Morgunblaðið - 30.06.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
) JflJCFl fligÁjanupgoM
SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1991
HÁRSKURÐUR
Þar hefur verið rakað
og klippt í 90 ár
Svohljóðandi auglýsing birtist í blaðinu ísafold, hér í Reykjavík
19. mai árið 1901, tilkynning um að fyrsta rakarastofan í höfuð-
stað landsins var tekin til starfa: „íslenskur hárskerari, Arni
Nikulásson klippir og rakar heinma hjá sér í Pósthússtræti nr.
14.2 til 4 síðdegis á miðvikudöguin og laugardöguin, eftir klukk-
an 7 síðdegis á hveijum degi og ávalt á sunnudögum.“ Enn í dag,
er 90 ár eru liðin frá því að Árni tók til starfa em fyrsti rakarinn
í Reykjavík, er starfrækt rakarastofa í sömu liúsakynnum, í hús-
inu Kirkjutorg 6, á bak við Dómkirkjuna.
Arni Nikk, eins og hann var
jafnan kallaður af samborg-
urum sínum í Reykjavík, starfaði
óslitið við hárskeraiðnina í stof-
unni sinni til ársins 1926, en það
ár féll hann frá. Óskar sonur hans
tók þá við og hlaut stofan þá
nafnið Rakarstofa Óskars Árna-
sonar. Þriðja kynslóðin í þessari
rakaraætt kom til starfa með föð-
ur sínum á rakarastofunni, bræð-
urnir Friðþjófur og Haukur
Óskarssynir. Haukur tók við stof-
unni árið 1957 við fráfall föður
síns. Breyttist nafnið þá enn, að
þessu sinni í „Snyrtistofa Hauks
Óskarssonar".
Árið 1962 kom til starfa með
Hauki ungur rakari, Guðlaugur
Jónsson. Hann hafði numið iðnina
hér heima, en fór í framhaldsnám
til Parísar og Kaupmannahafnar.
Guðlaugur tók við rekstrinum árið
1984, en Haukur féll frá árið
1989. Síðan Guðlaugur tók við
rekstrinum heitir stofan einfald-
lega „Snyrtistofan“. •>.
Guðlaugur og fyrirrennarar
Morgunblaðið/Sverrir
Kúnni í stólnum, en Guðlaugur haltar sér upp að 90 ára gam-
alli marmaraplötunni.
hans hafa reynt að viðhalda uppr-
unalegu stemmingunni eins og
hægt er. Þannig er enn þann dag
í dag hvít marmaraplata á vinnu-
borðinu undir speglinum og til
hliðar stendur virðulegur gamall
rauðbrúnn Nationai peningakassi.
Bæði platan og kassinn hafa fylgt
stofunni alla tíð, eða frá því að
Árni Nikk opnaði stofuna fyrir
90 árum.
Ragnar Bjarnason
sýnir gestum hvern-
ig nota má Karaoke-
söngkerfið með góð-
um árangri.
NÆTURLÍFIÐ
Breytt o g betra Danshús
Danshúsið í Glæsibæ
heldur upp á tuttugu
ára afmæli sitt um þessar
mundir og af því tilefni var
efnt til afmælishófs eitt
föstudagskvöldið ekki alls
fyrir löngu. Um leið voru
kynntar ýmsar breytingar
sem gerðar hafa verið á sal-
arkynnum og tækjabúnaði
veitingahússins.
Dansgólfið hefur verið
stækkað og sviðinu breytt
þannig að allir þeir 400 gest-
ir, sem húsið rúmar, sjá nú
betur en áður það sem þar
fer fram. Þá hefur börum
verið breytt, gamlir hafa
horfið og nýir komið í þeirra
stað. Nýtt og fullkomið
hljóðkerfi hefur verið sett
upp, og að sögn forsvars-
manna Danshússins, feðg-
anna Halldórs Júlíussonar
og Magnúsar Halldórssonar,
miðast breytingarnar að því
að koma til móts við auknar
kröfur nútímans varðandi
veitingarekstur.
Ein af þeim nýjungum
sem bryddað hefur verið upp
á í Danshúsinu er að þar
hefur verið sett upp svokall-
að Karaoke-söngkerfi, sem
er eins konar hljómsveitar-
undirleikur án söngvara, því
undirleikur er spilaður í upp-
haflegri útsetningu af
geisladiski og geta gestir því
troðið upp og sungið, við
besta fáanlegan undirleik og
er hægt að velja milli 1.200
mismunandi laga. Menn
þurfa engan sérstakan und-
irbúning annan en þann að
þekkja lagið því textann er
hægt að lesa samtímis af
þar til gerðum skjá. Er ekki
að efa að Karaoke-kerfið
verður vinsælt, ekki síst í
lokuðum samkvæmum, svo
sem árshátíðum, þar sem
uppákomur af þessu tagi
jafnast á við bestu skemmti-
atriði.
I afmælishófinu gáfu
söngvarar húshljómsveit.ar-
innar sýnishorn af því
hvernig nota má Karaoke-
kerfið og auk þess kom Jó-
hannes Kristjánsson eftir-
herma í heimsókn og hafði
í frammi gamanmál eins og
honum einum er lagið. A
eftir lék hlómsveitin Smeilir,
ásamt söngvaranum Ragn-
ari Bjarnasyni, fyrir dansi
fram á nótt og mátti þar
heyra margar þekktar perl-
ur frá löngum og litríkum
ferli Ragnars á dægurtón-
listarsviðinu.
Feðgarnir Magnús Halldórsson,
framkvæmdastjóri Danshússins,
og Halldór Júlíusson veitinga-
maður, við einn af nýju börunum.
Sigurður Hákonarson, eig-
andi dansskólans, sem
er fyrir hópnum ytra sagði í
samtali við Morgunblaðið að
keppni þessi væri árlegur
viðburður, haldin af breska
danskennarasambandinu og
því væru kröfurnar miklar.
Islenskir keppendur hefðu
oft tekið þátt í mótinu, en
aldrei náð líkt því svona
langt fyrr en nú. Hópurinn
verður áfram í Englandi
fram eftir sumri við dansnám
og keppni.
Jóhann Örn Ólafsson;
með glæsilegan verðlauna-
grip. Við hlið hans er Teressa
Jay.
SKOR MEÐ FRONSKUM RENNILAS
STÆRÐIR: 22-30
VERD: 1.990 kr.
LITIR: BLÁTT,GRÆNT 0G BLEIKT
. . .
aisKiimunmvim
“ LAUGAVEGI 95
LÉTTIR 0G
SKÓR Á ALLA FJÖLSKYIDUNA...
BÍL
39
KARLAR
Blessuð sólin
elskar allt,..
meiraaðsegja
karlrembur!
Stundum er gaman að vera
kvenremba og stundum er
það ógurlega leiðinlegt. Eins og
núna þegar ég „á“ að skrifa
kvenrembupistil en er ekki í
skapi til þess.
Hvernig getur
maður líka verið
að æsa sig upp
yfir t.d. ójafn-
rétti, launamis-
mun, klámi og
kúgun í þesu
líka dásamlega
júniveðri? Hver
nennir að lesa pistil um misvit-
urleg fjárútlát ráðamanna úr
ríkissjóði og milljarða gjaldþrot
sem þjóðin þarf að borga þegar
miðnætursólin baðar himininn?
Nei, nú er veðrið til að fara ræki-
lega á hausinn. Það er enginn í
skapi til að gera neitt sérstakt
„veður“ út af því.
Og hvort við erum nú á þess-
um sólskinsdögum að gerast
aðilar að Evrópsku efnahags-
bandalagi, íslenskir sumarbú-
staðaeigendur á Laugarvatni að
eignast þýska nágranna. Spán-
verjar og Portúgalir fá hluta af
síminnkandi aflakvóta hér við
land er ekki áhugavert umræðu-
efni í grillveislum vina og
granna á þessum björtu og fögru
kvöldum. Vaxtahækkanir og
verðbólga standast ekki lengi
samanburð við hvað „landinn“
er kominn með mikinn lit. Sko,
allar freknurnar og förin eftir
hlýra og strengi! Umræða um
hvort til séu næg veð fyrir 500
milljóna króna láni úr Byggða-
sjóði til rækjuvinnslunnar í
landinu hljóðna í dægurmála-
viðtölum við karla sem finnst
það „synd“ hve bcrbrjósta kven-
sóldýrkendum hefur fækkað í
sundlaugunum.
Nei, það liggur bara svo rosa-
lega vel á öllum í þessu góða
veðri að meira að segja yfirlýstar
kvenrembur „bregðast" bros-
andi við áreitni frá æstum varð-
mönnum karlaveldisins.
Við vorum stödd á einu dans-
húsi borgarinnar með skyldfólki
bóndans. Að borðinu kemur
kunningi fjölskyldunnar og fer
eitthvað að hvisla að bónda
mínum. Ég heyri síðan bónda
minn segja hátt og snjallt:
„Segðu henni það bara sjállúr!"
Kunninginn var ekki alveg á því
svo bóndinn kemur með hann
með sér til mín og segir: „Þess-
um manni finnst pistlarnir þínir
í Morgunblaðinu leiðinlegir og
er hættur að lesa þá. Ég sagði
honum bara að segja þér það
sjálfur." Það getur verið ímynd-
un í mér en mér fannst eins og
bóndi minn væri ekkert sérstak-
lega bugaður í röddinni þegar
hann flutti þessa yfirlýsingu,
þ.e.a.s. fyrir hönd skjólstæð-
ingsins! Þarna stóð kunninginn
nú fyrir framan mig, maður áV'
miðjum aldri, þéttur á velli,
hvergi banginn og beið eftir við-
brögðum kvenrembunnar.
„Jæja,“ sagði ég fremur glað-
beitt, „svo þér finnast pistlarnir
mínir svona leiðinlegir!"
„Já,“ sagði kunninginn og
virtist enn bara nokkuð góður
með sig. „Hann treystir örugg-
lega á einhverja stuðningsmenn
i salnum," hugsaði ég. Á augna-
bliki breyttist ég i Frú Rögnu
Reykás og ég heyri mig segja:
„Elsku vinur, mikið er ég glöð
að heyra það. Veistu, um leið
og þér fara að lika pistlarnir
mínir er ég búin að vera - þá
get ég hætt að skrifa!" Kunningj-
anum líkaði hins vegar ekki
þetta svar. Hann varð greinilega
fyrir miklum vonbrigðum og
vildi endilega ræða þetta betur! '
Enda þótt krosstré bregðist sem
önnur tré þá vita lesendur að
þessi veðurblíða endist ekki
fram á vetur!
eftir Helgu
Thorberg