Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 MYNDLISTÆr eitthvab ab óttast? EVRÓPULIST TRAMTÍÐARINNAR UMRÆÐAN um sameiningu Evrópu hefur verið á dagskrá hér á landi um nokkurt skeið. Hvort sem það hefur verið undir skammstöfuninni EB eða EES, hefur hún hins vegar oft reynst yfirborðskennd og helgast í allt of miklu mæli af hagsmunum fiskútflytjenda fremur en þjóðarinn- ar allrar. Þetta þarf að breytast, og því er gott að nota þjóðhátíðar- helgina til að velta upp eftirfarandi spurningu: Hvaða áhrif mun þessi þróun í átt til rosa-ríkis hafa á framvindu myndlistar í Evrópu, og einkum á Islandi, í náinni framtíð? Amyndlistarþingi, sem haldið var í lok maímánaðar, var nokkuð drepið á þetta mál. í setningarávarpi sínu varaði þingforseti, Björn Th. Bjömsson, Iistamenn sterklega við þeim samruna, sem framundan væri. Ef þjóðin yrði ekki á varðbergi . væri hætta á að menn- ing framtíðarinnar í listum og á öðrum sviðum rynni átak- alítið saman í eins konar uppsullaðan uni-kultúr Evrópu, þar sem öll sér- kenni yrðu þurrkuð út, og enginn bragðmunur yrði að neinu frá einu landi til annars. Með slíkum orðum er ekki verið að gera kröfur um tilskipanir um menningarlegar víggirðingar; slíkt hefur ætíð reynst gagnlítið, og yrði örugglega gagnslaust á tímum sívax- andi samskipta þjóða heimsins. Hér kemur líka til að það þjónar litlum tilgangi að reyna að skilgreina hvað er þjóðlegt og hvað ekki; góð list verður ætíð bæði þjóðleg og alþjóð- leg, en léleg list batnar ekkert við að flagga þjóðrembingi. Það sem þarf að huga að er grunnurinn - sá jarðvegur sem listsköpunin sprettur' upp úr. Þetta hefur þegar verið talsvert rætt með tilliti til tungumálsins. All- ir landsmenn eru sammála um að varðveita íslenskuna og gæta þess að hún sé fullkomlega nothæf til allra hluta hér á landi; nýyrðasmíð á svið- um tækni og vísinda er umtalsverð og illa séð að menn sletti erlendum orðum, sem ekki hafa verið aðlöguð málinu og unnið sér þar sess. Þetta er hins vegar varnarbarátta, þar sem þarf sífellt að vera á varðbergi; mestu hætturnar sem sjást nú um stundir felast í brenglaðri málkennd og er- lendri orðaröð, sem talsvert er farin að sjást í dagblöðum og þýðingum í sjónvarpi. Hins vegar hefur ekkert verið rætt um myndlistina eða aðra þætti menningarinnar. Hvernig hefur þró- unin verið innan Evrópubandalagsins tii þessa? Við fyrstu sýn virðist ekki margt að óttast í þessum málum. Evrópubandalagið er að stofni til meira en þijátíu ára gamalt, og ekki verður séð að einkennin í listum þeirra landa, sem lengst hafa verið þar með, hafi runnið saman í eitt, þó vissulega séu alþjóðlegar hreyf- ingar meira áberandi nú en nokkru sinni fyrr. Hins vegar eru nú uppi áætlanir um meiri miðstýringu band- alagsins, og ekki fullséð, hvaða áhrif það hefur á menningarmálin. Eins og rakið var í pistli fyrir mánuði er ljóst, að flutningur listaverka og annarra menningarverðmæta innan bandalagsins verður háður takmörk- unum sem hver þjóð setur. En það segir ekki allt, því hið sama gildir um listirnar og aðra þætti mannlífs- ins - menntunin verður lykillinn að þróuninn í framtíðinni. Listmenntun, eins og önnur menntun, hefur það hlutverk að fræða og byggja fólk upp til átaka í framtíðinni. Og þar sem framtíðin eftir Eirík Þorlóksson Evrópubandalagið — stefnir það að sköp- un eins uni-kúltúrs fyrir allar þjóðir álfunnar? kemur á morgun, er ljóst að rétt uppbygging mennta er mikilvæg öll- um þjóðum, en lífsspursmál fyrir smáþjóðir, sem geta ekki reiknað með að aðrir taki mikið tillit til þeirra. Framundan er mikil breyting á menntakerfum Evrópuþjóða í átt til samræmingar. Yfirlýstur tilgangur þess starfs er að menntun í einu landi njóti fullrar viðurkenningar í öllum öðrum, en hér skiptir útfærslan meg- inmáli; því ef samræmingin á að ná til allra innri þátta námsefnis, getur það orðið dauðadómur yfir þjóðlegri menningu og forboði þess uni-kúlt- úrs, sem nefndur var áðan. Og þá er ýmislegt að óttast. Það er grundvallaratriði, að list- menntun sem önnur menntun hér. á landi byggi á íslenskri menningu, bæði á sviðum lista, bókmennta og sögu. Að kynnast alþjóðlegum stefn- um að fornu og nýju getur aldrei komið í stað þess að fræðast um þessi atriði. Listamenn framtíðar jafnt sem samtíðar verða að finna sínar rætur í íslenskri menningu, til að geta nýtt sér skynsamlega það sem þeim berst erlendis frá; án fót- festu verða þeir eins og lauf í vindi, landlaus reköld sem berast stefnu- laust með straumum uni-kúltúrsins, sem þegar er tekið að boða. En hver er menntastefna íslenskra yfirvalda í náinni framtíð? Það er vert að athuga betur á næstunni, áður en undirbúningur næsta skóla- árs hefst. SÍGILD TÓNLISTÆct/ ad búa í Hafnarjtrbi? Klassík í FirÖinum LISTAHÁTÍÐ Hafnarfjarðar heldur áfram og í kvöld verða tónleik- ar í Hafnarborg kl. 20.30. Flytjendur eru Ármann Helgason klari- nettuleikari, Gunnar Gunnarsson flautuleikari, Martin Frewer fiðlu- leikari og píanóleikararnir Guðrún Guðmundsdóttir og David Knowles. eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur Eg skrapp til Hafnarfjarðar og hitti fyrir Gunnar og Guð- rúnu, en þau voru að fara að æfa sig fyrir tónleikana. Ég spurði Gunnar hvaða verk væru á dag- hbhm skránni hjá þeim? „Við erum núna að æfa mjög skemmti- legt verk eftir Friedrick Kuhlau en sá var þýskur samtímamaður Beethovens. Fað- ir hans var flaut- uleikari í herhljómsveit og kenndí honum á flautu. Svo var það 1810 þegar Napoleon gerði eina af sín- um bommertum að Kuhlau flúði til Danmörku. Var honum vel tek- ið af Dönum. í Danmörku voru menn eins og Weyse undir sterkum áhrifum frá Mozart og Haydn, en Kuhlau dáði Beethoven mjög. Ku- hlau stóð fyrir kynningum á tón- list Beethovens bæði með tónleik- um á verkum hans auk þess sem hann flutti sjálfur verk hans. En 1825 rétt áður en Beethoven lést hittust tónskáldin og voru það víst miklir fagnaðarfundir. Það kvöld voru a.m.k. drukknar tvær hvít- vínsflöskur og sömdu þeir tón- skáldin kanóna sér til skemmtun- ar. Þegar Kuhlau kom svo aftur heim samdi hann Grand Sonate Concertande op. 85 og í a moll eins og Beethoven hafði strengja- kvartettinn sinn op. 132. Það er talað um a moll-tímabilið og Schu- bert samdi líka strengjakvartett í a moll. En Kuhlau samdi mikið fyrir flautu og píanó eitthvað í kringum 30 verk. Þetta er líka mjög píanistíst verk, píanópartur- inn er mjög stór og rnikill, enda var kallinn víst mikill píanisti sjálf- ur,“ segir Gunnar Gunnarsson og ég heyri í Guðrúnu spila úr verki Kuhlaus þessum orðum til stuðn- dngs. „... og það er flautukvartett í Danmörku sem kallar sig Kuhlau- kvartettinn svo hann er mjög virt tónskáld í Danmörku a.m.k. þótt ekki hafi hann verið mikið fluttur hér. Frægastur er Kuhlau þó eflaust fyrir „Elverhój" sam hann samdi sérstaklega 1828 fyrir brúð- kaup Friðriks prins sem seinna varð Friðrik VII kóngur." — En hvernig samræmist það nú skólastjórastarfinu hér í Tón- listarskóla Hafnarfjarðar að leggja stund á flautuleikinn? „Já, það er nú það. Ætli þetta sé bara ekki eins og dagur og nótt. Nóttin verður að víkja fyrir deginum. Stundum verður skóla- stjórinn að víkja fyrir flautuleikar- anum. Þetta er búið að vera strem- bið skólaár. Tónlistarskólinn var 40 ára og það var samkeppni um byggingu nýs Tónlistarskóla svo það er stundum erfitt að gefa sér tíma í að æfa sig. Ég á erfitt með að vera rólegur að æfa þegar það eru margir hlutir sem bíða af- greiðslu inni á skrifstofu. Svo þagnar síminn ekki suma dagana,“ segir Gunnar en ég á erfitt með að ímynda mér að hann sé mjög stressaður þessi rólyndislegi mað- ur. Við Gunnar skoðum efnisskrá kvöldsins nánar og á eftir Kuhlau verður flutt Vorsónata Beethovens sem Martin Frewer flytur ásamt David Knowles, en Martin spilar í Sinfóníuhljómsveitinni og hefur verið búsettur hér á landi undan- farið og er reyndar að koma sér fyrir í Hafnarfirðinum fræðir Gunnar mig á. Það er víst staður- Gunnar Gunnarsson, skóla- stjóri Tónlistarskólans í Hafnarfirði — Þetta er vinna bæði dag og nótt og stundum verður skólastjórinn að víkja fyrir flautuleikaranum. inn til búa á þessa dagana. Þá flyt- ur Ármann Helgason klarinettu- leikari fjögur þjóðlög útsett af Þorkatli Sigurbjöm'ssyni og sónötu eftir Francis Poulenc, þannig að eftir hlé kveður við nýrri tón og að lokum verður flutt Divertimento fyrir flautu, fiðlu og klarinett eftir Malcom Arnold. Að vísu samdi Arnold þetta fyrir óbó en fiðlan mun leika óbóhlutann. Og af Ár- manni er það að segja að hann er Hafnfirðingur sem hefur stundað nám í Royal Northern College í Manchester en er núna í London og leikur með Salomon Ensamle þar í borg auk þess sem hann er í einleikstímum. David Knowles er óþarft að kynna en hann hefur nú búið hér í 9 ár og leikið og kennt víða. Að vísu býr hann ekki í Hafn- arfirðinum, en það gerir Guðrún Guðmundsdóttir hins vegar, ný- flutt reyndar og kennir við Tónlist- arskólann. Hún var í framhalds- námi í Köln en hefur leikið með kórum og einsöngvurum og þau Gunnar hafa spilað mikið saman. Og þá held að það sé ekkert eftir nema að hvetja fólk til þess að drífa sig á tónleikana og jafnvel skoða sig um í bænum í leiðinni. Þar eru bæði kaffihús og listaverk og að ekki sé talað um góðan móral í bænum. BÆKUR///vers vegna kaupirfólk bœkursem þab skilurekki? KÍKTJNN UM SKRAARGATIÐ ÞAÐ ER stundum fróðlegt að skoða lista yfir metsölubækur. Yfirleitt skipta bækur reglulega um sæti á listunum, hvort sem þær eru á lista yfir skáldsögur eða allskyns fróðleiksbækur og fáheyrt að bók hreiðri svo um sig að það taki mörg ár að losa hana úr þessum eftirsóttu klifurstigum. Svo rótfastir eru ekki einu sinni svæsnustu rómanar og æsispennandi leynilögreglusögur sem fylla tíðum skáldsagnalistann. En nú hefur bók um eðlisfræði — eða öllu heldur um uppruna veraldar- innar — slegið öll met. Bókin heitir „A Brief History of Time“ (útg: 1988) og lýsir leit vísindamanna að lyklinum að upp- runa heimsins og hugmyndum þeirra um hvernig hann hafi orðið til í ár- daga. Bókin spyr þeirra spurninga sem við höfum vís- ast öll spurt upp- hátt eða með sjálf- um okkur þegar við horfum upp í him- inhvolfið. Tekur heimurinn einhvers staðar enda? Og er eftir Guðrúnu Nordal til Guð sem stjórnar þessum aragrúa stjarna eða býr eitt lögmal að baki öllum hreyfingum í veröldinni? Við erum stödd á þessum dulúðlegu mörkum milli guðfræði og eðlis- fræði, trúar og vísinda. Og við erum sólgin í að vita meira. Þó að þessi áhugi á vitneskju um hinstu rök tilverunnar sé augljós- lega fyrir hendi, er ótrúlegt hve umrædd bók Stephen Hawkings, sem er þrátt fyr- ir allt eðlisfræðibók, hefur farið víða. Stephan Hawk- ing er einn fremstur núlif- andi eðlisfræðinga og situr í þeim sama prófessorsstóli og Isaac Newton sat í Cam- bridge. í bókinni greinir hann án tilgerðar frá hinum erfiðustu vandamálum sem vísindamenn eiga við að glíma. Og talar beint til þín og mín. Það er kannski þetta óvenju- lega hispursleysi og tiltrú á hinum almenna lesanda til að fylgja honum eftir krókstigu vísindanna sem hefur heillað lesendur. En þó að við gerum okkur ferð í bókabúð og kaupum bók er þá um leið öruggt að við lesum hana? Og Stephan Hawking þó við lesum bókina er þar með sagt að við skiljum hana? Stephen Hawk- ing hafði sjálfur svar við þessum spurningum. Ef lesandi mundi skilja öll þau erfiðustu vandámál sem við er að glíma í eðlisfræði þá væri hann sjálfur vísindamaður. Það er því ekki líklegt að við getum skilið rökin í röksemdafærslu hans. Sem er léttir. En hver vill vera fyrstur til að viður- kenna opinberlega að hann skilji ekki bók sem allir þykjast hafa lesið eða a.m.k. keypt? Fæstir, það var því kærkomið þegar Bernard Levin, dálkahöfundur The Times, sem þykir vel gefinn maður viðurkenndi að hann hefði lagt bókina frá sér á blað- síðu 29. Hann hafði misst þráðinn. En af hveiju kaupum við bók sem við skiljum ekki? Ein skýringin gæti legið í því að það er kraftaverki lík- ast að bókin hafi verið skrifuð. Step- hen Hawking, nú 49 ára, skrifaði bókina þrátt fyrir alvarlegan sjúkdóm (þær taugafrumur eyðast sem flytja taugaboð- in: motor neurone-veiki) sem hann fékk þegar hann var á þrítugsaldri. Þá voru honum aðeins ætluð fá ár, en Hawking hefur ögrað læknavísindunum, brotið blað í sínum eigin rannsókn- um og skrifað bók (þrátt fyrir að það taki hann a.m.k. mínútu að „skrifa" eitt orð) aðeins til að gefa almenningi hugmynd um rök fyrir flóknustu kenningum um tilurð veraldarinnar. Það nægir líklega flestum að horfa örsnöggt inn í heim vísindanna um þennan glugga sefn Hawking leiðir okkur að. Því óvísind- alega þenkjandi manneskjum finnst rétt eins og þær hafi í leyfisteysi kíkt í gegnum skráargatið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.