Morgunblaðið - 05.07.1991, Page 19

Morgunblaðið - 05.07.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991 19 Frá opnun sýningarinnar. Sjóminjasafnið í Hafnarfirði: Sýning um skipsljórn- arfræðslu á Islandi SKIPSTJÓRNARFRÆÐSLA á íslandi er heiti sýningar sem efnt hefur verið til í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði í tilefni af 100 ára afmæli Stýrimannaskólans í Reykjavík. Sýningin var opnuð 29. júní og stendur yfir fram yfir næstu áramót. Fljótsdalur: V orgróðursetningn plantna á veffum Héraðsskósra lokið Geitagerði. *■—J J Vorgróðursetningu plantna á vegum Héraðsskóga, sem hófst 21. mai sl., lauk um síðustu helgi. Alls voru gróðursettar 350 þús- und lerkiplöntur, sem fóru í 130 hektara lands á 36 jörðum í 6 hrepp- um, þ.e. Fljótsdal, Skriðdal, Völlum, Eiðaþinghá og Fellum og ennfrem- ur Egilsstaðabæ. Þá voru settar niður um 12 þúsund plöntur af öðr- um tegundum í hinar eldri girðing- ar sem heyra undir hina svokölluðu Fljótsdalsáætlun, sem er frá 1970. Var það fyrst og fremst stafafura og sitkabastarður. Að meginhluta var það bændafólk, sem vann við gróðursetninguna. Þær plöntur, sem gróðursettar voru í vor, eru frá uppeldisstöðinni á Hallormsstað, þar sem fyrsta uppskera á vegum Barra hf. verður ekki tilbúin fyrr en í ágúst. í verkslok kom starfsfólkið og Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar Efnt var til grillveislu í Geitagerði að loknu verki. fjölskyldur þeirra saman til grillhá- setið við varðeld eða farið um skóg- tíðar í skógræktinni í Geitagerði, inn fram eftir kvöldi. milli 60 og 70 manns. Var ýmist - G.V.Þ. Ágúst Georgsson, starfsmaður safnsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið að sýningin væri tvíþætt. Annars vegar væri rakin saga sigl- inga frá því fyrir Kristsburð. Bygg- ist þessi hluti upp á texta, myndum, Stykkishólmur: Margir fara í Súgandisey Stykkishólmi. ÞAÐ eru alltaf fleiri og fleiri sem notfæra sér að fara út í Súgandisey og horfa þaðan yfir bæinn og höfnina. Þetta er stór- kostleg sjón og sérstaklega við sólarlag. Þótt mörgum hrysi hugur við að loka höfninni og setja upp stiga upp í eyna hjaðna þær raddir alltaf meir og meir. Erlendum gestum þykir dýrlegt að fara út í eyna og horfa yfir bæði til fjalls, fjöru og sjós. Náttúrufegurðin er mikil og þeir fara ekki erindisleysu sem koma í Hólminn í góðu veðri. - Árni. gripum og líkönum. Nefndi hann sérstaklega umijöllun um vita, kíki í eigu Bjarna Sívertsen, eins af for- kólfum skútuútgerðar á íslandi, og samanburð á starfí formanna á ára- bátum og skipstjóra á nútíma skip- um. Hins vegar er á sýningunni rakin aðdragandinn að stofnun Stýri- mannaskólans og saga hans. Stýri- mannaskólinn tók til starfa árið 1891. Hann var til 1898 til húsa í svokölluðu Doktorshúsi í Vestur- bænum en fluttist þá í nýbyggt hús þar skammt frá, Stýrimannaskól- ann gamla. Þar var skólinn til haustsins 1945 að hann flutti í Sjó- mannaskólann þar sem hann hefur verið síðan. í ritlingi um sýninguna segir að fram yfir síðari heimsstyij- öldina hafi kennslan verið fremur fábreytt á nútímamælikvarða en síðan hafi tækniframfarir sett síaukinn svip á kennsluna. Þeir sem stóðu að uppsetningu sýningarinnar voru Ágúst Georgs- son, Einar Arnalds, sagnfræðingur, og Páll V. Bjamason. Einar vinnur nú að því að rita sögu Stýrimanna- skólans. í sumar er Sjóminjasafnið opið þriðjudaga til sunnudaga frá 14-18. Heiibrigðisráðuneyti: Þroskaheftur afbrota- maður verður vistaður hjá ættingjum sínum SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra undirritaði í gær samning við ættingja þroskahefts afbrotamanns, sem vistaður hefur verið í Síðumúlafangelsi, um að þeir taki að sér gæzlu og umönnun mannsins. Ráðherra segir þetta vera neyðarúrræði þar til réttargeð- deild komist á laggirnar. Maðurinn, sem um ræðir, réði þroskaheftri stúlku bana á heimili fyrir þroskahefta síðastliðinn vetur. Hann var ekki talinn sakhæfur og því úrskurðaður til meðferðar á við- eigandi stofnun, en hefur verið hafður í einangrunarklefa í Síðu- múlafangelsinu. Að sögn Sighvats Björgvinssonar var maðurinn nánast hættur að matast og hreyfa sig í fangelsinu og við svo búið mátti ekki standa lengur. Samningurinn við ættingja mannsins felur í sér að þeir vaki yfir honum dag og nótt og sjái um hreinlæti og mat. Þá aki þeir honum í og úr læknisskoðun. Lögreglumað- ur mun fylgjast með manninum daglega og einnig á geðlæknir að heimsækja hann reglulega. Ráðu- neytið greiðir aðstandendum fyrir gæzluna og borgar húsaleigu í tveggja herbergja íbúð, þar sem maðurinn verður vistaður. Að sögn ráðherra kostar þetta fyrirkomulag um 300 þúsund krón- ur á mánuði. Hann segir það dýr- ara en að vista manninn í Síðumúla- fangelsinu og ekki viðunandi lausn á neinn hátt, en þó betra en að láta manninn veslast upp í einangr- unarfangelsi. Gert er ráð fyrir að maðurinn verði fluttur á réttargeðdeildina, sem fyrirhugað er að taki til starfa á Sogni í Ölfusi í haust. Samningur- inn við aðstandendur hans gerir ráð fyrir að um tímabundið ástand sé að ræða, og muni þeir ekki annast manninn lengur en til áramóta. Tveir afbrotamenn aðrir, sem einnig hafa verið úrskurðaðir ósak- hæfir, sitja í Síðumúlafangelsinu. Sighvatur sagði að lausn þeirra mála væri ekki eins aðkallandi, þar sem líðan þeirra væri ekki jafn slæm. Nýr ELO-skákstigalisti: Jóhann Hjartarson er aftur orðihn efstur Islendinganna ALÞJÓÐA skáksambandið hefur gefið út nýjan lista yfir ELO stig skákmeistara. Samkvæmt honum er Jóhann Hjartarson efstur ís- lenskra skákmanna á ný með 2.550 stig og hefur bætt við sig 15 stigum frá síðasta lista. Næstur kemur Margeir Pétursson með 2.540 og hefur bætt við sig 25 stigum. Á heimslistanum er Kasparov heims- meistari áfram efstur, en hefur lækkað um 30 stig, er með 2.770. Ivantsjúk hefur skotið Karpov aftur fyrir sig og er nú annar með 2.735 stig, hefur bætt sig nm 40 stig. Efstar kvenna eru tvær Polgar systra, Judit með 2.550 stig og Zusza með 2.535 stig. Helgi Ólafsson, sem var efstur Steingrímsson með 2.505 stig, þá Islendinga á síðasta lista, er nú þriðji með 2.525 stig og hefur lækkað um 65 stig. Fjórði er Jón L. Árnason með 2.520 stig, fimmti Héðinn koma Friðrik Ölafsson með 2.485, Hannes Hlífar Stefánsson og Karl Þorsteins með 2.470, Guðmundur Sigutjónsson með 2.465, Þröstur Þórhallsson og Björgvin Jónsson með 2.425. Sex efstu menn í heiminum eru allir Sovétmenn. Karpov, fyrrum heimsmeistari, er nú þriðji með 2.730 stig, þá koma Bareev með 2.680, Salov og Gelfand með 2.665. Bretinn Short er sjöundi með 2.660, þá er Beljavskíj með 2.655 og Ind- verjinn Anand með 2.650. í 10.-14. Einn íslendinganna, Jóhann Hjartarson, er á lista yfír 100 efstu skákmenn heimsins. Hann er í 93.-99. sæti. Þegar kemur að vali á veiði- vörum er Abu Garcia merki sem æ fleiri treysta á Nú er einmitt rétti tíminn til að huga að endurnýjun eða kaupum á veiðibúnaði. Sértu að gera klárt fyrir væntanlegar veiði- ferðir skaltu kynna þér hið góða úrval Abu Garcia veiðivara því Abu Garcia hefur í áratugi verið leiðandi í tækniþróun veiðibúnaðar. Það kemur meðal annars fram í aukinni notkun á fisléttum en sérlega sterkum efnum ásamt nýjung sem stóreykur langdrægni hjólanna (ULTRA CAST). Þetta er meðal annars ástæðan til þess að æ fleiri veiðimenn treysta á Abu Garcia. ■Abu Garcia SUMAROPNUNARTIMI: Mánud.-fimmtud. opið til kl. 19.00 Föstud. opið til kl. 20.00 Laugard. og sunnud. opiö frá ki. 10.00-16.10 Hafnarstræti 5 ■ Símar 1 67 60 og 1 48 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.