Morgunblaðið - 05.07.1991, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991
fclk í
fréttum
Hrafn Gunnlaugsson við tökur á myndinni Hvíti víkingurinn.
KVIKMYNDIR
V íkingiirinn Hrafn
Imenningarblaði sínu þann 14.
júní sl. fjallaði norska blaðið
Aftenposten ítarlega um nýjustu
mynd Hrafns Gunniaugssonar,
Hvíta víkinginn, og birti jafnframt
viðtal við Hrafn þar sem hann talar
aðallega um þessa mynd sína og
viðhorf sín til kvikmyndalistar og
galdursins að segja sögu. Blaðið fer
mjög lofsamlegum orðum um Hrafn
og verk hans og telur hann m.a.
eiga margt sameiginlegt með
kvikmmyndaleikstjórunum Akira
Kurosawa, Sergio Leone og John
Ford.
Greinin byijar á því að Ilrafn er
kynntur sem kraftmesti kvik-
myndagerðarmaður Norðurlanda
og síðan er tekið fram að með
haustinu gefist norskum kvik-
myndahúsagestum kostur á að sjá
nýjasta kjarnastykki íslenska
hreystimennisins, Hvíta víkinginn,
sem síðan verður sýnt sem sjón-
varpsþáttaroð á ollum Norðunönd-
um um jólin.
Hvíti víkingurinn
Þessi mynd Hrafns, sem er sam-
norrænt verkefni, er sögð kosta um
40 milljónir norskra króna (um 360
milljónir ÍSK). Hún gerist árið 999,
þegar Ólafur konungui' Tryggvason
(sem leikinn er af Agli Ölafssyni)
var í óða önn að kristna Noreg. í
meðförum Hrafns er konungurinn
eineygður, líkt og æðsti guð ásatrú-
armanna, Óðinn. Hann beinir þessu
eina auga að Aski, unglingspilti,
og felur honum að kristna Island.
Askur er sendur gegn vilja sínum
til íslands, en konungur heldur
Emblu, heitmey Asks, eftir í
gíslingu til að tryggja að Askur
framkvæmi ætlunarverk sitt. Síðan
fellir konungurinn hug til hennar
og út frá þessu skapast spennandi
atburðarás. Nöfnin Askur og Embla
hefur Hi-afn að sjálfsögðu úr ása-
trúnni, en þar voru þau forfeður
mannkynsins, líkt og Adam og Eva
í kristindómnum. Þegar Askur kem-
ur til íslands mæta horfum ýmsir
örðugleikar sem hann verður að
yfirbuga, en íslendingar verða að
bíða eftir myndinni til að sjá hvem-
ig það gengur. Aðspurður um hvað
nafn myndarinnar táknar svaraði
Hrafn að þegar íslendingar fréttu
að þeim væri gert að trúa á nýjan
guð töldu þeir fullvíst að hann hlyti
að vera mikill stríðskappi. Óðinn
og Þór höfðu spjót og hamar að
vopni, og hvert var þá vopn þessa
nýja guðs? Jú, þennan torkennilega
kross væri vel hægt að nota sem
barefli!
Hrafn sagði að íslendingasög-
urnar væru helsta uppspretta kvik-
myndagerðar sinnar og sig hefði
dreymt um að sjá hinn forna norr-
æna heim með eigin augum alveg
síðan amma sín sagði sér sögurnar
í æsku. Hann sagðist heillaður af
Morgimblaðið/Ágúst Blbndal
Sigurður Jónsson og Guðbjartur Magnússon með hinum ungu fótboltamönnuni
NESKAUPSTAÐUR
Signrður leiðbeinir
ungnm fótboltamönnum
Neskaupstad.
Mikið hefur verið um að vera
hjá Knattspyrnuskóla Þróttar
nú að undanfömu. Sigurður Jóns-
son, atvinnumaðurinn snjalli frá
Arsenal, hefur dvalist hér um tíma
og leiðbeint hinum ungu og upp-
rennandi knattspyrnumönnum.
Hefur þetta fallið í góðan jarðveg
hjá krökkunum. Umsjónarmaður
knattspyrnuskólans er Guðbjartur
Magnússon.
- Ágúst.
Finnski leikbúningahönnuðurinn Ensio Souminen á heiðurinn af hin-
um ógnvænlega höfuðbúnaði sem notaður er í myndinni.
Askur og Embla. Ask leikur ungur islenskur piltur, Gottskálk Dagur
Sigurðarson, og Emblu leikur norska stúlkan Maria Bonevie.
ásatrúnni og tók fram að skrif arg-
entíska rithöfundarins Jorge Louis
Borges um hana hefðu veitt sér
mikinn innblástur, en Borges telur
að ásatrúin séu einu trúarbrögðin
í heiminum sem einbeiti sér að
ánægjunni og nautninni í lífínu.
„Eg verð að segja sög-
ur“
Hrafn var spurður að því hvort
hann væri ekkert smeykur við að
gera Ólaf Tryggvason, sem Norð-
menn líta á sem hetju, að skúrki?
„Þegar fengist er við listsköpun er
fijálsræði leyfilegt. Öðru máli
myndi gegna ef hér væri um heim-
ildafnynd að ræða. Mér finnst Ólaf-
ur spennandi vegna þess að hann
beitti réttri hugmyndafræði við að
leggja Noreg undir sig. Hann var
merkilegur maður, öðruvísi en allir
aðrir konungar. En fyrst og fremst:
Ég leitast við að skapa persónur
af holdi og blóði, ég fæst ekki við
fornleifafræði!“
Hann sagði um víkingana sem
héldu til íslands að þeir hefðu flest-
ir verið ungir og hraustir menn að
flýja undan skattaoki og fólksfjölg-
un. „I hallæri má segja að þeir
hafi verið þeirra tíma Vítisenglar,
sem lögðu út á hafið.“
Hrafn sagðist leggja sig fram
um að kunna skil á öllum þáttum
kvikmyndgerðarlistar og hann
kvaðst aldrei gefast upp, heldur fá
sínu framgengt. Hann sagðist fyrst
og fremst vera sögumaður, hann
hefði einungis valið kvikmyndir
fram yfir ritstörf. „Það sem mestu
máli skiptir er að innra með mér
brennur eldur, ég verð að segja
sögur, ekkert annað kemur til
greina. Ég leitast við að gefa kvik-
myndalistinni það sem íslendinga-
sögurnar gáfu bókmenntunum.
Söguefni sem býr yfir sínum eigin
stíl og lýtur eigin lögmálum."
COSPER
vVI/.
rtM.
\\Í\H
52!!!
AU/.
\\U. .\W/.