Morgunblaðið - 30.06.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1991
17
Hún var lítil, skítug og svöng.
Fereal.
að sprengjurnar hafa sprungið.
Það hafa nokkrir farist en ekki
mjög oft...“
Ég klifraði í snatri upp úr bátn-
um. Kinkaði kolli.,, Það er satt.
Við höfum áreiðanlega verið hepp-
in í dag. Megir þú verða heppinn
áfram, Assam.“
Ég leitaði upplýsinga um það
hversu margir óbreyttir borgarar
hefðu farist í loftárásum banda-
manna. Eftir því sprengjumagni
að dæma sem þeir sögðust hafa
sullað yfir borgina var með ólíkind-
um að ekki hefðu borgarar látið
lífið. Ég bjóst ekki við neinum
kórréttum tölum en mig rak í rog-
astans þegar ekki voru nefnd nema
tvö tilvik, Amriabyrgið, þar sem
nokkur hundruð manns dóu og svo
þegar sprengjur lentu á íbúðarhúsi
sem stóð rétt hjá símstöð. Þar lét-
ust sjö manns. _En fleiri virtust
þeir ekki vera. Ég hallast að því
að þetta sé nærri lagi þó ótrúlegt
sé.
Einn daginn stakk Saad upp á
að við hittum Fereal Abrahim. Hún
missti tuttugu úr fjölskyldu sinni,
bræður, frænkur og frændur og
mágkonur í árásinni á byrgið. Hún
býr í litlu húsi og fábrotnu, það
var eins steikjandi heitt inni og
úti því í þessum hluta var aðeins
rafmagn þrjá tíma síðdegis. Hún
tók á móti mér svartklædd, lágvær
og fálát. Ég hafði á tilfinningunni
að blaðamenn væru oft leiddir á
hennar fund.
Hún sagði að ástæðan fyrir að
fjölskylda hennar var í Amriabyrg-
inu þetta kvöld var að það var fjöl-
skylduveisla. Sjálf var hún lasin
og hélt sig heima. Þegar loftvarn-
armerki voru gefin þusti veislufólk-
ið í Amria og varð ekki af frekari
gleði þá né síðar, sagði hún. Dótt-
ir hennar 12 ára fór ekki í skóla
í nokkrar vikur en síðan vopnahléð
var hefur verið unnið í skólunum
af miklu kappi sem annars staðar
og um 90 prósent nemenda luku
sínum prófum. Maðurinn hennar
vinnur hjá hinu opinbera og hann
fór til vinnu á hveijum degi. „Lífið
varð að halda áfram,“ sagði hún.
Bætti við: „Bandaríkjamenn vissu
um öll hernaðarleg skotmörk. Því
getur árásin á byrgið ekki verið
tilviljun. Þeir þekktu Bagdad betur
en við_ sem höfum búið hér alla
ævi. Árásin var af grimmd og
hatri. Það vissu margir að forsetinn
kæmi síðar um kvöldið. Hann fór
í byrgin á nóttunni og hughreysti
fólk ... Bandaríkjamenn sleppa
alltaf. Komast upp með allt. Nú
síðast að drepa Rajiv Gandhi.
„Þú segir mér fréttir," sagði ég.
„Gandhi neitaði Bandaríkja-
mönnum um að fá að setja bensín
á vélar á indverskum flugvöllum
ef þær voru að fara til árása á
Irak. Ég hef bæði heyrt það í út-
varpi og lesið um það í blöðunum.
Og þá var að hefna sín á honum.
Þetta er svo dæmigert fyrir Banda-
ríkjamenn. Framtiðin?“ Hún fuss-
aði. „Hvað ætli ég sjái í framtíð-
inni ef ekki verður réttlæti í heim-
inum. Ég er vondauf og öllum líð-
ur illa. Og svo ungu mennirnir
okkar sem fórnuðu lífinu þegar við
stóðum ein gegn heijum þrjátíu
þjóða.“
„Já, en það var nú þetta með
Kúveit...“ sagði ég.
„Kúveit og Kúveit. Við ætluðum
að fara frá Kúveit. Það vissu það
allir og Bush vissi það líka en hann
þurfti að prófa fínu vopnin sín.
Eitthvað varð hann að gera fyi/st
hann gat ekki haldið uppi kald-
astríðinu lengur. Hvað mér finnst
um forsetann okkar. Hann er sam-
einingartákn okkar en það eru
margir á móti honum. En þeir sem
eru á móti honum vita ekki betur
hvernig þeir eiga að stjórna. Og
enginn vill ófrið. Nema kannski
Bush. Venjulegu manneskjumar,
ég og þú, við viljum ekki stríð. En
fáum við nokkurn tíma að ráða.
Þó eru það við sem þjáumst. Við
sem deyjum. Ekki Bush.“
Við fljúgum með glæsilegri þotu
Atlantsflugs, Boeing 727-200
Nú einnig föstudagsflug
Góðar fréttir fyrir þá mörgu sem ekki hafa getað fengið far með
okkar ódýra flugi til Kaupmannahafnar á miðvikudögum, sem eru
fullbókuð fram í septemberlok.
Föstudagsflugin okkar til Kaupmannahafnar. Brottför frá Keflavík
kl. 08:00 ogfrá Kaupmannahöfn kl. 14:00. Farþegaafgreiðsla á
Kastrupflugvelli í góðum höndum hjá SAS auk íslensks fulltrúa
okkar á flugvellinum.
Sama lága verðið:
1 vika kr. 1 7.400
2 vikur kr. 17.900
3 vikur kr. 18.900
Þið getið valið um hótel og bílaleigur á afsláttarverðum okkar.
Sumarhús á Sjálandi og framhaldsferðir með dönskum
ferðaskrifstofum.
KR, 14,700
HEATHROW
Terminal 4 KLM
B ROTTFARARDAGAR:
1.-8.MAÍ-2S. SEPT
VERÐ:
1 VIKAKR. 14.700
2VIKUR KR. 15.800
3 VIKURKR. 16.900
MAÍ 15. 22. 29.
JÚNÍ 5.12.19. 26.
JÚLÍ3.10.17. 24. 31.
ÁGÚST 7.14.21.28.
SEPT.4.11.18.
VERÐ:
1 VIKAKR. 16.900
2VIKUR KR. 17.700
3VIKUR KR. 18.800
ullbókað er marga brottfarardaga og fá sæti laus flesta hina.
Þið getið valið um hótel og bílaleigur á afsláttarverðum okkar.
Kastalahótel, fbúðir og sumarhús á ensku Rivierunni við
Torquayflóann. Ferðir með enskum ferðaskrifstofum og
framhaldsferðir í allar áttir hjá þjónustuskrifstofu okkar skammt
frá Harrods í London.
FLUGFEROIR
5DLRRFLUG
Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331
öll verð eru staðgreiðsluverð miðað við gengi 1. feb. flugvallagjöld og forfallatrygging ekki innifalin f verðum.
nil bl
Metsölubku ) á hverjum degi!