Morgunblaðið - 05.07.1991, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991
21
Líbanon:
Friður saminn og stjórn-
völd fá yfirráð yfir Sídon
Sídon, Líbanon. Reuter.
Líbanskir hermenn spyrna hér upp dyrum í flóttamannabúðum Pa-
lestínumanna í gær í leit að skæruliðum PLO.
BARDAGAR stöðvuðust í gær við
flóttamannabúðirnar tvær þar
sem libanski herinn og skærulið-
ar Frelsissamtaka Palestínu-
manna (PLO) hafa barist. Við-
ræður hófust strax á milli full-
trúa sfjórnvalda og leitoga PLO.
Eftir 6 tíma setu var komist að
samkomulagi um að líbanski her-
inn fengi að koma sér fyrir í
Suður-Libanon átakalaust. Alls
fórust um 65 manns í átökunum
og 104 særðust.
í samningaviðræðunum tóku þátt
tveir ráðherrar í líbönsku stjórninni
og fimm leiðtogar PLO. Fjallað var
um borgaraleg og félagsleg réttindi
Palestínumanna í Líbanon, en sjórn-
völd höfðu fram að því neitað að
ræða þau mál fyrr en liðsmenn PLO
hefðu lagt niður vopn. Þau vildu
að skæruliðar PLO hættu árásum
á ísraela til að ná fram auknum
þrýstingi á þá að yfirgefa hið 15
km breiða „öryggissvæði" meðfram
landamærunum. Samkomulag náð-
ist um að líbanski herinn fengi að
koma sér friðsamlega fyrir á svæð-
inu, að sögn ráðherra í stjórninni.
Abdullah al-Amin, innanríkisráð-
herra Líbanon, var annar ráðherr-
anna sem tóku þátt í viðræðunum.
Aðspurðut um hvort bardögunum
sem staðið hafa yfir í ijóra daga
væri nú lokið, svaraði hann: „Stríð-
inu er lokið ef guð lofar.“
Líbanski stjórnarherinn hafði
haldið uppi hörðum árásum á pal-
estínska skæruliða, sem voru inni-
króaðir í tvennum flóttamannabúð-
um fyrir utan borgina Sídon í Suð-
ur-Líbanon og neituðu að láta vopn
sín af hendi við stjórnarhermennina.
í flóttamannabúðunum búa að
jafnaði um 65.000 manns og er
aðbúnaður þeirra slæmur og versn-
aði til muna í umsátri herins. Þeir
skæruliðar sem króaðir voru inni í
búðunum voru örvæntingarfullir en
höfðu þó svarið þess eið að deyja
fyrr en að láta vopn sín af hendi.
■ JÓHANNESARBORG - Ösku-
gos bytjaði í eldfjalli á Comoro-eyj-
um í Indlandshafi á þriðjudags-
kvöld og flýðu hundruð manna
heimili sín í nálægum þorpum. Haft
var eftir fimm jarðfræðingum að
eldvirknin í Kartala-fjalli væri eðli-
leg og fólki á eynni Grande Co-
more, sem er stærsta eyjan í eyja-
klasanum, væri engin hætta búin
af þess völdum.
■ WASHINGTON - Norman Sch-
warzkopf hershöfðingi, yfirmaður
herafla Bandaríkjamanna í Persaf-
lóastríðinu, sækist ekki eftir sæti í
öldungadeild Bandaríkjaþings, eftir
því sem fram kemur í viðtali við
hann, sem birt var í tímaritinu
Parade í gær, fimmtudag. Mikið
hefur verið rætt og ritað um það
hvað Schwarzkopf muni taka sér
fyrir hendur þegar hann lætur af
störfum hjá Bandaríkjaher í ágúst
á þessu ári. Hann útilokaði þó ekki
að hann gæti fengið áhuga á að
snúa sér að stjórnmálum síðar meir.
Schwarzkopf hefur aldrei látið uppi
hvort hann er repúblikani eða demó-
krati.
■ RÓM - Talsmenn ítalska for-
setaembættisins vísuðu því á bug í
gær að Francesco Cossiga forseti
hefði í viðtali sagt fjárlagaráðherra
landsins, Paolo Cirino Pomicino,
ólæsan. Dagblaðið Corríere Della
Sera, sem gefið er út í Mílanó, birti
ummæli forsetans á forsíðu í gær
en ítalska fréttastofan ANSA segir
að forsetaembættið hafi gefið út
yfirlýsingu þar sem þeim er vísað
á bug. Þegar Cossiga var spurður
hvers konar þjóð ítalir væru, á hann
að hafa sagt: „Við erum þjóð sem
sættir sig við að hafa ólæsan mann
eins og Paolo Cirino Pomicino í
embætti ijárlagaráðherra."
■ GUWAHATI - Aðskilnaðar-
sinnaðir Maóistar í héraðinu Assam
í norðausturhluta Indlands sögðu í
gær að þeir myndu taka af lífi tvo
gísla sem þeir hafa í haldi, Sovét-
mann og Indverja, ef sex leiðtogum
þeirra yrði ekki sleppt úr fangelsi
fyrir næsta þriðjudag. Sameinaða
þjóðfrelsishreyfingin í Assam
(ULFA) lýsti ábyrgð á ránum á
Sovétmanninum og 14 indverskúm
embættismönnum á hendur sér á
mánudag. Þeir segja að til að byrja
með muni þeir sleppa Sovétmannin-
um og einum Indverja fyrir leiðtog-
ana sex.
■ TÓKÝÓ - Japanir telja að sér
stafi meiri ógn af Bandaríkjamönn-
um en Sovétmönnum. Þetta kemur
fram í könnun sem japanska dag-
blaðið Yomiuri gerði meðal 3.000
Japana. 24% aðspurðra sögðu að
Japönum stafaði mest hætta af
Bandaríkjamönnum, 22% nefndu
Sovétmenn, 12,6% Norður-Kóreu-
menn, 5,9% Suður-Kóreumenn og
3,7% Kínverja. Aðeins þessar fimm
þjóðir voru nefndar í könnuninni
sem gerð var í júní.
Frakkland:
Þingheimur
flýr hvít-
lauksstybbu
París. Reuter.
RÝMA þurfti franska þingið á
miðvikudag eftir að lyktar-
sprengju hafði verið varpað frá
áheyrendapöllum. Lagði í kjölfar
þess megna hvítlauksstybbu yfir
sali þingsins.
Þingmenn urðu að flýja þingsali
og var það ekki fyrr en einni
klukkustund síðar að þeir gátu
haldið inn í þinghúsið á ný.
í opinberri yfirlýsingu sem gefin
var út eftir þetta atvik segir að
fíytja hafi þurft einn þingmann á
spítala vegna öndunarerfiðleika og
að annar hafi hlotið læknismeðferð
í þinghúsinu. Málið er í rannsókn.
1/utasicL
Heílsuvörur
nútímafólks
Blomberg eldunartækin hlutu
hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF
hönnunarverðlaun fyrir framúr-
skarandi glæsilega og hugvit-
samlega hönnun.
Enginn býður nú meira úrval af
innbyggingartækjum í sam-
ræmdu útliti en Blomberg !
Komdu til okkar og kynnstu
Blomberg af eigin raun, hringdu
eða skrifaðu og fáðu sendan 60
síðna litprentaðan bækling á ís-
lensku.
f/7há Einar Farestveit & Co. hf.
Borgartúni 28 S 622901 og 622900
LAGER-
ÚTSALA
FLÍSABÚÐARINNAR
á Dverghöfða 27
Allir afgangar eiga að seljast.
Ótrúlegt verð.
Einnig er um að ræða sértilboð á nokkrum gerðum aí flísum.
m i/rv -
IL V I & 3L 1 1
a "5 kj ra
'rn & r
j rr r □ L
Stórhöfða 17 v/Gullinbrú,
sími 674844.
MITSUBISHI
MOTORS
0
HEKLA
LAUGAVEGI 174
SÍMI695500
□ Handskiptur / Sjálfskiptur
□ Aflstýri og veltistýrishjól
□ Framdrif
Verðfrákr. 771.840.-