þrotabúsins best borgið með þeim
hætti.
Þingrnenn vilja
stuðla að áfram-
haldandi rekstri
ÞINGMENN Vesturlandskjör-
dæmis höfðu eftirfarandi að
segja um þá stöðu sem upp er
komin eftir að rekstur Hrað-
frystihúss Ólafsvíkur hefur
stöðvast.
Mikilvægt að vinna hefjist
sem fyrst í frystihúsinu
„Það verður að sjálfsögðu að
tryggja að rekstur frystihússins
fari af stað aftur sem fyrst. Lausn-
irnar hef ég hins vegar ekki á tak-
teinum," sagði Jóhann Ársælsson
þingmaður Alþýðubandalags í
Vesturlandskjördæmi. „Satt að
segja'kom mér þetta mjög á óvart.
Það vissu að vísu flestir af þessu
máli sem snerist fyrst og fremst
um það í vetur að bankinn vildi
hafa áhrif á það að togarinn færi
yfir á frystihúsið. Það var lagt
mjög hart að sumum sem eiga
hlut að máli, af hálfu bankans, að
samþykkja þá tilhögun. Þessi nið-
urstaða nú kemur því öllum að
óvörum og menn þurfa nokkra
daga til að átta sig 4 stöðunni,"
sagði Jóhann.
Hann sagðist telja það aðalatrið-
ið nú að tryggja að vinna gæti
hafist í fiystihúsinu sem fyrst.
„Bæjarstjórnin er núna að leitast
við að sjá til þess að aflinn verði
unninn á staðnum á meðan að
þetta gengur yfir. Þessi vandi
frystihússins er hins vegar bara
hluti af þeim vandamálum sem
hafa verið í gangi i atvinnulífinu
síðastliðin ár og satt að segja þá
hef ég áhyggjur af því að fleiri
vandamál geti komið upp, sérstak-
lega nú þegar vextir eru á uppleið
og verðlag í kjölfarið. Mörg fyrir-
tæki standa ekki vel og þola iila
að fá á sig þann kostnað sem fylg-
ir aukinni verðbólgu," sagði hann.
Mikilvægt að gera það sem
heimamenn telja rétt
Ingibjörg Pálmadóttir, þingmað-
ur Framsóknarflokks, sagði að sér
litist vel á þá hugmynd sem fram
hefði komið komið hjá bæjarstjórn
Ólafsvíkur um að heimamenn
leigðu rekstur frystihússins _ef eig-
endur lýstu sig gjaldþrota. „í fram-
haldi af því verður að tryggja
frystihúsinu hráefni til þess að það
geti haldið áfram rekstrinum en
það er mjög mikilvægt fyrir stað-
inn, bæði vegna þess hve margir
bæjarbúa starfa þar og vegna þess
hve fullkomið frystihús þetta er.
Það væri mjög óhagkvæmt ef það
væri ekki í rekstri. Þess vegna
verður að sjá til þess að togarinn
Már haldi áfram að landa þama
og þeir bátar sem að undanförnu
hafa lagt upp hjá frystihúsinu,"
sagði Ingibjörg.
Hún sagðist telja mjög mikil-
vægt að gera það sem heimamenn
teldu rétt að gera í stöðunni vegna
þess að þeir vissu það best. „Þing-
menn Vesturlands eiga að styðja
þá í þeim aðgerðum sem þeir telja
skynsamlegar en forðast að taka
fram fyrir hendur þeirra. Það er
líka greinilegt að á Óiafsvík ríkir
mikið frumkvæði og framkvæmda-
vilji og fólk er tilbúið að takast á
við vandann og það er mikilvægt,"
sagði Ingibjörg.
Kom á óvart hve brátt þetta
barað
„Erfiðlejkar við rekstur frysti-
hússins í Ólafsvík hafa lengi verið
ljósir. Það kom mér hins vegar á
óvart að þetta uppgjör skyldi bera
svona brátt að,“ sagði Eiður
Guðnason, en hann skipaði fyrsta
sæti Alþýðuflokks í kjördæminu
fyrir kosningar.
„Ég vissi ekki betur en verið
væri að vinna að lausn málsins og
taldi horfur á að það tækist að
leysa þetta, með sameiginlegu
átaki ýmissa aðila. Hraðfrystihús
Ólafsvíkur er einn af aðalburðarás-
unum í atvinnulífi þess bæjar og
hefur verið í hálfa öld. Ég fæ ekki
séð að hægt sé að leysa þetta mál
með því að skipta afla og fólki upp
á milli annarra vinnslustöðva. A
þessu stigi hef ég hins vegar ekki
að takteinum neina lausn á mál-
inu. Mér sýnist vera unnið að þessu
af atorku af hálfu forystumanna
bæjarfélagsins og ég er vongóður
um að það takist að finna lausn á
þessu,“ sagði Eiður.
Hann sagði að þingmenn Vest-
uriands myndu hittast í dag og
halda fund um málið. „Ég geri
ekki ráð fyrir að þingmenn finni
lausn á málinu en munu auðvitað
eftir fremsta megni aðstoða við
að leysa þennan hnút, sem ég vona
svo sannarlega að takist," sagði
Eiður.
Trúi því að lausn finnist á
málinu
„Hraðfrystihús Ólafsvíkur er
þvílíkur burðarás í atvinnulífinu á
staðnum að starfsemi í því fyrir-
tæki verður að komast af stað á
nýjan leik og það sem fyrst. Síðan
er spurning hvernig að því sé stað-
ið,“ sagði Sturla Böðvarsson, fyrsti
þingmaður Sjálfstæðisflokks á
Vesturlandi.
Hann sagðist telja að sú tilraun
sem bæjarstjórn Ólafsvíkur stæði
nú fyrir væri að hans mati eðlileg
og það yrði að leggjast á eitt við
að aðstoða hana til að kanna alla
möguleika á að koma fyrirtækinu
aftur í rekstur, á meðan aðrar leið-
ir væru síðan-kannaðar frekar.
„Ég tel einsýnt að bæjarsjóður
geti ekki sem slíkur tekið mikinn
beinan þátt í þessum rekstri eða
stofnun nýs fyrirtækis. Hins vegar
er eðlilegt að bæjarstjórnin leiði
þessa vinnu og ég trúi því að það
finnist lausn á þessu,“ sagði
Sturla.
Verðum að vera bjartsýn
- segir trúnaðarmaður starfsmanna
„VIÐ verðum að vera bjartsýn.
Það þýðir ekki að vera með
neinn uppgjafartón," segir
Kristín Bjarg-
mundsdóttir,
trúnaðarmaður
starfsmanna í
Hraðfrystihúsi
Ólafsvíkur. Hún
segist telja nauð-
synlegt að finna
lausn á vanda
fyrirtækisins til
frambúðar, það
dugi engar
Kristín Bjarg-
mundsdóttir.
bráðabirgðalausnir.
Kristín segir að starfsmenn
Hraðfrystihússins hafi ekki haft
neina hugmynd um hvað var að
gerast fyrr en um hálf tíu á föstu-
dagsmorguh. Þeir hafi þá átt von
á sinni vikulegu útborgun, en ver-
ið sagt, að ekki yrði af henni að
þessu sinni. Um klukkán hálf íjög-
ur um daginn hafi framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins svo komið að
máli við fólkið og sagt, að þetta
yrði líklega síðasti dagurinn í bili,
sem unnið yrði í húsinu.
Hún segir að fólk hafi auðvitað
verið slegið yfir þessum tíðindum.
Þetta kæmi mörgum illa, ekki síst
fjölskyldum þar sem báðar fyrir-
vinnurnar ynnu hjá fyrirtækinu.
„Við vitum ekki neitt um fram-
haldið, en verðum samt að vera
bjartsýn. Það þýðir ekki að vera
með neinn uppgjafartón," segir
Kristín.
Bæjarstjórn fundar um
yfirvofandi gjaldþrot
Ólafsvík.
BÆJARSTJÓRN Olafsvíkur hélt aukafund á sunnudagskvöld
vegna yfirvofandi gjaldþrots Hraðfrystihúss Ólafsvíkur. Morgun-
blaðið hitti tvo bæjarfulltrúa að máli eftir fundinn og innti þá
frétta af málinu.
Björn Arnaldsson bæjarfulltrúi
sagði að full samstaða væri i bæj-
arstjórn um þessi fyrstu skref.
Menn sæju þó að ýmis ljón gætu
orðið á þessum vegi til lausnar en
bjartsýni yrði að ríkja og að ekki
mætti láta hugfallast. Ef til gjald-
þrots H.Ó. kæmi væri mikilsvert
að bústjóri væri jákvæður fyrir því
að starfsemi yrði komið á, bæjar-
stjórn væri staðráðin í að gera
sitt til þess að draga úr áfallinu
fyrir byggðina.
Margrét Vigfúsdóttir formaður
bæjarráðs sagði að nú væri mikil
þörf á að bæjarbúar sneru bökum
saman við þeim vanda sem upp
væri kominn í bæjarfélaginu. Hún
sagði brýna nauðsyn á að reynt
yrði að halda áfram starfsemi í
Fiskvinnslustöð H.Ó. þótt til gjald-
þrots kæmi. Margrét sagðist ekki
leyna því að henni og ýmsum öðr-
um bæjarfulltrúum þætti hart að
bæjarstjórn skyldi ekki fá að fylgj-
ast betur með en raun varð á hvað
væri að gerast í málefnum Hrað-
frystihússins. Búið hefði verið að
óska eftir fundi með forráðamönn-
um Byggðastofnunar og Lands-
bankans en síðan hefði komið til-
kynning um hvað orðið væri án
nokkurra viðræðna. Hún sagði að
sér þætti sú framkoma Lands-
bankans og Byggðastofnunar
jaðra við hroka gagnvart fólkinu
í byggðarlaginu.
- Helgi.
Starfsfólk Hraðfrystihúss Ólafsvíkur:
Uppsagnimar mikið áfall
Ólafsvík.
STARFSFÓLK Hraðfrystihúss Ólafsvíkur, seni rætt var við eftir
að því hafði verið sagt upp störfum og tilkynnt hafði verið að
óskað yrði gjaldþrotaskipta frystihússins, var sammála um að
uppsagnirnar hefðu komið mjög á óvart og væru mikið áfall.
Eins og rothögg
Björk Bergþórsdóttir trúnaðar-
maður sagði að starfsfólkið hefði
engan veginn átt
von á uppsögn,
og þess vegna
hefði þessi fram-
vinda mála kom-
ið eins og rot-
högg. „Þetta er
vissulega mikið
áfall. Hjá fyrir-
tækinu vinna
mörg hjón, og Björk
það verður erfitt Bergþórsdóttir
að ná endum saman hjá þessu
fólki, en hins vegar vill það mér
til happs að maðurinn minn er í
góðu skipsrúmi. Ég er mjög svart-
sýn á að þessu fyrirtæki verði
bjargað, þó ég voni svo sannarlega
að það verði opnað aftur,“ sagði
Björk.
Kom ekki alveg á óvart
Ríkharður Jónsson sagði að
uppsagnirnar hefðu ekki komið
honum alveg á
óvart, en þó
hefði hann ekki
átt von á þeim á
þessari stundu.
„Ég vissi að
fyrirtækið ætti í
erfiðleikum, og
þegar okkur var
tilkynnt á föstu-
dagsmorguninn
að útborgun
Ríkharður
Jónsson
launa drægist fram yfir hádegi
datt mér í hug að eitthvað færi
að draga til tíðinda. Þetta er mik-
ið áfall fyrir allt byggðarlagið því
hér er ekkert annað en fisk að
hafa. Ég vona að stjórn fyrirtæk-
isins takist að rétta það af. Hvað
mig varðar er ekki mikið fram-
undan annað en að halda áfram
á sömu braut, en það er þó ekki
hlaupið að því að fá sér aðra
vinnu,“ sagði Ríkharður.
Kom eins og reiðarslag
Elísabet Mortenssen sagðist
ekki eiga von á öðru en hraðfrysti-
húsið yrði opnað
aftur, en það
hefði komið eins
og reiðarslag
þegar tilkynnt
var að húsinu
yrði lokað og
starfsfólkinu til-
kynnt að. það
þyrfti ekki að
mæta aftur. - .
Ellsabet
„Það er mjög Mortensen
slæmt fyrir hjón sem hér störfuðu
að missa vinnuna svona skyndi-
lega, og að sjálfsögðu er þetta
slæmt fyrir allt byggðarlagið í
heild þar sem þetta var lang-
stærsti atvinnurekandinn í 01-
afsvík. Þetta var eins og kjafts-
högg þegar okkur var sagt að
taka saman föggur okkar, og nú
er sennilega ekkert annað að gera
en að skrá sig á atvinnuleysisbæt-
ur,“ sagði Elísabet.
Jóhannes
Kjartansson
Atvinnuleysi framundan
Jóhannes Kjartansson sagði að
enginn hefði átt von á stöðvun
hraðfrystihúss-
ins, og fregnir
um það hefðu
komið eins og
köld vatnsgusá
framan í hann.
„Þetta er
gífurlegt áfall
fyrir mig eins og
alla aðra sem
vinna hér, því
þetta hélt jú í
manni lífinu. Sérstaklega kemur
þetta sér auðvitað illa fyrir fjöl-
skyldufólk. Hér hefur ekkert verið
að hafa nema fiskvinnslu og sjó-
mennsku, þannig að það er ekk-
ert framundan hjá manni nema
atvinnuleysi," sagði Jóhannes.
Er alveg miður mín
Hulda Sigurðardóttir sagði að
þar sem hún væri ein á báti og
hefði enga fyrir-
vinnu þá væri
uppsögnin sér-
staklega erfið,
en auðvitað væri
þetta mikið áfall
fyrir byggðar-
lagið í heild.
„Ég hef unnið
hjá þessu fyrir-
tæki í yfir 30 ár, Hulda
Og mér hefur Iið- Sigurðardóttir
ið mjög vel að vinna hjá því. Ég
átti alls ekki von á uppsögn, og
er alveg miður mín út af þessari
ákvörðun. Ég vona bara að húsið
verði opnað aftur svo við fáum
okkar atvinnu áfram," sagði
Hulda.
Alfons
Aflinn verði áfram unninn hér
- segir Atli Alexandersson, forseti bæjarstjórnar
„VIÐ viljum tryggja að aflinn
verði áfram unninn hér og að
fólkið fái vinnu á
meðan þrolabúið
er til meðferð-
ar,“ segir Atli
Alexandersson,
forseti bæjar-
stjórnar Ól-
afsvíkur. Bæjar-
stjórn fundaði á
sunnudaginn um
yfirvofandi Atli
gjaldþrot jlrað- Alexandersson.
frystihúss Ólafsvíkur og var þar
ákveðið að leita samstarfs við
útgerðaraðila og Verkalýðsfé-
lagið Jökul um samstarf um
rekstur fiskvinnslu fyrirtækisins
til bráðabirgða.
Atli Alexandersson segir, að
Hraðfrystihús Ólafsvíkur sé lang-
stærsta fyrirtækið í bænum og því
yrði stöðvun á rekstri þess verulegt
áfall fyrir byggðarlagið. Af þessum
sökum sé mikilvægt að tryggja
áframhaldandi rekstur eigna þrota-
búsins, komi til gjaldþrots fyrirtæk-
isins. Bæjarstjórn hafi á fundi
sinum á sunnudag ákveðið að leita
samstarfs við Verkalýðsfélagið Jök-
ul, Útver, sem gerir út togarann
Má og bátaútgerðarfélögin Tungu-
fell og Vararkoll um að stofna fé-
lag, sem leigði eignir þrotabúsins
og héldi rekstri áfram.
„Við viljum tryggja að aflinn
verði áfram unnin hér og að fólkið
fái áfram vinnu,“ segir Atli. „Stefna
bæjarins er ekki sú, að taka beinan
þátt í atvinnurekstri, en við óttumst
að hjá því verði ekki komist í þessu
tilviki. Við munum nú vinna að því
að koma saman áætlun um rekstur-
inn, sem við munum leggja fyrir
væntanlegan bússtjóra, en svo er
óljóst hvað verður með framhaldið."
Atli segir að yfirvonandi gjald-
þrot Hraðfrystihússins hafi komið
bæjaryfirvöldum á óvart. „Við töld-
um að það væri verið að vinna að
endurskipulagningu hjá fyrirtækinu
eftir tillögu Landsbankans og það
kom flatt upp á okkur þegar við
heyrðum að Landsbanki og
Byggðastofnun teldu ekki forsend-
ur fyrir niðurfellingu skulda."
Við inunum ekki skor-
ast undan ábyrgðinni
- segir formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls
KRISTJÁN Guðmundsson, for-
maður Verkalýðsfélagsins Jök-
uls í Ólafsvík, segir að félagið
muni ekki sko-
rast undan
ábyrgð við að
gera það sem í
þess valdi
standi, til að
vinna geti hafist
sem fyrst aftur
í Hraðfrystiliúsi
Ólafsvíkur. Fé-
lagið hefur tek-
ið þátt í viðræð-
um um stofnun
leigja á rekstur
Kristján
Guðmundsson.
félags, sem
eigna bús
Hraðfrystihússins, verði það
úrskurðað gjaldþrota.
Kristján segir að það hafi verið
mikið áfall þegar tilkynnt var um
stöðvun vinnu í Hraðfrystihúsinu
á föstudaginn. Hann hafi að vísu
vitað um mikla erfiðleika hjá fyrir-
tækinu, en talið að verið væri að
vinna að endurskipulagningu hjá
því. Fyrirtækið sé burðarás í at-
vinnulífi bæjarins, þar hafi um 100
manns haft vinnu að jafnaði og
það sé mjög stór hluti félagsmanna
í Jökli.
„Ég hef lýst því yfir, að við í
félaginu komum ekki til með að
skorast undan því að gera það sem
í okkar valdi stendur til að vinna
geti hafist sem fyrst aftur í frysti-
húsinu," segir hann. „Við höfum
því tekið þátt í viðræðum við bæj-
aryfírvöld og útgerðaraðila um að
stofna félag til að leigja rekstur-
inn. Ég geri ráð fyrir að það fyrir-
komulag yrði bara til bráðabirgða
enda er það ekki okkar markmið
að taka þátt í atvinnurekstri. Það
er hins vegar grundvallaratriði
fyrir okkur að frystihúsið starfi
áfram og að togarinn landi hér,“
segir Kristján Guðmundsson.