Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 19
 'iTMI 3 . *#twTi œm UNNUDAGUR 16. JUNI 1991 C 19 HEIMIR FOLK i fjölmiÖlum ■ HEIMIR Már Pétursson, sem lét af störfum sem umsjónar- maður fréttablaðsins Norðurlands um mánaðamótin maí-júní hefur verið ráðinn fréttamaður til Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Heimir segist hafa lokið verkefnum sín- um fyrir norð- an og lítist vel á að takast á við ljósvaka- ljölmiðlun. „Hér eru nýliðum engin grið gef- in. Manni er hent beint út í hringið- una og það á vel við mig,“ segir Heimir Már í samtali við Morgun- blaðið. Heimir, sem á sér feril í blað- amennsku á Þjóðviljanum og Norðurlandi kveðst sjá ýmsa mögu- leika í útvarpi og sjónvarpi sem hann hlakki til að fást við. „Ég hef verið á leið í framhaldsnám í 2-3 ár, en það getur orðið bið á því. Þó þetta hafí upprunalega verið hugsað sem sumarstarf er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.“ ■ EITT af megin viðf angsefnum Alþjóða blaðamannasambands- ins, IFJ, um þessar mundir er upp- stokkun í Austur-Evrópu og að- stoð við uppbyggingu fag- og stétt- arfélaga í hinum nýfrjálsu löndum. Annað höfuðverkefni IFJ er að sam- ræma viðbrögð til að treysta sam- vinnu og samstöðu stéttarfélaga blaðamanna gegn virðingarleysi fjölmiðlakónga nútímans fyrir kjara- og vinnuréttarmálum. Rík áhersla er lögð á stóraukna sam- vinnu evrópskra blaðamanna til að reyna að hafa sem mest áhrif á þær breytingar sem nú eiga sér stað varðandi stöðu fjölmiðlunar í álf- unni. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi BÍ. Murdoch selur tímarit FYRIRTÆKI Rupert Murdoch, News Corporation, hefur selt hluta af tímaritaútgáfu sinni í Bandaríkjunum fyrir 650 miHjón- ir dollara og á í viðræðum við aðila um sölu á fleiri einingum úr starfseminni. News Corp. var í miklilli útþenslu á síðasta ára- tug og keypti fjölmiðlafyrirtæki á öllum sviðum um allan heim og er gífurlega skuldsett. Fyrr á árinu var fyrirtækið nánast að komast í greiðsluþrot og varð að ganga til samninga við helstu lánadrottna um fjárhagslega skipulagningu, og er salan nú hluti af því samkomulagi. Tímaritin sem hér um ræðir eru Racing Form, Soap Opera Weekly, Soap Opera Digest, New Woman og Seventeen, en síðast- nefnda tímaritið mun eitthvað þekkjast hér á landi. Kaupandinn er K-lll sem er útgáfuarmur fjár- festingafyrirtækisins Kohlberg Kravis Roberts, sem hefur komið mjög við sögu í þeirri yfirtöku- bylgju sem gekk yfír bandarískt viðskiptalíf undir lok síðasta ára- tugar. Með þessum kaupum er K- 111 orðið í hópi öflugustu útgáfu- fyrirtækja vestan hafs og mun til- koma nýju tímaritanna auka tekjur þess út um 500 milljónum dollara á ári í um 800 milljónir. Maxwell selur 49% hlutabréfa í Mirror MÁTTARSTÓLPAR stórveldis breska fjölmiðlakóngsins Roberts Maxwells hafa verið þrír: útgáfufyrirtækið Pergamon, fjölmiðlunar- fyrirtæki sem við hann er kennt og nefnist Maxwell Communicati- ons (MCC) og Mirror-blaðasamsteypan. Á undanförnum mánuðum hefur verið skammt stórra högga á milli hjá fjölmiðlakónginum. Imars seldi Maxwell Pergamon- útgáfuna hollensku fyrirtæki, Elsevier, fyrir 440 milljónir punda'. Síðan hefur hann tilkynnt að hann muni hverfa úr stjórn MCC í sum- ar. Mest kemur á óvart að hann hefur ákveðið að bjóða 45-49% hlutabréfa í Mirror-samsteypunni til sölu. Maxwell ætlar eki að setjast í helgan stein, þó að hann sé orðinn 67 ára gamall. Þótt hann hætti í stjórn MCC verður hann eftir sem áður aðalhluthafi fyrirtækisins og sonur hans, Kevin, tekur við sæti hans í stjórninni. Annar sonur hans, Ian, verður staðgengill hans í Mirr- or-blaðasamsteypunni. Þegar Financial Times spurði Maxwell hvers vegna hann hefði ákveðið að halda áfram að eiga meirihluta hlutabréfa í Mirror-sam- steypunni sagði hapn: „Ég tek ekki þátt í fyrirtæki, sem ég eða fjöl- skylda mín eigum minna en 51 pró- sent í. Ég lét mér Pergamon að kenningu verða (þar missfi hann meirihluta um tíma).“ Þrátt fyrir ýmÞ8—is afrek er Maxwell skuldum vafinn. Ástæðan er fyrst og fremst sú að MCC keypti Macmillan-forlagið í Bandaríkjun- um fyrir einn og háifan milljarð punda 1988. Seint á síðasta ári þurfti MCC að greiða 210 milljóna punda afborgun af skammtímaláni og Mirror-samsteypan kom til bjargar, en lenti sjálf í skuldum vegna kaupa á eignum frá MCC. Þess vegna var ákveðið að selja hlutabréf í Mirror-fyrirtækinu og af hagnaðinum verður 210 milljón- um punda varið til gi-eiðslu á lánum. Maxwell vonar að sala Mirror- hlutabréfanna ásamt sölunni á Pergamon-forlaginu muni duga til að koma fjármálunum á réttan kjöl. Af einhveijum ástæðum hafa hluta- bréf í aðalfyrirtæki hans, MCC, hækkað í verði að undanförnu, en verðgildi þeirra hefur rýrnað um helming síðan 1984. Mirror-blaða- samsteypan stendur sæmilega að vígi, þótt fjárfestendur geti varla gert sér vonir um skjótfenginn gróða. Auk þess er talið líklegt að Maxwell takist að bjarga New York-blaðinu DailyNews, sem hann keypti nýlega. Þrátt fyrir ýmis afrek segir Fin- ancial Times að Maxwell sé ekki fyllilega treyst í bresku viðskiptalífi og telur ástæðuna „mjög flókinn persónuleika hans: pukur, lævísi og hátterni, sem sé ekki í samræmi við viðteknar venjur.“ Synir hans séu af öðru sauðahúsi og því geti svo farið að stórveldi Maxwells verði hluti af breska valdakerfinu þegar fram í sæki. Mikill sjónar- sviptir verði að Maxwell þegar hann hverfi úr heimi viðskiptanna. HUMAIÆA YFIRRml HAMMERITE er ryðbindandi lakk, sem bindur fast og þurrt ryð og stöðvar ryðmyndun. Það er sjálfgrunnandi og fljótþornandi háglanslakk, borið á án undanfarandi grunnmálunar. HAMMERITE hefur mjög háan yfirborðsstyrk, þ.e. höggþol, skrapþol, hitaþol og veðrunarþol. Ýtarlegri upp- lýsingar fást hjá söluaðilum og í bækl- ingnum „Beint á ryðið“og einblöðungnum „Nú má lakka yfir ryðið“ sem eru fáanlegir hjá þeim. HAMMERITE FÆST í MÁLNINGAR- OG BYGGINGAVÖRUVERSLUNUM HAMMERITE lakkið fæst í fjölda lita. Skoðaðu litakort hjá söluaðila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.