Morgunblaðið - 30.06.1991, Page 30
- *-.W)R(rUNBh'Af>it> i
il V I H OIKA laK’JÖHOr
‘ UNNUÐAGUR- 36.- 3UNF1-693-
ATVINNU
Yfirverkstjóri
Yfirverkstjóra vantar á 270 lesta iínubát sem
frystir aflann um borð.
Umsóknir óskast sendar til auglýsingadeildar
Mbl. fyrir 12. júlí merktar: „A - 8085 “.
Bifvélavirki
Óskum að ráða bifvélavirkja eða mann vanan
viðgerðum á stórum dieselvögnum.
Norðurleið hf.,
sími 11145.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Framkvæmdastjóri
Þjóðleikhúsið óskar að ráða framkvæmda-
stjóra til starfa sem fyrst. Æskilegt er að
viðkomandi viðskiptafræði- eða hliðstæða
menntun og reynslu af rekstrarmálum.
Umsóknir sendist skrifstofu Þjóðleikhússins
fyrir 15. júlí nk.
Þjóðleikhússtjóri.
Akureyrarbær
Dagvistardeild
Akureyrarbæjar
Laust er til umsóknar starf ráðgjafa vegna
sérþarfa barna á leikskólum Akureyrar. Starf-
ið felur í sér yfirumsjón með sérþarfabörnum
á leikskólum Akureyrar, handleiðslu stuðn-
ingsaðila á leikskólunum og foreldra.
Fóstru-, þroskaþjálfa- eða sambærileg mennt-
un á sviði uppeldismála nauðsynleg auk
reynslu í meðferð og umönnun fatlaðra. Um
er að ræða fullt starf frá 1. september 1991.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK
og Akureyrarbæjar eða kjarasamningi
Launanefndar sveitarfélaga og Fóstrufélags
íslands.
Nánari upplýsingar gefur dagvistarfulltrúi í
síma 96-24600 kl. 10.00-12.00 alla virka
daga og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í
síma 96-21000.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri.
Umsóknarfrestur er til 17. júlí nk.
Dagvistarfulltrúi.
Yfirmatreiðslumaður
Mjög vandaður og góður veitingastaður í
borginni, sem leggur metnað sinn í góðan
mat og fyrsta flokks þjónustu, óskar að ráða
drífandi og hugmyndaríkan yfirmatreiðslu-
mann, sem er tilbúinn að taka að sér krefj-
andi og sjálfstætt framtíðarstarf.
Góð laun eru í boði fyrir réttan einstakling.
Faríð verður með allar fyrirspurnir og um-
sóknir sem algjört trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til 6. júlí nk.
Gijðni Tónsson
RAÐCJÓF & RÁÐNl NCARNÓN LISTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22
Forritari óskast
Forritun sf. óskar eftir að ráða forritara til
framtíðarstarfa. Nauðsynlegt er að umsækj-
andi hafi menntun og/eða reynslu á sviði
forritunar eða kerfisgreiningar. Um er að
ræða vinnu við IBM AS/400 og S/36 tölvur.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.,
merktar. „F - 3959“, fyrir 6. júlí nk. Með
umsóknir verðurfarið með sem trúnaðarmál.
Forritun sf.,
Síðumúla 1,
108 Reykjavík.
ÍBÉsm)
Atvinna
Óskum eftir að ráða mann til ýmissa starfa
í þjónustudeild okkar. Umsækjandi verður
að vera duglegur, geta unnið sjálfstætt og
á óreglulegum vinnutíma. Æskilegur aldur
22-35 ára. Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
Vimsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
okkar fyrir 3. júlí nk.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
BESTA, þjónustudeild,
pósthólf 136, Nýbýlavegi 18, 202 Kópavogi.
PAGVIST BARIMA
Fóstrur, þroska-
þjálfar eða annað
uppeldismenntað
starfsfólk
Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs-
fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum.
Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir
hádegi.
Upplýsingar veita leikskólastjórar eftirtalinna
leikskóla og skrifstofa Dagvistar barna, sími
27277.
AUSTURBÆR
Njálsborg v/Njálsgötu s. 14860
Lækjarborg v/Leirulæk s. 686351
Álftaborg v/Safamýri ÁRBÆR s. 82488
Kvarnarborg v/Árkvörn BREIÐHOLT S. 673199
Hraunborg v/Hraunberg MIÐBÆR s. 79770
Valhöll v/Suðurgötu S. 19619
Framtíðarstörf
Óskum eftir að ráða sem fyrst gott fólk í
eftirtalin framtíðarstörf:
★ Filmugerð, setning hjá auglýsingastofu.
★ Auglýsingateiknari með tölvureynslu.
★ Málarameistari, sölu- og ráðgjafastörf.
★ Bifvélavirki hjá góðu bifreiðaumboði.
★ Vélvirki - tækjavörður. Traust fyrirtæki.
★ Sölumaður, sala ávaxta og grænmetis.
★ Aðstoðargjaldkeri, góð auglýsingastofa.
★ Gjaldkeri og bókari, gott fyrirtæki. 50%
★ Skrifstofustörf og sendiferðir. 50%
★ Rafvirki. Uppsetning, viðhald, lágspenna.
★ Móttökuritari, tannlæknastofa.
★ Afgreiðslumaður í byggingavöruverslun.
★ Afgreiðsla, góð bóka- og ritfangaverslun.
srmspmiism »/r
Nóatúni 17 105 Reykjavík Sími: 621315
Atvinnumiölun * Firmasala » Rekstrarráögjöf
Bakarar
Óskum að ráða morgunhressan bakara. Þarf
að geta byrjað sem fyrst. Góð vinnuaðstaða.
Upplýsingar gefur verkstjóri á staðnum frá
kl. 9-12.
Björnsbakarí,
Austurströnd 14.
Ritari -
aðstoð við bókhald
Stórt fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar
eftir starfskrafti í fullt starf.
Um er að ræða ritarastarf og aðstoð við
bókhald fyrirtækisins.
Þar sem um er að ræða tiltölulega nýtt
starf, mun viðkomandi geta mótað að miklu
leyti sitt starfssvið.
Leitað er eftir starfskrafti með góða menntun,
verslunarskóla eða sambærilega menntun.
Öllum umsóknum svarað.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
merktar: „R - 6527“ fyrir 5. júlí 1991.
Ritari
- fasteignasala
Þekkt fasteignasala nærri miðborginni óskar
eftir að ráða ritara til almennra skrifstofu-
starfa. Kunnátta við tölvuinnslátt og ritvinnslu
æskileg, svo og góð íslenskukunnátta.
Vinnutími frá kl. 13.00-18.00 alla virka daga
og kl. 13.00-15.00 annan hvern sunnudag.
Listhafendur leggi inn upplýsingar um aldur
og starfsreynslu á auglýsingadeild Mbl. fyrir
5. júlí merktar: „Stundvís - 8868“.
Hvernig væri að slá til
og koma til Reyðarfjarðar. Þar vantar okkur
kennara við 130 nemenda gunnskóla.
Æskilegar kennslugreinar: Tónmennt, mynd-
mennt, handmennt, enska og yngri barna-
kennsla.
Húsnæðisfríðindi og flutningsstyrkur.
Upplýsingar veita skólastjóri í síma
97-41344, yfirkennari í síma 97-41141 og
formaður skólanefndar í síma 97-41353 eða
97-41302.
Starfskraftur
á kaffistofu
Smith & Norland hf., Nóatúni 4, Reykjavík,
óskar eftir að ráða starfskraft til að sjá um
kaffistofu fyrirtækisins fyrir tímabilið júlí ’91
til desember ’92. Starfið felur í sér umsjón
með kaffilögun, léttum mat í hádegi og veit-
ingum vegna funda og gestamóttöku. Mjög
góð vinnuaðstaða í nýlegu húsnæði.
Vinnutími 5-6 tímar frá kl. 9.00 árdegis.
Við leitum að hressilegri og hugmyndaríkri
manneskju, sem heist hefur einhverja
reynslu af slíkum störfum og getur unnið
sjálfstætt.
Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða og
geta hafið störf sem allra fyrst.
Laun eru samkomulagsatriði.
Þeir, sem hafa áhuga á þessu starfi, eru vin-
samlega beðnir að senda okkur eiginhandar-
umsókn með upplýsingum um aldur, mennt-
un og fyrri störf, ásamt meðmælum fyrir
2. júlí nk. í pósthólf 519, 121 Reykjavík.
------SMTTH& -----------------
NORLAND
Pósthólf 519, 121 Reykjavík