Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 C 13 aflaði hann sér við háskólann í Greifswald, þar sem norrænudeild hefur lengi verið starfandi. Frá Slésvík förum við áleiðis til Schönburg í Mecklenburg, sem er skammt austan við gömlu landa- mærin, sem áður skiptu hinu þýska ríki milli austurs og vesturs. I rút- unni upphefst mikill söngur. Varla erum við komin inn í Holstein þegar Ásdís Kvaran, helsti forsöngvari hópsins, syngur dimmri og rauna- legri röddu lagið um Lili Marleen. Horfin er nú hin glaða danska „hygge sig“ stemmning, og stríðs- árarómantikin tekur völdin. Farþegar grænu rútunnar skoða kort í sætum sínum, glugga í Jóm- svíkingasögu eða horfa dreymnum augum yfir gula smjörkálsakrana og taka sumir varla eftir fleygum og pytlum sem öðru hvoiu eru látn- ir ganga milli sætaraðanna. John bílstjóri selur líka bjór og appelsín svo enginn ætti að þorna upp þó sólin skíni glatt á stórar rúður bíls- ins. Áfram er þotið, mílu eftir mílu, og söngurinn rís og hnígur og laga- valið fer eftir alls kyns krákustigum hinna söngminnugu huga. Allt fer friðsamlega fram við hljóðnemann í fremstu sætunum þar tii einn úr hópnum hefur upp_ sönginn „Sá ég spóa“. Þá kveður Ásdís forsöngvari upp úr með það að hún þoli ekki svona leiðinlegan „rútubílasáégspóa- söng“, þrífur hljóðnemann styrkum Kvennakórinn og Ulf Svener stíga dans fyrir utan rútuna í Lubeck, okkar fara með lítilli lyftu sem geng- ur með kynlegum rykkjum og skrykkjum svo margir verða til að vantreysta henni. Okkur er raðað saman þremur og þremur í hvert herbergi. Dýnan í rúminu mínu er eins og meiri hluti pólsku þjóðarinn- ar hafi.verið getinn á henni, klósett- in með ólíkindum óhijáleg og oft vatnslaus — en það er til nógur kló- settpappír. Hann er hins vegar hijúf- ur eins og sandpappír viðkomu. Okkur hafði verið tekinn sérstak- ur vari við þjófum og misindismönn- um. Við erum því afar vör um okkur þegar við töltum í hóp út á glæsiieg- asta hótel borgarinnar, þar sem við Dr. Filipowiak fræðir hópinn. F.v. Hermóður, Sigr- ún Jóhannsdóttir, Jón Böðvarsson, Vilborg Harðar- dóttir og Baldvin Halldórsson. Hermóður túlkar fyrir Ute Drews en Hildur Bjarnadóttir fréttamaður RÚV mundar tæki sín í baksýn. F.v.: Ólafur Sveinsson, Theódóra Thoroddsen, Helgi Guðraundsson og Páll Halldórsson. Helgi og Theódóra eru bæði afkomendur Jóns Thoroddsens. \ höndum og syngur: Buldi við brest- ur, með hárri raust. Þeim sem run- nið hefur í bijóst verður bylt við og rétta sig upp í sætunum og halda áfram að skoða kort eða horfa út um gluggann. Úr borg Hansakaupmanna Til Schönburg komum við að áiiðnu kvöldi. Þar hefur Vilborg Harðardóttir, skólastjóri Tómstund- askólans og ferðafélagi okkar, pant- að herbergi fyrir okkur í glæsilegu nýju hóteli, sem stingur meirá í stúf við umhverfið én við sjáum í myrkr- inu. Okkur verður þetta mun betur ljóst þegar við ökum um gráar götur Schönburg áleiðis til Lubeck, hinnar gömlu borgar Hansakaupmanna, daginn eftir. Hún lenti vestan megin við landamærin og húsin þar eru nánast eins og spariklædd, miðað við húsin í Schönburg. í Lubeck er hópnum' skipt í tvær fylkingar sem leiðsögumenn arka síðan með í skoðunarferðir um gamla Hansahluta borgarinnar. I þeirri ferð sá ég gamalt athvarf aldraðra sjó- manna, þar máttu engar konur koma inn. Þær voru hins vegar velkomnar í gamla kristilega sjúkrahúsið, þar sem innréttaðir voru litlir klefar með hvítum trérúmum og guðrækilegum myndum á veggjum. „Þar sem friður og eining ríkir, þar er prýði húss- ins,“ stendur á einni myndinni. Ég frétti líka að Lubeck er stundum kölluð marsipanborgin. Þar eru framleidd 30 tonn af marsipani á dag. Marsipan var í upphafi sæl- gæti sem arabískar kvennabúrskon- ur gáfu þeim mönnum sem heim- sóttu þær. Sykur er orkugefandi, eins og allir vita. Seinna barst marsipanið til Persíu, þaðan um Feneyjar til Lubeck. í Lubeck fæddist Thomas Mann. Hann skrifaði mikið um fjölskyldu sína, m.a. Buddenbrooks, en sjón- varpsgerð þeirrar sögu var sýnd í íslenska sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Frá Lubeck förum við ör- skamma stund til Bad Segeberg, þar sem friðarsamningar í deiiu milli Englendinga og þýskra Hansakaup- manna um verslun við íslendinga voru undirritaðir árið 1533. Þeir samningar ollu miklu verðfalli á ís- lenskri skreið. Grá leið til Póllands Daginn eftir ökum við til Póllands og þá tekur leikurinn að æsast. í Wolin í Póllandi halda sumir fræði- menn að hin forna Jómsborg hafi staðið. Skömmu eftir að við leggjum af stað er stoppað í litlu þorpi til kaupa klósettpappír. Menn óttast að hann sé torfenginn í Póllandi. Tryggvi Sigurbjarnarson verkfræð- ingur, gengur um bílinn og afhendir fólki rúllur. Eftir því sem lengra dregur frá gömlu vestur-þýsku landamærunum verður umhverfið æ ömurlegra. Ómáluðum og illa hirtum húsum fjölgar, meira að segja garðarnir bera sinnuleysi og vanmætti íbúanna vitni. Jafnvel akrarnir virðast breyta um svip til hins verra. Það eykur á áhrif útsýnisins að Tryggvi Sigur- bjarnarson flytur dapurlega ræðu í hljóðnemann, þar sem hann lýsir með áhrifamiklum hætti hningnun hins austur-þýska ríkis. Hann var um margra ára skeið námsmaður í Austur-Þýskalandi, er giftur þar- lendri konu og þekkir því ástandið gjörla og hefur jafnan fýlgst vel með þróun mála á þessu svæði. Maður sér í anda þung hjól miðstýringarinn- ar troða undir sig safaríkar hugsjón- ir og skilja þær eftir sem visln strá í hjólförunum. Álla leiðina til Póllands virðist allt umhverfið með einhveijum hætti visið og grátt. Við stönsum á leið- inni í Remplin og fáum pulsur í göml- um sal, sem minnir helst á íslenskt félagsheimili frá ijórða áratugnum. Þar er klósettpappírinn af skornum skamniti, engin handklæði og máln- ing víða flögnuð af veggjunum — en pulsurnar voru ágætar. Við ökum áfram áleiðis að pólsku landamær- unum. Þar er allt með þunglamaleg- um hætti. Landamæraverðirnir eru tortryggnir. Þeim þykir erindi okkar undarlegt. Þeir rannsaka skilríki okkar vandlega og það eru drukknir margir bollar af kaffinu hans Johns bíistjóra meðan beðið er. Verðirnir vinna verk sitt með svo mikilli vand- virkni að þeir rífa næstum sundur vélarhús sumra af þeim mörgu litlu bílum, sem fara yfir landamærin meðan við bíðum. Merkilegar fornleifar skoðaðar Loksins, loksins fáum við að halda áfram til Stettin, þar sem við eigum að gista á stúdentagarði „ohne lux- us“. Það reynast orð að sönnu. Við klifrum upp á 6. hæð. En töskurnar borðum. Við skiljum ekkert í mat- seðlinum en fáum samt fínasta mat. Um kvöldið lít ég inn á skemmti- staði borgarinnar, sem allir reyndust sama marki brenndir og diskótekin heima á íslandi. Daginn eftir fórum við með prófessor Filipowiak til Wolin og Kamien (gömlu Steina- borgar), við Oderfljót til að skoða Vinetafornleifarnar, sem þar hafa verið grafnar upp. Þær eru af sum- um fræðimönnum taldar sanna að þar hafi Jómsborg hin forna staðið. Prófessor Filipowiak er mikið niðri fyrir. Hann hefur rannsakað þetta efni í 40 ár og oft talað fyrir daufum eyrum, en nú eru allt í einu komnir nær 30 áheyrendur. Hann færist æ meira í aukana eftir því sem líður á frásögn hans. Rödd hans verður nærri því eins hvöss og „Der Fuhrer“ þegar hann var uppá sitt besta. Lítill og snarborulegur eys hann af þekkingarbrunni sínum svo okkur liggur á stundum við köfnun. Burstaklippt hárið rís í hita leiksins og augun skjóta gneistum. Prófessor Filipowiak er frægur vísindamaður og stendur undir nafni, það er okkur orðið Ijóst þegar við lötrum þungum skrefum aftur út í sólskinið. Mál- flutningur hans brýtur í engu í bága við það sem ýmsir þekktir fornleifa- ræðingar halda fram, en áherslur hans eru aðrar. Hann gerir meira úr slavneskum áhrifunum, enda er það augljóslega í þágu Póllands og getur allt eins staðist, eins og aðrar röksemdir sem fram hafa komið. Um kvöldið geng ég um götur og skemmtigarða Stettinborgar mér til hressingar. Þar er mikið af illa drukknu fólki á götum en mun meira úrval virðist vera þar í búðum en í gamla Austur-Þýskalandi. Morgun- inn eftir kaupum við sitthvað af ódýru silfri og ökum svo enn af stað og nú til Menzlin við Anklam. Þar hafa fundist fjölmargar kvennagraf- ir. Ég yfirgef Pólland með dálitlum trega, þrátt fyrir grámann í um- hverfinu svífur þar ókennilegur „sjarmi“ yfir vötnum, sem erfitt er að standast. Það er mjög heitt við hinar fornu kvennagrafir í Menzlin. Heitara hef- ur þeim þó líklega verið í hamsi, hermönnunum úr Jómsborg, sem sumir halda að hafi heimsótt þessa kvennaborg. Skartgripirnir í gröfun- um eru norrænir svo fræðimenn leiða getum að því að til Menziin hafi Jómsvíkingar hinir fornu leitað til að fá holdlegum fýsnum sínum svalað í þriggja daga fríunum sem Pálnatóki heitinn gaf þeim. Seinna um daginn komum við til Greifswald, sem er skammt fra eyj- unni Vilmu, þar sem Herr Mohr, fræðilegur andstæðingur dr. Filipowiak, telur að hin forna Jóms- borg liggi, orpin leirkenndri mold. En áður en við hittum hann skoðum við háskólann í Greifswald, þar sem íslenska hefur lengi verið kennd og óslitið frá árinu 1918. Við hittum jar hjón frá Rostock sem eru í ís- landsvinafélaginu í Mecklenburg. Það félag er fámennt en góðmennt. Auk fyrrgreindra_ hjóna hittum við líka úr félaginu Ástríði, sem er að læra íslensku hjá Hermóði Mittel- stadt. Um kvöldið er íslandsvinunum boðið til kvöldverðar með okkur. Veislustjóri er Tryggvi Sigurbjarnar- son og er stjórn hans mjög í anda hinnar annáluðu þýsku röggsemi. Eitt atriðið rekur annað þar til kvennakór ferðahópsins syngur nokkur þrautæfð íslensk lög af forn- yrtara taginu. Kannski gerir sá söngur útslagið þegar íslandsvinirn- ir og Ást.ríður ákveða að slást í hóp- inn og fara með okkur daginn eftir að skoða fornsögusafnið í Stralsund (Örvasund). Það skoðum við undir greinargóðri leiðsögn Herr Lampe. Hann sýnir okkur markvisst allt sem tengist veru norrænna manna á þessum slóðum. Svo virðist sem slavnesk áhrif séu hér í bland við þau norrænu og illt að gera sér grein fyrir hvort má sín meira. Um kvöld- ið afhendir Herr Mohr okkur bréf- lega tilgátur sínar um hina fornu Jómsborg sem hann heldur vera í grennd við Greifswald, við eyjuna Vilmu. Svo virðist sem fjórir mögu- leikar séu fyrir hendi í því spenn- andi spursmáli hvar sé hin forna Jómsborg: 1. Að Jómsborg sé í Wolin. röksemdir: a) Borgin er við mynni Oder, eins og hinn fomi fræði- maður Adam frá Brimum hélt fram. b) Uppgröftur sýnir að þar hafa búið m.a. norrænir menn. Gegn þessu mælir að staðhættir eru allt öðruvísi en lýst er í Jómsvíkinga- sögu, auk þess sem borgin virðist fremur hafa verið friðsamlegur verslunar- og iðnaðarbær, en aðsetur víkinga. Hafnaraðstaða virðist held- ur ekki hafa verið fullnægjandi. 2. Að Jómsborg sé í grennd við Greifs- wald, hinum megin við Oder. Stað- hættir þar virðast líkari því sem lýst er í Jómsvíkingasögu. Hafnarað- staða er betri. Enginn uppgröftur hefur hins vegar farið þarna fram, svo það er allsendis ósannað að þarna undir sé norræn víkingaborg. Frá þessu svæði er hins vegar stutt í kvennaþorpið í Menzlin. 3. Að Jómsborg sé á einhveijum allt öðrum stað, sem engan grunar enn hvar er. 4. Að Jómsborg hafi aldrei verið til. Því hélt m.a. fram hinn aldni fræðimaður Bruno Kress í samtaii við fararstjórnendur okkar. Gegn þeirri staðhæfingu mæla umsagnir Adams frá Brimum og Saxa fróða, sem einnig getur Jómsborgar í ritum sínum. Hann er raunar talinn hafa iðkað það að vitna til íslenskra sagn- aritara þegar frásögn hans var í vafasamara lagi. Þegar ferðahópurinn ræddi þessa möguleika við foringja sinn, Jón Böðvarsson norrænufræðing, lét hann þess getið að hann teldi mögu- leika nr. 3 vera hinn rétta, sem sé að Jómsborg sé enn ófundin. Á gnmdvelli þessarar niðurstöðu ák- váðu Jómsborgarfarar hinir nýju að stofna félagsskapinn Pálnatókavina- félagið. Markmið þess og reglur eru sem hér segir: 1. Að sanna tilvist Pálnatóka. 2. Að sanna og koma því á framfæri við aðal og almenning að Pálnatóki sé forfaðir helstu kon- ungaætta Evrópu. 3. Að finna og grafa upp Jómsborg á stað sem fell- ur vei að Jómsvíkingasögu og þar sem koma má fyrir 30 iangskipum. 4. Að sanna að Saxi hinn fróði hafi stuðst við sannar íslenskar sögur eftir því sem við á, og breyta nafni hans úr Saxi hinn fróði í Saxi hinn frómi. 5. Að njóta lífsins með sameig- inlegri þátttöku í lestri fornrita og vísindaleiðöngrum á söguslóðir. 6. Félagið er hvorki góðgerða- né fjár- öflunarfélag en stjórn félagsins getur samhljóða þegið stórgjafir til fram- dráttar megintilgangi félagsins, sbr. grein 1, 2 og 3. 7. Stofnfélagar geta þeir einir orðið sem tóku þátt í vísind- aleiðangri á söguslóðir Jómsvíkinga dagana 24.5. til 31.5. 1991. Forgöngu um stofnun félagsins hafði Magnús Jónsson tiygginga- maðui'. Við þetta má bæta því að prófessor Wiadyslaw Filipowiak er væntanlegur til íslands næsta vor með sýningu sína á fornminjum frá Wolin og til að halda fyrirlestur um forieifarannsóknii' sínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.