Morgunblaðið - 05.07.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991
17
Þurfa nýyröi að
gera grein fyrir sér?
eftirBjarna
Sigtryggsson
Af og til er vikið að því í blöðum,
nú síðast í Víkveija, Morgunblaðinu
27. apríl 1991, að íslenskt nýyrði
skorti fyrir enska orðið fax, sem er
í senn enskt nýyrði og stytting úr
„facsimile“, sem getur reyndar þýtt
eftirlíking, og er þar trúlega vitnað
til þeirrar tækni að viðtæki líki eftir
þeirri frummynd bréfs, sem sett er
i senditæki. Ekkert íslenskt orð né
nýyrði hefur náð fótfestu í stað þessa
og þess vegna er orðið fax búið að
fá inni í íslensku máli, og má kannski
bærilega við una. Fax er til sem
makki hestsins, þess sem lengi vel
var kallaður þarfasti þjónninn, og
af því var myndað heitið faxi, sem
heiti flugflota Flugfélags íslands í
eina tið, einmitt með vísan til þar-
fasta þjónsins. Ekki er að efa að fá
tæki hafa orðið kærkomnari skrif-
stofufólki nútímans en símsendirinn,
sem að vissu leyti hefur orðið þar-
fasti þjónn þeirrar kynslóðar íslend-
inga, sem iagt hafði niður list bréfa-
skrifta.
Heiti eða tæknilýsing
Það er hins vegar íhugunarefni,
þegar leitað er nýyrða fyrir athafnir
eða tækjabúnað sem eru tilkomin
vegna nýrrar tækni, hvort orðið þurfi
í rauninni að innihalda lýsingu á
tækninni. Þegar togarar sigldu inn
í íslenskan fiskiskipaflota á öldinni
sem leið voru þeir tíðum nefndir
trollarar, sem er hljóðlíking af ensku
heiti þeirra. Islenska heitið botnvörp-
ungar náði ekki fótfestu, þótt trollið
sjálft, botnvarpan hafi fest í málinu.
Togari er hins vegar létt og lipurt
heiti sem lýsir ágætlega veiðiaðferð-
inni og það orð vann á.
Fyrir tveimur áratugum ruddi
nýtt form þessara veiðiskipa sér
rúms og þau voru kölluð skuttogarar
til aðgreiningar frá hinum gömlu,
sem hlutu þá jafnan nafnið síðutog-
arar. Eftir að síðasti síðutogarinn,
Hallbjörg Fróðadóttir, sigldi frá
landi til að mæta örlögum sínum í
brotajárnsbræðslu erlendis fór að
bera á því smám saman að hætt
væri að nota þessi aðgreiningarfor-
skeyti og togarar urðu togarar að
nýju. Hiutverki tæknilýsingarinnar
í nýyrðinu var lokið.
Hvað þarf orð að segja?
Sigurður Nordal prófessor segir í
einu erinda sinna (Sigurður Nordal:
Einlyndi og marglyndi, Hið íslenska
bókmenntafélag, Reykjavík 1986,
bls. 152) þar sem hann víkur að
nýyrðasmíði, að af nýyrðum sé
„vanalega heimtað, að þau géri grein
fyrir hlutunum, sem þau nefna, þó
að enginn heimti slíkt af gömlum
orðum, t.d. að orðið hestur gefi lýs-
ingu á dýrinu með því nafni. Og
auðvitað ryður orðið sér frekar rúms,
ef það er auðskilið og segir eitt-
hvað, en .ef menn byggju til hljóða-
samstillingu út í bláinn og segðu hún
skyldi tákna þetta og þetta. En á
hinn bóginn eiga orðin örðugra með
að færa út merkingarkvíar sínar, ef
þau eru of ákveðin," segir Sigurður
Nordal.
Þetta leiðir hugann að því hvort
það sé brýn nauðsyn á því að nýtt
orð sem gefið er nýrri notkun
símans, lýsi þeirri sömu tækni. Þau
boð sem berast manna á milli verða
enn hin sömu; sendibréf, skýrslur
eða úrklippur. Boðberinn er hins
vegar ekki lengur Gunnar póstur,
garpur á dökkum jó, heldur ljósleið-
ari Landsímans og japanskt sendi-
og viðtökutæki.
Það er kannski helst þetta tæki
eitt og sér, sem þarfnast íslensks
heitis — og vitaskuld er fullkominn
óþarfi að hefja sendibréf með því
að rita stórum stöfum efst á fyrstu
síðu: Símabréf eða Faxboð. Það gef-
ur auga leið. Sú góða venja hefur
skapast að kalla það forsíðu, sem á
ensku nefnist „Cover Sheet“ og kem-
ur í stað umslagsins. Þar segir hver
eigi að fá bréfið og frá hveijum það
kemur. Þar má líka lesa hvenær
bréfið var sent og úr hvaða síma,
rétt eins og skýr póststimpill sagði
svipaða sögu. En meginefnið er
þetta; sendibréf er áfram sendibréf,
eða bréf, og önnur sendiboð breyta
ekki um nafn þótt ný tækni komi
þeim til skila jafnhraðann.
Þrýstiloftsflugvél varð þota
En hvað á þá tæknin að heita?
Ritsími er gamalt og viðtekið orð
en átti áður við tækni, sem nú er
úr sér gengin, og aðeins til sem
heiti á skeytasendingadeild Pósts og
síma. Símriti er hins vegar gott og
gilt orð og eins fjarriti, sem náði þó
aldrei að festast við þá tækni sem
var forveri faxtækisins, telex-tækið.
Það má því segja að það sé svo til
ónotað og má því vel við eiga. Sömu-
leiðis getur ljósriti ágætlega komið
í stað ljósritunarvélar, þar sem óþarfi
er að segja það í heitinu að ljósritinn
sé vél. Nema menn vilji ganga skref-
inu lengra og fara að ábendingu
Sigurðar Nordals og gefa þessu mik-
ilvæga tæki nýtt nafn og alls óskylt
Bjarni Sigtryggsson
tækninni sem að baki þess liggur.
Þannig varð nýyrðið sími til á sínum
tíma; það átti rætur í orðinu síma
sem merkir mjór þráður. Þota er
annað dæmi um vel heppnað ný-
yrði, sem leysti af hólmi vandræða-
orðið þrýstiioftsfiugvél, sem þó var
veikburða tilraun til að lýsa í einu
orði sérkenni hinnar nýju flugtækni.
Grunnhyggjan er verst
Það er einkennandi fyrir nýyrða-
smíð, að þar er oftast um að ræða
samsett orð; gjarnan tæknilýsingu
sem tengist verknaði. Stundum er
þó farið yfír lækinn að sækja vatn.
Það kann að stafa af því að smiðir
leita um of að nákvæmri þýðingu á
erlendu heiti eða hugtaki í stað þess
að huga að íslensku orði sem lýsa
mætti vel því sem um er rætt. Þetta
ber sérstaklega að hafa í huga þeg-
ar hingað til lands berast erlendir
straumar tíðarandans, svo sem vax-
andi vitund hinna vestrænu þjóða
um aðsteðjandi hættur lands og
lífríkis. Nær ekkert íslenskt orð bet-
ur yfir þá hugsun sem á erlendu
máli nefnist „miljövenlig" en hráþýð-
ingin umhverfisvænn? Nær til dæm-
is orðið lífrænn ekki til þess sem í
fyllingu tímans brotnar niður og
verður að kveikju nýs lífs? Svo má
lengi halda áfram að fínpússa orðs-
míðina.
Trúlega er almennt hugsunarleysi
eða grunnhyggja mesti óvinur vand-
aðrar málþróunar. Þegar Alexander
Haig hershöfðingi varð fram-
kvæmdastjóri bandaríska forseta-
embættisins (Chief of Staff) á loka-
dögum Nixons í forsetastóli varð til
hugtakið „Haigspeak." Það er náinn
ættingi íslenska stofnanamálsins, en
einnig skylt þeirri nútímaáráttu að
breyta sögnum í nafnorð. En svo
mjög afbakaði þessi annars ágæti
hermaður mælt mál að gekk fram
af mönnum með snert af málvitund.
Svipaðrar áráttu verður vart meðal
margra hérlendra sem eru að ein-
hveiju leyti boðberar nýjunga en
skortir næmi fyrir íslensku máli.
Þeir ýmist hráþýða erlend nýyrði eða
böðlast áfram og búa til orð sem
eiga sér engar lífslíkur á mæltu máli.
Textavarp
Nýjung af þessu tagi er texta-
varp. Text-TV eða Teletext heitir
það á erlendum málum þegar sjón-
varpsgeislinn er nýttur til fulls til
að senda út mynd, mælt mál og rit-
mál. Hið mælta mál og tónlist er
felld að útsendri mynd, en ritaða
málið má kalla fram með fjarstýr-
ingu, bæði sem texta fyrir heyrnar-
skerta og til að eiga aðgang að
fréttabanka útvarps og sjónvarps.
Hér færi betur á að tala um ritvarp,
líkt og sjónvarp og útvarp. Orðskríp-
ið hljóðvarp er sem betur fer á und-
anhaldi, enda engin þörf á að búa
til annað orð yfir útvarp, til þess
eins að koma að tæknilegri lýsingu
á mismun útvarps og sjónvarps.
Sum nýyrði eru þörf og kærkom-
in, önnur eru óþörf og oft eru til
fyrir í íslensku máli orð sem ná að
lýsa vel þeirri hugsun sem að baki
liggur. En það er alltaf mikilvægt
þegar eitthvað veldur því að þörf er
á nýju íslensku orði, að kunnáttu-
menn taki strax til höndum og að-
stoði við fæðinguna. Sé orðs þörf
festir slíkt rætur, hvort sem það er
haganlega gert eða hugsunarlaust
klúður.
Höfundur er markaðsfræðingur.
\ ■9 Ásubúð, Búðardal • Vestfiröir: Rafbúð Jónasar Þór, Patreksfirði • Bjamabúð, Tálknafiröi • Edinborg, Bíldudal • Verslun Gunnars Sigurðssonar, Þingeyri • Einar Guðfinnsson, Bolungarvík • Straumur, ísafiröi 3
! % Norðurland: Kf.Steingrímsfjarðar, Hólmavík • Kf.V-Hún.Hvammstanga • Kf. Húnvetninga, Blönduósi • Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki • KEA, Akureyri • KEA, Dalvík • Bókabúð Rannveigar, Laugum • Sel, Mývatnssveit g sr
AEG
• HRÆRIVÉL KM 21 Verð áður kr. 10.722,-
kr. 8.990.- stgr.
AEG
BRAUÐRIST AT 23L Verð áður kr. 3.088.
kr. 2.590.- stgr.
AEG
ÖRBYLGJUOFN MC 720-W 27 LlTRA Verð áður kr. 28.758.
kr. 22.950.- stgr.
VELDU ÞER TÆKI SEM ENDAST!
Hjá Bræðrunum Ormsson bjóðast þér góð og örugg tæki, á sérstöku sumarverði. Umboðsmenn um allt land.
B R Æ Ð U R N I R
DJ ÖRMSSON HF
1 o ......................................................—.......................................................................
j £ Bræðurnir Ormsson hf. Umboðsmenn Reykjavík og nágrenni: BYKO, Kópavogi • BYKO, Hafnarfirði •
i cc Byggt og búið, Reykjavík • Hagkaup, Reykjavík • Mikligarður, Reykjavík • Brúnás innréttingar, Reykjavík
Lágmúla 8. Simi 38820
3?
u
«1
oo s