Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 C 29 Launakjör á dag vistarstofnunum Morgunblaðið/Björn Sveinsson Baldur Grétarsson hugmyndina um að ganga í EB en slíkt hlyti að skerða sjálfstæðið og eyða þjóðareinkennum. Jónas Jóhannsson sagðist hall- ast að því að ekki veitti af að efla þjóðrækniskennd okkar íslend- inga. Oft hugsuðum við ekki út í það hvers virði það væri fyrir okk- ur að vera sjálfstæð þjóð. Þetta væru hugsanir sem gjaman kvikn- uðu í hugum manna á þjóðhátíðar- daginn. Jónas sagði að sér fyndist hálfpartinn að í bamæsku hafi verið meiri hátíðarbragur yfir þessum degi. Ef til vill stafað þetta af því að foreldrar sinnar kynslóð- ar hafi gert meira úr fengnu sjálf- stæði heldur en sín kynslóð gerði. Kannski erum við farin að taka sjálfstæðinu sem sjálfsögðum hlut og það er hættulegt. Við verður sífellt að vera á verði fyrir sjálf- stæðinu og hlúa að því. Guðlaugur Sæbjömsson sagði að í sínum huga væri 17. júní dagur frelsis og gleði í vitund þjóð- arinnar. Þá k,æmi fjölskyldan sam- an og fagnaði. Þetta væri því fyrst og fremst dagur sameiningar og samveru. Auðvitað væm menn um leið að minnast Jóns Sigurðssonar og frelsisbaráttu hans og hans kynslóðar, sú kynslóð sem nú væri að komast til ábyrgðar í þjóð- félaginu gerði sér fulla grein fyrir að frelsið væri dýrmætt og mundi varðveita það. - Bjöm Foreldrafélag Vesturborgar vill hér með vekja athygli og mótmæla þeirri láglauna- stefnu sem allt of lengi viðgengist hefur í málefnum starfsfólks á dagvistarheimilum í borginni. Þessi láglaunastefna gerir alla starfsemi þeirra erfiða og skapar þúsundum barna í borginni óvið- unandi óöryggi, vegna starfs- mannaskorts. í raun ætti ekki að þurfa að fjölyrða um þetta ástand því flest- ir foreldrar þekkja það af eigin raun. Það er reynsla flestra for- eldra að barn sem vistast á dag- vistarstofnunum bindur yfirleitt traust sitt við einhvern ákveðinn starfsmann. Þvi er það grátlegt að þurfa að horfa á eftir þeim starfsmanni, sem oftar en ekki hefur áhuga á starfi sínu, þegar hann sér sér ekki fært að sinna því lengur vegna smánarlegra launa. En barnið getur ekki sótt rétt sinn eða gætt hagsmuna sinna, það situr eftir með sárt ennið og þarf að venjast nýjum starfsmönnum, jafnvel mörgum í einu, á nokkurra mánaða fresti, alla bernskuna. Það virðist auðvelt að skella skuldinni á stéttarfélög og tala um þjóðarsátt. Foreldrar eru orðnir þreyttir á slíkum svörum, að vísað sé til þjóðarsáttar, efnahags- ástands og kreppu sem eftir viku hefur breyst í viðvörun gegn þenslu. Þetta er spurning um vilja og skilning og það sem snýr að börnum okkar þolir enga bið (böm era fljót að stækka). Auðvitað ber að skoða þessi mál fyrst og fremst frá sjónarhóli bamsins sem á rétt á að njóta dagvistunar og samskipta við önn- ur börn og uppeldis af hendi menntaðs og ánægðs starfsfólks. En ef menn vilja skoða aðra hlið málsins má minna á að nýlega birtust í íjölmiðlum niðurstöður könnunar sem sýndi að það er þjóðhagslega hagkvæmt að fjölga dagvistarplássum og lengja skóla- dag. Öllum má vera ljóst að það er þjóðhagslega óhagkvæmt ef loka þarf deildum vegna starfs- mannaskorts. Hvaða tilgangi þjón- ar það að mennta þjóðina í stórum stíl ef fólk fer svo heim að loknu námi til að gæta barna sinna? Einn angi þessa máls snýr að Reykjavík sérstaklega sem ekki er vist að öllum sé kunnugt um en það er sú staðreynd að það er töluverður munur á launakjörum starfsfólks dagvistarheimila milli Reykjavíkur og nágrannasveitar- félaganna. Sem dæmi má nefna að laun starfsstúlkna (25 ára) hjá Kópavogsbæ eru 55.323 en sam- bærileg laun hjá Reykjavíkurborg eru 49.030 (án þess að verið sé hér að hrósa öðrum sveitarfélögum fyrir örlæti). Fóstrur í nágranna- sveitarfélögum njóta og einhverra hlunninda umfram fóstrur hjá Reykjavíkurborg (óunnin yfír- vinna, fatapeningar). Fyrir nýafstaðnar kosningar lýstu stjórnmálamenn því yfir, hver í kapp við annan, að hækka yrði skattleysismörk þegar í stað. Eftir kosningar virðist ekkert liggja á. í dag eru skattleysismörk um 55 þús. kr. en ættu að vera u.þ.b. 65 þús. kr. ef þau hefðu haldist í hendur við vísitöluþróun í landinu. En gera menn sér grein fyrir að laun starfsstúlkna á d'ag- vistarheimilum eru langt undir 50 þúsund krónum á mánuði? (t.d. er nýlega hætt starfsstúlka á Vest- urborg sem hafði kr. 44.132 í laun). Auðvitað sér hver heilvita maður að enginn endist í slíku starfi til lengdar enda er nú svo komið að nær ógerningur er að útvega starfsfólk lengur en í nokkra mánuði í senn. Stjórnmálamenn sem þora ekki að takast á við hinn raunverulega vanda, þ.e. launin, en stæra sig svo af því að svo og svo margar nýjar deildir hafí verið opnaðar, eru hlægilegir í augum foreldra. Þau rök að foreldrar geti bara verið heima með börnum sínum eru tímaskekkja og ekki svara verð. Sú hugmynd að koma á fót styrkjakerfi til heimavinnandi for- eldra var sett fram fyrir síðustu sveitarstjómarkosningar en lítið hefur heyrst málið síðan enda gáfu þær tölur sem nefndar voru ekki vonir um að þetta væri nein raunhæf lausn fyrir venjulegt fólk. Spurningin er ekki hvort við höfum efni á að hækka laun starfs- stúlkna og fóstra heldur hvort við höfum efni á að gera það ekki. Og það þarf að gerast strax. Við næstu kjarasamninga (eða þar næstu eða þegar efnahagsástandið hefur batnað lítillega) er það orðið of seint fyrir þitt barn og skaðinn skeður. Núverandi ástand er til skamm- ar og ráðamönnum til vanvirðu. Um leið og við hvetjum alla for- eldra og foreldrafélög til að lýsa óánægju sinni skorum við á þá aðila sem hafa kjarasamninga með höndum að hefja nú þegar viðræð- ur um betri laun svo þessu ófremd- arástandi megi linna sem skjótast. Stjórn Foreldrafélags Vesturborgar Týndur köttur Þetta er Bjössi, til heimilis að Baldursgötu 22 í Reykjavík. Hann hefur ekki sést á heimaslóðum síðan seint í maí. Ef einhver hefur séð til hans eftir þann tíma, vinsamleg- ast hafið samband í síma 625527. Réttur gang- andi vegfarenda Það er óneitanlega töluverður munur á umferðarmenningu hér heima og erlendis og á ég þá sérstaklega við Danmörku, þar sem ég hef verið búsett í nokkur ár. Sérstaklega á þetta við um gang- brautir. Hér getur maður staðið við gangbraut góða stund án þess að nokkrum ökumanni.detti í hug að stöðva og hleypa manni yfir. Það er eins og ökumenn hugsi almennt sem svo að manni muni svo sem ekkert um að bíða meðan þeir eru að aka framhjá. Ef til vill er ekki lögð nægileg áhersla á það hér þegar fólk tekur ökupróf, að sjái ökumaður gangandi vegfaranda bíða við gangbraut, ber honum að nema staðar í hæfilegri fjarlægð frá gangbrautinni. í Danmörku gera ökumenn þetta undantekningalítið. Eins er það slæmt þegar öku- menn nema staðar fast upp við gangbrautina. Þannig geta þeir stofnað lífi hins gangandi vegfar- anda í hættu, sérstaklega ef um barn eða aldraðan einstakling er að ræða. Þarna er um hreina van- kunnáttu að ræða því það eiga allir ökumenn að vita þetta. Sjálf geri ég mér far um að virða alltaf rétt gangandi vegfarenda, þegar ég sit undir stýri, og tel mig almennt sýna tillitsemi í umferðinni. Ein í umferðinni Dans ,, l/IAorlcsliop" T 3- —23. júni Ballett - Jass - Modern - Afrokarabian - Kóreografík - Blues Kennarar Birgitte Heide, Christen Polos, Cle Douglas, Cleo Parker Robinson. Kennara- og fóstrunámskeið verður ílok ágúst. Innritun hafin símar 15103og 17860 4 I dag og á morgun er upplagt fyrir fjölskylduna að koma á Pizza Hut og gæða sér á gómsætri fjölskyldupizzu. Börnin fá frían Islurk frá Emmess. Fjölskyldupizzan er heil máltíð fyrir 4 -6 manns. Gerðu þér dagamun og komdu með fjölskylduna á Pizza Hut í dag. Hótel Esju • Suðurlandsbraut 2 • Sími 680809

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.