Morgunblaðið - 11.06.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.06.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ VlDSKIPniflVIHNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1991 ERTU MEÐ SKALLA? HÁRVANDAMÁL? Aðrir sætta sig ekki við það! Af hverju skyldir þú gera það? Fáðu aftur þitt eigið hár, sem vex eðlilega Sársaukalaus meðferð Meðferðin er stutt (1 dagur) Skv. ströngustu kröfum banda- rískra og þýskra staðla Framkvæmd undir eftirliti og stjórn sérmenntaðra lækna Upplýsingar hjá EURO CLINIC Ltd. Ráðgjafastöð, Neðstutröð 8, Póshólf 111, 202 Kópavogi - Sími 91 -641923 á kvöldin - Sími 91-642319. Verslunarráð Morgnn verðarfundur um ECU-iengingii Honda 791 Civic Sedan 16 ventla VERSLUNARRAÐ Islands efn- ir til morgnnveröarfundar á Verð frá kr. 1.095 þús. GLi-special GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. (H VATNACÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 VZterkurog k./ hagkvæmur auglýsingamiðill! Veitingahús Akademía Café Operu stofnuð VEITINGASTAÐURINN Café Opera hefur stofnað Akademíu Café Operu. í fréttatilkynningn segir að markmiðið sé að virkja og efla áhuga, metnað, frum- kvæði og hugvitsemi í íslensku atvinnulífi og verðlauna þá for- ystumenn og forstjóra sem hafa náð framúrskarandi árangri í fyr- irtækjum sínum. I akademíuna verða skipaðir tíu menn árlega. Munu þeir í samein- ingu velja þá aðila sem þykja mest hafa skarað fram úr hveiju sinni. Við tilnefningarnar verður miðað við árangur á eftirtöldum sviðum: 1. Framlag eða átak til framfara og heilla íslensku samfélagi, t.d. í umhverfismálum, menningarmáium og á alþjóðavettvangi. 2. Árangur í frumsköpun í atvinnu- og viðskiptalífmu með tilliti til út- flutningsverðmæta og atvinnuupp- byggingar. 3. Forystuhæfileika og hugmynda- auðgi í rekstri fyrirtækis sem byggja á ferskum hugmyndum og nýjum starfsaðferðum. Að þessu sinni hafa eftirtaldir menn verið valdir: Valur Valsson bankastjóri, Friðrik Pálsson for- stjóri, Jón Ásbergsson frkvstj. Ingi- mundur Sigfússon stjórnarfor- maður, Helgi Jóhannsson forstjóri, Lýður Friðjónsson frkvstj., Magnús Oddsson frkvstj., Baldvin Jónsson markaðsstjóri, Þorgeir Baldursson forstjóri og Herluf Clausen forstjóri. 4 Morgonverðarfundur Verslunarráðs Islands í Skálanum, Hótel Sögo, miðvikudaginn 12. júní 1991 kl. 08.00-9.30 VIÐHORFIN í GJALDEYRISMÁLUM 0G TENGING KRÓNUNNAR VID ECU Mörgum spurningum er ósvarað um framtíðar- stöðu íslands varðandi fjárfestingu og viðskipti með gjaldeyri. Er jafnvel tími til kominn að tengja krónuna við Evrópumyntina ECU? Sú spurning er nú til skoðunar. Frummælendur: Birgir ísleifur Gunnorsson, Seðlobankostjóri Vilhjólmur Egilsson, fromkvæmdostjóri VÍ Ólofur Davíðsson, framkvæmdostjóri FÍI Aðgangur með morgunverði kr. 800. Þátttaka tilkynnist fyrirfram í síma 678910. morgun, miðvikudag, þar sem fjallaö verður um mögulega tengingu krónunnar við Evr- ópumyntina ECU og ný frjáls- ræðisskref í fjárfestingu og við- skiptum með gjaldeyri. Framsögumenn á' fundinum verða þeir Birgir ísleifur Gunnars- son, seðlabankastjóri, Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Fé- lags ísl. iðnrekenda og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs. Að afloknum fram- söguerindum gefst tími til fyrir- spurna, að því er fram kemur í frétt frá Skrifstofu viðskiptalífs- ins. Fundurinn verður haldinn í Skála á Hótel Sögu og stendur frá kl. 8.00-9.30. Hann eröllum opinn en tilkynna þarf þátttöku til Skrif- stofu viðskiptalífsins. Hlutabréfamarkaður Raftækjadeild Heklu flutt R AFTÆK J ADEILD Heklu flutti nýlega í húsakynni í nýbygg- ingu fyrirtækisins að Laugavegi 174. Raftækjadeildin hef- ur aukið vöruúrval sitt og hefur meðal annars tekið að sér umboð fyr- ir Hotpoint heimilis- tæki, en það fyrirtæki framleiðir þekktar vör- ur fyrir eldhús. Þá hef- ur jafnframt verið lögð aukin áhersla á sölu fjarskiptatækja, svo sem síma, myndsendi- tækja og skyldra hluta frá Panasonic. Stefnt er að því að auka vöru- úrvai frá þeim umbjóð- endum sem Raftækja- deildin hefur þjónað hingað til, en það eru m.a. General Electric, Kenwood, Lec og De Dietrich. HEKLA — Raftækjadeild Heklu er flutt í nýbyggingu fyrirtækisins að Lauga- vegi 174. Hvenær á að gera yfírtökutílboð? Á Norðurlöndum hafa verið settar reglur um yfirtökutilboð í hlutafé- lög til að vernda hagsmuni hluthafanna LÖG eða reglur um svonefnd yfirtökutilboð eru víðast hvar í gildi á hinum þróaðri verðbréfa- mörkuðum. Með slíkum reglum er reynt að koma í veg fyrir að einstakir aðilar geti í krafti tak- markaðs eignarhluta nánast stjórnað fyrirtækjum. Eitt helsta úrræðið í þessum efnum er að skylda slíka hluthafa til að gera tilboð í öll önnur hlutabréf í við- komandi fyrirtæki þegar eignar- hlutur þeirra >fer yfir ákveðin mörk. Þeir Eyjólfur Konráð Jónsson og Matthías Bjarnason, þingmenn Sjálfstæðisflokkssins lögðu á síðasta þingi fram þing- sályktunartillögu þar sem lagt er til að undirbúin verði löggjöf um yfirtökutiiboð og önnur al- menn tilboð í hlutafélög. Á öllum Norðurlöndunum gilda mismun- andi reglur um yfirtökutilboð og má vænta þess að nokkur hlið- sjón verði höfð af þeim hér á landi. í greinargerð sinni með þingsá- lyktunartillögunni benda þeir Matt- hías og Eyjólfur á að til að tryggja að allir hluthafar njóti jafnréttis verði að ákveða tiltekin mörk sem skyldi tilboðsgjafa til þess að gera yfirtökutilboð. Hér sé átt við tiltek- ið hlutfall hlutaíjárins t.d. 33,3% eins og gert sé ráð fyrir hjá Evrópu- bandalaginu. Þar að auki verði, til þess að tryggja hagsmuni minni- hlutans og hindra spákaup- mennsku, að setja reglur sem skyldi tilboðsgjafana til að bjóða í alla hluti í félaginu. Dönsku reglurnar um yfirtökutil- boð er að finna í siðareglum kaup- hallarinnar þar i landi. Þar eru þó ekki sett fram nákvæm mörk um hvenær hluthafa er skylt að setja fram tilboð í hlutabréf. Hins vegar er kveðið á úm að slíkt tilboð beri að gera þegar einstakir hluthafar hafa náð ráðandi stöðu innan við- komandi fyrirtækis og tekið fram að þetta geti átt við aðila sem eigi minna en 50% hlutabréfanna. Til- boðið skal fela í sér sambærilegt verð og hinn ráðandi aðili þurfti að greiða til að komast í þessa aðstöðu. í Noregi ber aðilum sem eignast 45% hlutafjár í tilteknu fyrirtæki að gera tilboð í öll önnur hlutabréf í fyrirtækinu og skal þá miðað við hæsta gengi sem hann greiddi fyrir hlutabréf á síðustu sex mánuðum á undan. Þessi lög eru hins vegar ný af nálinni og hefur ekki verið framfylgt enn sem komið er. Svíar hafa þann hátt á að skil- málar um yfirtökutilboð eru settir í samning viðkomandi fyrirtækis við kauphöllina. Þar eru þó ekki tilgreind ákveðin mörk um yfirtök- utilboð en tilboðsgjafi getur skilyrt tilboð þannig það sé háð því skil- yrði að hann nái ákveðnum eignar- hlut. í Finnlandi eru tiltekin ákveðin mörk um yfirtökutilboð í lögum og er þar miðað við 2/3 hluta af at- kvæðisrétti í viðkomandi fyrirtæki. Þjónusta Greiðsludreifing Kreditkorta KREDITKORT hf. hafa breytt útliti korta sinna og í kjölfarið hafa fylgt ýmsar nýjungar. Að sögn Gunnars Bæringssonar framkvæmdastjóra Kreditkorta lif. hafa viðbrögð viðskiptavina verið góð og sagði hann að breyt- ingunum væri ætlað að koma til móts við korthafa og auka þjón- ustu við þá. Nú gefst korthöfum kostur á að dreifa greiðslum á allt að þrjá mán- uði tvisvar á ári og nefnist þessi nýja þjónusta Greiðsludreifing. Hægt er að velja hvaða mánuð sem er, en ekki geta verið tveir slíkir samningar í gangi samtímis. Gunn- ar sagði að þetta væri gert til að létta undir með viðskiptavinunum og væru þeir ánægðir með að hafa möguleika á þessu þó þeir nýttu sér það ekki á þessari stundu. Komið hefði í ljós að það væru aðallega tvö tímabil sem væru koithöfum frekar erfið, þ.e. eftir jólin og eftir sumarfrí. Gunnar tók fram að greiðsludreifingin skerti á engan hátt úttektarheimildina. Korthafar geta nú sótt sérstak^ lega um aðild að Euro-klúbbnum og fá félagsmenn, börn þeirra og makar ferðatryggingar sem veita meiri vernd en aimenna kortið veit- ir. Þetta eru m.a. farangurs-, ferða- Morgunblaðið/Bjarni KREDITKORT — Gunnar Bæringsson fram- kvæmdastjóri Kreditkorta hf. slysa-, sjúkra- og ferðarofstrygg- ingar, endurgreiðsla orlofsferðar, innkaupatryggingar og ábyrgðar- tryggingar. Gunnar sagði að auk víðtækra ferðatrygginga væri klúbbfélögum veittur afsláttur í skoðunarferðum sem farnar.væru með ferðaskrifstofunni Úival- Útsýn og síðan væri ætlunin að vera með sérstök ferðatilboð bæði innanlands og utan. Gullkorthafar njóta allra sömu réttinda og þeir sem eru í Euro-klúbbnum. Kreditkort hafa tekið upp þá nýbreytni að hafa kynningu á einu fyrirtæki í mánuði sem er þá til- nefnt „Fyrirtæki mánaðarins". Korthafar fá senda kynningu á við- komandi fyrirtæki auk afsláttartil- boða. Gunnar sagði að Húsasmiðjan væri nú fyrirtæki mánaðarins og til marks um viðbrögðin mætti nefna7 að allar sláttuvélarnar sem þeir voru með tilboð á hefðu selst upp. Eins og fram hefur komið í frétt- um sameinuðu fyrirtækin Kredit- kort hf. og Samkort hf. rekstur sinn um sl. áramót. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á Samkorti til samræmis við Eurocard og sagði Gunnar að hugmyndin væri að Samkort yrði alþjóðlegt kort, mark- aðssett í samvinnu við Samband samvinnuverslana, SSV. Nú eru um 2.000 fyrirtæki innanlands sem nota Samkort og eru úttektartíma- bilin tvö. þ.e. 1.-30. dag mánaðar með eindaga 17. næsta mánaðar og 18.-17. dag mánaðar með ein- daga 2. dag nsesta mánaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.