Morgunblaðið - 05.07.1991, Page 44
FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Hljómskálinn fegraður
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Nú er unnið að því að færa Hljómskálann í Reykjavík í nýjan og fallegri búning, en skálinn var farinn að láta á sjá. Gera þarf við steypuskemmdir
og að því loknu verður skálinn málaður.
Hraðfrystihús Ólafsvíkur seldi Tungufelli fjóra báta:
Landsbankinn krefst opin-
berrar rannsóknar á sölunni
Olíklegt að bankinn leigi hlutafélagi heimamanna rekstur hraðfrystihússins
Meðvitund-
arlaus eftir
bifhjólaslys
UNGUR maður slasaðist alvar-
lega á höfði í bifhjólaslysi við
Sveinatungu efst í Norðurárdal
í gærkvöldi. Hann var fluttur á
slysadeild Borgarspítalans með
þyrlu Landhelgisgæzlunnar.
Þyrlan fór frá Reykjavík stund-
arfjórðungi fyrir miðnætti.
Tveir ungir menn voru á bifhjól-
inu, sem var ekið í suðurátt eftir
Vesturlandsvegi. Ökumaðurinn er
að sögn lögreglu talinn hafa misst
stjórn á hjóiinu í lausamöl í beygju.
Farþeginn slapp lítt meiddur en
ökumaðurinn missti meðvitund og
var fluttur á sjúkrahúsið á Akra-
nesi. Þar kom í ljós að hann var
hættulega slasaður og var ákveðið
að flytja hann með þyrlu til
Reykjavíkur.
Fjölda reið-
hjóla stolið
í biíðviðrinu
STULDUR á reiðhjólum hefur
færzt í vöxt í góðviðrinu að und-
anförnu, að sögn lögreglunnar í
Reykjavík. Svo virðist sem fólk,
sem ekki hefur efni eða nennu
til að kaupa sér reiðhjól þegar
það langar til að þeysa um göt-
urnar í sólskininu, taki þá hjól-
hesta náungans ófrjálsri hendi.
Að sögn lögreglunnar er ævin-
lega mikið um þjófnað á reiðhjólum
yfír sumarmánuðina, að jafnaði er
tveimur hjólum stolið á dag. Und-
anfarnar vikur hafa tilkynningar
um horfna hjólhesta hins vegar oft
verið fleiri, allt upp í fimm á sólar-
hring.
‘ Lögreglan segir að í fæstum til-
vikum steli fólk reiðhjólum til að
slá eign sinni á þau til frambúðar.
Mest sé um að menn hjóli dálítinn
sprett og fleygi þá hjólinu frá sér
einhvers staðar á víðavangi. Lög-
reglah brýnir fyrir fólki að ganga
vel frá reiðhjólum sínum; læsa þeim
við fasta hluti eða hafa þau inni í
læstum hjólageymslum. I fjölbýlis-
húsum er mikilvægj; að ákveðnar
reglur gildi um hver hafi lyklavöld
að hjólageymslum, sjái um að opna
þær að morgni og læsa að kvöldi.
Bústjórar óskuðu eftir því við
stærstu veðkröfuhafa að þeir leystu
til sín eignir þrotabúsins en Lands-
bankinn hefur ekki fallist á það, þar
sem bankinn þyrfti þá að greiða full-
an virðisaukaskatt af eignunum og
fær hann ekki frádreginn sem inn-
skatt, því bankar eru ekki rekstrarfé-
lög samkvæmt skattalögum. Myndi
LANDSBANKINN hefur sent
kæru til bæjarfógetans í Olafsvík,
þar sem þess er krafizt að fram
fari opinber rannsókn á sölu fjög-
urra báta Ilraðfrystihúss Ólafs-
víkur til hlutafélagsins Tungu-
fells. Landsbankinn heldur því
fram að málamyndafélög hafi ver-
ið stofnuð um rekstur skipa fyrir-
sú upphæð nema tugum milljóna, að
sögn Skarphéðins.
Bústjórar hafa átt fundi með
bankastjórum Landsbankans að und-
anförnu og bíða ákvörðunar bank-
ans. „Bankinn hefur áhuga á að reka
þetta áfram í einhverri mynd,“ sagði
Skarphéðinn. Hann sagði að við
gjaldþrotið hefði strax verið reynt
tækisins þegar hilla fór undir
gjaldþrot Hraðfrystihússins og
bátarnir hafi verið seldir á of lágu
verði. Sverrir Hermannsson
bankastjóri Landsbankans segir
að vegna þessa máls líti ekki vel
út um leigu rekstrar HÓ til hluta-
félags heimamanna.
Þegar við gjaldþrot HÓ ítrekaði
að aflienda Landsbankanum vélar
og tæki þrotabúsins en komið hafi ú
ljós að þá verði að innheimta virðis-
aukaskatt af Landsbankanum. „Ef
við seljum hins vegar til rekstrar-
aðila þurfum við ekki að innheimta
virðisaukaskatt. Það er því annað-
hvort um það að ræða að við seljum
til nýs félags, með fulltingi Lands-
bankans eða sá fræðilegi möguleiki
að bankinn stofni slíkt félag og yfir-
taki reksturinn," sagði hann.
í dag hefjast sumarlokanir hjá
Alafossi og er rekstri þrotabúsins þar
með lokið en hann hefur verið
tryggður með afui'ðaláni Landsbank-
ans frá 20. júní.
Landsbankinn kröfu sína frá því
síðastliðinn vetur að bátunum fjórum
yrði skilað inn í þrotabúið. Tungu-
fell hf. er að mestu leyti í eigu sömu
aðila og Hraðfrystihús Ólafsvíkur.
Ólafur Gunnarsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins
og núverandi stjórnarformaður
Tungufells, hefur neitað því að um
undanskot eigna hafí verið að ræða
þegar bátamir voru seldir Tungufelli.
Sverrir Hermannsson, bankastjóri
Landsbankans, sagði í samtali við
Morgunblaðið að Landsbankinn hefði
beðið átekta og gefið eigendum
Tungufells frest fram á síðasta föstu-
dag til að rifta samningum um bát-
ana, sem þeir hefðu selt sjálfum sér.
Þeir hefðu marglofað að það yrði
gert, en ekki staðið við orð sín.
Fyrir nokkrum dögum buðust eig-
endur Tungufells til þess að skila
tveimur bátanna inn í búið. „Á slíkt
er ekki lítandi," sagði Sverrir Her-
mannsson. „Banki hlýtur að krefjast
þess að lögum sé framfylgt, þar sem
hann hefur grun um að þau séu brot-
in.“
Ólafsvíkurbær og verkalýðsfélagið
Jökull hafa stofnað_ hlutafélag ásamt
Tungufelli hf. og Útveri hf., sem er
að hluta í eigu sömu manna og Hrað-
frystihúsið og Tungufell. Nýja hluta-
félagið hefur óskað eftir að taka
rekstur HÓ á leigu eða kaupa þrota-
búið, með því skilyrði að allir fjórir
bátarnir, sem voru í eigu HÓ, og
togarinn, sem nú er í eigu Útvers,
leggi upp hjá frystihúsinu. Sverrir
segir að Landsbankinn muni ekki
semja við félagið, sem myndað var
um kaup á bátunum. „Það er alveg
ljóst að við förum ekki að semja við
menn sem við höfum sakað um það,
sem við köllum sviksamlegt athæfi,“
sagði hann.
Bæjarstjómarmenn úr Ólafsvík
munu hitta Sverri Hermannsson að
máli í dag vegna mála þrotabúsins.
Ilann sagðist ekki vilja segja fyrir-
fram hvernig færi, en hann væri
ekki bjartsýnn á niðurstöðu fundar-
ins. „Við vonuðum að vandamálið
vegna þessarar sérkennilegu báta-
sölu yrði úr sögunni áður en setzt
væri niður og farið að tala saman.
Við munum hins vegar hlusta á það,
sem þeir hafa fram að færa,“ sagði
hann.
Bæjarfulltrúar Ólafsvíkinga hittu
Davíð Oddsson forsætisráðherra að
máli í gær. Margrét Vigfúsdóttir,
formaður bæjarráðs, sagði í samtali
við Morgunblaðið að forsætisráð-
herra, sem yfirmaður Byggðastofn-
unar, hefði verið beðinn að beita sér
fyrir því að stofnunin gerði úttekt á
atvinnumálum í Ólafsvík og legði
fram tillögur í framhaldi af því. Að-
spurð um kæru Landsbankans og
áhrif hennar á hugsanlega leigu eða
kaup heimamanna á þrotabúi HÓ
sagði Margrét að bæjarfélagið vildi
fyrir alla muni ekki blanda sér í deil-
urnar um bátasöluna, það yrði að
vera mál Landsbankans og eigenda
Tungufells.
Starfsemi þrotabús Álafoss stöðvast í dag:
Landsbanki ákveður ráð-
stöfun eigna búsins í dag
ÁKVÖRÐUN verður tekin í Landsbankanum í dag í málum Álafoss.
Að sögn Skarphéðins Þórissonar, eins þriggja bústjóra þrotabúsins,
hefur bankinn hefur lýst áhuga á að starfsemi Álafoss verði haldið
áfram með einhverjum hætti. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Lands-
bankans, vildi ekki staðfesta þetta í gærkvöldi, en sagði að ákvörðun
yrði tekin í dag. Bankinn á m.a. veð í tækjum og birgðum.