Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 C 15 —------! S' S O «o _ _ -s < JS JS eftir Vernharð Linnet ÞEGAR fréttin um andlát Stan Getz barst um heimmn hrönnuðust minningarnar upp. Ég sit rétt fyr- ir framan stóra sviðið á djasshátíð- inni í Juan-Les-Pins sumarið 1970 þegar maður sest við hlð mér. Ég lít á hann. Vá, Stan Getz. Archie Shepp er að spila trylltan framúr- stefnudjass. Hann skrúfar saxafón- inn sundur og saman meðan hann blæs og Stan hlustar af athygli. Þannig var hann alla ævi. Lét nýja strauma aldrei framhjá sér fara og nýtti þá í tónlist sinni — agaði og Iagaði að Stan Getz-stílnum. Hvernig hann nýtti sér framúr- stefnuna má best heyra á tímamót- askifu hans Sweet Rain. Þegar Archie hætti að blása sté Stan á sviðið og þá meitlaði hver tónn lagræna hugsun í knöppu formi. Þarna heyrði ég hann fyrst í hold- inu þó tónlist hans hafi hljómað í eyrum mér frá barnsaldri. Þegar hann blés með Mulligan og Sweets á The Jazz Giants, þegar hann blés með Chet Baker á Stan Meets Chet og ekki síst þegar hann spann yfir strengjaútsetningum Eddie Saut- ers á Focus. Þá skífu taldi hann alla tíð sína bestu. Það liðu ellefu ár þar til ég heyrði Stan aftur tónleikum. Þá blés hann í Laugardals- höll á Listahátíð í Reykjavík. Einn af fremstu nemendum hans sat með sælubros á vör alla tónleikana — Gunnar Ormslev. Stan var með unga drengi í hljóm- sveitinni í Laugardalshöll, en einsog Miles Davis fannst honum hann eflast í samvinnu við æskumenn og bæði Gary Burton og Chick Corea hófu sinn frægðarferil hjá honum. Að einu leyti var hann ólíkur mörgum öðrum: hann borgaði drengjunum vel. Bestan heyrði ég Stan á Norðursjáv- ardjasshátíðinni 1987. Þar var hann með kvartettinn sem hljóðritaði Anni- versary (Emarcy). Kenny Barron á píanó, Rufus Reed á bassa og Victor Lewis trommur. Þvílíkur samleikur. Nokkru fyrir þessa tónleika hafði fund- ist æxli í lunga Stans, en hann neitaði að leggjast undir hnífinn fyrren fjög- urra mánaða tónleikaferð sem samið hafði verið um væri iokið. Þá var æxlið fjarlægt ogr reyndist það ill- kynja. Síðast heyrði ég Stan á tónleik- um á sama stað sumarið 1989. Þá var af honum dregið, en hugsunin jafn skýr sem fyrr og tónninn fagur. Hon- um var farið eins og Dexter Gordon, allt sem hann blés var töfrum slegið. Stan Getz lét krabbann ekki aftra sér frá tónleikaferðum og í marsbyrjun í ár hélt hann þrenna tónleika til að hljóðrita nýja skífu í Montmartre í Raupmannahöfn. Sú verður hans síð- asta og við hæfi að hún skyldi tekin upp í Montmartre þar sem hann blés saxaffinsiiis best og mest. Stan var auglýstur á Norðursjávardjasshátíðinni í sumar en þeim tónleikum aflýsti sá sem sterkari er hveijum einbeittum mannshug. Stan Getz fæddist í Ffladelfíu árið 1927 en ólst upp í Bronx-hverfinu í New York. Foreldrar hans voru rúss- neskir gyðingar og bjuggu við mikla fátækt. Hann fór að blása í munn- hörpu þegar hann var tólf ára gamail en þegar hann var þrettán vantaði bassaleikara í skólahljómsveitina. Hon- um var fenginn bassi og hann fór að spila, en þegar hann tók hljóðfærið með sér heim sagði mamma hans: „Það er annaðhvort þú eða bassinn — það er ekki pláss fyrir ykkur báða í íbúðinni." Hann spiíaði þó á bassann í hálft ár, en langaði þá í hljóðfæri til að leika á laglínur. Pabbi hans keypti handa honum altósaxafón sem kostaði 35 dollara. Þegar Getz var 16 ára sagði vinur hans honum frá því að Jack Teagarden vantaði tenórsaxafón- leikara. Getz fékk lánaðan tenór og blés fyrir Big T. Hann var ráðinn og átti að fá 70 dollara á viku. Faðir hans gaf hónum fararleyfi, mamma hans var í heimsókn hjá föður sínum í Fíladelfíu, og Getz hóf flakk sitt um veröldina með djassinn í farangrinum. Getz var alinn upp á gyðinglegan hátt og hann vissi vel hvað það var að tilheyra kúguðum minnihlutahópi. Það er engin tilviljun að margir bestu djassmeistarar hvíta kynstofnsins eru annaðhvort gyðingar eða af ítölsku bergi brotnir. Þeir áttu það sammerkt negrunum að vera hæddir og hijáðir í Bandaríkjunum. „Þegar ég settist að í Los Angeles árið 1943 fékk ég foreldra mína til að flytjast þangað, en það var erfitt að fá íbúð. í blaðaauglýsingum stóð: — Engin börn, hunda né júða. Við bjuggum lengi í einu herbergi innaf rakarastofu." Stan Getz varð frægur er hann lék með hljómsveit Woody Hermans 1947. Áður hafði hann leikið með sveitum Stan Kentons, Jimmy Dorseys og Benny Goodmans. Hann var með Stan Kenton þegar hann heyrði fyrst í manninum sem hafði meiri áhrif á leik hans en nokkur annar. Sá var að sjálf- sögðu Lester Young. Eitt kvöld var hann á veitingahúsi með Stan Kenton og spurði hann hvernig honum þætti Lester Young. Kenton svaraði: „Spuni hans er alltof einfaldur." Getz sagði upp á stundinni. Þetta atvik lýsir vel skapferli Stan Getz svo og dálæti hans á Lester Yo- ung. „Hann var fyrsti tenóristinn sem ég heyrði Ieika lagrænt, skapa yndis- legar laglínur. Saxafónninn er fram- lenging mannsraddarinnar og það er sama hversu flóknir sólóar þínir eru — þeir verða alltaf lagrænir. Ég reyndi aldrei að stæla Lester en hann var svo yndislegur að hann síaðist inn í mig. Hann var alltaf að syngja lag á saxa- fóninn. Síðasta skiptið sem ég'hitti Lester var á bar í París. hann var fár- veikur en brosti til mín og sagði: — Þú ert söngvarinn minn.“ Stan Getz blæs á Listahátíð í Reykjavík 1981. Ævi Stan Getz var ekki dans á rós- um. Hann giftist ungur, eignaðst þijú böm og skildi. Hann ánetjaðist heróíni og 1954 gerði hann tilraun til að ræna lyfjaverslun í Seattle vopnaður leik- fangabyssu. Hann sá þó að sér og þegar hann var kominn uppá hótelher- bergið sitt hringdi hann í apótekið til að biðjast. afsökunar. Símtalið var rak- ið og lögreglan braut upp hurðina á hótelherberginu, lamdi Getz iililega og fangelsaði. Málinu lauk með dómssátt, en þegar hann snéri heim til Los Angel- es var honum stungið í fangelsi fyrir eiturlyfjaneyslu. í þá daga var mönn- um ekki boðið á meðferðarstofnanir heldur stungið í fangelsi og þar dvaldi Getz við illa vist í hálft ár. Þegar hann var nýsloppinn út lentu börn hans í bílslysi og slasaðist næstelsta barnið alvarlega. Sem betur fór lifðu þau slys- ið af en Getz stóð á barmi hyldýpis. Þá varð það honum til happs að kynn- ast sænsku stúkunni Monicu Silferski- old. Þau voru gift til ársins 1987. „Þegar ég hitti Stan Getz fyrst var hann 27 ára gamall en hugsaði eins og hann væri 17,“ sagði Monica eitt sinn. „Hún bjargaði lífi mínu,“ sagði Stan. Stan Getz tókst að vinna bug á eitur- lyfjunum og 1958 settust þau Monica að á Sjálandi. „Ég þurfti á sálarró að halda — henni er erfitt að ná í Banda- ríkjunum." 1961 snéri Stan aftur heim til Bandaríkjanna. Þá sagði hann: Evr- ópubúar leggja stund á djass eins og hvert annað listform. En þeir verða ekki að leika hann. Hér er djassinn baráttutónlist þeirra minnihlutahópa sem fyrst og fremst leika hann: negra, júða og ítala. Hér er suðupotturinn. Ég vildi óska að hægt væri að ná jafn- vægi milli áreitisins sem maður verður fyrir í Bandaríkjunum og sköpunar- gleðinnar sem maður finnur í Evrópu." 1962 hljóðritaði Getz lög eftir Gil- berto og Jobim með gítarieikaranum Charlie Byrd — skífan sló í gegn og bossanóvaæðið hófst. Getz fór að vinna Grammy-verðlaun og þurfti ekki að hafa peningaáhyggjur upp frá því. En veraldleg gæði skiptu minnstu máli — Getz varð að spila öll kvöld eins og sönnum djassmanni sæmir og ekkert féll honum verr en að spila ekki eins vel og mögulegt var — þá fannst hon- um hann hafa brugðist áheyrendum sínum. Getz bjó yfir yfirburðatækni og oft heyrðist sagt að hann æfði átta tíma ádag. „Ég spila ekki á saxafóninn án þess að hafa meðspilara og ég hef leikið næstum hvert kvöld sem ég hef lifað. Ég hef verið á djammsessjónum þar sem blásið hefur verið í 24 tíma stans- laust. Þegar mað.ur var ungur og varð að leika með danshljómsveitum varð maður að leika frá hjartanu eftir vinnu. Við hittumst þá heima hjá einhveijum eða á einhvetjum klúbbi. Það var lokað og maður blés eins lengi og mann lang- aði til. Kannski voru þetta æfingar, en þær voru dásamlegar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.