Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 2
K2 3C uðmundur í Klausturhólum er lítið fyrir að tala um sjálfan sig og sitt starf, en er þó fús til að segja mér frá þessum óvenjulega draumi: Hann þóttist vera staddur í ókunn- um kirkjugarði, er hann stendur skyndilega frammi fyrir styttu, sem hann kannaðist við og áttar sig brátt á að hér er kominn minnis- varðinn, sem Einar Jónsson gerði á gröf Eisert-fjölskyldunnar í borg- inni Lodz í Póllandi. Ekki fylgir sögunni hversu lengi Guðmundur þóttist staldra við hjá styttunni, en honum fannst sem hún ætti eitt- hvert erindi við sig ... „Þegar ég vaknaði var þessi draumur mjög skýr í huga mér og lét mig ekki í friði,“ segir Guðmund- ur. „Kveikjan að þessu öllu er þó mynd af þessu listaverki í bókinni um Einar Jónsson, sem Skuggsjá gaf út á sínum tíma, og líklega hef ég eitthvað verið að hugsa um myndina og þetta verk án þess að ég muni það nákvæmlega. En þetta varð til þess að afréð að fara til Póllands og hafa upp á styttunni.“ Haldið til Póllands Áður en Guðmundur Axelsson í Klausturhólum hélt upp í för sína til Póllands kom hann við í Kaup- mannahöfn til að heilsa upp á gaml- an vin sinn, Jörgen Holm forstjóra, Islandsvininn mikla, sem aldrei set- ur sig úr færi til að gera veg ís- lands og Islendinga sem mestan og bestan. Og við gefum Jörgen Holm nú orðið: „Af öllu því furðulega sem ég hef upplifað í samskiptum mínum MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 við íslend- inga slær þetta þó lík- lega öllu við. í febrúar 1990 kom Guðmundur Axelsson í heimsókn til mín, sem svo oft áður, nema að í þetta sinn var honum tals- vert niðri fyr- ir. Hann spurði mig meðal annars hvort ég vissi hvar borgin Lodz væri og ég svaraði því til að hún væri í Póll- andi. Þá segir hann að þangað sé för okkar heitið morguninn eftir til að finna styttu eftir íslenska listamanninn Einar Jóns- son. Hún átti að standa í kirkjugarði einhvers staðar í Lodz og það eina sem Guð- mundur vissi var að graf- reiturinn til- heyrði fjöi- skyldunni Ei- sert og um útlit hennar hafði hann vitneskju sína Minnisvarði Eisert-fjölskyldunnar I upprunalegri mynd. Það var þessi mynd sem Guðmund ur í Klausturhólum telur líklegt að hafi vakið með honum drauminn um styttuna. af ljósmynd. Ég reyndi að útskýra fyrir Guðmundi að ferð til Pðllands, akstur til Lodz og leit að styttu væri örðugt viðfangsefni sem krefð- ist bæði vegabréfsáritunar og und- irbúnings. Bara biðin eftir vega- bréfsáritun tæki minnst átta daga. „Bull,“ svaraði hann. „Við förum í sendiráðið í fyrramálið og höldum að því loknu beint til Póllands.“ Áuðvitað hafði Guðmundur rétt fyrir sér. Við biðum skamma stund í sendiráðinu og fengum forgangs- áritun og héldum svo af stað. Um borð í feijunni spurði ég Guðmund hvaðan hann hefði upplýsingarnár um styttuna, en hann sagði að það væri leyndarmál og lét ég það gott heita. í Póllandi, eftir tíu tíma akstur, um það bil 40 kílómetra frá Lodz segir Guðmundur: „Viltu vita hvert leyndarmálið er?“ — „Já, auðvitað," svara ég. „Mig dreymdi það,“ var þá svarið. Það eina sem vantaði var styttan Eftir komuna til Lodz stingur Guðmundur upp á því að við byijum á að spásséra um kirkjugarða borg- arinnar í leit að styttunni. „Ertu bijálaður, maður,“ segi ég.„Það eru meira en hundrað kirkjugarðar hér í Lodz, borg með yfir milljón íbúa, — vonlaust verk.“ í staðinn stakk ég upp á að við hefðum samband við pólsku lögregluna og reyndum, gegn greiðslu, að fá aðstoð hennar til að finna styttuna. Á aðalstöðinni í Lodz fundum við aðeins einn lög- reglumann sem talaði ensku. Hann er nú góður vinur okkar Guðmund- ar. Við hittum hann klukkan tíu að morgni og hann lofaði að koma á hótelið okkar um eftirmiðdaginn, um sexleytið. Þegar hann kom á hótelið höfðum við lagt okkur í herbergjum okkar. Lögreglumaður- Einar Jónsson við mynd sína Þorfinnur Karlsefni í Fíladelfíu 1917. BRAUTRYÐJANDI ÍSLENSKRAR HÖGGMYNDALISTAR f Einar og Anna kona hans í garði Hnit- bjarga um 1945. EINAR Jónsson fæddist á Galta- felli í Hrunamannahreppi 11. maí 1874, að því er foreldrar hans héldu fram, þótt kirkjubækur segi hann degi yngri. Hann var sonur hjónanna Gróu Einarsdóttur og Jóns Bjarnasonar bónda á Galta- felli og þar ólst Einar upp ásamt þremur systkinum, sem fullorðins- aldri náðu, Jakob, Bjarna og Guðnýju. Sagt er að Einar hafi snemma verið óvenjulegt bam. Hann hafi verið viðkvæmur í lund þannig að töfrar náttúrunnar hafi framkall- að í huga hans alls kyns kynjamynd- ir sem síðar mátti sjá í verkum hans. Sem barn tók hann þá óhagganlegu ákvörðun að verða myndhöggvari, sem þótti fráleitt austur í Hruna- mannahreppi fyrir einni öld og höfðu foreldrar hans þungar áhyggjur af þessu undarlega bami, sem oft fór einförum og sat yfir prentmyndum tímunum saman. Með hjálp góðra manna, þar á meðal Bjöms Kristjánssonar, síðar bankastjóra og ráðherra, tókst Ein- ari að komast í listnám. Fyrst lá leið- in til Reykjavíkur þar sem hann sótti eina kennslustund í teikningu hjá Jóni Helgasyni, síðar biskupi, auk þess sem hann naut tilsagnar Torf- hildar Hólm, skáldkonu, í ensku og byrjunaratriðum málaralistar. Árið 1893 sigldi Einar til Kaupmanna- hafnar, með eitt hundrað krónur í peningum og þótti sú ferð „algert firru-flan“ eins og Einar segir sjálfur í minningum sínum. í Kaupmanna- höfn tók hann til við að læra högg- myndasmíði, fyrst hjá Stephan Sind- ing, frægum norskum myndhöggv- ara, og síðan í Listaháskólanum (Det. kgl. Akademi for skönne Kunster) og lauk þar námi. Árið 1901 vann Einar sinn fyrsta sigur á listabrautinni er Charlotten- borg-sýningarnefndin tók til sýninga verk hans „Útlaga" sem hlaut lof- samlega dóma. 1 framhaldi af því veitti Alþingi honum styrk til náms- dvalar í Rómaborg. Ferðin til Rómar stóð hátt á annað ár og ferðaðist Einar víða í leiðinni, m.a. um Þýskaland, Austurríki og Ungveijaland. Einar settist að í Kaupmannahöfn og dvaldist ennfremur um skeið í Berlín og London, en öll þessi ár bjó hann við kröpp kjör. Einari bauðst að gera minnismerki um Þorfinn karlsefni í Fíladelfíu í Banda- ríkjunum og hélt hann þang- að á Jónsmessu árið 1917. Með í för var Anna Marie Jörgensen, sem hann hafði gengið að eiga daginn áður, en hún hafði þá setið í festum í sextán ár. Hún reyndist Einari góð kona og stoð og stytta í list hans. Þau hjón dvöldu vestra í tvö ár og er talið að þau ár hafi verið ein- hver ánægjulegasti og áhyggjuminnsti kafli í lífi Einars. Menn báru hann á höndum sér og hvarvetna hlaut hann lof og viðurkenn- ingu. Honum bauðst að setj- ast að í Bandaríkjunum en hugur hans stefndi heim til Islands, enda var þá hafin bygging Hnitbjarga á Skóla- vörðuholti, sem síðan átti eft- ir að verða athvarf hans til æviloka. Einar var brautiyðjandi íslenskrar höggmyndalistar. Árið 1923 var opn- að Listasafn Einars Jónssonar, sem íslenska þjóðin reisti yfir verk hans, og var það fyrsta listasafnið til sýnis almenningi á Islandi. Einar Jónsson lést 18. október 1954 rúmlega átt- ræður. Frú Anna Jónsson lifði tveim- ur áratugum lengur og veitti safninu forstöðu fram í háa elli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.