Morgunblaðið - 30.06.1991, Blaðsíða 24
Stríðshetjum fagnað í pappírssnjókomu.
SIGURHÁTÍÐ
SÆL OG BLÍÐ
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1991
Trilljónfalt húrra fyrir stríðshetjunum
eftir Hannes Sigurðsson
Ég mætti að sjálfsögðu á staðinn. Síðan égþrammaði einhvern tíma
í fyrndinni með skátunum niður Laugaveginn á 17. júní hef ég alltaf
verið dálítið veikur fyrir hverskonar skrúðgöngum. Haldinn þessari
andiegu þráhyggju gat ég engan veginn stillt mig um að horfa á eina
af mestu og skrautlegustu skrúðgöngum allra tíma, „Hernaðaráætlun
velkomin heim“, sem fram fór á Manhattan sl. mánudagtil að fagna
fijálsræðishetjunum góðu fyrir frækna frammistöðu á fremstu víglínu
og hressa enn frekar upp á sjálfsímynd bandarisku þjóðarinnar.
Samkvæmt stærsta dagblaði
borgarinnar, The New York
Times, tóku 24 þúsund hermenn,
lúðrasveitir, skrautflokkar og heið-
ursverðir þátt í þessari skrúðgöngu.
Marsérað var upp Broadway frá
Battery-garðinum að Worth-stræti
(svokallað „Hetjugljúfur") með stríð-
stólum ogóteljandi fánum. Tíu þús-
und pundum af sneplum og sex þús-
und tonnum af bréfborðum var sturt-
að yfir alla dýrðina úr nærliggjandi
skýjakljúfum. Yfir sjö þúsund lög-
regluþjónar vöktuðu svæðið, en
áæilað er að áhorfendaíjöldinn hafi
verið um 4,7 milljónir, sem er nýtt
met í sögu borgarinnar. Varnar-
málaráðherrann Dick Cheney og
hershöfðingjarnir Norman Schwarz-
kopf og Colin L. Powell mættu til
leiks ásamt u.þ.b. þijú þúsund hátt-
settum þjóðfélagsþegnum. Kostnað-
urinn við skrautsýninguna nemur
5,2 milljónum Bandaríkjadala.
Það er eitt að lesa svona tölur á
pappír og annað að vera umkringdur
þeim í raunveruleikanum, ef þannig
má segja. Magnað! Gjörsamlega yfir-
þyrmandi, líkt og að vera viðstaddur
hveija einustu skrúðfylkingu sem
haldin hefur verið á íslandi frá stofn-
un lýðveldisins — á sama tíma!
„Heilu regnskógarnir“ af pappír
komu svífandi niður á götuna og
minn auma haus og liðið var svo
hástemmt af hrifningu og upphróp-
unum að mér féll eiginlega allur
ketill í eld. Þar sem ég „stóð“ örfáa
sentimetra fyrir ofan gangstéttina,
„sundurkraminn" af fánaóðum þjóð-
ernissinnum kiijandi „USA - USA
- USA,“ tók ég að pirrast smávegis
út í mannfjöldann og ekki síst sjálf-
an mig fyrir að hafa álpast hingað
niður eftir, en það er einmitt á stund-
um sem þessum sem litli þjóðfélags-
gagnrýnirinn espast dálítið upp í
mér.
Fullyrðingar, byggðar á miklum
einföldunum, eru ávallt var-
hugaverðar, en ég leyfi mér samt
sem áður að slá því fram að íslend-
ingar hafa yfirleitf mikla andstyggð
á öllu sem flokka má undir hernaðar-
brölt, ofbeldi, öfgar og væmni. Satt
að segja er það mér fullkomlega
óskiljanlegt hvernigjafn stórbrotin
þjóð og Bandaríkin virðist nánast
öll eins og hún leggur sig, frá toppi
til táar, vera með sömu lausu tilfinn-
ingaskrúfurnar. Meira að segja for-
setinn var svo hrærður þegar hann
minntist á dyggðir hersins á trúars-
amkundu fyrir örfáum dögum að
hann missti röddina um stund.
Hvernig hegðar þá almúginn sér
þegar hann skrúfar rækilega frá
tárakirtlunum oggefur tilfinningum
sínum og þjóðarstolti lausan taum-
inn? Það er víst áb'yggilegt að hér
var um enga 17. júní skrúðgöngu
að ræða, hvorki hvað varðar inni-
hald, útlit eða tilefni. Næstum hver
einasti kjaftur var vopnaður amer-
íska fánanum og vel flestir voru
útplástraðir einhveijum slepjulegum
slagorðum í formi barmmerkja og
stuttermabola: „Ég elska Ameríku",
„Við styðjum ykkur“, „Ég er stoltur
að vera Bandaríkjamaður", „Þeir
börðust hart“ (mynd af Cheney og
Powell með Frelsisstyttuna í miðið,
en úr kyndlinum blakta gulir dregl-
ar) og „Þið eruð hetjurnar okkar“,
að ógleymdu „Guð blessi Bandarík-
in“. Fyrirþá sem vildu forðast of
mikla velgju: „Gefum þeim (írökum)
spark í rassinn" og „í rass og rófu
með írak“. Og um sjálfan Saddam
Hussein voru fjölmargar litríkar níð-
útgáfur, en sú vinsælasta greinilega:
„Eftirlýstur: Dauður, ekki lifandi.“
Háttalag áhorfendanna var allt hið
skrílslegasta og sýndist mér mann-
hafið að miklu leyti samanstanda
af svipuðu liði og hipparnir forðuð-
ust á sínum velmektarárum eins og
heitan eldinn vegna þess að þeim
fannst svona fólk bera með sér
ódaun uppgjafar og borgaralegrar
meðalmennsku. Til að kóróna við-
burðinn skrifuðu orrustuþotur trekk
í trekk „Frelsi" í skýin eins og ein-
hverjar fljúgandi ijómasprautur,
aldrei færri en átta á lofti í senn;
skreyting sem vart var viðbætandi
ofaná þessa dísætu glassúrköku.
Handan götunnar, út óræðri átt,
bárust slitrótt ræðuhöld frá háttsett-
um herrum: „Colin Powell hershöfð-
ingi ... skínandi tákn þess hvað
það þýðir að vera Bandaríkjamað-
ur... í Persaflóanum ... sannaði
að við snerum ekki aftur höfði. Við
litum fram á veg . .. veröld sem •
byggð er á virðingu fyrir lögum og
mannréttindum. Við erum verndarar
hinna alþjóðlegu laga . . . bárum
skjöld fyrir almenn mannréttindi...
Okkar menn börðpst hart og vel...
aldrei betur en nú á þessum þrauta-
tímum ... reiðubúnir að færa hina
miklu fórn . ..“ Kannski var ég með
óráði, enda yfir þijátíu stiga hiti;
kannski var enginn ræðuflutningur
í nágrenninu, bara suðið í eyrunum
á mér, sem kallaði fram í kollinum
svipaðar predikanir og ég hafði svo
margoft heyrt áður í sjónvarpinu og
lesið í blöðum ogtímaritum. Og
ekki bara margtuggðum fréttaflutn-
ingi fjölmiðlanna, eða „heimildar-
kvikmyndum“ er sýna niðursoðnar
atvikasamblöndur þar sem „fjölda-
morð“ eru leyst upp í heillandi „flug-
eldasýningar" og endurfundir tár-
fellandi ijölskyldumeðlima.
Kvikmynda- og dægurlaga-
stjörnur, stórar jafnt sem
smáar, hafa gert sér mat úr stemmn-
ingunni og reynt að draga að sér
aukna athygli. Yfir eitt hundrað list-
amenn sungu í laginu „Voices That
Care“, sem samið var til að veita
hermönnunum móralska stuðning.
Aðrir fóru í sólótúra út í eyðimörk-
ina á eigin vegum eða kostnað ríkis-
ins, eins og leikarinn Robin Williams
og söngkonan Whitney Houston. í
tilefni hermannavísitasíu Whitneys
var gefið út hátíðarmyndbandið
„Welcome Home Heroes with Whit-
ney Houston", þar sem brugðið er
upp ýmsum hápunktum heimsóknar-
innar í bland með brotum úr vinsæl-
ustu lögunum hennar; Whitney stíg-
ur upp í þotu; Whitney á flugvéla-
móðurskipi; Whitney í stjórnklefa
skoðandi tölvubúnað sjóhersins;
Whitney syngur fyrir hermennina;
Whitney gefur særðum landgöngu-
liðum eiginhandaráritun, og Whitney
duflar á fornfálegan hátt við sjóliða
í fremstu áhorfendaröð, sem minnir
á myndræmur af Marlene Dietrich
í síðari heimsstyijöldinni.
Það eru ekki einvörðungu arftak-
ar Dietrich og Bob Hopes, þessa leið-
inda „karlrembufrethólks", sem
tróðu fram í skjoli sprengjuárás-
anna. Þjóðarleiðtogarnir nutu geysi-
mikilla vinsælda og eru þegar orðnir
fullsjóaðir í skemmtanaiðnaðinum.
Powell hershöfðingi strendur í
ströngu þessa dagana, var að klippa
á hátíðarborða og messar í anda
„ameríska draumsins" yfir hausa-
mótunum á blökkumannabörnunum
í Bronx-hverfinu í New York, þar
sem hann er sjálfur borinn og barn-
fæddur. Klikkirút: „Sko, sjáið mig!“
Schwartzkopf hefur bætt um betur
og skemmdir landsmönnum með
þvílíkum eindæmum að sumir hafa
getið hans sem hugsanlegs forseta-
frambjóðanda, á meðan aðrir telja
að best sé fyrir hann að halda sig
áfram á „Madonnu-línunni“. Tíma-
ritin People, Newsweek og Life hafa