Morgunblaðið - 30.06.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.06.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRt I I jJJVI xSUXNUDAGUK 30. JÚNÍ 1991 VEIÐISKAPUR 'fftUG I “BDJL —. ■ _.-t_ ■ ■ Saga er með fjölbreytt úrval bílaleigubíla víðs vegar um heim. Einnig bjóðum við gott úrval íbúða og sumarhúsa víðs vegar um Evrópu. Lúxemborg frá kr. 26.500,- fimmtud. og föstud. - 2 vikur, flokkur A Daun Eiffel og Biersdorff Draumastaðir fjölskyldunnar. Winterberg og Weingartner Gisting í sérflokki Kaupmannahöfn frá kr. 36.100,- Föstudagar- 2 vikur, flokkur A Amsterdam frá kr. 26.300,- Mánud. og þriðjud. - 2 vikur, flokkur A Við bjóðum einnig mjög gott úrval fyrsta flokks íbúðargistingar á Frönsku Rivierunni - staðir í sérflokki. Á Ítalíu erum við með gistingu við Gardavatnið og í Bibione. Bandaríkin Verð á bíl í viku með kaskói og ótakmörkuðum akstri. Orlando Baltimore X-Geometro 8.700,- 14.500,- Z-Cavalier 10.200,- - 'C-Buick Skylark 11.600,- 16.000,- V-Mini van 17.500,- 22.600,- Staðgreiðsluverð á gengi 26.6.'91 Miðað er við 4 saman í bíl Kjartan og frú Hrefna með laxinn (g)óða. Morgunblaðið/gg Fótbrotinn rak flóttann hækjulaus LAXVEIÐIMÖNNUM er yfirleitt ekki fysjað saman og þeir kalla ekki allt ömmu sína ef því er að skipta. Kjartan Sveinsson ark- ítekt er þar engin undantekning og skal nú greint frá því hvernig á því stendur. annig er mál vexti, að hann var að veiða í Norðurá í Borgarfírði fyrr í þessum mánuði. Norðurá er erfið á, hún er stórgrýtt og vatnsmikil og víð- ast er um bratta skógarstíga að far meðfram henni. Á öðrum degi varð Kjartan fyrir því óláni að fótbrotna við ána, en hann var þá staddur við Myrkhyl, sem er reyndar ekki langt frá veiðihús- inu, aftur á móti er upp langa og snarbratta götu að fara. Kjartan lét sig hafa það að ganga þetta, en eiginkona hans Hrefna Kristj- ánsdóttir gerði hvað í hennar valdi stóð til að hjálpa bónda sínum sem arkaði-þetta all verulega kvalinn. Nema hvað Kjartan þurfti auðvit- að að leita læknis og þriðji veiði- dagurinn í Norðuránni fór fyrir lítið. Nú er ekki öll sagan sögð. Kjart- an kom frá lækni með vinstri fót- inn í gifsi. Nú voru góð ráð dýr, veiði fram undan í Laxá í Kjós. Hvað var til ráða? Jú, það var aðeins eitt til ráða, að sjálfsögðu: Að sníða laxaplastpoka utan um gifsið og halda rakleiðis í Kjósina, skröltandi á tveimur hækjum. Láta það svo bara ráðast hvernig til tækist. Nú hamlaði búnaðurinn Kjartani nokkuð á sumum stöð- um, en annars staðar gat hann drattast fram á bakka og kastað sinni flugu. Þetta virtist get agengið, nema þá helst ef hann tæki upp á þeim óskunda að setja í lax. Sem hann auðvitað gerði og hafði þá auðvitað lagt hækj- urnar frá sér augnablik og hallað sér upp að kletti. Þetta var í veiðistað sem heitir Klingenberg og við skulum nú gefa Kjartani sjálfum orðið. „Ég var með fluguna hans Ásgeirs Heiðars, Nóruna, og það greip hana allt í einu lax. Hann var ekki stór, svona 7 til 8 pund, en alveg gjörsamlega stjörnuvitlaus. Hann freyddi allan vatnsflötinn og tók svo strikið niður úr. Ég fékk ekki svigrúm til að grípa í hækjur mínar og mátti fara af stað á eftir laxinum, hoppandi á einum fæti. Hrefna kom hlaup- andi mér til halds og trausts og studdi mig hluta leiðarinnar, en þetta var mikil roka, því við náð- um ekki laxinum fyrr en rétt fyr- ir ofan Laxfoss. Þetta var ótrúlegt og gaman að þessu, en ég get varla mælt með því að menn séu á laxveiðum slasaðir í svona bún- aði. Stangaveiðifélag Reykjavíkur veitir árlega sérstaka viðurkenn- ingu til þess veiðimanns sem þyk- ir hafa skarað fram úr öðrum með þeim hætti að bjóða veikindum og/eða meiðslum byrgin og halda á vit.vatnanna þótt þeir séu vart í ástandi til þess. Nefnist viður- kenningin „Footloose-flugan“. Það er hér með bent á Kjartan sem kandídat... FERDASKRIFSTOFAN Suöurgótu 7 S. 624040 FLUGLEIDIR DANS Islenskir Englands- meistarar Á MYNDINNI er Englands- meistarinn í Suður Ameríksum samkvæmisdönsum i atvinnu- mannaflokki. Englandsmeist- arinn heitir Jóhann Örn Ólafs- son og er eins og nafnið gefur til kynna Islendingur. Um 20 keppendur frá Dansskóla Sig- urðar voru meðal þátttakenda í mótinu sem haldið var í Ips- wich í Englandi í byijun júní. Jóhann Örn var ekki einn um afrekin, Þröstur Jóhannesson sigraði í áhugamannadeildinni að enskum valsi og telst því ekki síður Englandsmeistari í þeirri grein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.