Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 C Endnrminningar bráðabirgðavíklngs eftir Valgeir Guðjónsson g lýk upp augunum og sé ekki nokkurn skapaðan hlut annan en fullkomið myrkur. Ég loka augunum aftur og það er frekar að birti til en hitt. Ekkert að sjá svo ég opna augun aftur. Og aftur. Myrkrið er á sínum stað, það hefur ekki hnikast um þumlung. Einu sinni hélt ég að ég væri orðinn blindur. Það var í sveitinni, vestur á Galt- arvita þegar hárið á mér var orðið svo sítt að hægt var að kalla það bítlahár. Eg var eitthvað að paufast i fjósinu og allt í einu sá ég ekki nokkurn skapaðan hlut. Þau voru skelfileg andartökin áður en tfósið rann upp fyrir mér; að það væri bara stolt mitt, bítlahárið sem byrgði mér sýn. Góða ferð Gaia! Morgunblaðið/Valgeir Guðjónsson um duttlungum og kenjum og ætla að deila súru og sætu í afmörkuðum heimi, sem er á stærð við . . . ja á stærð við hvað? Það eru tvær vistar- verur um borð, í annarri er sofið í 9 kojum og fermetrarnir eru kannski 10. Þar geyma menn að auki sínar föggur og persónulegt farteski. Hin vistarveran er síðan matsal- ur, eldhús og siglingartækjakames og eiginlega hvaðeina sem hægt er að láta sér detta í hug. Lofthæðin er um 2 metrar og mér reiknast til að undir þaki sé um það bil 2,5 fermetrar á mann til að sofa, borða og gera yfirleitt allt sem til fellur. Það er ljóst að höfðinginn Ragn- ar Thorseth hefur þurft að vanda valið á mannskapnum, því það hljóta að vera einhver takmörk fyr- ir því hvursu þröngt sáttir mega sitja. Hans hægri hönd um allt, sem að sjómennsku lýtur, er okkar mað- ur úr Eyjum, Gunnar Eggertsson. Þaulvanur sjómaður, skipasmiður og kafari að auki. Það þarf ekki að horfa lengi á manninn til að sjá og sannfærast um að hann kann til verka á sjó. Þó Gaia sé ekki eins og Eyjabátur gerast flestir er auð- séð að þeim Gunnari er þegar orðið vel til vina. Hinn landinn í leiðangrinum, Rík- arður Már Pétursson, siglir skammt undan á fylgdarskipinu Havella, eða á Hávellunni eins og það hljómar á frummálinu. Ríkarður er tækni- fræðingur með ævintýraþrá í blóð- inu. Hann hefur flækst víða á skút- um og síðustu árin hefur hann búið á Grænlandi og stýrt tækniumsjón með fiugvélum á flugvellinúm í Narssarssuaq. Hann verður ýmist um borð í Gaia eða í Hávellunni, með tæknivitið, sitt glæsilega skegg og rólega, kímna fas. Ungir Orkneyingar hampa vænt- anlegum skógi. [ matsal mega sáttir þröngt sitja. Legið í vari við syðsta odda Hjalt- lands. í eina tíð tíðkaðist mjög að menn spyrðu sjálfan sig spumingarinnar stóru: Hver er ég? Sjaldgæfara var að menn spyrðu: Hvar er ég? En það er einmitt spurningin sem ég bý mig undir að varpa út í myrkr- ið. Eins og svo oft kemur svarið úr óvæntri átt, því allt I einu hryn- ur birta inn í og yfír allt þetta mikla svartamyrkur og það er klipið stundarfast í svefnpokann á mér. Hvar er ég? Svarið svarar sér sjálft og ég sprett á fætur, sem lýsir þó engan veginn athöfninni, því það er svo ótrúlega þröngt um vik að ég verð að skásmeygja mér upp, til hliðar og á skakk í senn og dugar varla til. Og illvígur sina- dráttur í burðarliðnum. Sá sem í svefnpokann kleip er umsvifalaust kominn í minn fyrri stað og ofan í annan svefnpoka og sinn eigin. Ég stíg út undir bert loft og stend á dekki langskips, sem heitir Gaia og er á leiðinni kringum hnöttinn, með viðkomu í Orkneyjum og á nokkram fleiri stöðum. Ég íhuga að spyija sjálfan mig: Hver er ég, en hætti við það og ég hætti líka við að spyrja manninn við stýr- ið þessarar brýnu spumingar, því þegar allt kemur til alls er ég ekk- ert annað en bráðabirgðavíkingur. Ég haska mér aftur eftir dekkinu og inn í lúkarinn. Þar bíður ijúk- andi ketill kaffís, sem Norðmenn hella ekki uppá eins og sumir gera. Norðmennirnir moka kaffínu beint í sjóðandi ketilvatnið og sva er látið trekkja, svo meira minnir á tegerð. Þessu fylgir óhaminn korgur, sem frændþjóð okkar sér við með tesíu, sem þá getur varla lengur heitið tesía heldur kaffísía. Og hún dugar vel kaffísían, því kaffíð er alveg príma og á borðinu er brauðhleifur og álegg, sem ég tek til við að raða í mig um leið og ég rifja upp gær- daginn stóra. Sú vonda systir sjóveiki Þegar skeijagarðinum sleppir lætur úthafsaldan á sér kræla. Ekki með Iátum og þjösnagangi, en samt. Landkrabbinn bíður þess sem verða vill, baráttan er háð á sálfræðileg- um ódáinsvöllum þar sem eigast við veikgeðja sjálfslygin og kaldrifjaður raunveraleikinn. Landkrabbinn hugsar sem svo að í þetta sinn muni hann sleppa við að dansa við hina vondu systur Sjóveiki og þegar hugsunin er ný- flogin út á dansgólfíð byija áhrifín að gera vart við sig, hægt og bít- andi: Fíngerð, gegnsæ ógleði, sem eins og af tilviljun magnast og umhverfíst í traustan, framsækinn flökurleika. Nú era góð ráð dýr! Sem gamall síldarsjómaður úr Norðursjónum veit égað ég sjóast á einum til tveimur dögum. Núna hef ég ekki tíma fyrir svoleiðis droll. Ég er á víkingaskipi, kannski í eina skiptið í lífínu og ferðinni gæti lok- ið um leið og ég verð nýbúinn að sjóast. Hér er enginn tími fyrir heilsuleysi, en svipurinn á mér er hinsvegar farinn að gefa til kynna, svo ekki verður um villst, að mér sé eiginlega farið að líða hálfilla. Nánast verr en hálfilla. Þá birtist líknin í líki hins fræga sjóveikiplást- urs, sem græðandi hönd einu kon- unnar um borð smellir aftan við eyrað á mér. A styttri tíma en það tekur að syngja Sjómannavalsinn verð ég alheilbrigður og stálsleginn. Þó mér fínnist það hálfgert svindl að leika svona á höfuðskepnurnar, er mér stórlega létt og býðst til, í hástemmdu dugnaðarkasti, að búa til matinn. Sem ég geri og hann hverfur eins og dögg fyrir sólu ofan í tíu hungraða sjómenn og einn bráðabirgðavíkingamatsvein, með plástur á bak við eyrað. Valinn maður í hveiju rúmi En hveijir era þá þessir 10 pam- fílar, sem eru þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að ferðast yfir Norður- Atlantshafíð þvert, með öllum sín- Birkidælir og fleira fólk Sigurður Björkedal og synir hans .þrír smíðuðu Gaia í Björkedal á Sunnmæri. Þeir eru af ætt Birkidæla, sem hafa smíðað tréskip mann fram af manni, frá því snemma á 17. öld eftir því sem hermir í gömlum skjöl- um og höfðu þá stundað báta- og skipasmíðar frá örófí, án pappíra. Raunar eru öll skipin 3, Gaia, Ose- berg og knörrinn Saga Siglar, sem taka þátt í leiðangrinum smíðuð af Sigurði og hans fólki. Kunnátta og verklag hefur varð- veist í fjölskyldunni kynslóð fram af kynslóð og einn sona meistara Sigurðar er í áhöfninni: Óttar Björkedal. Óttar þekkir hvern kvist og nagla í Gaia og hefurvakandi auga og eyra með öllu, sem sést og heyrist varðandi skipið. Það er mikil tónlist sem drottningin framleiðir í formi marrs og braks og Óttar lætur þennan söng svæfa sig og hann vaknar til söngsins líka. Það geta ekki margir státað sig af því að hafa smíðað þijú víkingaskip fyrir þrítugt, en Óttar er hvort eð er ekki sú manngerð sem státar sig af einu eða neinu. Maðurinn hefur hinsvegar skopskynið í góðu meðal- lagi og sá eðliskostur er ekki síður til skrauts á sjó en á þurru landi. Og þeir era fleiri um borð, sem komu nálægt smíði skipsins góða. Yngsti áhafnarmeðlimurinn Frode Sætre, rétt rúmlega tvítugur og Jon Folde, tæpum tíu árum eldri, snikk- uðu húsin á þilfar Gaia og þeir kumpánar eru jafnvígir á smíðatól og á rá skipsins og reiða. Og það er læknir um borð og skipslæknir- inn sá, hann Odd Kvamme er ekki bara héraðslæknir og þaulreyndur siglingaforkur, heldur kann hann líka að lækna með þeirri kínversku nálastunguaðferð, allt frá timbur- mönnum til sjóveiki segja skæðar tungur. Enn sem komið er hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.