Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JUNI 1991 um öll hús, en móðir Jónasar sem ól barn um þetta leyti tók barnsfar- arsótt og dó. Taldi læknirinn að hættunni hefði mátt bægja frá hefði sjúklingurinn verið einangr- aður. Sá Jónas þarna í fyrsta og ekki síðasta sinn hvernig lélegt fæði getur skaðað heilsu manna og jafnvel dregið til dauða. Jónas útskrifaðist frá læknaskól- anum í Reykjavík þrítugur að aldri, gerðist fyrst héraðslæknir í Fljóts- dalshéraði, en síðar héraðslæknir á Sauðárkróki. Jónas var kvæntur Hansínu Benediktsdóttur og eignuðust þau fimm börn. Sjálfur segist Jónas hafa verið feiminn og óframfærinn, en ef marka máævisögu hans sem Benedikt Gíslason frá Hofteigi skráði, hefur Jónas ekki látið vaða ofan í sig, verið snöggur upp á lagið og fljótur að ákveða sig. Hann var kjarnyrtur og hikaði ekki við að segja skoðun sína á lífshátt- um landa sinna. „Ég hef séð það æ betur og betur í lífinu, að sjúk- dómar sem við læknamir erum að. berjast við og ekki voru til þegar ég var krakki eru sjálfskaparvíti og afleiðing rangra lifnaðarhátta, fyrst og fremst neyslu ónáttúru- legra fæðutegunda." Jónas hætti sjálfur að nota tóbak árið 1920, en þá hafði hann brúkað flestar sortir og áfengi drakk hann helst ekki því hann hafði óvart orð- ið drukkinn tíu ára og flökraði við víni eftir það. Jónas var læknir til ársins 1938 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir eins og lög gerðu ráð fyrir. En það var kannski dæmigert fyrir mann eins og Jónas, að einmitt þegar landsins lög höfðu ákveðið að nú drægi hann sig í hlé hóf hann fyrst brautryðjandastarf sitt af alvöru. Hann sagði í kveðjuræðu sinni til Skagfirðinga að hann ætl- aði að vinna að því að í heilbrigðis- málum væri lifað eftir lögmáli nátt- úrunnar. Skyrmysa og krúska Jónas flutti til Reykjavíkur árið 1939 pg stofnaði Náttúrulækninga- félag íslands sama ár ásamt öðm áhugasömu fólki. Stofnendur voru 30 alls og í stjórn vom kosnir auk Jónasar: Axel Meinholt kaupmað- ur, Hjörtur Hansson stórkaupmað- ur, Sigurður A. Björnsson fram- færslufulltrúi og Siguijón Péturs- son verksmiðjustjóri. Félagið gaf út mikið af bókum fyrstu árin en aðalhugsjón Jónasar var að koma upp heilsuhæli. Efnt var til happdrætta og gjafir bámst frá áhugasömu fólki. Komu sumir með mjólkuraurana sína, aðrir með háar fjárapphæðir „sem þeir þurftu ekki að nota í augnablikinu". Árið 1946 keypti félagið jörðina Gröf í Hrunamannahreppi en ekki var þó hafist handa um byggingu strax sökum fjárskorts. Menn voru þó eigi af baki dottnir og tóku til bragðs að reka sumarhæli til að byija með. Voru þau í skólahús- næði í Hveragerði og í Varmalandi í Borgarfirði. Mikil aðsókn var í sumarhætin og varð að vísa mörgum frá. Árið 1952 voru til að mynda 40 fasta- gestir í Varmalandi, alls 208 yfir sumarið, og meðaldvalartími tæpir 9 dagar. Fólk var á öllum aldri, jafnvel fjölskyldur með böm, og komu á hælið til lækninga, hvíldar og hressingar. Dvalargestir greiddu sjálfir allan kostnað af dvöl og meðferð. Drukku menn skyrmysu og veikt fjallagrasate, borðuðu krúsku, hrátt grænmeti, rótarávexti og heita jurtarétti, fleygðu sér eftir hádegið, fóru í fjallgöngur og sund og í háttinn klukkan tíu. Á laugar- dagskvöldum hélt Jónas Kristjáns- son síðan fyrirlestra um heilbrigðis- mál. Heilsuhælið í Hveragerði var síð- an opnað 24. júlí 1955 með rúmum fyrir 30 dvalargesti. Var það að vonum mikill gleði- og sigurdagur fyrir hinn 85 ára gamla hugsjóna- mann og brautryðjanda, Jónas Kristjánsson. Þegar rætt er um hugsjónamenn í sambandi við heilsuhælið er ekki úr vegi að minnast á Bjöm L. Jóns- son yfirlækni. Björn lauk stúdents- prófi 1925, fór til Pan'sar, lærði náttúruvísindi við Sorbonne- háskólann í fjögur ár og hóf síðan störf á Veðurstofunni að námi loknu. Hann varð framkvæmda- stjóri heilsuhælisins árið 1950, en eitthvað hefur hann ekki verið án- ægður með þekkingu sína á manns- líkamanum, því tveimur ámm síðar hóf hann læknanám við Háskólann, þá 48 ára gamall. Allan tímann meðan á náminu stóð vann hann fullan vinnudag á Veðurstofunni. Menn lögðu víst ýmislegt á sig fyr- ir hugsjónina í þá daga. Björn tók síðan að sér starf yfir- læknis á Heilsuhælinu í Hveragerði árið 1965, eftir að hafa kynnt sér rekstur hliðstæðra stofnana í Þýskalandi og víðar, og verið að- stoðarlæknir borgarlæknis í Reykjavík í fimm ár. Náttúrulækningafélagið Fyrstu sjúklingar sem komu til að leita sér heilsubótar við hælið voru meðal annars sjúklingar með of- næmi og exem, sjúklingar með sjúkdóma í öndunar- og meltingar- færum og tveimur árum eftir að hælið tók til starfa veitti heilbrigð- isstjórnin félaginu heimild til að starfrækja gigtlækningadeild inn- an hælisins. Stöðugt var byggt við hælið, fyrst baðdeild, þá sundlaug, önnur íbúðarálma, gróðurhús, starfs- mannahús og svo mætti lengi telja. Sjúklingum fjölgaði árlega og voru dvalargestir 350 árið 1957 og 1150 árið 1963. Næstu árin var heilsu- hælið rekið á svipuðum nótum og í upphafi og var sífellt verið að byggja við hælið og stækka. Frumkvöðullinn, Jónas Kristj- ánsson, lést árið 1960 á Heilsuhæl- inu í Hveragerði og hafði þá náð hárri og fagurri elli eins og hann sjálfur hafði óskað öðrum til handu. Starfsemi Náttúrulækningafé- lags íslands var haldið áfram af fullum krafti ogeru félagsmenn núna um átta hundruð. Félagið er bandalag Náttúrlækningafélags Reykjavíkur og Náttúralækninga- félags Akureyrar og rekur skrif- stofu í húseign sinni á Laugavegi 20b með þremur starfsmönnum. í húsinu er útgáfustarfsemi tímarits- ins „Heilsuverndar“ sem hefur nú komið út í 46 ár, vísir að bóka- safni og ráðgjöf, fundarherbergi 1 og herbergi þar sem haldnir eru fræðslufundir fyrir litla hópa, og húsnæði fyrir matstofu og káffi- stofu sem leigt er út. Á Akureyri er félagið að byggja annað heilsuhæli sem nú er tilbúið undir tréverk. Er það í Kjama- skógi, hefurfengið nafnið „Kjarna- lundur" og mun það geta rúmað 50 dvalargesti þegar byggingu er lokið. Uppstokkun Sú heilsuvakning sem varð á Vesturlöndum á síðasta áratugi hefur ef til vill orðið til þess að forráðamönnum Náttúralækninga- félags íslands fannst ástæða til þess að velta fyrir sér stöðu félags- ins væri með tilliti til fortíðar, nú- tíðar og framtíðar. Undir stjórn rekstrarráðgjafa var gerð upp- stokkun á félaginu og varð niður- staðan sú að hugmyndafræði stofn- andans, Jónasar Kristjánssonar, um hreint loft, ljós, hreint ómengað vatn, góða og holla hreyfingu, næga hvíld og hollt mataræði, væri enn í fullu gildi. Náttúrúlækningafélagið setti sér framtíðarmarkmið þar sem áhersla var lögð á fyrirbyggjandi starf, áframhaldandi stuðningtil sjálfs- hjálpar eftir meðferð á heilsuhæl- inu í göngudeildarformi, efla bóka- safn og blaðaútgáfu, vera með fræðslufundi og reka heilsuskóla. í lýsingu á starfsemi heilsuhælis- ins, sem gerð var fyrir heilbrigðis- yfirvöld 1990, erþessgetið að starfsemi hælisins hafi síðustu árin sveigt inn á braut hefðbundinna lækninga, enda starfsfólkið með hina hefðbundnu menntun ís- lenskra heilbrigðisstétta. Sálarlegir þættir heilbrigðis eða félagslegt umhverfi hafi ekki þróast að sama skapi. í markmiðslýsingu er gert ráð fyrir sérstökum sviðum sérhæfðrar endurhæfingar og eru þá áætluð 30 rúm fyrir dvalargesti með bækl- unarsjúkdóma, 30 fyrir gigtarsjúkl- inga, 20 fyrir krabbameinssjúkl- inga og 30 fyrir þá sjúklinga sem þjást af offítu. Auk þess er gert ráð fyrir 70 rúmum fyrir almenna endurhæfingu fólks, einkum þess sem fer í offitumeðferð. Vísir að ofangreindri skipulagn- ingu mun nú vera komin til fram- kvæmda að hluta. Deilur Á þriðja þúsund manns koma árlega á Heilsuhælið í Hveragerði, dvalargestir era um 180 og meðal- dvalartími fjórar vikur. Starfsmenn er um 150. Fimm manns skipa rekstrarstjórn heilsuhælisins, þrír sem tilnefndir era af NFLÍ, einn frá Hveragerðisbæ, og einn sem fulltrúi starfsmanna. Dvalargestir og sjúklingar koma inn á hælið samkvæmt tilvísun lækna og er daggjaldakostnaður ríkisins hvað lægstur hjá heilsuhælinu af öllum sjúkrastofnunum. Síðustu árin hefur einkum verið fengist við endurhæfingu og gigtarlækningar, en það var út af meðferð offitusjúklinga sem deilur spunnust. Gísli Einarsson fyrrver- andi yfirlæknir segir í Morgunblað- inu 8. maí sl., að ágreiningur hafi verið um fræðslu og ráðgjöf. Einn- ig segir hann, „að náttúrulækning- amenn telja að þeir reki einkastofn- un sem þurfi ekki að taka tillit til heilbrigðislaga, en á meðan sækj- ast þeir eftir og fá starfsleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu og greiðir það stóran hluta kostnaðar". Eiríkur Ragnarsson fram- kvæmdastjóri hælisins segir á sama stað, að deilan snúist um viðfangs- efni stofnunarinnar og að kjarni málsins sé sá að yfirlæknir vilji gera heilsuhælið að ríkisspítala. Eftir deilur og ósamkomulag var báðum yfirlæknum hælisins sagt upp störfum og Læknafélag íslands varaði lækna við því að sækja um starf á heilsuhælinu. Ólafur Ólafsson landlæknir var spurður hvað læknar gagnrýndu helst í sambandi við starfsemi hæl- isins og lækningaaðferðir, og segir hann að læknar hafi ekki talið sig hafa nógu mikil áhrif varðandi fræðslu. „I fyrsta lagi var í gangi meðferð gegn offitu sem þeir sættu sig ekki við. Töldu að ekki hefði verið gerð úttekt á árangri þeirrar meðferðar sem beitt var og ekki hægt að styðja hana með vísinda- legum rökum. Meðferð þessi var síðan lögð af. í öðru lagi vora deil- ur um stjórnunarfyrirkomulag. Gert var ráð fyrir því upphaflega að yfírlæknir og hjúkrunarforstjóri heyrðu undir forstjórann. Sam- kvæmt lögum var það ekki rétt, forstjórinn sér um reksturinn, hjúkrunarforstjóri um hjúkrun og C 11 læknar um lækningar og þeir heyra síðan undir stjórnina. Þessu var breytt og eru læknar nú ekki undir stjóm forstjóra með tilliti til fag- legra mála. Þannig afgreiddi embættið málið fyrir jól og ég hélt reyndar að málið væri komið á réttan kjöl. En iá kom upp sá grunur að ekki hefði verið staðið rétt að fjármálum hælisins, og áfram héldu deilur og má segja að þær hafi farið út fyrir hið faglega. En upphaflega var deilt um faglegt forræði.“ Samkvæmt upplýsingum frá heilsuhælinu vora það hjúkrunar- forstjórinn ogframkvæmdastjórinn sem sáu um umrædda fræðslu fyr- ir offitusjúklinga, en fræðslan var byggð á samskonar kerfi og AA samtökin nota í baráttu gegn áfengisneyslu. Framtíð hælisins Eftir langa fundi í deilum um mál heilsuhælisins hefur nú verið skip- uð ný rekstrarstjórn til bráðabirgða sem nýtur trausts allra deiluaðila. í henni sitja Pétur Jónsson, fram- kvæmdastjóri stjórnunarsviðs Rík- isspítalanna, Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir og Gunnlaugur Kr. Jónsson varaformaður fyrrver- andi rekstrarstjórnar. Matthías Halldórsson og Gunn- laugur Kr. Jónsson segja að nú sé eingöngu verið að leysa úr deilum, málið sé á mjög viðkvæmu stigi, og ekki enn verið rætt um hlutverk hælisins í framtíðinni þótt ýmsar hugmyndir hafí komið fram þar að lútandi. Segir Matthías að áframhaldandi endurhæfing verði líklega á hæl- inu.„Rætt hefur verið um að hluti hælisins verði heilsuhótel í framtíð- inni og hluti sjúkrastofnun. En það er líka spuming hvort hugmynd um heilsuhótel sé ekki óraunhæf. Ekki er víst að ríkir útlendingar kæri sig um að dvelja í því hús- næði sem stendur til boða. Hugsjón náttúralækningamanna er nú orðin sá lífsstíll sem fólk veit að er rétt- ur og því má vera að hlutverki stefnunnar sé lokið. Égtel að þörf- in sé mest fyrir endurhæfingu hvers konar, og má í því sambandi nefna krabbameinssjúklinga sem era að ná sér eftir meðferð. Æski- legast mundi vera að á hælinu í framtíðinni verði sjúklingar með ólíka sjúkdóma.“ Gunnlaugur segir að tvennt komi til greina varðandi framtíð hælis- ins. „I fyrsta lagi að rekstrarform verði svipað og áður, eða að NFLI fari út úr ríkisgeiranum. Annars hefur enginn tími gefist til að kanna framtíðarstöðu hælisins. Það er rétt að þær raddir hafa verið áberandi meðal náttúrulækninga- manna sem vilja reka hælið í sama formi og heilsuhæli erlendis eru rekin, en spurningin er hins vegar sú, hvað sé raunhæft ogfram- kvæmanlegt. Stefna náttúralækn- ingamanna hefur vissulega breytt lífsstíll manna, en hlutverki hennar er ekki lokið. Stefna sem þessi er í endalausri þróun og ég veit að erlendis eru virtir læknar farnir að beita náttúralegum lækningaað- ferðum í stað lyfjagjafar. Ég held að skoðanir manna á þessu máli mótist af því hvorum megin þeir sitja við borðið.“ Ýmsir möguleikar virðast koma til greina í sambandi við rekstur heilsuhælisins. Upphaflega var hælið rekið af miklum eldhugum sem öllu vildu fórna fyrir stefnu sína og hefur heilsuhælið skipað ákveðinn sess hjá almenningi fram til þessa. Menn hafa yfírleitt verið stoltir af starfsemi þess og stefnu og því ólíklegt að þeir æski þess að heilsuhælið „detti inn í kerfið“ sem venjuleg sjúkrastofnun. „Þeir hljóta að finna lausn á þessu, full- orðnir mennirnir,“ sagði eldri kona þegar um hælið var rætt og virðist húnverða sannspá því sam- kvæmt síðustu fréttum hafa yfir- læknarnir verið endurráðnir og er vonast til að starfsemi hælisins verði komin í eðlilegt horf um miðja þessa viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.