Morgunblaðið - 10.07.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 10.07.1991, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991 Eldislax í íslenskum ám: Búast má við hruni í einstaka laxastofnum FLÖKKULAXAR, fiskar úr hafbeit og eldi, verða æ meira áberandi í laxveiðiám við sunnanverðan Faxaflóa. Samkvæmt skýrslu sem Sigurð- ur Guðjónsson og Friðjón Már Viðarsson fiskifræðingar hjá Veiðimála- stofnun hafa sent frá sér gætu einstakir laxastofnar I versta falli hrun- ið og búast má við að sumir þeirra séu þegar all blandaðir fiski af eldis- og hafbeitaruppruna. Þéttleiki eldisfiska í sex laxveiði- ám á síðasta sumri voru: í Elliðaán- um 35,8% af sumaraflanum, í Úlf- arsá (Korpu) 45,2%, í Leirvogsá 42,7%, í Laxá í Kjós 25,7% og í Botnsá í Hvalfirði 61,1%. Búast má við að svipaðar tölur séu fyrir hendi í Brynjudalsá í Hvalfirði, en mikil veiðiaukning í henni á síðasta sumri á sama tíma og vel flestar laxveiðiár voru í slöku meðallagi vekja grunsemdir um samsetningu aflans. í flestum ánum hófust rannsókn- irnar sumarið 1988. Tölur þeirra Sigurðar og Friðjóns benda ótvír- ætt til þess að eldislaxinum hafi fjölgað verulega frá ári til árs. Sem dæmi má nefna, að í Elliðaánum reyndist 15,9% aflans vera eldislax, 1989 var talan 30,1%. í öðrum ám eru tölurnar hærri. Sérfræðingarnir. benda einnig á að hættan á stofnablöndun er enn meiri er nátt- úrulegu stofnarnir eru í niðursveiflu eins og þeir voru 1989 og 1990. Athuganirnar hófust í Leirvogsá 1986 og benda tölur þaðan til þess að eldislax hafi ekki verið vanda- mál í ánum fyrr en 1988. 1986 var aðeins 2,1% aflans í Leirvogsá eldis- fiskur, en talan var komin í 10,2% strax sumarið eftir. Athygli vekur að Laxá í Kjós kemur lang best út þrátt fyrir að vera miðsvæðis á svæðinu sem athugað var. Fá sýni eru til frá 1988 og 1989, en þau benda til um það bil 12,2% af eldis- laxi, en í fyrra varð stóraukning, þá var 25,7% aflans eldislax. I Botnsá er ástandið verst, þar var 69% aflans 1988 eldislax, 47,5% 1989 og 61,1% í fyrra, eða að með- altali rúmlega 59% aflans. I niðurlagi skýrslunnar segir: „Laxastofnar við sunnanverðan Faxaflóa og ef til vill víðar hafa orðið fyrir innrás mikils fjölda eldis- laxa nú í nokkur ár. Lax sem notað- ur hefur verið til eldis í Faxaflóa er uppruninn alls staðar af landinu. Það er því fyllilega ástæða til að óttast um afleiðingar stofnablönd- unar í þessum ám þó að hrygning hjá eldislaxinum sé eitthvað minni. Þær afleiðingar eru því miður nei- kvæðar. Allar líkur eru á því að þær valdi minnkandi laxaframleiðslu þar eð afkomendur eldislaxins eru að jafnaði ekki eins hæfir til að lifa við þau skilyrði sem ríkja í hverri á og heimastofninn. Heimastofninn þynnist hratt út í þessum ám þar sem blöndunin er mikil og árviss. í versta falli má búast við hruni í ákveðnum stofnum. Slíkt tjón er óbætanlegt um alla framtíð." VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 10. JULI YFIRLIT: Um 400 km suðar af Dyrhólaey er 990 mb lægð, en dálít- il hæð er norður af Vestfjörðum, við strönd Grænlands. SPÁ Fremur hæg suðlæg eða austlæg átt. Rigning eða súld við suður og suðaustur ströndina en annars þurrt. Sumsstaðar léttskýj- að á Norðvestur- og Vesturlandi. Lítið eítt kólnar í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG:Austlæg átt. Úrkoma um suðaustan og austanvert landið en annars víðast skýjað. HORFUR Á FÖSTUDAG:Austlæg átt. Skýjað um mesta allt land og víðast þurrt, síst þó um suðaustanvert landið. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. y. Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r / Rigning t r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * # 10° Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —[- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 12 alskýjað Reykjavík 20 mistur Bergen 18 Helsinki 25 Kaupmannahöfn 22 Narssarssuaq 12 Nuuk 3 Osló 24 Stokkhólmur 27 Þdrshöfn 12 skúrlr iéttskýjað rigning léttskýjað léttskýjað skýjað léttskýjað þoka Algarve 30 hei&skírt Amsterdam 16 alskýjað Barcelona 29 skýjað Berlín 22 rigning Chicago Feneyjar Frankfurt 28 vantar vantar skýjað skýjað Gtasgow 16 Hamborg 23 skýjað London 19 skýjað LosAngeles 17 alskýjað Lúxemborg 21 hálfskýjað skýjað Madríd 32 Malaga 30 heiðskfrt Mallorca 33 skýjað Montreai 13 skýjað NewYork 23 léttskýjað Orlando vantar París 22 hálfskýjað Madeira 23 skýjað Róm 26 heíðskfrt Vín 30 skýjað Washington 27 skýjað Winnipeg 14 úrkoma ígrennd Morgunblaðið/Ingvar Vinnuslys við Síðumúla Vinnuslys varð við hús Félagsmálastofnunar við Síðumúla í gær er vinnupallar hrundu. Einn maður var á pöllunum og annar varð und- ir þeim. Báðir voru fluttir á slysadeild, en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Myndin er tekin þegar verið var að flytja annan mann- inn á slysadeild. Borgarráð: Opnun Austurstrætis vísað til borgars^jórnar BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær, tillögu borg- arstjóra um að vísa ákvörðun um opnun Austurstrætis fyrir bílaumferð, til næsta reglulegs fundar borgarsljórnar, að loknu sumarleyfi. A fundinum lágu fyrir tilmæli frá Samstarfsráði verslunarinnar, það er Félagi ísl. stórkaupmanna, Kaupmannasamtökunum og Verslunarráði, þar sem eindregið er hvatt til þess að Austurstræti verði opnað fyrir bílaumferð á ný. Að auki var lögð fram útskrift úr gerðabók skipulagsnefndar, þar sem lagt er til að austurhluti Aust- urstrætis verði opnaður fyrir bíla- umferð til reynslu í 6 mánuði. Er þar gert ráð fyrir að frágangur verði þannig að loka megi götunni fyrir bílaumferð á góðviðrisdögum eða við sérstök tækifæri. í bókun Siguijóns Péturssonar (Abl.), er lagt til að borgarráð samþykki að vísa ákvörðun um opnun Austurstrætis fyrir bílaum- ferð til aukafundar í borgarstjórn. Elín G. Ólafsdóttir (Kv.) lagði fram tillögu um að efnt yrði til almennr- ar skoðanakönnunar meðal borg- arbúa um farmtíð götunnar og Kristín Á. Ólafsdóttir (H) lagði fram tillögu um að Vallarstræti og Thorvaldssensstræti verði lok- uð fyrir bílaumferð að hluta um leið og framkvæmdir við opnun Austurstrætis hæfust. í bókun Sigrúnar Magnúsdóttur (B), kemur fram að áðgerðir und- anfarinna ára í Austurstræti hafi ekki borið árangur og er hún því fylgjandi að Austurstræti verði opnað fyrir bílaumferð á ný. Jafn- framt að Vallarstræti verði lokað allri bílaumferð og skapi þannig aðstöðu til'útivistar. Heimsmeistaramót barna í skák: Helgi Ass Grétars- son í 2. sæti HELGI Áss Grétarsson er nú í 2. sæti í opnum flokki 14 ára og yngri á Heimsmeistaramóti barna í skák sem haldið er í Varsjá í Póllandi þessa dag- ana. Jón Viktor Gunnarsson sem keppir í opnum flokki 12 ára og yngri er í 7. - 9. sæti í þeim flokki. Bergsteinn Ein- arsson er í 8. - 10. sæti í opnum flokki 10 ára og yngri. Helgi sigraði Piotr Bobra frá Póllandi í sjöundu umferð móts- ins og er nú með 6 vinninga. Pólveijinn Kaminski er í efsta sæti í opnum flokki 14 ára og yngri með 6 1/2 vinning. Helgi er í 2. sæti með 6 vinninga en næstu menn eru með 5 vinninga. Jón Viktor tapaði sinni skák í sjöundu umferð og er því með 4 1/2 vinning í 7. - 9. sæti í opnum flokki 12 ára og yngri. Bergsteinn er í með 4 1/2 vinn- ing í 8. - 10. sæti í opnum flokki 10 ára og yngri. Skólaskrifstofa Reykjavíkur: Ragnar Júlíusson forstöðu- maður kennslumáladeildar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Ragnar Júliusson skóla- stjóra Álftamýrarskóla, forstöðumann kennslumáladeildar Skóla- skrifstofu Reykjavíkurborgar. Tekur hann við af Ragnari Georg- syni, sem lætur af störfum fyrir aldurssakir. Ragnar Júlíusson, er ráðinn frá nemendur sæki skóla. Hann hefur 1. ágúst að telja og mun hann sjá seturrétt í skólamálaráði og um innra starf grunnskólanna í fræðsluráði með tillögurétt og Reykjavík, hafa eftirlit með innra málfrelsi en ekki atkvæðisrétt. starfi skólanna, skólahaldi, nem- Hann gegndi formennsku í ráðun- endaskráningu og sjá til þess að um til skamms tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.