Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 ® N O V E L L NetWare Kaupið uppfærslu fyrir 15. {úlí og SPARIÐ16 - 26%! Skv. samningi Novell og Microtölvunnar er í gildi sérstakur afsláttur á uppfærslum á Novell nethugbúnaði til 15. júlí næstkomandi. Eftir 15. júlí fellur þessi sérstaki afsláttur niður sem þýðir að greiða þarf 16-26% hærra verð fyrir uppfærslurnar eftir því hvaða uppfærsla á í hlut. Notið tækifærið og uppfærið hugbúnaðinn á þægilegum tíma og fyrir lægra verð! Haukur Nikulásson veitir allar frekari upplýsingar um verð á Novell hugbúnaði. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI FYRIR NOVELL MICROTÖLVAN Suöurlandsbraut 12 - Sfmi 688944 Ingigerður Eggerts- dóttír - Minning Fífedd 7. desember 1902 Dáin 8. júní 1991 Dauði. Hve þungt er að hugsa um þig, þeim er lifir í sínum reit í ró, þeim er unir í friði við allsnægtir og hefur enn nógan þrótt til að njóta lifsins. Ó dauði! Hversu kært er kall þitt þeim, sem á bágt og brestur þrótt, þeim sem stirður er fótur og fellur, þeim er örvæntir og finnst fokið í skjólin." (Síraksbók, kap. 41.) Ingigerður Eggertsdóttir lést á dvalarheimilinu Sólvangi í Hafnar- firði eftir langa og stranga baráttu við sjúkleika og elli. Hún fæddist í Miðgörðum í Kolbeinsstaðarhreppi, þar sem foreldrar hennar, Eggert Eggertsson og Elínborg Magnús- dóttir, bjuggu. Árið 1922 fluttist Ingigerður til Reykjavíkur, eftir að hafa átt heima í Borgarnesi um ellefu ára skeið. Fimm árum síðar giftist hún Einari Guðjónssyni, járnsmíðameistara frá Hvammi undir Eyjafjöllum, sem um árabil rak vélsmiðjuna Bjarg hér í borg. Lengst af bjuggu þau á Egilsgötu 16 og var heimili þeirra annálað fyrir gestrisni og snyrtimennsku. Þau hjón eignuðust þijú börn, Guð- borgu, Þuríði og Sigurberg, mikið mannkosta fólk. Að leiðarlokum ber margt að þakka, þó fátæklega sé gert að þessu sinni. Frá sjö ára aldri var ég tíður gestur á heimili þeirra, þar eð sonur þeirra var besti skólavinur minn, og síðar kvæntist ég yngri dóttur þeirra. Margþætt skuid mín við þessi góðu hjón verður seint greidd. Að lokum vil ég, fyrir hönd íjöl- skyldunnar, færa starfsfólki Sól- vangs alúðarþakkir fyrir frábæra umönnun, þá tíu mánuði sem Ingi- gerður dvaldi þar. Megi hún hvíla í friði. Tengdasonur Þessi örfáu orð eru til að þakka konunni í næsta húsi fyrir liðin ár. Þau ár urðu mörg, hátt á fjórða tug, og allan þann tíma var góður grannskapur milli heimila okkar, ekki náinn að vísu, en einkar við- felldinn. Þar að áttu hjónin Ingigerður Eggertsdóttir og Einar Guðjónsson óskiptan hlut, og raunar börn þeirra einnig, meðan þau voru heima, en langt er orðið síðan þau stofnuðu eigið heimili annars staðar. Þægi- legt gat stundum verið að hafa völundinn Einar (sem oft var kennd- ur við fyrirtæki sitt, vélsmiðjuna Bjarg) hið næsta sér, gengi eitt- hvert áhald úr axlarliðum. Og ekki var hann frekur á ómakslaunin. Fyrir allnokkru fór heilsu hans að hraka, og hefur hann verið ófær til gangs síðustu árin. Ingigerður átti þá einnig orðið erfitt um vik sakir þróttleysis, og því fór svo, að þau hjónin vistuðust bæði á Solvangi í Hafnarfirði, hún fyrir u.þ.b. ári, en hann nokkru fyrr. Skömmu áður en Ingigerður fluttist burt úr húsi sínu bar að höndum andlát konu minnar, svo að þær húsmæðurnar hér í sam- stæðunni Egilsgötu 14-16 hurfu brott um líkt leyti. Fyrir fáeinum vikum sýndi Ingigerður mér þá vin- semd að hringja til mín frá Sól- vangi og minnast konu minnar á hinni fyrstu ártíð. Því fremur ber mér nú að minnast með þakklæti þessarar vingjarnlegu grannkonu Léttmjólkin er fitusnauð mjólkurafurð og ein kalkríkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auðug af próteini, fosfóri og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.