Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 20
Konungar hippanna Grat- eful Dead í árdaga. ERKI- HIPPAR GRATEFUL Dead spratt úr hassvímuhugsjón hip- panna um betri heim. Sú hugsjón hefur vikið fyrir öðrum, en erkihipparnir í Grateful Dead eru enn að. Fyrir skemmstu var nafn 1 sveitarinnar lagt við átak til að bjarga regnskógun- um og um leið mannkyn- inu þegar gefin var út breiðskífa með nokkrum lögum sveitarinnar, í flutningi annarra. Grateful Dead hefur aldr- ei verið mjög í tísku, en komið hefur frá sveitinni grúi laga sem náð hefur hylli, ef ekki almennings, þá annarra tónlistarmanna. Tónlistarmennirnir sem lög eiga á regnskógaplöt- unni, Deadicated, eru úr ýmsum áttum, og völdu allir lögin sjálfir. Meðal flytjenda eru Los Lobos, Suzanne Vega, Elvis Costello, Dwight Yoakham, Cowboy Junkies, Midnight Oil, Burning Spear og Dr. John. Utsetningarnar eru allt frá einmanalegu gítarrauli í harða rokk- keyrslu í rastafarireggí. Deadicated verður kannski til þess að vekja verðskuldaða athygli á Grat- eful Dead og safnar um leið fé til skógverndar. DÆGURTONLIST Eru íslenskarplötur bara jólagjafir? íslenskt tónlistarsumar ÁÐUR hefur komið hér fram að útgáfa á íslenskri tónlist verði meiri á þessu ári en nokkru sinni. Fljótt á litið verður gefið út á sjöunda tug platna á árinu, ýmist glænýtt efni eða endurútgenð. Á morgun verð- ur hrint úr vör átakinu íslenskt tónlistarsumar. Að íslensku tónlistar- sumri standa Samtök hljómplötuframleiðenda, Félag tónskálda og texta- höfunda, Samband tón- mmmmmmmmm skálda og eigenda flutnings- réttar og Félag ís- lenskra hljómlist- aimanna. eftir Ama Aðstand- Motthíosson endur átaksins segja það m.a. beinast að því að snúa við þróun undanfarinna ára að ekki séu gefnar út nema fimm til sex plötur fyrri hluta árs og síðan 30 til 40 síðustu tvo mánuði fyrir jól. Á næstu vikum, en átakið stendur til 17. ág- úst, koma út tuttugu breið- skífur með innlendri tón- list, ýmist nýrri eða end- urútgefinni. Á þeim breið- skífum verða um 275 ís- lensk lög, þar af tæpur helmingur að heyrast í fyrsta sinn, og alls verða þetta 15 klukkustundir af tónlist. Sumarið er helsti tónlei- katími ársins hér á landi, enda á sjöunda tug sveify sem þeytist um landið endi- langt við tónleikahald og ballspilamennsku og því nokkuð í húfi að hægt verði að koma útgáfunni á skyn- samlegan grunn. Ef tekst að færa a.m.k. þriðjung Balivertið Sálin. sumarslaginn Bubbi, Rúnar og félagar. útgáfunnar á ís- lenskum plötum á fyrri hluta ársins á það eftir breyta miklu um þróun íslenskrar tónlistar. Meðal- kostnaðurviðútg- áfu á plötu hér- lendis hefur hækkað til muna undanfarin ár og herma tölur að það kosti á fimmtu milljón króna að gefa út meðalplötu, sem þarf þá að seljast í tæpum fimm þúsund eintökum til að borga sig. Áhættan er því mikil og skiljanlegt að menn freistist til að gefa fleiri eintökum. : Virðisaukaskattur á fslenskar hljómplöt- ur hefur verið mönn- um þyrnir i augum, enda erfitt að rökstyðja að bækur á ísiensku séu . vask- lausar en íslenskar plötur ekki. Átakinu er einnig ætlað að þrýsta enn frekar á að vaskurinn verðí felldur niður af ís- lenskum piötum, sem allar líkur em á að verði í haust. Við þetta má svo hjósmynd/Björg Sveinsdðttir bæta að í tilefni plöturnar frekar út á jóla- átaksins er stefnt að því markað, því þá seljast þær að helmingur tónlistar á plötur sem á annað borð Rás 2 verði íslenskur. seljast í tvöfalt til þrefalt FORHERT DANSFÍFL SEGJA má að Todmobile hafi verið í hljóðveri meira eða minna síðustu 3 ár, enda sent frá sér tvær breiðskíf- ur, nokkur safnplötulög og sett enska texta á flest það sem sveitin hefur tekið upp fyrir íslenskan markað. Enn er Todmobile í hljóðveri, enda sendir sveitin frá sér tvö lög á væntanlegum Bandalögum 4, og tvær breiðskífur á árinu, aðra á ensku sem gefin verður út í Skandinavíu. Líkt og síðasta ár eru safnplötulögin ekki dæmigerð fyrir það sem T'odmo- bile er að fást við um þessar mundir. Að sögn þeirra Þorvaldar Þorvaldssonar, sem leggur áherslu á að Tödmobile sé ekki danshljómsveit, og Eyþórs Arnalds verða safnplötulögin forhert danstónlist þar sem notaðir eru hljóðsmalar og viðlíka tól. „Fólk hefur iðulega haldið því franm að við notum tölvur mikið og því tími til kominn að reyna slíkt. Við byggðum takt- grunn á bútum úr ýmsum áttum, fórum i plötusafnið með hljóðsmala og bútuðum allskyns hljóð,“ segir Þorvaldur. „Allt nema James Brown,“ skýtur Eyþór inn í. Til viðbótar er sveitin að taka upp enska Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Hljóðsmalaveisla Eyþór og Þoivaldur hlusta af einbeifni. texta fyrir plötu sem gefin verður út í haust. Sú útgáfa verður samhliða ís- lenskri plötu, enda leggur Todmobile hcfuðáherslu á íslandsmarkað. „Það tekur allt svo langan tima ytra og við viljum halda áfram hér á meðan það er meðbyr. Við erum enn að vinna á.“ HAMSLAUS PIRRINGUR í NÝLIÐNUM Músíktilraunum vakti mikla athygli laugvetnska sveitin Sagtmóðigur fyrir líflega sviðs- framkomu og hamslausa túlkun. Fæstir áttu von á öðru en þungarokki eða froðupoppi og Sagtmóðigur var því sem ferskur andblær sem lyfti brúnum á við- stöddum. Sagtmóðigur er hugar- fóstur nema við Menntaskólann á Laugar- vatni og í spjalli sögðu þeir að allt hefði þetta hafist með blaðinu Loksýru, sem þeir settu af stað til að fá útrás fyrir sköpunargleði. „Meðalformúlan fór í taug- arnar á okkur og við mynd- uðum einskonar ómenning- arklíku. í blaðinu birtum við meðal annars ljóð og ámóta, en tónlist var alltaf snar þáttur og mótaði blað- ið að miklu leyti. Við hlu- Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Sagtmóðigur Uppreisn gegn popp/sveitaballaþvælunni. stuðum mikið á tónlist og þá á Napalm Death, Roll- ing Stones, Bob Dylan, Rapeman og Manchester- rokkið, en íslenskar hljóm- sveitir eins og Bless og sérlega Ham voru ekki minni þáttur. Eftir tvö blöð ákváðum við að stofna hljómsveit, sem varð undir- eins pönksveit með fölsk- um og fínum gíturum, melódískum bassa og villt- um söng. Textarnir eru allir sprottnir af pirring og reiði, en að spila veitir okk- ur gífurlega útrás. Tónlist- in er líka uppreisn gegn popp/sveitaballaþvælunni, sem við vorum löngu búnir að fá okkur fullsadda á.“ Sveitarmenn hyggjast taka sér leyfi frá spiliríi í sumar, en taka þráðinn upp að nýju þegar haustar. Því er svo við þetta að bæta að Sagtmóðigur mun eiga lag á væntanlegri Snarl- spólu, þeirri þriðju í röðini, þar sem verður þverskurð- ur af því sem helst er að gerast neðanjarðar hér á landi. MORGUNBLAÐIÐ MEINIIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 16. JUNI 1991 ARTCH ATVEIM- URVIIMUM NORSKA þungarokksveitin Artch treður í kvöld upp á risatónleikunum í Kaplakrika. Sveitarmönnum þyk- ir þó ekki nóg að gert og annað kvöld leikur Artch I Tveimur vinum. Líklega vita flestir að Artch hefur innan- borðs rokksöngvarann góðkunna Eirík Hauksson, en sveitin kom hingað til lands fyrir tveimur árum og lék þá á tvennum tón- leikum í Hótel íslandi. Á tónleikunum í Tveimur vin- um leikur sveitin vísast lög af nýútkominni breiðskífu sinni, sem fengið hefur ágætis dóma ytra. Til upp- hitunar verður rokksveitin Bleeding Volcano. Artch Norsk/ísienskt speed-metal. USALIN hans Jóns míns er komin á stað í tónleika- hark sumarsins og leikur um land allt á næstu vikum og mánuðum, en alls eru sveit- armenn búnir að bóka sig í spilamennsku fram í októ- ber. Ekki er nóg með það, því sveitin er nú stödd ytra til tónleikahalds og hefur þegar leikið í Noregi og Danmörku. Þrátt fyrir það verður Sálin hér á landi á þjóðhátíðardaginn og leikur í Miðbænum þá um kvöldið. I næstu viku leikur sveitin síðan í Edinborg í Keflavík á föstudag og á Hótel Akra- nesi á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.