Morgunblaðið - 30.06.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.06.1991, Blaðsíða 27
 ATVINNURAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVIN WWAUGL YSINGAR Lögfræðingur Lögfræðingur með hdi.-réttindi óskar eftir starfi. Hefur m.a. góða reynslu í innheimtu- störfum. Upplýsingar í síma 621090. Vantar þig sölumann Ungur metnaðarfullur maður, sem hefur áhuga á sölumennsku, vill vinna fyrir þig. Elías, sími 43897. Kennarar athugið! Við Laugaskóla í Dalasýslu eru lausar til umsóknar kennarastöður. Meðal kennslugreina: Mynd- og handmennt, íþróttir og almenn kennsla yngri barna. Ef áhugi er á starfi við heimavistarskóla þá hafið samband við skólastjóra í síma 93-41269 eftir kl. 18.00 á kvöldin og aflið frekari upplýsingar. Skólastjóri. Vaktavinna við stjórnun og skýrslugerð Um er að ræða reglubundnar dag- og nætur- vaktir. Starfið felst í stjórnun annarra starfsmanna svo og skýrslugerð og símsvörun. Leitað er að einstaklingi, sem er nákvæmur og hefur hæfileika til stjórnunar og ákvarðanatöku. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu af notkun tölvu og sé vanur að vinna sjálfstætt. Framtíðarstarf. Reyklaus vinnustaður. Eiginhandarumsóknir er greini frá menntun, starfsreynslu, aldri, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 12. júlí merktar:„Framtíðarstarf - 7896“. Ritari sem hefur frumkvæði og starfsvilja Þjónustudeild stórfyrirtækis óskar að ráða ritara til starfa í haust. Starfsmannafjöldi í deildinni er 10-15 manns. Ert þú ritari með glaðlegt viðmót, hefur getu til að sinna erlendum samskiptum, ritvinnslu og ýmsum fjölbreyttum verkefnum og ert á aldrinum 25-35 ára. Þjónustudeildin býður þér starf í góðu starfsumhverfi og laun í samræmi við afköst. Upplýsingar veitir Katrín S. Ólafsdóttir. Vinsamlega sendið skriflega umsókn til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar merktar: „340“. Hagvangur hf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Hugbúnaður Óskum að ráða starfsmann til eftirfarandi: Starfið felst í hönnun, forritun og þjónustu á hugbúnaðarkerfum. Reynsla í forritunarmálinu C er skilyrði. Tölvumiðlun hf. er traust og vaxandi fyrir- tæki, sem sérhæfir sig í hugbúnaði og þjón- ustu honum tengdum. Tölvumiðlun hf. er 6 ára og vinna þar 9 starfsmenn og fer fjölgandi. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Skriflegar umsóknir, sem tilgreina menntun, reynslu og starfsferil skal senda fyrir 5. júlí nk. til: Tölvumiðlun hf., pósthólf8425, 128 Reykjavík. Kennarar Okkur vantar áhugasama og hressa kennara að Grunnskólanum í Grundarfirði á Snæfells- nesi. Viðfangsefni: Almenn bekkjarkennsla í 4., 5. og 7. bekk, líffræði, eðlisfræði og hann- yrðir. í skólanum eru 150 nemendur í 1.-10. bekk; að meðaltali 14 í bekk. Skoðið málið. Upplýsingar gefa skólastjóri, Gunnar, í síma 93-86802 eða 93-86637 og yfirkennari, Ragnheiður, í síma 93-86772.' Skólanefnd. Laus störf Perlan, veitingahús, Öskjuhlíð óskar eða ráða í eftirtalin störf: Matreiðslumenn vaktavinna, unnið tvo daga, frí tvo daga. Rekstur á ísbúð drífandi og röggsaman einstakling til að sjá um rekstur ísbúðar. Þeir sem hafa áhuga á þessum störfum vin- samlega hafið samband við skrifstofu okkar sem fyrst. GuðntTónsson RÁÐCJÖF &RÁÐN1NCARMÓNU5TA TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Gröfumaður óskast Viljum ráða vanan gröfumann á Caterpillar 225. Upplýsingar í síma 651460. Skólastjórastaða - kennarastöður Skólastjórastaða og tvær kennarastöður eru lausar við Grunnskóla Borgarfjarðar eystra. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-29932 og formaður skólanefndar í síma 97-29972. Iðnaður - málmsmíði Óskum eftir að ráða járniðnaðarmann eða sambærilegan starfskraft til starfa í málm- gluggadeild fyrirtækisins. Um er að ræða hreinlegan iðnað. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 50022. Hafnarfirði - Reykjavík. Laus staða Sjávarútvegsráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa. Umsækjendur þurfa að hafa góða vélritunar- og íslenskukunnáttu og æskileg er þekking á ritvinnslukerfinu Word Perfect. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu á Skúlagötu 4 fyrir 12. júlí nk. Sjávarútvegsráðuneytið, 26.júní 1991. Frá Gagnfræða- skólanum á Sauðárkróki Nokkrar kennarastöður eru lausar næsta skólaár. Kennslugreinar m.a. raungreinar, erlend tungumál, almenn bekkjarkennsla, sérkennsla. Upplýsingar gefa skólastjóri, Björn Sigur- björnsson, í síma 95-36622, og yfirkennari, Óskar Björnsson, í síma 95-35745.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.