Morgunblaðið - 05.07.1991, Page 26

Morgunblaðið - 05.07.1991, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991 Pollamót Þórs og Sjallans: Þrjú hundruð sveinar í fótbolta í hitamollu POLLAMÓT Þórs hefst á Þórsvellinum á Akureyri um hádegi í dag, föstudag, og stendur fram á laugardag. Um er að ræða knatt- spyrnumót karla 30 ára og eldri. Margt fleira en knattspyrna verð- ur til afþreyingar í tengslum við mótið. Þetta er þriðja árið sem Knatt- spyrnufélagið Þór á Akureyri og Sjallinn standa fyrir knattspyrnu- móti fyrir þennan aldursflokk. Að þessu sinni er þátttakan meiri en nokkru sinni. Liðin sem skráð eru til leiks eru alls 27, víðs vegar af landinu, svo alls verða það um Sviðsvagn í göngugötu SVOKÖLLUÐUM sviðsvagni verður komið fyrir í göngugöt- unni á Akureyri hvar hann verð- ur næstu vikurnar til afnota fyr- ir þá sem skemmta vilja fólki sem þar er á ferli. Á liðnum árum hefur smám sam- an fjölgað ýmis konar skemmtiatr- iðum sem boðið er upp á í götunni og verður umræddum vagni komið fyrir til að auðvelda þeim sem koma vilja efni sínu á framfæri að troða upp. Þeir sem hug hafa á að skemmta gestum og gangandi í göngugöt- unni er bent á að snúa sér til skrif- stofu menningarfulltrúa á Akureyri og panta þar tíma, en æskilegt er að það sé gert með nokkurra daga fyrirvara svo hægt sé að kynna það sem fram á að fara. Úr fréttatilkynningu þijú hundruð vaskir eldri sveinar sem spyrna knetti í hlýindunum á Akureyri þessa daga. Benedikt Guðmundsson, tals- maður Þórs, sagði að færri hefðu komist til keppni en vildu. Þannig væri til dæmis ekkert lið frá Vest- fjörðum, ísfirðingar hefðu því mið- ur verið of seinir að tilkynna komu sína og ástæðan til að þeir og fleiri gætu ekki verið með væri sú að hvergi væri gistingu að fá. Það stafar meðal annars af því að á sama tíma og þetta pollamót öld- unga fer fram stendur yfir á íþróttasvæði KA Esso-mót í 5. flokki. Leikirnir á Þórsvellinum standa frá hádegi í dag og fram undir kvöld, en síðan verður efnt til grill- veislu fyrir þátttakendur og þá sem þeim fylgja. Leikir hefjast á ný klukkan 10 á laugardagsmorgun og úrslitaleikurinn hefst klukkan 17. Um kvöldið verður stóiveisla í Sjallanum. Þar verður veislustjóri séra Pétur Þórarinsson en Bjarni Hafþór Helgason flytur hátíðar- ræðu. í hófinu verða veitt verðlaun fyrir fræknasta frammistöðu í mótinu, en meginheiðurinn fellur í skaut því Iiði sem telst sýna mestan persónuleika. Á síðasta ári hlutu Mývetningar þann titil, en þeir höfðu meðal annars liðsstjóra sem stýrði sóknarlotum liðs síns með harmonikkuleik. Sparisjóðsmót í fótbolta á Dalvík og Ólafsfirði SPARISJÓÐSMÓTIÐ í knatt- spyrnu verður haldið á Dalvík 800 manns í sundlauginni FJÖLMENNI hefur verið síðustu daga í Sundlaug Akureyrar og hafa upp undir 800 manns komið þar yfir daginn. „Það er búið að vera brjálað að gera, allir skápar í notkun og fólk verður að konia fötum sínum fyrir í hólfum,“ sagði Jón Marinó Sævarsson starfsmað- ur í sundlauginni, en að jafnaði eru á bilinu 2-300 manns í einu í lauginni. I greinargerð um stefnumótun í ferðamálum sem sérstakur vinnu- hópur um ferðamál vann að og kynnt var í síðasta mánuði kemur fram að úrbætur við Sundlaug Akureyrar eru á meðal brýnustu verkefna á sviði ferðaþjónustu. Þar segir að fram- kvæmdir við barnalaug og þætti tengda afþreyingu verði strax hafn- ar, en næst verði hafíst handa við búningsaðstöðu. ■ og í Ólafsfirði á laugardag, en mótið er haldið af Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík og Spari- sjóði Ólafsfjarðar. Mótið hefst kl. 11, laugardaginn 27. júlí og verður keppt í 3.flokki kvenna og í 7. flokki karla. Spilað verður í tveimur fjögurra liða riðl- um og lýkur riðlakeppni kl. 14. Sigurvegarar riðlanna leika síðan til úrslita og lið í 2., 3. og 4. sæti leika gegn liðum í sömu sætum í gagnstæðum riðli. Úrslitaleikjum verður lokið um kl. 18. Drengirnir leika á Dalvík, en stúlkur eigast við í Ólafsfirði, en úrslitaleikir verða leiknir jafnhliða hjá drengjum og stúlkum og fara þeir leikir fram í Ólafsfírði. Er úrslit eru ráðin verður stefn- an tekin á Dalvík þar sem haldin verður grillveisla og einnig verða þar ýmsar knattþrautir, verð- launaafhending auk afhendingar viðurkenninga, en áætlað er að Sparisjóðsmótinu ljúki um kl. 21. Morgunblaðið/Rúnar Þór Krakkarnir í vinnuskólanum á Dalvík fundu mikið af rusli sem greinilega hafði verið hent í sjóinn af skemmtiferðaskipi er þau voru að hreinsa fjöruna skammt innan við bæinn í gær. Innfellda myndin sýnir m.a. ástarbréf rituð á þýsku, lyfjaglös og þýskar bókmenntir sem voru á meðal þess sem skolað hafði upp að landi úr skemmtiferðaskipinu. Rusli fleygt í sjóinn af skemmtiferðaskipi: Astarbréf, lyfjaglös og matseðl- ar flutu upp í fjöru við Dalvík „VIÐ erum búin að finna stóran haug af drasli, sem greinilegt er að hefur verið fleygt í sjóinn hér inni í firði,“ sögðu krakkarnir í vinnuskólanum á Dalvík, en þau hreinsuðu fjöruna austur á Sandi, skammt innan við Dalvík í gær. Þar kenndi margra grasa, bréfabunkar, dagbækur, matseðlar, uppskriftir, vinnuföt kokksins og nokkrar tegundir lyfja. Bjarni Gunnarsson æskulýðs- fulltrúi á Dalvík og forstöðumaður vinnuskólans sagði að augljóst væri að miklu magni rusls hefði verið fleygt fyrir borð einhvers staðar inni í Eyjafirði, að öðrum kosti hefði því ekki skolað að landi í fjörunni við Dalvík. Hann sagði að venjan væri sú að krakkar úr Dalvíkurskóla hreinsuðu fjöruna að vori um það bil sem skóla væri að ljúka, þannig að ef allt væri með felldu hefði ekki átt að finnast mikið af rusli í fjörunni nú. „Við tókum eftir þessu í fyrra- dag og manni dettur í hug að ruslinu hafi verið hent í sjóinn einhvern tíma í síðustu viku,“ sagði Bjarni. Á meðal þess sem fannst í fjörunni var mikið magn bréfa, sem rituð voru á þýsku og þar mátti finna eldheit ástarbréf, bækur voru þar einnig og sáu krakkarnir nokkuð af bókum fljóta í sjónum, en náðu ekki til þeirra. Margt bendir til að starfs- menn í eldhúsi skipsins hafi kom- ið þarna nærri, því föt kokksins flutu að landi, svuntur með áletr- unum hvar til kynna var gefíð að um besta kokk heims væri að ræða, matseðlar fundust sem og uppskriftir. Einnig fundu krakkarnir nokk- ur lyfjaglös og sagðist Bjarni hafa sýnt lyfjafræðingi staðarins þau, sem kvaðst ekki kannast við þau að óathuguðu máli, þau gætu þó allt eins verið hættuleg börnum, en Bjarni sagði að börn leituðu mikið í þessa fjöru. Yngstu börnin hefðu ti) að mynda talið að ákveðnar töflur sem fundust væru sætindi. 25 stiga hiti í Vaglaskógi: Búist er við að ferða- menn streymi norður Lífi haldið í plöntum með stöðugri vökvun REIKNAÐ er með straumi ferðafólks til Norðurlands um helgina, en veður hefur verið einstaklega gott undanfarið og var til dæmis 25 stiga hiti í Vaglaskógi í gærdag. Farið er að sjá á gróðri í skógin- um vegna þurrka og þarf stöðugt að vökva plöntur til að halda í þeim lífinu. Ferðamannastraumur hefur farið rólega af stað í Mý- vatnssveit, en búist var við fjölda fólks þangað um helgina. Um 160 manns gistu á tjaidstæðinu á Akureyri í fyrrinótt. Sigurður Skúlason skógarvörður í Vaglaskógi sagði að mikið af fólki hefði verið í skóginum í gær, en veður einstaklega gott, sól og 25 stiga hiti. Mun fleiri gestir komu í Islandsmótið 2. deild - Akureyrarvöllur í kvdld kl. 20.00 Allir á völlinn í kvöld. HYUNDAI (íyi)vö r? V /J BATASMICXJA skóginn í júnímánuði síðastliðnum miðað við áður, en skógurinn er að jafnaði opnaður fyrir umferð um miðjan mánuð. „Veðrið laðar fólk hingað og eins held ég að fólk sé farið að ferðast meira en áður, það eru fleiri á ferðinni," sagði Sigurður. Aðstaðan í Vaglaskógi hefur ver- ið bætt, m.a. er búið að reisa'tvö ný snyrtihús og eins er verið að lagfæra tjaldstæðin og loka þeim fyrir umferð. Um síðustu helgi voru um 150 tjöld í skóginum auk þess sem yfir sumarmánuðina standa um 40 hjólhýsi þar. Sigurður sagði að um eða yfir eitt þúsund manns væru í skóginum um helgar, en fjöl- margir hafa þar viðveru yfir daginn án þess að tjalda. „Það er orðið heldur þurrt á okk- ui', svo farið er að sjá á gróðri. Við erum hér með plöntur sem vökva þarf stöðugt til að halda í þeim lífinu. Gras á útivistarsvæðum er einnig orðið afar þurfandi fyrir góða rigningu," sagði Sigurður. Á tjaldstæðinu við Reykjahlíð í Mývatnssveit fengust þær upplýs- ingar að ferðamannastraumur hefði farið hægt af stað í júní, en greini- legt væri að fólk væri að fara af stað. Fyrir lægu pantanir stórra hópa m.a. í svefnpokapláss sem boðið er upp á og eins á tjaldstæð- ið. Gistinætur á tjaldstæðinu eru orðnar um 2.600, sem er örlítið minna en var á sama tíma á síðasta ári. Um síðustu helgi var töluvert af fólki á tjaldstæðinu og áttu tjald- verðir von á að svo yrði einnig um þessa helgi. Um 160 manns gistu á tjaldstæð- inu á Akureyri í fyrrinótt,_ en í júní voru gistinætur þar 1551. Islending- ar voru þar í meirihluta, eða rúm- lega 700, en af útlendingum voru Þjóðveijar fjölmennastir, 374 og Frakkar rúmlega 100. Fljótlega verða teknar í notkun sturtur í íþróttahöllinni rétt við tjaldsvæðið fyrir gesti og eins hefur snyrti- aðstaða verið bætt, vöskum fjölgað og tvær þvottavélar sjá um að ferða- fólk getur yfírgefið svæðið í hrein- um fötum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.