Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 3
, MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16; JÚNI .1991 X S3 inn kom fyrst til mín og tjáði mér að hann vissi í hvaða kirkjugarði styttan væri. Ég hringdi á herberg- ið til Guðmundar og um leið og hann tók upp tólið sagði hann: „Lögreglumaðurinn er kominn í heimsókn til þín og hann hefur fundið styttuna. Mig var að dreyma það.“ Daginn eftir fórum við í kirkju- garðinn til að skoða styttuna og helst að kaupa hana til að flytja til íslands ef þess væri nokkur kostur. I kirkjugarðinum fundum við graf- reitinn, sem var afar stór, umgirtur marmaravegg, þar sem styttan hafði verið í miðjunni. En það eina sem vantaði var sjálf styttan. Nú voru góð ráð dýr, en með hjálp hins óviðjafnanlega vinar okkar, lögregl- umannsins, tókst okkur að grafa upp að ári áður hefði styttan verið flutt til Vestur-Þýskalands, þar sem Eisert-íjölskyldan bjó nú. Við báðum Iögreglumanninn um að reyna að komast að hvar í Vest- ur-Þýskalandi styttan væri nið- urkomin, til dæmis með því að at- huga útflutningsskýrslur og þess háttar. Lögreglumaðurinn lofaði að gera sitt besta og láta okkur vita. Smyglað úr landi Hinn 24. rhars 1990 fékk ég bréf frá lögreglumanninum. Hann hafði þá fundið styttuna í hliðarherbergi lúthersku kirkjunnar í Lodz. í maí sama ár lögðum við Guðmundur svo upp í aðra ferð okkar til Lodz til að freista þess að flytja styttuna til íslands. Vinur okkar, lögreglu- maðurinn, hafði í millitíðinni skipu- lagt fund með presti nokkrum í borginni, sem var málið skylt. Við höfum síðan átt mikið og gott sam- starf við hann varðandi þetta mál allt. Presturinn leiddi okkur í allan sannleika um hvers vegna styttan hafði lent í kirkjunni. Arið 1945, þegar Þriðja ríkið var komið að fótum fram, höfðu kirkj- unnar menn fjarlægt alla gripi og listaverk sem minnt gátu á nasism- ann, og þar sem styttan minnti dálítið á þýska örninn óttuðust menn að pólskir föðurlandsvinir eða rússneskir hermenn kynnu að skeyta skapi sínu á henni sem og öðrum listaverkum í garðinum, sem eins var ástatt um. Styttan hafði því verið flutt ásamt nokkrum öðr- um listaverkum í hliðarherbergi í kirkjunni þar sem hún hafði verið síðan, gleymd og grafin. Við ræddum síðan við prestinn um möguleika á að fá styttuna keypta og flutta úr landi til ís- lands. Við náðum samkomulagi um verð og að presturinn gengi frá öll- um nauðsynlegum pappírum varð- andi flutninginn til Islands. Þess má geta að presturinn og kona hans eru miklir Islandsvinir og töldu sig standa í mikilli þakkarskuld við land og þjóð síðan þau höfðu tekið á móti þremur tonnum af íslensku lambakjöti á tímum Samstöðu, þeg- ar hungursneyð ríkti í Póllandi. Frá því í maí 1990 hef ég verið í stöðugu bréfasambandi við prest- inn varðandi afhendingu styttunn- ar, en það hefur verið þrautin þyngri þar sem allt hefur staðið fast í hinni pólsku skriffinnsku. Presturinn hefur í eigin persónu farið þrisvar til Varsjár til að þrýsta á um afhendingu styttunnar og auk þess hefur lögfræðingur Kirkju- ráðsins gert sér ferð þangað tvisvar í sama tilgangi. Umsóknin um út- flutningsleyfi styttunnar liggur enn á sama kontórnum, og enginn veit hvenær leyfíð verður gefið. Hinn 16. maí síðastliðinn kom Guðmundur aftur í heimsókn og um kvöldið segir hann: „Við förum til Lodz á morgun og sækjum stytt- una.“ Ég svaraði því til að leyfið hefði ekki enn fengist. „Mér er sama, við smyglum henni bara úr landi,“ sagði hann án þess að blikna. Auðvitað var farið að vilja Guð- mundar og 17. maí lögðum við af stað til Lodz. Þar áttum við ánægju- legan fund með prestinum og vini okkar lögreglumanninum, sem hafði orð á þeim möguleika að snið- ganga formsatriðin og að við ein- faldlega tækjum styttuna með okk- Einar Jónsson í vinnustofu sinni í Róm 1902 að móta myndina Maður og kona. ur til íslands án frekari málaleng- inga. Mánudaginn 20. maí 1991 var styttunni komið fyrir í pólskum flutningabíl og ekið til Stettin, þar sem henni var umskipað á danskan vörubíl og ekið til Kaupmannahafn- ar. Síðan var ætlunin að koma henni um borð í Bakkafoss sem átti að sigla frá Kaupmannahöfn 6. júní, með áætlaðan komudag til Reykja- víkur miðvikudaginn 12. júní 1991.“ Symbólsk mynd um drukknaða konu Lengra nær frásögn Jörgens Holm ekki og kvaðst Guðmundur Axelsson hafa litlu við hana að bæta, en staðfesti að hér væri í öllum aðalatriðum farið með rétt mál. Styttan er komin til landsins og er nú í vörslu Guðmundar. Ljóst er að það hefur verið tals- vert puð að smygla styttunni úr landi. Hún er um 2,10 metrar á hæð og vegur 465 kíló. Guðmundur kvaðst hafa fyrir satt að það hefði tekið um tvo sólarhringa að koma henni út úr kirkjunni í Lodz og í flutningabílinn. Hann sagðist ekki vilja bijóta þá grundvallarreglu að gefa upp kaupverðið, en sagði að auk kaupverðsins hefði hann lagt í talsverðan kostnað við að hafa upp á styttunni,_ koma henni úr landi og flytja til íslands. Þá væri og ljóst að hún þarfnaðist viðgerðar og meðal annars vantar á hana fót- stall og hendur. Svo skemmtilega vill til að saga styttunnar tengist lítillega byggingarsögu Hnitbjarga, lista- safns Einars Jónssonar á Skóla- vörðuholti. í viðtali við Elínu Pálma- dóttur blaðamann, í Lesbók Morg- unblaðsins í desember 1965, segir frú Anna Jónsson, kona Einars, svo frá: „Nokkru áður hafði Einar verið svo heppinn að fá pöntun frá Pól- landi um höggmynd sem var vel borguð og hann gat byggt þessa nýju álmu við húsið. Þannig stóð á því, að auðug kona í Póllandi hafði séð myndabókina með verkum Ein- ars og orðið svo hrifín, að hún bað mann sinn um að að fá að kaupa verk eftir hann í nýtt stórhýsi, sem þau voru að láta reisa sér. Skömmu seinna dó konan, drukknaði í bað- kerinu. Maðurinn hennar skrifaði þá Einari og sagði að konan sín skyldi fá myndina, sem hana hafði langað svo til að eignast — á gröf- ina. Listamanninum gaf hann fijálsar hendur um það hvernig hún skyldi vera og Einar gerði symb- ólska mynd um þessa drukknuðu konu. Þetta verkefni kom sér sem- sagt einkar vel á þeim tíma ...“ Svo mörg voru þau orð frú Önnu Jónsson um styttuna góðu, sem nú er komin heim til föðurhúsa eftir langa útivist. Guðmundur Axelsson hefur undanfarna daga unnið að því að koma henni frá borði og í viðgerð, og þaðan væntanlega heim í Klausturhóla, en að hans sögn er enn allt óráðið um framtíð hennar. FEGRIÐ GARÐINN OG BÆTID MEÐ SANDI OG GRJÓTI SANDUR SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR Þú færö sand og allskonar grjót hjá okkur. Viö mokum þessum efnum á bíla eða í kerrur og afgreiðum líka í smærri einingum, traustum plastpokum sem þú setur í skottið á bílnum þínum. BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 33 SÍMI: 68 18 33 Afgreiöslan viö Elliöaár er opin: manud. - föstud. 7:30 - 18:30 laugardaga 7:30 -17:00 Opið í hádeginu nema á laugardögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.