Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ Dægurlagaspekingar Rásar 2 gramsa í plötusafninu. Islenskt sumar ríkjandi á Rás 2 ÍSLENSKT tónlistarsumar hefst 17. júní á Rás 2. í tvo mánuði verð- ur íslenskri tónlist haldið á lofti og geta hlustendur beðið um ís- lensk óskalög, bæði gömul og ný. Einnig munu íslenskir tónlistar- menn leika í beinni útsendingu við og við í sumar, auk þess sem bryddað verður upp á ýmsum nýjungum og breytingar gerðar á hefðbundnum dagskrárliðum rásarinnar. Stefnan er að helmingur tónlist- arflutnings í dagsútvarpinu verði af íslenskum toga spunnin meðan á þessu átaki stendur," seg- ir Stefán Jón Hafstein, dagskrár- stjóri Rásar 2. í sambandi við ís- lenska tónlistarsumarið munu ís- lenskir tónlistarmenn líta inn í hljóðstofu með óreglulegu millíbili og leika fyrir hlustendur í beinni útsendingu. í lok júní er svo ætlun- in að efna til stórtónleika sem út- varpað verður frá. Nokkrar breytingar hafa orðið á dagskrá Rásar 2 í sumar. Reynt hefur verið að gefa helgardagskrán- um léttara yfirbragð með nýjum dagskrárliðum og breyttum áhersl- um auk þess sem ýmsar nýjungar verða á ferðinni í miðri viku. Á laugardagsmorgnum hefur hafið göngu sína nýr dagskrárliður er ber nafnið „Allt annað líf“, und- j'r stjóm Gyðu Drafnar Tryggva- dóttur. Er þetta blandaður þáttur í léttari kantinum með tónlist og við- tölum. Þátturinn „Níu-fjögur“ stendur, eins og nafnið gefur til kynna frá klukkan níu til íjögur á virkum dögum. Þátturinn, sem kom til sög- unnar í haust, hefur verið hresstur við og gefinn sumarblær. Þar er farið á kreik vítt og breitt um land- ið, ýmsir staðir kynntir og spúrning- ar sem þeim tengjast lagðar fyrir hlustendur. Það sem af er hefur þessi nýbreytni notið mikilla vin- sælda og ætlunin er að halda þessu áfram fram eftir sumri, segir Stefán Jón Hafstein í samtali við Morgun- blaðið. Dægurmálaútvarpið og morgun- þátturinn munu í auknum mæli leita efnis út fyrir veggi útvarpshússins og fara í ferðir út á land. Veiðihorn- ið vaknar til lífsins á þessum tíma og verður nú aukin áhersla lögð á silungsveiði, þannig að tómstunda- veiðimenn finna þar eflaust einnig ýmislegt við sitt hæfi. Pistlahöfundar eru margir á snærum rásarinnar. Þeir rabba um allt milli himins og jarðar einhvern tímann milli klukkan 8 og 9 á morgnana, auk þess sem síðdegis- útvarpið sendir vel valda pistla. Meðal höfunda eru Stefán Ólafsson, 8 ára, og Oddný Sen með „furðu- sögur úr daglega lífinu“. Fréttarit- arar erlendis sjá um fréttatengt efni og Pétur Blöndal fer með fjár- málapistla á morgnana. FJOLMBÐLAR „SUjSlNUDAG.UR 16. JÚNI 1991 Byggja 4000 manns af- komuna á fjölmiðlum? ■ Samkvæmt varfærinni athugun hafa a.m.k. 1.500 Islendingar fullt starf hjá fjölmiðlafyrirtækjum og að auki eru ekki færri en 2.000 manns sem hafa hlutastörf í tengslum við fjölmiðla Á fjölmiðlabyltingunni eru margar hliðar. Eftir því sem valkostum hefur fjölgað og lestur, áhorf og hlustun aukist þá hefur því fólki sem starfar við fjölmiðla fjölgað jafnt og þétt. Lausleg athugun hefur leitt í ljós að í kringum eitt þúsund og fimmhundruð íslending- ar hafa lifibrauð af fjölmiðlum og starfsemi sem tengist þeim. Ef við gefum okkur að hér á landi byggi rúmlega tveir og hálfur ein- staklingur afkomu sína á hverju launuðu starfi þá framfleyta fjöl- miðlar nærri fjögur þúsund íslendingum, en það eru fleiri en ibúar ísafjarðarkaupstaðar. Alíka margir vinna við dagblöð- in eins og ljósvakamiðlana, ef treysta má upplýsingum sem fengust frá fjöl- ________________ miðlafyrir- tækjunum, en þær voru allar látnar í té með fyrirvara. Hjá Morgun- blaðinu vinna um 270 manns og eru það talsvert færri en oft áður. Að auki eru hátt á annað þúsund manns í hluta- störfum og má td. nefna fréttaritara um allt land, sem eru á annað hundrað, umboðsmenn og blaðburð- arfólk, en á höfuðborgar- svæðinu er það á höndum nærri 600 manns að koma blaðinu til áskrifenda. Á DV eru um 150 fastir starfsmenn. Að auki koma Ijölmargir aðrir við sögu hjá blaðinu líkt og hjá Morgunblaðinu, þó svo að tölur séu allar lægri. Starfsmenn annarra dag- blaða eru talsvert færri. Áætlaður fjöldi starfsfólks á Tímanum, Degi á Akur- eyri, Þjóðviljanum og Al- þýðublaðinu er í kringum 120. Af þessu má sjá að a.m.k. 550 manns hafa viðurværi sitt fyrst og fremst af dagblöðum. Hjá Ríkisútvarpinu vinna a.m.k. 360 manns. Þarna er um starfsmenn Sjónvarps, útvarps- rásanna beggja og svæðis- stöðvanna að ræða. Við dagskrárgerð starfar síð- an vænn hópur fólks og að auki má nefna að Póst- ur og sími hefur alfarið með dreifikerfi RÚV að gera og skapar það ófá ársverkin. Á Stöð 2, Bylgjunni og Stjömunni fá 155 starfs- menn laun mánaðarlega og að auki fá einhveijir tugir einstakl- inga reglulega verktakagreiðslur _______________ frá fyrirtækinu. BAKSVIÐ eftirÁsgeir Fridgeirsson A þessum einka- stöðvum starfa því um 200 manns. Að starfsmönnum litlu útvarps- stöðvanna, Aðalstöðvarinnar og Effemm, meðtöldum, þá má ætla Blaða- og fréttamenn eru einungis toppurinn á fj ölmiðlaísj akanum að hátt í 600 manns starfi við ljós- vakamiðlana. Eífitt er að meta fjölda þeirra sem starfa við útgáfu tímarita og héraðsfréttablaða á íslandi því fjölmörg þeirra eru unnin af ein- um eða örfáum einstaklingum. Starfsmenn stærstu útgáfufyrir- tækjanna, Fróða hf. (gefur m.a. út Mannlíf, Nýtt líf, Fijálsa versl- un og Sjávarfréttir), Iceland Revi- ew, (gefur út samnefnt tímarit auk Atlantica og News From Ice- land), Ófeigs hf. (Heimsmynd) og útgáfufyrirtæki Vikunnar og Samúels, eru nálægt 100. Samtök íslenskra auglýsinga- stofa telja að a.m.k. 200 manns starfi hjá fyrirtækjum innan vé- banda samtakanna. Að auki eru starfandi a.m.k. tvö kynningar- fyrirtæki og þar fyrir utan starfa margir sjálfstætt að ýmsu sem tengist kynningum og auglýsingum. Á þessu sviði fjölmiðlunar starfa því eitthvað á þriðja hundrað manns. Af þessu má sjá að um 1.500 manns hafa því sem næst fullt starf við fjöl- miðla eða starfsemi sem tengist þeim, en það eru fleiri en sem starfa við stóriðju hér á landi. Eins og hér hefur komið fram þá gegna fjölmargir hluta- störfum á þessu sviði og eru það áreiðanlega yfir 2.000 einstaklingar. Hér í þessari samantekt eru þeir ekki taldir sem starfa við bókaútgáfu ein- vörðungu eða prentun, nema á dagblöðum, né heldur starfsmenn mynd- mótafyrirtækja eða kvik- myndafyrirtækja. Þeir sem starfa við hljóm- plötuútgáfu eru heldur ekki taldir með. Allir þess- ir aðilar vinna þó náið með fjölmiðlum og erlendis hef- ur skapast hefð fyrir því að setja þá undir sama hatt og starfsmenn fjöl- miðlafyrirtækja. Væru all- ir þessir aðilar taldir með yrði heildartalan mun hærri og væri þá með sanni hægt að tala um menningarlega stóriðju. Hafskipsmálið in memoriam Hæstaréttardómurinn í Hafskipsmálinu vekur heldur daprar minningar um fjölmiðlafár, sem leiddi til þess að sam- keppni einstaklingsfram- taksins í flutningúm á sjó endað í gjaldþroti og girni- legustu bitarnir í munni risans. í morgunsárið, nokkrum mánuðum síð'ar, voru svo nokkrir úr forýstu- sveit íslensks viðskiptalífs gripnir eins og ótíndir glæpamenn á heimili sínu og settir í margra vikna gæsluvarðhald. Nú er loka- niðurstaða dómskerfisins sú, að þrír skuli sæta skilorðs- bundnu fangelsi og einn greiða sekt í ríkissjóð fyrir sína túlkun á lögum um end- urskoðun. Hæstiréttur er endastöð í dómskerfí lýðræðisríkis og hans úrskurði verður ekki áfrýjað. Eg er ekki löglærð- ur maður, en meðferð rann- sóknar- og dómkerfisins á Hafskipsmálinu er í mínum augum svartur blettur og hefúr jafnvel verið lýst sem nornaveiðum. Eg var fréttastjóri Sjón- varpsins^ er Helgarpósturinn sálugi hóf þessar veiðar. Ég mán glöggt eftir því hvernig fjölmiðlafárið magnaðist dag fra'degi uns við stóðum yfir flaki fyrirtækisins eins og það lægi í fjörunni í logni eftir fárviðri. Það var ég sem sendi Sig- urveigu Jónsdóttur í viðtal niður á höfn, þar sem Ragn- ari Kjartanssyni stjórnar- formanni var stillt upp á kæjanum og krafínn svara við því hvort Hafskip væri gjaldþrota. Hann sagði stöð- una vera erfíða, en fjarri því að gjaldþrot væri yfirvof- andi. Þessu vildi enginn fjöl- miðill trúa og allir börðust upp á líf og dauða við að fínna nýja fleti, sem gætu sannað gjaldþrotið. Það ræð- ur enginn við slíkt ofurefli, mér er til efs að nokkurt fyrirtæki í landinu gæti stað- ist algera fjölmiðlaárás, eins og Hafskip varð fyrir. Nú virðist mér það al- mennt álit manna, að Haf- skip hafí aldrei verið gjald- þrota, heldur gert gjald- þrota. Ef svo er, hvers vegna tekur ekki einhver blaða- maður sig til og rannsakar það ofan í kjölinn, skrifar greinaflokk eða bók? Þegar þetta ber á góma verða menn niðurlútir, hrista höf- uðið og segja „það hefur ekkert upp á sig“. Eru ekki til í landinu ungir, vel menntaðir og áræðnir sagn- fræðingar, sem geta farið ofan í kjölinn í málinu, með stuðningi og styrk frá einka- framtakinu? Kannski er verkefnið of risavaxið og viðkvæmt. Það kynni að snerta einhver kaun. En hvað með mennina, sem Sjónvarpið sýndi myndir af, þegar þeir voru leiddir til yfirheyrslu eins og stóraf- brotamenn. Hvað með bank- astjórana, sem hröktust úr starfi undir ákæru, en voru allir sýknaðir? Hvað með al- þingsmanninn, sem varð að svipta sig þinghelgi til að dómskerfið kæmist að hon- um, vegna þess að hann var þingkjörinn til að gegna stöðu bankaráðsformanns? Getum við með sanni sagt að dómskerfið hafi gengið götuna til góðs? Hver er af- raksturinn? Samtals 19 mánaða skilorðsbundnir fangelsisdómar og fimm- hundruðþúsund kall. Er þetta réttlætið, sem kerfið býður upp á? Það þýðir víst ekki að deila við hæstaréttardóminn, en spurningin er, hvað geta menn lært af þessu öllu sam- an? Ég óttast því miður að dýrkeypta lexían muni gleymd, er fjölmiðlar fínna næst lykt af blóði. Kjarni málsins er nefnilga sá að í hinni hörðu samkeppni fjöl- miðlanna æsir hver annan upp til fullnægja óseðjandi fréttahungri alinennings. Tökum Náttúrulækninga- heimilið í Hveragerði sem dæmi um nýjasta fjölmiðlaf- árið. Þetta hefur dunið á okkur undanfarnar vikur, án þess að nokkur maður skilji um hvað malið snýst. Hálf þjóðin hefur verið þarna í góðu yfirlæti síðustu ára- tugi. Étið sitt gras og slapp- að af með sjoppuferðum í nágrenninu. Þetta hafa verið grasalækningar upp á gamla mátann, sem allt í einu flokkast undir kukl og þaðan af verra. Ég hef enn ekki séð nein sakarefni, enginn hefur verið handtekinn og þrátt fyrir allt fárið viðrist niðurstaðan engin. Þegar þetta birtist lesendum Moggans, verða allir búnir að gleyma Hveragerði og Hafskipsmálinu líka og eitt- hvað nýtt komið á forsíður eða fyrstufréttalista ljósvak- amiðlanna. Við því er víst ekkert að segja en það er hægt að vona að þjóðin eigi ekki eftir að lifa annað Haf- skipsmál. Ingvi Hrafn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.