Morgunblaðið - 10.07.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1991
9
einbýlishOs til leigii
frá og með 1. sept. nk. Húsið er á einni hæð,
um 150 fm, með fallegum garði og í fallegu
umhverfi nálægt Hrafnistu í Hafnarfirði.
Upplýsingar, ertilgreini fjölskyldustærð og annað
sem máli skiptir, sendist auglýsingadeild Mbl.
fyrir 20. júlí 1991, merktar: „Reglusemi og góð
umgengni - 7899".
Nú eru raunvextir á
spariskírteinum ríkissjóðs í
áskrift 8,1%. Pantaðu áskrift
núna og þá færðu þessa háu
vexti, á þeim skírteinum sem þú
kaupir til áramóta, þótt vextir
lækki aftur síðar á árinu.
Hringdu eða komdu í Seðlabanka íslands eða
Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og pantaðu áskrift
að spariskírteinum ríkissjóðs.
i
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, sími 91- 626040
Kringlunni, sími 91- 689797
Kalkofnsvegi 1,
sími 91-699600
Stórsvika-
kenningin
Guðmundur Ólafsson,
viðskiptafræðingur, ritar
grein í fréttabréfið, sem
hann nefnir „Nýja línan
i íslenzkum stjónmiálum
í kjölfar stjómarmynd-
unar.“ Kaflar úr grein
Guðmundar eru birtir
hér á eftir:
„Á síðasta fundi FFJ
(þann 12. júni sl.) reifaði
Ossur Skarphéðinsson
hugmyndir sínar um ný-
afstaðna kosningabar-
áttu og þá pólitísku nið-
urstöðu sem kosningam-
ar fæddu af sér. í máli
hans kom fram að ekki
hefðu verið í boði þeir
kostir sem núverandi
stjórnarandstiiða léti í
veðri vaka, annars vegar
viðreisnarstjóm og hins
vegar vinstri stjóm með
hugsanlegum stuðningi
Kvennalista. Kostimir
hefðu verið Sjálfstæðis-
flokkur + Alþýðuflokkur
eða Sjálfstæðisflokkur +
Alþýðubandalag. Fleiri
hafa raunar sett fram
svipuð sjónarmið, sbr.
skrif Þrastar Ólafssonar
og Birgis Amasónar.
Menn hafa með öðrum
orðum svarað stórsvika-
kenningu Ólafs Ragnars
með því að hann hafi
misst af „svikunum“
sjálfur. Þannig hafa rök-
in fyrir núverandi ríkis-
stjóm mótast nokkuð af
flokkspólitískum sjón-
armiðum, þótt margt
fleira hafi borið á góma.
f lok fundarins gerði
ég nokkuð að umræðu-
efni þau verkefni sem
framundan em í íslensku
efnahagslifí og hélt því
fram að einnig af þeim
ástæðum væri samvinna
Alþýðufíokksins við
Kvennalista, Alþýðu-
bandalag og Framsókn-
arflokk (hér skammstaf-
að KAF) út í hött. Nú
hefur orðið úr að halda
umræðunni áfram þar
sem frá var horfið og
fjalla nánar um þessi mál
á fundi miðvikudaginn
10. júlí næstkomandi. I
millitíðinni hefur einnig
það gerst, að Margrét
Bjömsdóttir birtí grein
um þessi mál í Morgun-
blaðinu undir nafninu Ný
l viíglírta í íslenskum
ERLENDIR VÍSITÖLUSJÓÐIR
Fjárfestið í helstu kauphöllum
heimsins með VIB
VÍB býður viðskiptavinum sínum og öðrum fjárfestum að
taka þátt í ávöxtun hlutabréfa í helstu kauphöllum heim-
sins með kaupum í verðbréfasjóðum VIB. Erlendar eignir
þessara sjóða eru ávaxtaðar í hlutabréfum erlendra
fyrirtækja með því sem næst sama vægi og fyrirtækin hafa í
hlutabréfavísitölum á viðkomandi markaði. Sjóðir sem
þessir nefnast vísitölusjóðir.
Ráðgjafar VÍB veita nánari upplýsingar um ávöxtun í
erlendum hlutabréfum. Verið velkomin í VIB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.
Ný lína í stjórnmálum ?
Þeir, sem geta og eiga að fást við aðkallandi vanda efnahags-
mála, eru frjálslyndir menn og jafnaðarmenn í öllum flokkum, segir
í grein í fréttabréfi Félags frjálslyndra jafnaðarmanna. Þar segir
ennfremur, að það þýði ekkert að leita til Kvennalista, Alþýðubanda-
lags eða Framsóknarflokks (KAF-flokkanna) um samstarf, því þeir
flokkar séu hluti þeirrar meinsemdar, sem vinna þurfi bug á. í Stak-
steinum í dag eru birtir kaflar úr þessari grein.
stjórnniálum. Kemst hún
þar að svipuðum niður-
stöðum og þeim er ég
tæptí á um eðli KAF-
flokkanna og pólitískt
hlutverk Alþýðufíokks
og er varla ofmælt að
grem Margrétar sé ein
sú mikilvægasta i íslensk-
um stjórnmálum hin
síðari ár.“
Smákónga-
klíka
„Strax og stjómar-
myndun lauk kom í (jós
að tveir ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins virtust
ráðnir i að hundsa samn-
ingaviðræður formanns
sins og fljótlega kom á
daghm að innan þing-
flokksins varð ráðandi
smákóngaklika, sem hef-
ur gert formanninum
erfitt fyrir, auk þess sem
losnaði um þau tök sem
Davíð hefur hingað til
haft á borgarstjómar-
fíokki sínum. Þetta leiddi
til þess að ekki hefur
náðst samstaða um sjálf-
sagðar umbætur í land-
búnaðarmálum og sjáv-
arútvegsmálum og þar
með takmarkast geta
ríkisins verulega í því að
ná niður hinum króniska
fjárlagahalla. Þess vegna
neyddist rikisstjómin til
þess að hækka vexti á
ríkisbréfum, til þess að
fjármagna halla sem
hefði verið hægt að losna
auðveldlega við, ef farið
hefði verið að tillögum
Alþýðuflokksins í þessu
efni. Þessi vaxtahækkun
ríkisins leiddi hins vegar
til almennrar vaxta-
hækkunar með ófyrirsjá-
anlegum afleiðingum
hvað snertir verðbólgu
og hagvöxt.
Þamiig má segja að
niðurstaða fyrstu mán-
aða stj ómarsamstarfsins
sé nyög í þeim dúr sem
orðið hefði ef Alþýðu-
flokkurinn hefði farið í
stjóm með KAF-flokkun-
mn. Eftir að framsóknar-
liluti þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins fór heim
í sveitina að afíoknu vor-
þingi, þá hefur rikis-
stjómin samt sem áður
náð að marka örlítið heil-
brigðari stefnu sbr. Ála-
foss og rælq'uvinnslu svo
dæmi séu tekin.“
Hin nýja lína
„Frá stríðslokinn hef-
ur íslenska hagkerfið um
margt svipað til annarra
nýfijálsra nýlenduríkja.
Atvinnulíf hefur lengst
af verið fábrotíð og
byggst að verulegu leytí
upp á hráefnasölu úr
landi samfara afar ófull-
komnurn viðskiptahátt-
um og markaöslegri ein-
angrun. Mikili hagvöxtur
hefur að mestu byggst á
aukinni sókn í fiskistofna
og aukinni atvinnuþátt-
töku kveirna. Sveiflm- i
sjávarútvegi og mark-
aðseinangrun hafa leitt
til mun þrálátari verð-
bólgu en þekkist í þró-
aðri löndum. Fram á
miðjan síðasta áratug
hefur þjóðin getað bætt
sér upp öll efnahagsmein
með aukhmi sókn í stofn-
ana, hvort sem um hefur
verið að ræða verð-
bólguóhagræði, við-
skiptahalla eða óhag-
kvæmni í atvinnulifi.
Verðbólgan var nánast
það eina sem skyggði á
þennan hagvöxt.
Nú er svo komið að
ekki verður gengið
lengra í ofnýtingu físki-
stofna eða mannafla.
Aðkallandi efnahags-
vandamál krefjast ann-
arra úrlausna en þjóðar^
sátta og verðstöðvana. I
þeim efnum þýðir ekki
að leita til KAF-flokk-
anna um samstarf; þeir
eru hluti þeirrar mein-
semdar sem vinna þarf
bug á. Þeir sem geta og
eiga að fást við hinn nýja
vanda eru fijálslyndir
menn og jafnaðarmenn i
öllum flokkum.“