Morgunblaðið - 30.06.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1991 5 Vestfirðir: 11 þúsund lítrar af gasolíu láku af tanki ALLT að 11 þúsund lítrar af gasolíu láku úr 50 þús. lítra tanki fyrir varaaflsstöð Orkubús Vest- fjarða í Syðri-Dal við Bolung- arvík fyrr í vikunni. Tankurinn hafði verið lagður á bera jörð og seig með þeim afleiðingum að leiðsla gaf sig og olían lak út í gljúpan sand. Engin ummerki mengunar munu sjást á staðnum, en auk þess sem jarðvegur er gljúpur er gasolía rokkennd. Tankurinn er í eigu Olíufélagsins Skeljungs, sem lét Orkubúinu hann í té síðastliðið haust. Krist- ján Haraldsson orkubússljóri segir að frágangur tanksins hafi ekki verið í samræmi við lög og reglur og telur það á ábyrgð olíu- félagsins. Kristinn Björnsson for- stjóri Skeljungs hafnar því alfar- ið að félagið beri ábyrgð á frá- gangi tanksins. „Við höfum staðið í þeirri trú að þetta væri þeirra birgðastöð jafnvel þó við greiddum olíuna sem í hann færi,“ sagði Kristján Haraldsson. Hann sagði að Skeljungur hefði fyllt á tankinn eingöngu til afnota fyrir orkubúið ef til þyrfti að taka. „Þeir eiga tankinn og við höfum 1 ekki greitt fyrir afnot af honum,“ sagði hann. Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs segir að fyrirtækið hafi > orðið við beiðni orkubúsins um að lána tankinn. Gengið hafi verið út frá því að orkubúið sæi um að frá- gangur yrði í samræmi við lög. Auk þess sé viðurkennt að starfsmönn- um orkubúsins hafi láðst að skrúfa fyrir krana sem tryggt hefði að olía hefði ekki lekið úr tankinum við það að leiðslan rofnaði. „Við lánuðum Rarik á sínum tíma tank á Seyðis- ijörð. Þeir byggðu þró, komu tank- inum fyrir og lögðu í allan þann kostnað sem þarf til að tankurinn sé eins og lög og reglur segja til um. Það er eðlilegt. Þeir hafa sjálf- ir umsjón með tankinum og berá ábyrgð á honum. Sama gilti þegar við lánuðum Orkubúi Vestfjarða tank við varaaflsstöðina í Bolung- arvík. Við erum í góðu samstarfi við þessa viðskiptavini okkar en við sögðum aldrei að við ætluðum að ganga frá tankinum og koma hon- um fyrir. Ef þetta væri tankur sem við ætluðum að sjá um hefðum .við að sjálfsögðu gert það sem okkur ber að gera eins og á öllum okkar olíustöðvum," sagði Kristinn. Hann sagði að félagið hefði lánað íjöldann allan af tönkum á bóndabæi og jafnvel á virkjunar- staði á reginfjöllum og aldrei hefði komið annað til tals en að umráða- menn tankanna önnuðust og bæru ábyrgð á frágangi þeirra. Kristinn sagðist vænta þess að eiga n'ánari viðræður um málið við orkubússtjóra þegar rannsóknar- skýrslur lægju fyrir. Lögregla vestra vinnur að rannsókn málsins og einnig sagði Kristján Haraldsson að Orkubúið hefði farið þess á leit við Siglingamálstofnun að gerð yrði úttekt á olíutönkum orkubúsins við alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum. Sú úttekt er ekki hafin. SPARIÐ BENSÍN AKIÐ Á GOODfYEAR GOOD/YCAR 60 ÁR HEKLA LAUGAVEGI 174 S 695560 & 674363 A ISLANDI MILLIVEGUR TIL MALLORKA Sumum finnst vika of stutt • • Oðrum finnst tvær vikur of langt Þess vegna bjóða Samvinnuferðir-Landsýn nýjung í sólarferðum sumarsins: 10 og 11 daga ferðir til Cala d'Or: 2.-13. júlí (11 nætur) og 20.-30. júlí (10 nætur)*. Verðið er ótrúlegt, eða fró: 33.535.- m.v. fjóra í íbúð 39.045.- m.v. tvo í íbúð* *ER ÞETTA TÍMALENGD 0G TÍMASETNING, SEM HENTAR ÞÉR?! **Staðgreiðsluverð. Barnaafslóttur 2ja-12 óra: 7.000.- kr. Basel Vegna forfalla eigum við laus sæti í flugi til Basel 14., 21. oq 28. júlí. Verð pr. mann 18.500.- Landsýn Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 6910 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 39 80 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Simbréf 96 - 2 75 88 • Telex 2195

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.