Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 47

Morgunblaðið - 11.06.1991, Page 47
tfioi ivnn.ii íiuoAauiGiaí aiaAjanuoHOM 9Jþ , SÍÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR lí. JÚNl 1991 “ 47 Kveðjuorð: Geirþrúður J. Ás- geirsdóttir Kúld Fædd 23. mars 1904 Dáin 23. maí 1991 Nú ert þú leidd mín ljúfa lystigarð drottins í þar átt þú hvíld að hafa hðrmunga og rauna frí. Við guð þú mátt nú mæla miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín, hjá lambsins stól. (Hallgr. Péturss.) Mikil heiðurskona, Geirþrúður Jóhanna Ásgeirsdóttir Kúld, er lát- in. Þann 23. maí sl. kom engill dauðans og fór með hana í þá ferð sem við öll eigum eftir að fara. En það er nú svo þegar náinn ættingi eða vinur kveður þessa jarðvist verður tungu tregt um mál og hug- ur okkar sem eftir lifum fyllist sorg og söknuði. Geirþrúður fæddist 23. mars, árið 1904 að Arngerðareyri í Norð- ur-ísafjarðarsýslu. Foreldrar henn- ar voru Ásgeir Guðmundsson, bóndi og hreppstjóri, og Aðalbjörg Jóns- dóttir, kona hans. Geirþrúður var yngst fjögurra alsystkina. Eftirlif- andi er nú aðeins Margrét, milli þeirra systra hefur alla tíð verið mjög kært, því er harmur og sökn- uður hennar mikill. Geirþrúður var mjög vel menntuð kona, hún var skarpgreind, uppalin á orðlögðu mennta- og myndarheimili og fékk því gott veganesti út í lífið. Aðeins 19 ára var hún búin að ljúka námi í Kvennaskólanum og fáum árum síðar útskrifaðist hún frá Hjúkrun- arskóla íslands. Eftir það fór hún til Danmerkur í framhaldsnám og lauk þaðan prófi í fæðingarhjálp og geðhjúkrun. Einnig vann hún lijúkrunarstörf við The Generale Hospitale í Birmingham á Eng- landi. Er heim kom, vann hún tvö ár á Vífilsstöðum en fór þá að starfa hjá Hjúkrunarheimilinu Líkn, þar var hún í ein 16 ár, eða þar til hún fór að vinna við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Hún hefur oft átt að baki langan og strangan vinnudag við frumheijastörf sín hér heima vegna ungbarnaeftirlits, þar sem aðstæður voru mjög svo erfiðar. Ég kynntist Geirþrúði ekki fyrr Sýning á um- hverfisverk- efnum barna OPNUÐ verður sýning á verk- um barna úr umhverfismenntun þriðjudaginn 11. júní. Allir Ieik- skólar og skóladagheimili Rík-- isspítalanna standa að þessari sýningu sem verður í anddyri K-byggingar Landspítalans. Formleg setning verður kl. 10.00, þar munu börn flytja ávörp, syngja, fara með vísur og lesa fru- mort ljóð o.fl. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður sér- stakur gestur á setningunni. Þessi sýning tengist norrænu umhverfisári sem senn er á enda og norrænni ráðstefnu um um- hverfismenntun, sem verður dag- ana 12.-14. júni í Reykjavík. Allt síðastliðið ár hafa börnin verið önnum kafin við að kanna umhverfi sitt og velta fyrir sér hvernig þau geti bætt það og hvernig eigi að ganga um það og hvernig ekki. Þau hafa skoðað, ræktað, hreinsað, rannsakað, mælt, snert, tekið tré í fóstur, unnið að endurvinnslu, farið í vett- vangsferðir, ort ljóð og ýmislegt fleira. Hver leikskóli hefur valið sér þema og vinnur að því eftir getu og þroska barnanna. (Fréttatilkynning) en eftir að hún giftist móðurbróður mínum Jóhanni J. E. Kúld rithöf- undi, en þau giftust árið 1941. Hjónaband þeirra var alla tíð mjög farsælt, óhætt er að segja að hún var sólargeisli lífs hans, sem umlukti hann með ástúð og kær- leika og ekki bara hann heldur okk- ur öll, frændfólk hans. Geirþrúður og Jóhann eignuðust eina dóttur, Halldóru, fædda 15. júlí 1946, en hún dó aðeins 12 dögum síðar. Sorg sína, djúpa og sára, báru þau ekki á torg en gengu með reisn í gegnum lífið. Geirþrúður eða Dúdda eins og vinir og ættingjar kölluðu hana var svo kærleiksrík, heil og sönn, svo hógvær og lítillát, svo jákvæð, hjá henni þekktist ekki kynslóðabil. Þó árin hennar yrðu 87, kinnin hrukk- ótt, líkaminn hrörlegur og þrekið hyrfi varð Dúdda aldrei gömul, fal- lega brosið hennar, glettnu og skemmtilegu tilsvörin sýndu unga og göfuga sál. Að leiðarlokum sendir móðir mín mágkonu sinni og vinu þakklæti fyrir vináttu og tryggð í gegnum árin. Ég minnist Geirþrúðar með ást og virðingu og þakka henni af alhug það sem hún var mér og mínum. Margréti systur hennar og öðrum ástvinum sendi ég innilegar _ samúðarkveðjur. Góð kona er geng- in. Guð blessi minningu hennar. Sesselja Davíðsdóttir t Móðir okkar, SIGRIÐUR JOIMSDOTTIR, Ferjubakka 16, Reykjavík, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Erna Aradóttir, Örn Arason og fjölskyldur. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRLEIFUR MAGNÚSSON fv. bæjarfógetafulltrúi, Siglufirði, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 8. júní sl. Herdís Hjörleifsdóttir, Magnús Þ. Hjörleifsson, Jóhanna Hjörleifsdóttir, Þorkell Hjörleifsson, Edda Hjörleifsdóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Kristín Hjörleifsdóttir, Stefán Ólafsson, Giovanna Hjörleifsson, Geir Pétursson, Stefanía Vigfúsdóttir, Viktor Már Gestsson, Páll E. Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengamóðir, systir, amma og langamma, ERNA ÁSGEIRSDÓTTIR, Neðstaleiti 2, Reykjavík, sem andaðist í Landspítalanum 5. júní sl., verður jarðsungin fró Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. júní kl. 13.30. Fríða Margrét Jónsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Ásgeir Jónsson, Ásgerður Ásgeirsdóttir, Svanhildur Ásgeirsdóttir, Rúnar Smárason, Tamar Jónsson, ívar Harðarson, Sæmundur Pálsson, Regin Valtýsson, barnabörn, barnabarnabörn og vandamenn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andtát og jarðarför JÓNU ÞORBJARNARDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfirði. Guðsveinn Þorbjörnsson, Hallgrímur Pétursson, Sigríður Pétursdóttir, Þorbjörn Pétursson, Jón Egilsson, Hulda Björgvinsdóttir, Kornelfus Jónsson, Erla Guðmundsdóttir. LEGSTEINAR GRANIT - MARMARI Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KARL ÁSGRÍMUR ÁGÚSTSSON, Litla-Garði, Akureyri, sem andaðist 6. júní, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 13. júní kl. 13.30. Þórhalla Halldór K. Karlsson, Steinn Þ. Karlsson, Katrin H. Karlsdóttir, Ágúst B. Karlsson, Anna H. Karlsdóttir, Ásgrímur Karlsson, Þórhildur Karlsdóttir, Guðmundur Karlsson, barnabörn og Steinsdóttir, Halla S. Guðmundsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Andrés Valdimarsson, Svanhildur Alexandersdóttir, Björn Axelsson, Guðlaug Gunnarsdóttir, Matthías Garðarsson, Valgerður Sigf úsdóttir, barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug vegna andláts og jarðarfarar ástkærrar eiginkonu minnar og systur, SIGRÚNAR (GÓGÓ) GUÐMUNDSDÓTTUR. Kristján Ágústsson, Magnús Guðmundsson og aðrir aðstandendur. t Innilega þökkum við fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KLÖRU SVEINSDÓTTUR, Melbrún, Fáskrúðsfirði. Ástþór Guðnason, Elsa B. Guðsteinsdóttir, Þórunn Ingólfsdóttir, Margeir Ingólfsson, Stefanía Ingólfsdóttir, Gyða Ingólfsdóttir, Sveinn R. Eiðsson, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn. t Alúðarþakkir færum við þeim, sem heiðruðu minningu eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS THORODDSEN, og vottuðu okkur samúð við andlát hans og útför. Ingveldur B. Thoroddsen, Ólafur Thoroddsen, Sólveig Hákonardóttir, Ásta St. Thoroddsen, Bolli Héðinsson, Gígja Thoroddsen og barnabörn. t Þökkum öllum þeim, er sýnt hafa okkur vinarhug og veitt ómetan- legan stuðning við fráfall elskulegs sonar okkar og bróður, SIGURJÓNS AXELSSONAR. Hlýhugur ykkar hefur yljað á þessum nöpru tímum. Guð veri með ykkur öllum. Axel Eiríksson, Stefania Vilborg Sigurjónsdóttir, Grímur Axelsson, Hjalti Axelsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNÍNU HERMANNSDÓTTUR, Ketilsbraut 15, Húsavík, sem lést 1. júní sl. Ragnar Jakobsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför VIGFÚSAR JÓNSSONAR, Austurgötu 31, Hafnarfirði. Steinunn I. Jónsdóttir, Magnús Jónsson, Ásta V. Jónsdóttir, Sigríður Áslaug Jónsdóttir, Gunnar Kr. Jónsson, Jón Gestur Jónsson, Sigrún Einarsdóttir, Haukur Jónsson, Hörður Jónsson, Einar Þórir Jónsson, og systkinabörn. Guðjón Sigurjónsson, Elín Guðjónsdóttir, Hermann Björnsson, Margrét Eyþórsdóttir, Rósa Arnórsdóttir, Yngvi Guðmundsson, Guðný L. Jóhannsdóttir, Kristín S. Guðmundsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.