Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 5
MORGUN'IiLAÐID SUKKUDAGUR Ui. JCKI 19'.) 1 —d 5 bókstaflega dansar yfír ölduhrygg- ina, það syngur í rá og reiða og ég get vitnað um að bæði er sá söngur til og hann er hinn fegursti. Þegar við komum í skjólið af Fagurey og öldurnar minnka, skríð- ur drottningin Gaia á 8 mílna ferð undir drukknum mána sem veður á milli skýjaflóka. Það er ólýsanleg tilfinning að líða áfram án mótor- skella gegnum nóttina, á svo glæsi- legu skipi. Og eins og til að undir- strika það sem liggur í loftinu byij- ar Ragnar að syngja þar sem hann stendur við stýrið, djúpri, fallega rámri raust. Sjómannavísur með viðkomu í Ríó og Singapúr líða út í nóttina og vekja fuglinn í bjarginu, ef hann tímdi þá nokkuð að sofna á svo fallegri nóttu. Það er með herkjum að ég fæ sjálfan mig í koju, þessa síðustu nótt ferðarinnar en skyn- semin ræður og á morg- un kemur nýr dagur. Orkneyjar fyrir stafni og undir fæti Þegar ég kem á stjá eru Orkneyjar allt um kring, láglendar og grösugar og klukkutíma síðar birtast bátar að taka á móti okkur. Vegna seinkunarinnar eru þeir ekki eins marg- ir og til stóð, því fólkið á Orkneyjum þarf víst að stunda vinnu sína eins og aðrir. Þegar við leggjumst að bryggju er þó fjöldi fólks til að taka á móti okkur og einn í hópnum blæs í sekkjar- pípu. Móttökuathöfnin er hefðbundin, Ragnar og menn hans eru boðnir hjartanlega velkomnir og mjög er vitnað til hinna sterku tengsla Orkneyja og Noregs í gegnum aldirnar. Um kvöldið er herleg veisla i Siglingaklúbbi Kirkwall og menn ganga snemma til náða, því að morgni byija ungir og aldnir Orkneyingar að streyma um borð að sækja sér tijáplöntur. Og það gengur eftir því allan lið- langan daginn streyma hópar fólks að skipshlið og um borð þar sem allir fá tijáplöntu til að gróðursetja, en trjágróður er ennþá sjaldséðari á Orkneyjum en á Fróni. Vegna seinkunar skipsins þarf að fella niður ýmsa liði dagskrárinn- ar, en okkur er þó boðið að skoða viskíverksmiðju staðarins undir leiðsögn hvatlegrar konu, sem veit bókstaflega allt um viskí, sem vert er að vita. Hún segist reyndar ekki vera mikið fyrir mjöðinn sjálf og leiðir langleitan víkingaskarann í allan sannleikann um hinar hávísinda- legu og ævafornu framleiðsluað- ferðir. Víkingar kvaddir með trega Og allt í einu er komið að kveðju- stund. Mér finnst það skrýtin til- fínning að horfa á eftir vinum mín- um. Ég sigli með þeim fyrsta spöl- inn út frá Kirkwall, en svo kemur að því að lóðsbáturinn snýr við. Gunnar Eggertsson skýtur mér yfir í lóðsinn, eftir að ég hef kvatt alla með virktum og „sjáumst eftir hálf- an mánuð á íslandi“. Svo snýr löðs- inn til hafnar en Gaia heldur sínu striki til hafs ásamt skjaldmey sinni Hávellu. Leiðin liggur til Leirvíkur á Hjaltlandi, með viðkomu á Fagur- ey og svo áfram til Færeyja og ís- lands. í dag kemur Gaia til Reykjavík- ur. A bryggjunni verður fullt af fólki að fagna komu skipsins, þar á meðal gamall sæúlfur sem munstraði sig af á Orkneyjum og getur ekki beðið eftir að komast um borð aftur. Hann stendur á bryggjunni, blessaður og rifjar upp gamla takta og slitrur úr hetjudáðum og þó hann sé kominn í land er hann samt með sönginn í ránni og reiðanum í blóðinu. Og það, skaltu vita, er hin fegursta tónlist. Lítill heimur í öðrum stærri Ragnar Thorseth hlýðir á veðurfregnir. seglum eftir vindi og forðast hættu- legar siglingarleiðir. Þetta á tæp- lega við um Jarðskipið í dag, hver höndin er upp á móti annarri, flest- ir vita að stefnan er röng, um borð ríkir eindæma sinnuleysi, sóða- og slóðaskapur og þeir sem reyna að benda á að betur megi fara eru jafnvel afgreiddir sem smáskrýtnir draumóramenn. Þegar öllu er á botninn hvolft stefnir Jarðskútan hraðbyri beint í brimgarð, sem óvíst er hvort hægt verður að komast út úr aftur og enga björgunarsveit að treysta á nema áhöfnina sjálfa. Það er því gleðiefni að ríkisstjórn- ir íslands og Noregs skuli hafa tek- ið höndum saman við Kloster um Gaia-leiðangurinn, sem farinn er undir svo skýrum formerkjum um- hverfisverndarsjónarmiða. Kannski kemur bráðum betri tíð og svo framvegis . .. Ég ákveð að viðra kaffibollann og helli í annan, sem ég færi Gunnari aftur í skut. Við stýrið, á dekkinu aftan við húsið er helsti útisam- komu- og skemmtistaður skipsins. Hér er gott að sitja eða standa og skynja smæð skipsins á haffletin- um, undir himinhvelfingunni. Sólin er óðum að rifa segl sín og hún býst til að breiða sjóndeild- arhringinn yfir sig til skjóls og ekki veitir af, því það kólnar með kvöld- inu. Tíminn, hinn óvægni þræla- pískari, hefur líkt og skipt um gír. Amstur og erill undirbúnings og brottfarar víkur fyrir taktföstum, rólegum æðaslætti sem skipið og hin hæga, rólega vegferð þess yfir hafið framkalla. Það er búið að skipa mönnum á tvær vaktir, sumir eru farnir til kojs en aðrir dytta að ýmsu smá- legu og spjalla sín á milli. Umræðu- efnin eru nærtækt og fléttast sam- an í órofa heild: Skipið, siglingin sem er og í vændum er, veðrið, spáin, seglið og allt þetta er skeggr- ætt fram og aftur. Ég fæ Gunnar til að útskýra fyr- ir mér hin ýmsu stög og reipi og allt í einu veit ég orðið muninn á stagi, brasi, háls og plíer og get farið að mynda mér sjálfstæða skoðun á máli málanna um borð. Hér eiga menn sitt undir veðri, vind- um og skipi. Gaia hefur ekki enn hlotið eldskírn óblíðs sjólags og bálviðra og mannskapurinn vill vera undir allt, fyrirsjáanlegt sem óvænt, búinn. Af hverju er siglt? Sólin sem skein svo glatt á Berg- en 17. maí, sem þótt ótrúlegt megi virðast var í gær, lætur ekki sjá sig í dag. Grái litaskalinn ríkir á himni og hafi og það er enginn um borð, sem virðist finna hjá sér knýjandi þörf til að hrópa húrra fyrir skyggn- inu. Enn og aftur skynja ég hvað hugmynd Knuts Kloster um skipið á leið sinni um hafíð og samlíking- in við jörðina er einföld og snjöll. Undir blýgráum himni Grámóskan hefur nú tekið á sig mynd þokumóðu. Úti í grámanum djarfar fyrir óraunverulegum fer- líkjum, olíuborpallar voma yfir haf- fletinum eins og fornaldaraskrímsli á rangri öld og tíma. Það er ósenni- legt að nokkur þar á bæ taki eftir litla skipinu með háleita markmiðið þar sem það líður hljóðlaust fyrir vindinum og hverfur hógvært út í grámann. Dagurinn er tíðindalítill, ekkert að sjá eða heyra, sem í frásögur er færandi nema það að vindurinn bætir smámsaman við sig og sömu- leiðis aldan. Sjóveikiplásturinn góði þjónar hlutverki sínu óaðfinnanlega og brattur í lund býð ég fram krafta mína til matseldar. Vakthafandi kokkur fagnar boðinu innilega og allt f einu stend ég í vaxandi velt- ingi, með stæðilega lúðubita ofan í ellefu manns fyrir framan mig. Og spáin er afleit. En menn þurfa mat sinn hvað ofnskúffuna og raða lúðuflykkjun- um í þá síðarnefndu, krydda og set pappír yfir. Þegar yfir lýkur hverfur þriggja hæða lúða a la eitthvað, sem mér hlýtur að detta í hug á eftir, inn í ofninn. Rúnar Marvinsson hvað!! Kartöflurnar með, salat og sopi af bergenskum Hansamiði plús ban- hungruð áhöfn víkingaskips. Þetta veit á gott fyrir hinn óttalausa matsvein. Og þriggja hæða lúðan gerir bara lukku og sannast enn hið fornkveðna um leiðina að hjarta mannsins. Loftvog sem fellur Ég slepp við uppvaskið og tek mér stöðu í lyftingu við hlið höfð- ingjans Ragnars. Það er auðséð að hetjan er ánægð með að vera kom- in af stað. Þó Ragnari láti vel að halda skemmtilegar ræður í stórum veislum er það hér til sjós sem hon- um líður best. Hann gerir miklar kröfur til sinna manna og enn meiri kröfur til sjálfs sín, enda á hann ómælda virðingu áhafnarinnar. Norðmennirnir, bæði á Gaia og á Hávellunni, eru flestir frá Sunn- mæri þar sem útgerðarbærinn forn- frægi Alasund er höfuðstaður. Það er ekkert áhlaupaverk að skilja mállýskuna þeirra þegar þeir kom- ast á skrið og sögurnar ættu ekki allar við í blönduðu selskapi, hvað þá á prenti í þýðingu manns, sem skildi ekki alveg allt. En nú er ekkert verið að grín- ast, því loftvogin fellur og fellur. Það er suðvestanhvellur á leiðinni, spurningin er bara sú hvenær hann birtist. Þeir Ragnar og Gunnar spá í spilin, kortið og spána, sem segir að hann bresti á seinnipartinn á morgun og þá er víst eins gott að vera kominn í var. Með það skríð ég í koju og sofna eins og hendi sé veifað, þrátt fyrir háværan söng siglunnar rétt við eyrað á mér. En tíminn er naumur og veðrið ætlar að verða verra en haldið var, samkvæmt nýjustu veðurfréttum. Um fimmleytið birtist svo Hjalt- land fyrir stafni og eftir könnunar- leiðangur Gunnars á gúmbátnum leggst Gaia við ofurlítinn bryggju- sporð í Sumburgh Head og Hávellan tyllir sér á endann. Menn varpa öndinni léttar, því það mátti ekki tæpara standa: Hann er skollinn á með áhlaupi og bætir stöðugt í. Og ósköpin standa i fjóra sólar- hringa. Við mætum ákaflega hlýju við- móti eyjarskeggja (undarlegt orð eyjarskeggi) og okkur er tjáð að þetta sé versta maíveður í heilan mannsaldur. Meira að segja Gaia, sem þó liggur við bryggju, fær sinn skammt af veðrinu því hún lemst utan í bryggjuna af slíkum krafti að byrðingurinn gengur inn. Það vill hinsvegar til að skipið er sveigj- anlegt þannig að ekkert brotnar. Tíminn er nú notaður í áfram- haldandi vinnu við skipið, menn fá sér göngutúr og hinir sókndjörfustu fara alla leið til Leirvíkur. Frá skip- um á sjó berast fréttir um mikla ölduhæð, einhver meldar 15 metra háar öldur og ég hugsa þá hugsun ekki til enda, hvernig okkur hefði reitt af við slíkar aðstæður. Gammur látinn geisa En óveðrið gengur yfir og eftir þrautsetu við útvarpstækið ákveður höfðinginn að nú skuli siglt. Við höfum þegar tapað einum degi og í Kirkwall á Orkneyjum bíður okkar löngu samin móttökudagskrá, svo það er ekki eftir neinu að bíða nema sæmilegu sjólagi. Vindurinn hefur snúið sér í norð- vestrið og seglið er dregið upp. Gaia tekur skriðinn og við kveðjum Hjaltland, sem síðan verður heim- sótt að nýju að Orkneyjaheimsókn lokinni. Og nú gengur það glatt! Gaia þó ekki reynt á hittni Odds með nálarnar. Samkvæmt stöðluðum nútíma- venjum ævintýramanna er síðan kvikmyndagengi um borð og fyrir hópnum fara sómahjónin David og Judy Lomax. Hann sem stjórnandi með einhvern aragrúa heimildar- þátta fyrir BBC og fleiri góðar breskar stöðvar undir beltinu. Það mun varla það land á jarðkúlunni, sem hann hefur ekki heimsótt og David kann sögur af skrýtnu fólki á stöðum, sem maður hélt að væru ekki til. Judy kona hans vinnur síðan að bók um siglingu Gaia og pikkar gjarnan á tölvuna sína. Þau hjón hafa siglt yfir 40.000 sjómilur á eigin skútu og eru þaulvön til sjós, enda ganga filmar- ar að öllum störfum um borð. Þeim til fulltingis eru svo kvikmyndatöku- maðurinn Andrew Dearden og Nigel Chatt- ers hljóðmaður, báðir skólaðir í kvikmynda- gerð við erfiðar aðstæð- ur. Og ekki má gleyma bráðabirgðavíkingnum, sem er vel tekið af áhöfninni, enda vita menn að það tekur fljótt af með hann. Á úthafinu er heimsins stærsta skip agnarsmátt, en jafnvel hið 23 metra langskip nær samt engan veginn að framkalla óendanlega smæð jarðarinnar í ómæli djúp- geimsins. En líkingin er skýr: Áhöfn skips þarf að vinna saman að því að koma farkostinum á áfangastað, stefnan þarf að vera rétt, það þarf að haga sem öllu veðri líður og það vita bæði þeir sem hafa verið til sjós og hinir líka, svo ég tek til óspilltra málanna. Eldhús er eiginlega of stórt orð fyrir hið tímabundna yfírráðasvæði mitt, sem samanstendur af lítilil gaseldavél og ofurlitlu borðhorni. Ég tek fumlausa, yfirvegaða ákvörðun um að nota ofninn og Leitað skjóls á lítilli vík Snemma á þriðja degi, þegar bráðabirgðavíkingurinn er nýrisinn úr rekkju, er tekin ákvörðun um að leita vars við syðsta odda Hjalt- lands, þar sem heitir Sumburgh Head, frekar en að freista þess að ná landi á Fagurey, eða Fair Isle, sem er lítil eyja á sundinu milli Hjaltlands og Orkneyja. Vindurinn er farinn að strekkja sig beint í fangið þegar Ragnar biður þá á Hávellunni að koma hið snarasta og taka Gaia í tog. Það tekur ekki langan tíma og innan skamms stefnum við í hávestur í kjölfar Hávellunnar. Óttar skipasmiður Björkedal er áhyggjufullur á svip; fyrir honum er þetta eins og að spenna gæðing fyrir vagn, nema hvað formerkin hljóta að vera öfug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.