Morgunblaðið - 11.06.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.06.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI 1991 35 KEPPNISBRAUT VÍGÐ MEÐ LÍFLEGRIKEPPNI Á ANNAÐ þúsund áhorfend- ur fylgdust með fyrsta niót- inu, sem haldið var á nýrri keppnisbraut akstursíþrótta- manna, skammt frá Hafnar- firði á fyrir nokkru. Brautin sem kostaði 15 milljónir að standsetja var kostuð af einkaaðilum og er rekin af Rallykrossklúbbnum, sem er deild innan Bifreiðaíþrótta- klúbbs Reykjavíkur. Verður brautin notuð til keppni á als- kyns farartækjum, bilum, jeppum og mótorhjólum. Um leið og brautin var vígð, var Jóns S. Halldórssonar minnst, en hann fórst í umferðar- slysi fyrir skömmu og var ein aðal driffjöðurin í því að brautin komst á laggirnar. Verður hon- um reistur minnisvarði á keppn- issvæðinu i framtíðinni. Líklegt er að keppnisbrautin muni auka til muna áhuga manna á aksturs- íþróttum, enda geta nú áhuga- menn keppt í brautarkeppni án mikils tilkostnaðar. Keppt verður í ýmsum flokkum, þar sem bæði dýr og ódýr farartæki geta notið sín. í þessari fyrstu keppni var keppt í fjórum flokkum, krónu- bílakrossi þar sem bílarnir eru í ódýrari kantinum og keppendur Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Guðmundur Árni Stefánsson, vígði brautina ásamt Önnu, móður Jóns heitins S. Halldórssonar og Ágúst Guðmundssyni, formanni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavík- ur. eru skyldaðir til að selja bíla sína þessu móti eru allir bílarnir svip- að lokinni keppni fyrir 150.000 aðir að gæðum og kostnaður krónur, vinni þeir mótið. Með helst í lágmarki, þar sem enginn leggur mikla peninga í bíla sem þarf síðan kannski að selja strax eftir keppni. í rally crossi keppa vandaðri bílar, sem svipar til rallbíla, en eru ekki á skrá og i flokki amerískra bíla eru stórir bílar frá því landi, svokölluð teppi á máli bílamanna. í opnum flokki geta síðan .öll farartæki keppt, t.d. vann Árni Kópsson í opnum flokki á sérsmíðaðri torfæru- grind sinni í þessari keppni. Tilþrifin á brautinni voru oft skrautleg, margar veltur, menn óku hver á annan í krónubíla- krossinu og skröpuðu handriðin meðfram brautinni, áhorfendum til mikillar skemmtunar. Meðal keppnisbíla í rally crossinu var sérsmíðaður Porsche-keppnisbíll og Skoda með öfluga Saab-vél í skottinu, siðarnefndi bíllinn náði öðru sæti undir stjórn Eliasar Péturssonar, rétt á eftir Viðari Halldórssyni á Toyota, sem fagn- aði sigri. Jón Þór á Mazda vann krónubílakrossið, en Ingimar Baldursson á Firebird vann hins- vegar ameríska flokkinn. Tutt- ugu bílar tóku þátt í keppninni og er líklegt að fjöldi keppenda muni tvöfaldast fyrir næsta mót, en þá verða mótorhjól einnig með. -GR. í upphafi mótsins var öllum keppnisbílum stillt upp og Jóns S. Halldórssonar minnst með þögn, en hann var einn fimmmenning- anna sem kom brautarsmíðinni í gang. Hann fórst í umferðar- slysi fyrir skömmu og hafði lengi dreymt að koma keppnisbraut í gagnið. Hörkuslagur í krónubílakrossinu, Guðný Úlfarsdóttir á Toyota Ieiðir Jón Þór á Mazda eftir keppnisbrautinni, en sá síðarnefndi stóð að lokum uppi sem sigurvegari. En Guðný var kvenþjóðinni til sóma og sneri á margan karlmanninn. Hugleiðingar á vordögum og ábendingar til hesteigenda eftir Pétur Hjálmsson Nú er kominn sá árstími sem þið eruð farnir að huga að slepp- ingu hrossa í sumarhaga. Að mörgu þarf að huga áður en hross- um er sleppt af húsi. Best er, ef hægt er að sleppa á land, sem er loðið af sinu. Þá verða umskiptin ekki eins hörð, auk þess sem þannig beitiland er best undir beitina búið og þolir ágang hrossa mjög vel. Ástæðulaust er að hafa áhyggjur af þvi að lítið sjáist af grænum grösum. Þau eru til stað- ar þó lítið beri á þeim í sinunni. Hrossin venjast nýgræðingnum smám saman og fá góða kviðfylli á slíkri beit. Ef svona land er ekki til þarf að bíða eftir því að grösin nái að spretta nokkuð áður en byrjað er að beita landið. Gott er að gefa beitilandinu áburð, ca. 6 poka af Græði 6 á hektara. Blautir flóar og óframræstar mýrar svara ekki áburðargjöf. Bíða með sleppingu í ca. 10—14 daga. Hagkvæmast er að sleppa ekki á allt landið í einu. Besta nýting beitilandsins fæst með því að hólfa landið niður í skákir, sem duga í um það bil viku til tíu daga, hver. Hagkvæm- ast og auðveldast er að nota raf- girðingu til að hólfa landið sund- ur. Þá er gott að geta flutt hrossin í óbitið hólf. Hreinsa (slóðadraga) bitna hólfið og bera á ca. 2—3 poka af áburði á ha. Þá verður þetta hólf tilbúið til notkunar þeg- ar hæfílegt er að flytja hrossin aftur í nýtt beitarhólf. Ef þú vilt að hrossin verði ekki of feit, þá skaltu hafa lítið en skjól- gott sveltihólf á þurrlendum stað, þar sem hægt er að hafa hrossin skamman tíma í einu, t.d. frá föstudegi til sunnudagskvölds því oftast eru hrossin notuð mest um helgar og þá er gott að þau nái að létta vel á sér. En umfram allt: Það má aldr- ei nauðbeita land, það eyðilegg- ur landið á ótrúlega skömmum tíma. Annað sem vert er að nefna þegar hugleiðingar um beitarmál fara fram, er skortur á góðu beiti- „Ef þú vilt að hrossin verði ekki of feit, þá skaltu hafa lítið en skjólgott sveltihólf á þurrlendum stað.“ landi. Víða er auðvelt að auka við beitilöndin með því að rækta upp holtin og melana sem víða eru í nálægð við hesthúsahverfin og nota til þess moð og hrossatað sem til fellur í hesthúsunum og slá þá um leið tvær flugur í einu höggi, en það er að losna við úrganginn um leið og þú breytir arðlausum holtum í gróið og fallegt beitiland. Ýmsir hafa fundið því til foráttu að aka hrossataði á holtin hér í nágrenni þéttbýlisins þar sem slíkt skapaði mengun, því er til að svara að slik uppgræðsla er uinhverfis- væn og laus við mengun. Holtin gróa upp án þess að nokkuð sé frekar aðgert þar sem nægilegt er af fræjum í moðinu og hrossa- Pétur Hjálmsson taðinu. Til að dreifa taðinu eru víða til stórvirkir keðju- eða spaða- dreifarar, sem eiga auðvelt með að dreifa þessum áburði, eftir að landið hefur áður verið sléttað nokkuð til að auðvelda akstur um það. Höfundur er ráðunautur. SIEMENS Þvottavélar Þurrkarar Örbylgjuofnar Gceðatœki fyrir þig og þína! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 V^terkurog hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.