Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 8
3 ,e MORGyNBLAÐIÐ MAMNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 16, JÚNI 1991 SAGNFRÆDI/Hvers á Gudrídur ab gjalda? íslensk mamma íAmeríku UMHVERFISMÁL /Hvab er vitsmunalegforysta? TEKIÐDJUPT ÍÁRINNI UT ER KOMIN 8. árbók náttúruverndarsamtakanna „Worldwatch Inst- itute“, sem aðsetur hafa bæði austan hafs og vestan. Þar eru birtar greinar eftir 10 nafnfræga sérfræðinga á ýmsum sviðum umhverfis- og þjóðmála þar sem gerð er vísindaleg úttekt á stöðunni í dag út frá sjónarmiðum umhverfismála, bent á það sem miður fer og spáð I fram- tíðina. Þessi árbók vekur æ meiri athygli og þykir traust heimild um ástand í þessum málum víða um hcim. Því til staðfestingar mætti nefna að fyrsta árbókin var gefin út í 16 þúsund eintökum árið 1984 en í ár er eintakafjöldinn kominn í 102 þúsund, enda er hún mjög notuð sem ítarefni við háskóla þar sem fjallað er um þessi mál á fræðilegum grunni. Efni bókarinnar er afar fjölþætt. Tekin er t.d. til umfjöllunar gaghger endurskoðun á lífssýn og þjóðskipulagi „hins nýja heims“, íjallað um hvernig efla eigi framgang sjálfbærrar þróun- ar, hvaða aðferðum eigi að beita til að minnka umfang eftir Huldu úrgangs og varð- Voltýsdóttur veita verðmæti. Einn kaflinn fjallar um samgöngur í þéttbýli, annar um endurheimt skóga og gróðurlendis svo nokkuð sé nefnt. Málefnum Austur-Evrópuland- anna eru gerð sérstök skil þar sem komið hefur í ljós að umhverfismál þar eru í hrikalegu ástandi jafnvel svo að lífslíkur fólks eru stórlega skertar vegna mengunar. Fóstureyð- ingar eru og til umfjöllunar og sömu- leiðis hvernig hernaðaryfirvöld leika umhverfisþætti en mjög hefur skort á almennar umræður um framferði þeirra gagnvart náttúrunni. Leitast ÍSLENDINGNUM, landkönnuðinum — og karlmanninum — Leifi Eiríkssyni er mjög hampað þessa dagana. En hver man eftir Guð- ríði Þorbjarnardóttur? Skúli Alexandersson fyrrum alþingismaður vill minna þjóðina og heimsbyggð alla á þessa íslensku konu. Rétt fyrir þinglok í mars var lögð fram á Alþingi, 113. löggjafar- þinginu, tillaga til þingsályktunar um kynningu á Guðríði Þorbjarnar- dóttur. Fyrsti flutningsmaður var Skúli Alexanders- son þáverandi þingmaður Al- þýðubandalagsins á Vesturlandi en meðflutningsmenn voru úr öllum flokkum og — eins eftir Pól Lúðvík og ag líkum lætur Einarsson _ fr^ Samtökum um kvennalista. Tillagan var síðasta mál sem lagt var fyrir þingið og komst því miður ekki til umræðu. Ekki síðri en Leifur „Alþingi ályktar að skora á menntamálaráðherra og samgöngu- ráðherra að þeir beiti sér fyrir öflugri kynningu á fyrstu evrópsku móður- inni í Norður- Ameríku, íslensku konunni Guðríði Þorbjarnardóttur. 1. Menntamálaráðherra beiti sér fyr- ir því að Guðríður verði kynnt með sérstöku átaki hér á landi og fram- vegis með sögukennslu í skólum til jafns við önnur mikilmenni íslands- sögunnar. 2. Samgönguráðuneyti beiti sér fyrir að útbúin verði upplýs- ingarit fyrir ferðamenn um Vín- landsdvöl Guðríðar, ferðalög hennar (sigldi átta sinnum yfir norðlæg heimshöf og fór suður til Rómar) og tengsl hennar við ísland ásamt með góðum upplýsingum um þá staði á Islandi, Laugabrekku undir Jökli og Glaumbæ í Skagafirði, sem tengjast sögu hennar." íslendingum er ömun af þeim „leiða sið“ Norðmanna að eigna sér Islendinginn Leif heppna en Skúli Alexandersson bendir á í greinar- gerð með tillögu sinni: „Enginn hef- ur reynt að gera Guðríði Þorbjarnar- dóttur upp annað þjóðerni en það íslenska. Á því er heldur .enginn vafi að hún er fyrsta móðirin af evrópskum kynstofni í Vesturheimi og Snorri sonur hennar fyrsta hvíta barnið sem þar fæðjst. Líklegast er að allir núlifandi íslendingar eigi ætt sína að rekja til þeirra mæðg- ina.“ Skúli spyr: „Er ekki lífsferill Guðríðar Þorbjarnardóttur enn glæs- ilegri en Leifs heppna Eiríkssonar, en hann telst þó einn af stórmennum sögunnar?" Farsælt hjónaband— Guðríður Þorbjarnardóttir og Þorfinnur karlsefni, bæði forkunnar gjörvuleg. Teikning er eftir Baltasar í bókinni Leifur heppni. Ævintýrið um fund Ameríku. eftir Armann Kr. Einarsson. Ferðalangur Máli sínu til stuðnings birtir flutningsmaður sem fylgiskjal sagnaþátt eftir Hallgrím Jón- asson kennara; Geislar yfir kynkvíslum. Þar er æviferill þessarar formóður okkar rakinn. Er hún var gjafvaxta var hún allra kvenna fríðust og hinn mesti skörungur í athæfi sínu. Guðríður var tvígift, fyrst Þorsteini syni Eiríks rauða en hann lést úr sótt. „Að hallandi sumri litlu eftir árið 1000, sigla tveir knerrir inn Eiríksfjörð ... Þar sá Þorfinnur karlsefni Guðríði fyrsta sinn fullvaxna konu. Þau virðast hafa verið eins og sköpuð hvort fyr- ir annað, bæði forkunnar gjörvuleg, með skaplyndi, er laðaði að þeim aðra menn.“ Guðríður fór með manni sínum til Vesturheims og fæddi þar son sinn Snorra en ekki varð af búsetu Evrópumanna í það sinn og fluttust þau hjónin — með viðkomu í Noregi — til Skagafjarðar. Tengda- móður Guðríðar, Þórunni þótti son- urinn heldur hafa tekið niður fyrir sig í hjónabandinu, en í Geislum yfir kynkvíslum segir: „En að fyrsta vetri ioknum, sem hin aðkomna hús- freyja hafði dvalist í Reynisnesi, var orðrómurinn- af mannkostum henn- ar, skörungshætti og vitsmunum svo útbreiddur óvefengjanlegur, að Þó- runn kaus að flytjast til hennar og lifa þar sem eftir var.“ Þorfmnur Karlsefni varð ekki gamall maður en eftir dauða Þorfinns bjó Guðríður með syni sínum, „en er hann gerðist fulltíða og kvongaður og þurfti ekki lengur forsjá móður sinnar, afhenti hún honum búið og forráð þess.“ Grænlendingasaga segir: „Og er Snorri var kvongaður, þá fór Guðríð- ur utan og gekk suður og kom út aftur til bús Snorra, sonar síns, og hafði hann þá látið gera kirkju í Glaumbæ. Síðan varð Guðríður nunna og einsetukona og var þar meðan hún lifði.“ Hallgrímur Jónas- son bendir á að það þurfti meira en lítið þrek til suðurgöngu þ.e.a.s. Rómarfarar. „I þetta sinn er hún í þjónustu við guð sinn og sáluhjálp sína ... Hún lýkur ferðinni og hefir þá tvívegis gengið yfir þvera Norð- urálfu en siglt átta sinnum norðlæg heimshöf. Víðförlasta kona veraldar hefur hún verið talin á sinni tíð og sennilega mörgum öldum saman.“ SÁLARFRÆDI /Sælt er ab vera fátækur. . .? Peninga- mál „SÆLT er að vera fátækur, elsku Dísa mín,“ kvað þjóðskáld eitt sinn í frægu ljóðmæli sem mikið var sungið í mínu ungdæmi. Nú hrista margir höfuðið yfir siíkum vís- dómi. „Sér er nú hver sælan“, kunna sumir að segja. Að vísu má vel vera að einhverjir sjái fyrir sér í einhvers konar hillingum þjóðfé- lag þar sem peningar skipta engu máli, heldur allt önnur verðmæti og þá þau sem hvorki verða seld né keypt. En slíkt þjóðfélag er bersýnilega harla ólíkt því sem við þekkjum. Nútímaþjóðfélag grundvallast að mjög verulegu leyti á fjár- magni. Auðlindir, eignir og tekjur manna, opinberir skattar, fjárlög rík- isins og íjárhagsáætlanir sveitar- félaga, ráðstöfunarfé einstaklinga, launakjör og hlunnindi sem eru met- in til verðs, notkun ráðstöfunarfjár, allt það sem hægt er að eignast eða njóta, framkvæmdir, framfarir, vel- ferð, öryggi o.s.frv., allt þetta skipar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.